Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 16
E instaklingur getur sparað sér mikla peninga á flugfar­ gjaldi til London og til baka með því að velja WOW air eða Iceland Express, í stað EasyJet eða Icelandair. Þetta mið­ ast við fargjald fram og til baka með viku millibili í byrjun júní eða byrj­ un júlí. Þar sem fargjöld eru oftast hærri um helgar var miðað við ferð­ ir á virkum dögum. Athygli vekur að miklu getur munað á verði eftir því hvaða dagar eru valdir. Þegar DV kannaði málið munaði til dæmis 11 þúsund krónum á flugfargjaldi með Icelandair eftir því hvort flogið var til London þriðjudaginn 5. júní eða miðvikudaginn 6. júní. Ódýrara var að fljúga á þriðjudegi. Í því ljósi er óhætt að hvetja fólk til að vanda sig og ígrunda vel bókanir sínar. Farangur ekki innifalinn Fjögur íslensk flugfélög fljúga í sum­ ar leiðina á milli Keflavík og Lond­ on. DV ákvað að kanna með hverju væri ódýrast að fljúga og gaf sér til þess fyrir fram ákveðnar forsendur. DV hafði í huga einstakling sem vildi fljúga út á þriðjudegi, en til vara á miðvikudegi, í byrjun júní og í byrj­ un júlí. Hann myndi fljúga heim ná­ kvæmlega viku síðar og hafa með sér eina ferðatösku sem væri að há­ marki 20 kílógrömm. Hjá EasyJet er farangurinn ekki innifalinn í verðinu en þó skal tekið fram að á heimasíðu félagsins er sérstaklega spurt um far­ angur ef farþegi hefur ekki gert ráð fyrir honum. Hjá hinum flugfélög­ unum þremur er farangur innifalinn í verðinu. Miklu ódýrara degi síðar Athugun á verði, með farangri auð­ vitað, leiddi í ljós að bæði í byrj­ un júní og byrjun júlí er ódýrast að fljúga með WOW air og Iceland Express. Verðmunurinn á þessum tveimur flugfélögum reyndist mjög lítill. Á heildarverði ferðarinnar reyndist í júní þrjú þúsund króna munur en í júlí minna en tvö þús­ und króna munur. Í júní, á þeirri dagsetningu sem miðað var við, reyndist næstum 90 prósent dýrara að fljúga með Ice­ landair báðar leiðir en Iceland Ex­ press. Eins og fram kemur í upp­ hafi greinarinnar var þó hægt að lækka verðið um 11 þúsund með því að seinka fluginu um einn dag; bæði ferðinni út og heimferðinni. Það breytir því ekki að dýrast var að panta með Icelandair. Þegar pantað var í júlí reyndist verðmunurinn minni en þó var um og yfir 20 prósent dýrara að panta með Icelandair eða EasyJet en WOW air og Iceland Express. Kostaði fimmfalt meira DV komst að raun um að það getur verið mjög villandi að rýna í verð­ in. Hjá Iceland Express fann DV til dæmis flug á ríflega þrjú þúsund krónur, eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti. Neðar mátti þó sjá að flug­ miðinn var alls ekki í boði á því verði, heldur kostaði hann fimmfalt meira. Í lok bókunarferlisins bættust svo við fimm hundruð krónur í svokallað bókunargjald. Fleiri ljón geta verið á veginum. Hjá WOW air er viðskiptavinum með mjög áberandi hætti boðið að velja sér sæti. „Fáðu þér endilega sæti – veldu núna,“ segir stóru letri seint í bókunarferlinu en til hliðar, í smærra letri, stendur að það kosti „aðeins 1.490 ISK fyrir hvaða sæti sem þú vel­ ur!“ Ekki er tekið fram að það sé ekki nauðsynlegt að velja sæti og með því megi komast hjá gjaldinu. Á heimasíðu Icelandair fæst endanlegt verð fyrir flugsætið strax í upphafi og að því leyti er bókunar­ ferlið einfaldast þar. Þegar flugfélag er valið er gott að hafa í huga hversu langt flug­ völlurinn er frá lokaáfangastað. Þannig fljúga flugfélögin ýmist til Stansted, Gatwick, Heathrow eða Luton. Samkvæmt travelguidelondon. co.uk tekur um 40 mínútur að aka frá Heathrow til miðborgar Lond­ on en um 75 mínútur frá flugvöll­ unum í Luton, Stansted og Gat­ wick. Ef litlu munar á fargjöldum getur verið hagstætt að horfa til þess hversu dýrt er að komast frá flugvellinum á áfangastað. 16 Fréttir 13.–15. apríl 2012 Helgarblað WOW Og Iceland express ódýrust n Mörg þúsund krónum getur munað á flugfargjöldum til London á milli daga Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Á heimasíðu Ice- landair fæst end- anlegt verð fyrir flugsæt- ið strax í upphafi og að því leyti er bókunarferlið auðveldast þar. EasyJet Höfuðstöðvar: Luton á Englandi Vefsíða: www.easyjet.com Áfangastaður: London i Flugfélagið áformar að fljúga til Íslands næsta sumar. Fyrst frá London til Keflavíkur en líklegt þykir að áfangastöðunum fjölgi þegar fram líða stundir. Félagið er næststærsta lággjaldaflugfélag heims. Fl-Group, sem stjórnað var af Hannesi Smárasyni, átti í góðærinu um fimmtungshlut í félaginu. Félagið flýgur til 118 landa. WOW air Höfuðstöðvar: Ísland Vefsíða: www.wowair.is Áfangastaðir: Alicante, Basel, Berlín, Kaunas, Kaupmannahöfn, Kraká, Köln, London, Lyon, París, Suttgart, Varsjá og Zurich. i Fjárfestirinn Skúli Mogensen, eigandi MP banka, er maðurinn að baki stofnun flugfélagsins. Það var stofnað nú fyrr í vetur. Matthías Imsland, fyrr- verandi forstjóri Iceland Express, starfar með Skúla að verkefninu. Félagið byrjar að fljúga til London í júní en flogið verður á miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Hægt er að bóka flug með flugfélaginu út mars 2013. Iceland Express Höfuðstöðvar: Ísland Vefsíða: icelandexpress.is Áfangastaðir: Alicante, Álaborg, Barcelona, Basel, Berlín, Billund, Bologna, Boston, Chicago, Edinborg, Frankfurt, Friedrichshafen, Gautaborg, Kaupmannahöfn, Kraká, New York, Osló, Lúxemborg, París, Orlando, Stokkhólmur, Varsjá, Winnipeg. i Iceland Express hefur frá því í janúar 2003 boðið upp á flug frá Íslandi. Félagið er lággjaldaflug- félag sem fyrstu árin flaug til Kaupmannahafnar og London en hefur síðan fært út kvíarnar. Árið 2007 flugu 500 þúsund farþegar með félaginu. Félagið er í eigu Pálma Haraldssonar kaupsýslumanns. Icelandair Höfuðstöðvar: Ísland Vefsíða: icelandair.is Áfangastaðir: Alicante, Amsterdam, Barcelona, Bergen, Billund, Brussel, Frankfurt, Gautaborg, Glasgow, Hamborg, Helsinki, Kaupmanna- höfn, London, Madrid, Manchester, Mílanó, München, Osló, París, Stavanger, Stokkhólmur, Þrándheimur, Bos- ton, Denver Colorado, Halifax, Minneapolis, New York, Orlando, Seattle, Toronto, Washington DC, Anchorage, Las Vegas, Los Angeles, Portland, Sacramento, San Diego, San Francisco, San Jose, Spokane, Vancouver. i Icelandair á rætur að rekja til ársins 1937 og hefur verið starfrækt undir ýmsum nöfnum allar götur síðan, til dæmis Loftleiðir og Flugleiðir. Félagið hóf millilandaflug árið 1947 en flýgur í dag til landa beggja vegna Atlantshafsins. Mikill munur á fargjaldaverði Súluritin sýna verð á flugi fyrir einn frá Keflavík til London og til baka, með öllum sköttum og farangri (ein taska). Vikan 3.–10. júlí** *Miðað er við flug á þriðjudegi nema í tilfelli WOW air sem flýgur á mið- vikudögum. **Hægt að lækka kostnaðinn um 11 þúsund krónur með því að fljúga frekar á miðvikudegi. Vikan 5.–12. júní* WOW air 39.544 kr. Iceland Express 41.200 kr. Icelandair 47.330 kr. EasyJet 48.952 kr. Iceland Express 32.700 WOW air 35.564 EasyJet 42.894 Icelandair 62.030** 60 þús kr. 40 þús kr. 50 þús kr. Ánægðir farþegar Misþægilegt er að panta flugmiða eftir flugfélögum. Villandi Upphæðin sem fyrst gefin er upp þegar maður pantar flug hjá Iceland Express er aðeins brot af endanlegu verði. Fullt verð (reyndar án bókunargjalds)er birt neðar á síðunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.