Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 26
F
áir hafa orðið ofurríkir á
jafn stuttum tíma og Kevin
Systrom, 28 ára frumkvöðull
með háskólagráðu í tölvunar-
fræði frá Stanford-háskólan-
um í Bandaríkjunum. Vorið 2010 var
Systrom ásamt félaga sínum Mike
Krieger á fullu að útvega fjármagn til
þess að koma forriti sem þeir höfðu
verið að hanna á markað. Þeir náðu
í 700.000 dollara, um 90 milljónir
króna, frá fjárfestum og lánardrottn-
um og gátu hafist handa við að láta
draumana rætast. Þeir notuðu sum-
arið 2010 vel og loks um haustið var
snjallsímaappið þeirra, Instagram,
fáanlegt í App Store-verslun Apple.
Gífurlegur uppgangur
Á örfáum mánuðum sló Instagram al-
gjörlega í gegn og hafa nú 30 milljón-
ir iPhone-notenda sótt appið án end-
urgjalds. Instagram gerir notendum
kleift að deila myndum úr iPhone-
og Android-símum sínum og breyta
myndum sínum á einfaldan hátt.
Þetta hljómar einfalt, en hefur engu
að síður slegið í gegn.
Síðasta sumar var verðmæti fyrir-
tækisins orðið 6,3 milljarðar króna,
en helmingur þeirrar upphæðar safn-
aðist í hlutafjáraukningu félagsins á
þeim tíma. Nokkrir klókir fjárfestar
sáu leik á borði og keyptu saman
helmingshlut í þessu vaxandi sprota-
fyrirtæki. Systrom hélt þó eftir 40 pró-
senta hlut í félaginu og Krieger hélt
eftir 10 prósenta hlut.
Síðustu 8 mánuðina hefur verð-
mæti Instagram gjörsamlega stökk-
breyst. Fyrirtækið hefur farið úr því
að vera verðmetið á 6,3 milljarða
króna sumarið 2011 í 63 milljarða
króna þegar nýjir fjárfestar komu að
félaginu á dögunum. Það rauk síðan
upp í 125 milljarða króna þegar Face-
book keypti félagið í vikunni og borg-
aði með reiðufé.
Systrom hefur því ástæðu til að
gleðjast, hann gengur frá borði með
51 milljarð króna í vasanum eftir að
hafa aðeins starfað við fyrirtækið í 2
ár.
Stórveldi í Kísildalnum
Systrom, hefur verið lýst sem „ofur-
nörd“ af kunningjum sínum. Hann
er sagður vera lúðalegur klaufi – erki-
týpan af tölvunörd – sem þó hefur
öðlast mikið sjálfstraust undanfarna
mánuði. Hann hefur notið þess að
koma fram í fjölmiðlum fyrir hönd
Instagram og komist á forsíður nokk-
ura tímarita með Krieger. Hann hitti
Michelle Obama, forsetafrú Banda-
ríkjanna, á dögunum. Systrom er
sagður áhugamaður um kokteila
og dýr viskí, nokkuð sem hann ætti
að geta leyft sér í auknum mæli eft-
ir að hann seldi fyrirtækið. Kærast-
an hans, Nicole Schuetz, hefur stað-
ið þétt með honum í mörg ár. Þau
byrjuðu saman löngu áður en hann
stofnaði Instagram. Þeir sem þekkja
til segja að parið hafi unnið saman að
því að gera Instagram að veruleika og
að saman séu þau orðin nýjasta stór-
veldið í Kísildalnum í Kaliforníu, þar
sem flest tölvu- og upplýsingatækni-
fyrirtæki eru með aðsetur.
Engar tekjur
Saga Instagram er ein samfelld sigur-
ganga. Sólarhring eftir að forritið
kom á markað voru notendurnir
orðnir 25 þúsund. Eftir fyrstu vikuna
voru notendurnir orðnir 200 þúsund
og ein milljón áður en þrír mánuðir
voru liðnir.
Í viðtali við Los Angeles Times
fyrr á árinu sagði Systrom: „Það kom
okkur gífurlega á óvart hvað fyrirtæk-
ið óx hratt í upphafi. Fólk hlóð inn
myndum af gæludýrunum sínum,
börnunum sínum og öllu öðru. Þá
vissum við Instagram væri sérstakt.“
Í febrúar 2011 voru notendur
Insta gram orðnir 1,75 milljónir og
hlóðu þeir upp 290.000 myndum á
dag. Í ágúst var var búið að hlaða
inn 150 milljónum mynda á Instag-
ram og nú um stundir er 1,3 millj-
ónum mynda hlaðið inn á hverjum
degi.
Það sem vekur hins vegar mesta
athygli er að þrátt fyrir að Instagram
væri búið að slá algjörlega í gegn hjá
notendum, þá voru forsvarsmenn
fyrirtækisins ekki komnir með sér-
stakar leiðir til tekjuöflunar. Það gerir
svimandi hátt verðið á því enn ótrú-
legra.
„Ofurnördið“ varð
milljarðamæringur
26 Erlent 13.–15. apríl 2012 Helgarblað
Aukin ásókn í einkaþotur
n Einkaþotur að verða einskonar stöðutákn hins efnaða Kínverja
Á
einungis tíu árum hefur fjöldi
einkaþotna í einkaeigu í Kína
fjölgað úr engri í 130. Hagvöxt-
ur hefur verið mikill í Kína og
eru einkaþotur að verða eins kon-
ar stöðutákn fyrir efnaða Kínverja.
Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt
CNN á efnahagsuppganginum í Kína
á undanförnum árum en í umfjöll-
uninni er spjótunum beint að einka-
þotueign landsmanna.
Ástæðan á þessari fjölgun skýr-
ist meðal annars að því að kínversk
yfirvöld leyfðu almenningi fyrst árið
2003 að eiga þotur. Á hinn bóginn
verða þeir ríku í Kína sífellt ríkari og
spá sérfræðingar því að fjöldi einka-
þotna í einkaeigu muni tífaldast á
næstu tíu árum, með öðrum orðum,
rúmlega hundrað nýjar einkaþotur
muni bætast í eignasafn kínverskra
auðmanna á hverju ári næstu tíu
árin.
Zhai Jiahua, forstjóri stofnfrumu-
fyrirtækisins China Stem Cell í
Peking, keypti sér einkaþotu fyrir
skemmstu. Fyrirtæki hans er lítið á
kínverskan mælikvarða en þar starfa
um 160 manns.
„Það er í sjálfu sér alveg hægt að
ferðast nógu hratt með almennings-
flugi. En ég vil ferðast enn hraðar. Svo
er það líka kostur að í einkaþotunni
er hægt að vinna og halda fundi með
viðskiptavinum,“ segir Jiahua.
Fyrirtækið Zhuhai Business Av-
iation Center er eitt stærsta sölu-
fyrirtæki einkaþotna í Kína. Yfirmaður
fyrirtækisins, Chen Fei, segir að flest-
ir viðskiptavina fyrirtækisins kaupi
ekki einkaþotur til að sýna hversu rík-
ir þeir séu eða hversu mikil völd þeir
hafi. Flestir þeirra séu undir fertugu.
Þá segir Chris Bucholz, forstjóri Hong
Kong Jet sem selur einnig einkaþotur,
að flestir viðskiptavinir fyrirtækisins
séu sannkallaðir „vinnualkar“.
„Sumir þeirra þurfa að ferðast
á milli staða með mjög stuttum
fyrirvara. Og það er stundum ekki
hægt með almenningsflugi,“ segir
hann.
„Þá vissum við
Instagram væri
sérstakt.
Kevin Systrom
n Kevin Systrom seldi tekjulaust fyrirtæki til Facebook á 125 milljarða
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Kevin Systrom Græddi 51 milljarð króna á
Instagram og það tók hann aðeins tvö ár.
Alheimsfyrirbæri Instagram hefur slegið í gegn. Tugir milljóna notenda hlaða nú inn
myndum úr sínu daglega lífi inn á Instagram.
Einkaþota Einkaþotum í Kína hefur fjölgað mikið undanfarin tíu ár. Talið er fjöldinn muni
tífaldast á næstu tíu árum. Mynd REutERS
„Ég er hættu-
legur maður“
Morðingjanum Charles Manson
hefur verið neitað um reynslu-
lausn af dómstólum í Kaliforníu
í Bandaríkjunum. Þetta er í
tólfta skiptið sem Manson er
neitað um reynslulausn en hann
er 77 ára. Honum var neitað
um reynslulausn meðal annars
á grundvelli orða sem hann
lét falla þegar hann mætti fyrir
nefnd sem tekur ákvörðun um
reynslulausn fanga í lok síðasta
árs. Þar sagði Manson meðal
annars: „Ég er sérstakur og ekki
eins og venjulegur fangi. Ég
hef eytt ævi minni í fangelsi og
komið fimm mönnum í gröfina.
Ég er hættulegur maður.“
Manson getur sótt um
reynslulausn næst eftir fimm-
tán ár, eða þegar hann verður
verður 92 ára.
Fimm létust
í skjálftanum
Staðfest dauðsföll af völdum jarð-
skjálftans sem skók Indónesíu
á miðvikudag eru fimm. Jarð-
skjálftinn, sem var 8,8 að stærð,
olli minna tjóni en óttast var en
yfirvöld í fjölmörgum ríkjum sem
liggja að Kyrrahafinu sendu út
flóðbylgjuviðvörun í kjölfar skjálft-
ans. Samkvæmt frétt BBC slösuð-
ust einnig mun færri en óttast var.
Skjálftinn hafði þó þau áhrif
að 49 fangar sluppu úr fangelsi í
Indónesíu í kjölfar skjálftans. Lög-
regla vinnur nú að því að hafa
hendur í hári þeirra.
Verðmætt
verk komið í
leitirnar
Málverk eftir franska listmálar-
ann Paul Cezanne, The Boy in the
Red Vest, sem stolið var af lista-
safni í Sviss árið 2008 er komið í
leitirnar. Samkvæmt frétt breska
ríkisútvarpsins, BBC, fannst verkið
í Serbíu og voru þrír menn hand-
teknir í tengslum við rannsókn
málsins. Verkið var málað árið
1888 en Cezanne lést árið 1906.
Verkið er mjög verðmætt en það er
metið á 106 milljónir dala, eða rétt
rúma 13,4 milljarða króna.
Verkinu var sem fyrr segir
stolið árið 2008 en í sama ráni
voru verk eftir fleiri fræga list-
málara tekin, meðal annars mál-
verk eftir Monet, van Gogh og
Edgar Degas.