Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 37
Viðtal 37Helgarblað 13.–15. apríl 2012 Gögnin vildu bandarísk yfirvöld fá af því að Birgitta var meðframleið- andi á myndbandinu Collateral Mur- der sem Wikileaks sendi frá sér í apríl 2010, en eftir það gerðist hún talsmað- ur Wikileaks til skamms tíma. Hún segist ekki óttast bandarísk yfirvöld þó að hún viðurkenni að sér hafi fundist óþægilegt að vita til þess að þau kæm- ust í persónuleg gögn hennar. Hlyti að vera geðveik líka „Ég hef ekkert að fela en maður má samt aldrei hugsa að ekkert geti komið fyrir mann persónulega því að maður hafi ekki neitt að fela. Fólk er með svo miklar upplýsingar um alla sína hegð- un í tölvunni og við eyðum svo mikl- um tíma þar. Þá er svo auðvelt að búa til eitthvað annað en þú ert. Ég hef skapað mér nokkra óvini með þessum skoðunum mínum. Ég lenti í því að þekktur hægrisinnaður bloggari í Bandaríkjunum fór í gegn- um allt sem hægt var að finna um mig á netinu og bjó til frekar andstyggileg- an prófíl af mér. Ég er með mikið af upplýsingum um mig á netinu og hef verið lengi tengd þar inn á þannig að það var kannski ekki erfitt fyrir hann. En hann tók upplýsingar af minni persónulegu heimasíðu þar sem ég hef fjallað opinskátt um sjálfsvíg ætt- ingja minna og geðhvarfasýki sem var landlæg í föðurættinni minni. Hann tók þetta allt sem dæmi um að ég hlyti að vera geðveik líka og not- aði svo einhverja mynd af mér þar sem hann var búinn að afmynda mig alveg. Þetta birti hann svo á einhverju harð- línu hægrimanna bloggi í Bandaríkj- unum.“ Gamall pönkari óttast ekki Hún segist þó ekki hræðast neitt svona. „Það býr ekki ótti í mér varð- andi svona lagað. Kannski er það af því að ég er gamall pönkari,“ segir hún og skellir upp úr. „Nei, ég fer vissulega varlega og þess vegna fer ég til dæmis ekki til Bandaríkjanna. Og þess vegna er ég að taka þátt í þessari hópmálsókn gegn bandarískum yfirvöldum.“ Frægir aktívistar standa að baki málsókninni með henni, þar á meðal Noam Chomsky, Daniel Ellsberg, sem lak Pentagon-skjölunum, og blaða- maðurinn Chris Hedges. Hópurinn sem stendur að baki kærunni hef- ur kært lög um að Bandaríkjaher geti handtekið fólk og haldið því án þess að hafa nokkra skýra ástæðu fyrir hand- tökunni. „Þessi heimild gerir hernaðaryfir- völdum það kleift að pikka fólk upp út af minnsta grun um að það sé hryðju- verkamenn og skella því í fangelsi, þess vegna bara að eilífu án þess að það fái nokkurn tímann aðgengi að lögfræðingum eða dómstólum,“ segir Birgitta alvarleg. Hefði komið þeim illa Í sambandi við málið kölluðu banda- rísk yfirvöld Birgittu til yfirheyrslu á dögunum. Hún hafði undirbúið sig fyrir yfirheyrsluna sem átti að fara fram á Skype en skyndilega drógu banda- rísk yfirvöld til baka kröfuna um yfir- heyrslu. Hún segir það vera vegna þess að þau hafi ekki vitað af fyrrgreindu Twitter-máli og séð að það kæmi illa út fyrir þau að yfirheyra hana. Afsökun yfirvalda var sú að Birg- itta þyrfti sérstakt samþykki utanríkis- ráðuneytisins til að mega vera í vitna- leiðslum. „Þetta er mjög óvenjulegt að svona sé dregið til baka. Þeir fengu vitneskju um að þeir væru búnir að fara yfir ákveðin mörk gagnvart mér og það væri mjög slæmt sem vitnisburð- ur. Þannig að þeir hættu við á síðustu stundu.“ Fyrirsláttur Birgitta segir að um fyrirslátt hafa ver- ið að ræða. „Ég sendi utanríkisráðu- neytinu hér þetta bréf sem ég fékk og þar sögðu menn það sama og lögfræð- ingarnir mínir, að þetta væri bara ein- hvers konar fyrirsláttur. Þeir sögðust vera með áhyggjur af því að ég sem þingmaður mætti ekki mæta nema með leyfi utanríkisráðuneytisins. Það er einhver misskilningur bara eins og lögfræðingur ráðuneytisins benti á. Hann fór í gegnum alla samninga. Þeir þora ekki af því að í vitnisburð- inum kemur fram að Bandaríkin hafi þegar farið yfir ákveðna grensu hjá mér með því að biðja um einkagögn þingmanns í öðru landi. Ef við snúum dæminu við og þetta myndi snúa að bandarískum þing- mönnum, þá myndi þetta líta öðruvísi út. Það sem Bandaríkjamenn hafa gert með þessu er að opna á möguleikann á að til dæmis kínversk yfirvöld geti farið fram á og gert nákvæmlega það sama og þeir við mig, farið fram á að fá gögn um ákveðna þingmenn. Þeir gætu til að mynda beðið um gögn um þingmenn sem hafa beitt sér fyrir mál- efnum Tíbet líkt og ein þingkona sem ég þekki hefur gert. Þetta er auðvitað rosalega slæmt fordæmi sem þeir setja með þessu og mun gera alþjóðasamstarf þing- manna mun torsóttara. Fólk skilur oft ekki hvað þetta er alvarlegt. Ef þeir geta leyft sér það að krefjast þessa án minnar vitundar. Ég hefði aldrei vitað af þessu nema út af því að Twitter fór í mál fyrir mína hönd og hinna til þess að taka leyndina af þessari stefnu sem þeim var send. Í henni stóð að þeir ættu að afhenda gögnin án minnar vit- undar innan þriggja daga.“ Galið mál Þar með er þó ekki öll sagan sögð því fleiri fyrirtæki voru krafin um upplýs- ingar um Birgittu. Allavega þrjú létu af hendi upplýsingar en hún veit ekki hvaða fyrirtæki það voru. „Lögfræð- ingar mínir hafa komist að því að það voru þrjú önnur fyrirtæki sem afhentu gögn en við fáum ekki að vita hvaða. Þetta er hluti af dómsmáli sem við erum í núna. Þetta er svo galið mál. Þeim finnst þeir hafa ástæðu til að skoða mig nán- ar án þess að biðja mig um leyfi. Þeir vilja þetta án þess að ég sé undir sér- stakri glæparannsókn. Þetta eru forvirkar rannsóknar- heimildir í hnotskurn. Það er mikil- vægt að horfa til þessa í allri þessari umræðu um forvirkar rannsóknar- heimildir. Því eins og staðan er í dag fær lögreglan í 95 prósentum tilvika heimild dómara til að hlera síma og annað. Þessar heimildir kippa dóm- urunum út og þá er lögreglan orðin sinn eigin dómari og það er hættulegt. Það er auðvitað fullt af fínum lögreglu- mönnum sem eru að sinna vinnunni sinni en það er líka fólk sem skilur ekki sitt verksvið og fullt af fólki sem fer fram yfir það sem eðlilegt er og það er það sem er hættulegt. Þarna er vegið að frelsi fólks.“ Reynir að ryðja brautir Líf Birgittu hefur vissulega breyst á undanförnum árum. Hún var einstæð móðir sem meðal annars þurfti að leita sér mataraðstoðar þegar verst lét áður en hún gerðist þingmaður og hóf að berjast fyrir réttindum fólks. Hún segist þó enn vera sama manneskjan. „Ég veit það ekki. Ég lifi mjög svip- uðu lífi og áður. Ég er eins mikið og ég get heima hjá mér. Ég hef alltaf tekið að mér stór verkefni í gegnum tíðina og unnið þá kannski í törnum og nördast í tölvunni inni á milli,“ segir Birgitta sem er forritari og starfaði áður á því sviði. Árið 1996 vann hún verðlaun fyrir bestu heimasíðu einstaklings, þá voru fæstir farnir að tileinka sér internetið til persónulegra nota eins og er gert í dag. „Ég skipulagði til dæmis fyrstu mynd- útsendinguna á netinu frá Íslandi sem var reyndar ein af þeim fyrstu í heim- inum. Þegar ég fékk hugmyndina að henni var tæknin fyrir henni ekki til. Ég hef aldrei farið sömu leiðir og annað fólk. Ég hef alltaf verið svo- lítið sólgin í að taka vindinn í fangið og reyna að ryðja einhverja braut. Ég verð alveg hrikalega leið á því að gera sömu hlutina aftur og aftur. Þannig að ég hef oft farið út í eitthvað ómögulegt sem gefur aldrei mikið í aðra höndina en oftast hefur mér tekist að klára það sem ég einset mér.“ Ástfangin af netheimum Internetið heillaði hana strax og er henni enn mjög kær heimur. Eini frjálsi staðurinn sem eftir er að henn- ar mati. „Út af því að ég er búin að búa svo lengi í netheimum, þá er þetta mér afar hjartfólginn staður. Þetta er eini frjálsi staðurinn sem eftir er í heimin- um og það þarf að passa að hann fái að halda áfram að vera það. Ég varð ástfangin af honum á sín- um tíma út af því að ég sá strax að netið var frábært tæki til að gera okkar raun- verulega heim betri. Þess vegna finnst mér svo vænt um það þó svo að sum- ir segi að það einangri fólk og allt það en ég gæti ekki höndlað að búa á svona mannfárri eyju ef ég hefði ekki tæki- færi til að vinna með fólki alls staðar að, og netheimar hafa gert mér kleift að vinna með fólki sem ég hefði aldrei haft tök á að finna fyrir tíma þess.“ Allir jafn merkilegir Hún þekkir vel hvernig það er að vera þekkt á Íslandi en segist aldrei hafa of- metnast eða litið á sjálfa sig sem æðri öðrum. „Það er svo auðvelt að vera þekktur á Íslandi, ég er líka alin upp við það. Mamma var mjög þekkt þegar ég var unglingur og mér þótti það hrika- lega óþægilegt. Ég þakka guði fyrir að það var ekkert Séð og heyrt þegar ég var að alast upp. Nógu óþægilegt þótti mér þegar fólk var að spyrja mig hvort ég ætlaði ekki að verða söngkona eins og mamma mín og allt þetta ásamt öll- um kjaftasögunum,“ segir Birgitta en móðir hennar var þjóðlagasöngkonan Bergþóra Árnadóttir. Heimilið var opið flestum, fólk úr öllum stigum þjóðfélagsins var vel- komið og enginn hugsaði um stétt eða stöðu. Birgitta segist búa að því í dag. „Stundum þegar maður kom heim var rónakonan með síða hárið að sauma á saumvélina hennar mömmu, svo var kannski einhver þjóðþekktur ein- staklingur næst þegar ég kom heim, ég gerði engan greinarmun á því. Þetta var bara fólk og þannig er það í dag, ég geri engan greinarmun á fólki, allavega ekki eftir stöðu þess. Kannski frekar út frá því hvernig það hagar sér. Það er ofsalega gott að hugsa þann- ig, sérstaklega í minni vinnu, ann- ars fer maður að einangra sig bara og halda að maður sé eitthvað mikilvæg- ari en hver annar. Fólk er misjafnlega gott í hlutum en allir eru jafn merki- legir. Ég er rithöfundur líka og sögu- manneskja og hef ofboðslegan áhuga á fólki. Ég hef aldrei hitt manneskju sem hefur ekki haft einhverja stórkostlega sögu annaðhvort frá sér eða fjölskyldu sinni. Mér finnst það svo heillandi. Mér finnst mannfólk mjög heillandi og ég hef einsett mér að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að hér sem og annars staðar verði byggt upp réttlátt samfélag fyrir komandi kynslóðir. Bar- áttan fyrir upplýsinga- og tjáningar- frelsi er barátta fyrir grunnstoðum lýð- ræðis, án þeirra stoða búum við ekki í frjálsu og réttlátu samfélagi.“ n „Hann tók þetta allt sem dæmi um að ég hlyti að vera geðveik Af bótum inn á þing Birgitta kom inn á þing fyrir þremur árum en þá hafði hún tímabundið verið á atvinnuleysisbótum. Núna sinnir hún starfi sínu á þingi ásamt því að vera beðin nánast vikulega um að tala á ráðstefnum eða taka þátt í pallborðsumræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.