Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 13.–15. apríl 2012 Helgarblað
Vildi losna við sjúkdóma
n Maður sem grunaður er um íkveikju í húsi við Klepp fyrir dómi
A
ðalmeðferð í máli manns sem
grunaður er um að hafa kveikt í
starfsmannabústað við Klepp-
spítala fór fram í Héraðsdómi
Reykjavíkur á fimmtudag. Maðurinn
er einnig ákærður fyrir að hafa beitt
starfsmann spítalans ofbeldi og ráð-
ist á hann þar sem hann var við vinnu
með höggum og spörkum.
Maðurinn, sem var vistmaður á
Kleppspítala, bjó í íbúð við spítalann
sem áður hafði verið íbúð fyrir starfs-
menn. Íbúðin er í gömlu forsköluðu
parhúsi þar sem annar einstaklingur
bjó í samhliða íbúð. Manninum, sem
hefur lengi átt við geðræn veikindi að
stríða, er gefið að sök að hafa laugar-
daginn 14. janúar kveikt í íbúðinni
með að hafa sett blöð í kassa og borið
eld að blöðunum.
Í aðalmeðferðinni kom fram að
stuttu eftir íkveikjuna hafi maðurinn
komið á deild 15 á Kleppi með kveikj-
ara og játað að hafa kveikt í íbúðinni
með þeim afleiðingum að hún gjör-
eyðilagðist. Með íkveikjunni lagði
hann líf þess sem bjó í íbúðinni við
hliðina í hættu en sá var sofandi þegar
maðurinn kveikti í.
Við þinghaldið bar maðurinn því
við að hann hafi kveikt í íbúðinni til
að losna við ýmsa sjúkdóma sem gras-
seruðu þar inni. Að hans mati hafi
þetta verið „fullkomin íkveikja.“
Í lögregluskýrslu kom fram að
að mati geðlæknis sem sá um með-
ferð mannsins á meðan hann dvaldi
á Kleppi, væri hann sakhæfur. Hann
væri með mikla persónuleikaveilu,
siðblindur og hættulegur sjálfum sé
og öðrum. Maðurinn er nú á Litla-
Hrauni. hanna@dv.is
Kleppspítali Maðurinn er grunaður um að
hafa kveikt í starfsmannabústað við Klepp
og ráðist á starfsmann spítalans.
Þ
rotabú Stefáns Hilmars Hilm-
arssonar, fjármálastjóra 365
og fyrrverandi fjármálastjóra
Baugs, hefur höfðað mál á
hendur Íslandsbanka, áður
Byr hf., og krefst þess að rift verði
tveimur tryggingabréfum, samtals að
verðmæti tæplega 30 milljóna króna
með veð í fasteigninni Laufásvegi 68,
heimili Stefáns og konu hans Friðriku
Hjördísar Geirsdóttur.
Fasteignin er nú í eigu Vegvísis
ehf. sem er félag í eigu móður Stefáns.
Sjálfur hefur hann gegnt stöðu fram-
kvæmdastjóra félagsins.
Forsendur þrotabúsins fyrir riftun-
inni eru meðal annars þær að Stefán
hafi verið nátengdur Byr og verið orð-
inn ógjaldfær þegar þegar trygginga-
bréfin voru gefin út. Aðalmeðferð fór
fram í málinu í Héraðsdómi Reykja-
víkur á fimmtudag.
Fékk 18 milljónir í yfirdrátt
Stefán fékk upphaflega 18 milljóna
yfir dráttarlán hjá Byr hf. í júlí árið 2008
vegna framkvæmda á Laufásvegi 68.
Árið 2009 var láninu í breytt í trygg-
ingabréf upp á rúmar 27 milljónir
króna í febrúar og 10 milljónir króna
í júlí. Var það gert til að lengja upp-
greiðslutíma lánsins enda yfirdráttar-
heimild aðeins skammtímalán, líkt og
kom fram fyrir dómi.
Í vitnisburði fyrrverandi starfs-
manna Byrs sem önnuðust mál Stef-
áns hjá bankanum kom fram að ekk-
ert hefði verið fylgst með því hvort þeir
peningar sem hann fékk að láni hefðu
farið í endurbætur á húsnæðinu eða í
eitthvað annað.
Stóð tæplega undir skuldunum
Tómas Hrafn Sveinsson, lögmaður
þrotabúsins, benti á það í málflutningi
sínum að til væri yfirlit yfir úttektir af
reikningum Stefáns. Af þeim væri ein-
ungis hægt að sjá að ein og hálf millj-
ón hafi farið í framkvæmdir á húsinu.
Restin hafi farið í einkaneyslu og upp-
greiðslu skulda hjá öðrum lánastofn-
unum.
Tómas benti jafnframt á að sam-
kvæmt skattframtali árið 2009 hefðu
skuldir Stefáns verið um 860 milljónir
króna á móti eignum upp á 80 millj-
ónir. Árstekjur hans hefðu á þeim tíma
verið 13 milljónir króna og að hann
hefði því tæplega getað staðið undir
skuldunum. „Stefán var því að öllum
líkindum ógjaldfær á sama tíma og
Baugur Group hf. var ógjaldfær, þ. e.
um mitt ár 2008,“ líkt og segir í stefn-
unni.
Í ljósi þessi krefst þrotabúið að ráð-
stöfunum sem gerðar voru eftir þann
tíma verði rift. Stefán var þó ekki úr-
skurðaður gjaldþrota fyrr en um mitt
sumar 2010, en lýstar kröfur í þrota-
búið hljóðuðu upp á tæplega fjóra
milljarða króna.
Brá við að sjá blaðamann
Stefán bar sjálfur vitni fyrir dómi en
fipaðist þegar hann áttaði sig á að
blaðamaður var í salnum. „Það er
kominn gestur í salinn,“ sagði hann í
spurnartón við dómarann sem tjáði
honum að þetta væri opið þinghald
sem hver sem er mætti hlýða á.
Stefán kvaðst hafa nýtt yfirdrátt-
arlánið frá Byr, sem var komið upp í
32 milljónir króna um mitt ár 2009,
til endurbóta á fasteign sinni og til-
greindi tvo verktaka sem hann kvaðst
hafa greitt, máli sínu til stuðnings.
Hann þvertók fyrir að hafa verið
ógjaldfær árið 2008 og fullyrti jafn-
framt að það hefði í raun aldrei orð-
ið gjaldfall hjá honum, heldur hafi
það verið ásetningur tveggja banka
að keyra hann í gjaldþrot með því að
kyrrsetja eignir hans.
Þá vildi Stefán meina að ekki væri
að marka skattframtal hans þeg-
ar kemur að skuldum og eignum.
Bróður parturinn af skuldunum væri
til kominn vegna kauprétta tengdum
Baugi sem hann væri ekki í persónu-
legum ábyrgðum fyrir. „Ég ítreka að
skattframtal gefur ekki glögga mynd
af eignastöðu,“ sagði hann þegar lög-
maður gekk á hann og benti á að eign-
ir hans hefðu einungis numið 10 pró-
sentum af skuldum á þessum tíma.
Sýndi fram á tengsl aðila
Lögmaður þrotabúsins reyndi að
sýna fram á það í málflutningi sínum
að Stefán hefði, stöðu sinnar vegna
hjá Baugi, verið nákominn Byr. Hann
hefði gegnt stöðu fjármálastjóra og
verið staðgengill forstjóra. Það hefði
því verið í hans verkahring að sjá um
samskipti við lánastofnanir. Er það
mat þrotabúsins að Stefán hafi þar af
leiðandi getað haft áhrif á ákvarðanir
sem teknar voru hjá Byr, er vörðuðu
hans persónulegu mál.
Þrotabúið telur veðsetningarnar
tvær á Laufásvegi 68 hafa verið ótil-
hlýðilegar og sérstaklega til hagsbóta
fyrir Byr á kostnað annarra kröfuhafa.
Ráðstöfunin hafi orðið til þess að fast-
eignin væri ekki til reiðu fyrir aðra
kröfuhafa.
Tómas benti jafnframt á að Stefán
hefði sérstaka hagsmuni af málinu
enda væri það tilgangur þrotabúsins
að færa húsið til þess, frá Vegvísi, fé-
lagi móður Stefáns.
Mál höfðað á hendur Vegvísi ehf.
Jón Auðunn Jónsson, lögmaður Ís-
landsbanka, gerði kröfu um sýknu í
málinu. Hann mótmælti atvikalýsingu
lögmanns þrotabúsins og sagði hana
ekki í samræmi við framburð stefnda.
Jón sagði mjög langsótt að halda því
fram að Stefán og Byr hefðu verið ná-
tengdir aðilar þrátt fyrir stöðu hans hjá
Baugi. Þá mótmælti hann því að ráð-
stöfunin væri ótilhlýðileg, enda í fullu
samræmi við samninga á milli aðila.
Þrotabú Stefáns hefur einnig
höfðað mál á hendur Vegvísi ehf. og
krefst þess að fá til sín Laufásveg 68,
en Stefán seldi félaginu fasteignina í
september árið 2008.
Milljónayfirdráttur
fór í einkaneyslu
n Þrotabú Stefáns H. Hilmarssonar í mál við Íslandsbanka „Stefán var því að
öllum líkindum
ógjaldfær á sama tíma
og Baugur Group hf. var
ógjaldfær, þ. e. um mitt
ár 2008.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Endurbætti húsið Stefán segist hafa staðið í framkvæmdum við hús sitt á Laufásvegi 68 sem
kostað hafi hann tugi milljóna. Hann hafi því fengið yfirdráttalán hjá Byr hf. Mynd Hörður SVEinSSon
Kristín ingólfsdóttir, rektor HÍ:
Ætlar ekki í
forsetaframboð
„Að vel ígrunduðu máli hef ég í
dag gefið afsvar stórum og öflug-
um hópi fólks hvaðanæva úr sam-
félaginu sem skorað hefur á mig
að bjóða mig fram til embættis
forseta Íslands í kosningunum 30.
júní,“ segir í yfirlýsingu frá Kristínu
Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Ís-
lands. Hún segir þessa niðurstöðu
í samræmi við þau svör sem hún
hafi áður gefið af sama tilefni allt
frá því á miðju síðasta ári.
Kristín telur að hún geti lagt
mest af mörkum í embætti sínu
sem rektor.
„Aðstæður nú eru óvenjulegar
og ég tel að forseti geti gegnt mik-
ilvægu leiðtogahlutverki við að
endurskapa traust í samfélaginu,
sem svo sárlega vantar. Niðurstaða
mín er sú að ég geti mest lagt af
mörkum enn um sinn í embætti
rektors Háskóla Íslands. Ég vil við
þetta tækifæri þakka af auðmýkt
og einlægni fyrir það mikla traust
sem mér hefur verið sýnt og ómet-
anlegan stuðning þeirra sem beint
hafa þessum tilmælum til mín.
Ég tel að ég eigi ólokið verki
við Háskóla Íslands. Ég tókst á
hendur rektorsembætti með það
að markmiði að skapa einingu og
sóknarhug og koma á breytingum
sem gera skólann betur færan um
að sinna hlutverki sínu. Á síðasta
ári unnu starfsfólk og stúdentar
stórkostlegan áfangasigur á þeirri
vegferð þegar Háskóla Íslands var
skipað í hóp 300 bestu háskóla af
þeim 17.000 háskólum sem starf-
ræktir eru í heiminum. Mörg brýn
verkefni bíða þó enn úrlausnar. Ég
tel að uppbygging menntakerfis
og háskólastarfs í landinu sé einn
mikilvægasti þátturinn í endur-
reisn samfélagsins hér eftir hrun-
ið. Ég mun einbeita mér að því
verki næstu misseri.“
Markaður í
miðbænum
Líf og fjör verður í miðbæ
Reykjavíkur á laugardag en þá
heldur Hitt húsið flóamarkað.
Ungt fólk á aldrinum 16 til 25
ára verður með sölubása þar
sem boðið verður upp á margs-
konar varning. Þeir sem vilja
sækja markaðinn geta gert það
í húsnæði Hins hússins í Aust-
urstræti. Markaðurinn verður
í kjallara hússins en gengið er
inn í hann um anddyri póst-
hússins í Austurstræti.