Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Qupperneq 4
4 Fréttir 13.–15. apríl 2012 Helgarblað Vildi losna við sjúkdóma n Maður sem grunaður er um íkveikju í húsi við Klepp fyrir dómi A ðalmeðferð í máli manns sem grunaður er um að hafa kveikt í starfsmannabústað við Klepp- spítala fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa beitt starfsmann spítalans ofbeldi og ráð- ist á hann þar sem hann var við vinnu með höggum og spörkum. Maðurinn, sem var vistmaður á Kleppspítala, bjó í íbúð við spítalann sem áður hafði verið íbúð fyrir starfs- menn. Íbúðin er í gömlu forsköluðu parhúsi þar sem annar einstaklingur bjó í samhliða íbúð. Manninum, sem hefur lengi átt við geðræn veikindi að stríða, er gefið að sök að hafa laugar- daginn 14. janúar kveikt í íbúðinni með að hafa sett blöð í kassa og borið eld að blöðunum. Í aðalmeðferðinni kom fram að stuttu eftir íkveikjuna hafi maðurinn komið á deild 15 á Kleppi með kveikj- ara og játað að hafa kveikt í íbúðinni með þeim afleiðingum að hún gjör- eyðilagðist. Með íkveikjunni lagði hann líf þess sem bjó í íbúðinni við hliðina í hættu en sá var sofandi þegar maðurinn kveikti í. Við þinghaldið bar maðurinn því við að hann hafi kveikt í íbúðinni til að losna við ýmsa sjúkdóma sem gras- seruðu þar inni. Að hans mati hafi þetta verið „fullkomin íkveikja.“ Í lögregluskýrslu kom fram að að mati geðlæknis sem sá um með- ferð mannsins á meðan hann dvaldi á Kleppi, væri hann sakhæfur. Hann væri með mikla persónuleikaveilu, siðblindur og hættulegur sjálfum sé og öðrum. Maðurinn er nú á Litla- Hrauni. hanna@dv.is Kleppspítali Maðurinn er grunaður um að hafa kveikt í starfsmannabústað við Klepp og ráðist á starfsmann spítalans. Þ rotabú Stefáns Hilmars Hilm- arssonar, fjármálastjóra 365 og fyrrverandi fjármálastjóra Baugs, hefur höfðað mál á hendur Íslandsbanka, áður Byr hf., og krefst þess að rift verði tveimur tryggingabréfum, samtals að verðmæti tæplega 30 milljóna króna með veð í fasteigninni Laufásvegi 68, heimili Stefáns og konu hans Friðriku Hjördísar Geirsdóttur. Fasteignin er nú í eigu Vegvísis ehf. sem er félag í eigu móður Stefáns. Sjálfur hefur hann gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra félagsins. Forsendur þrotabúsins fyrir riftun- inni eru meðal annars þær að Stefán hafi verið nátengdur Byr og verið orð- inn ógjaldfær þegar þegar trygginga- bréfin voru gefin út. Aðalmeðferð fór fram í málinu í Héraðsdómi Reykja- víkur á fimmtudag. Fékk 18 milljónir í yfirdrátt Stefán fékk upphaflega 18 milljóna yfir dráttarlán hjá Byr hf. í júlí árið 2008 vegna framkvæmda á Laufásvegi 68. Árið 2009 var láninu í breytt í trygg- ingabréf upp á rúmar 27 milljónir króna í febrúar og 10 milljónir króna í júlí. Var það gert til að lengja upp- greiðslutíma lánsins enda yfirdráttar- heimild aðeins skammtímalán, líkt og kom fram fyrir dómi. Í vitnisburði fyrrverandi starfs- manna Byrs sem önnuðust mál Stef- áns hjá bankanum kom fram að ekk- ert hefði verið fylgst með því hvort þeir peningar sem hann fékk að láni hefðu farið í endurbætur á húsnæðinu eða í eitthvað annað. Stóð tæplega undir skuldunum Tómas Hrafn Sveinsson, lögmaður þrotabúsins, benti á það í málflutningi sínum að til væri yfirlit yfir úttektir af reikningum Stefáns. Af þeim væri ein- ungis hægt að sjá að ein og hálf millj- ón hafi farið í framkvæmdir á húsinu. Restin hafi farið í einkaneyslu og upp- greiðslu skulda hjá öðrum lánastofn- unum. Tómas benti jafnframt á að sam- kvæmt skattframtali árið 2009 hefðu skuldir Stefáns verið um 860 milljónir króna á móti eignum upp á 80 millj- ónir. Árstekjur hans hefðu á þeim tíma verið 13 milljónir króna og að hann hefði því tæplega getað staðið undir skuldunum. „Stefán var því að öllum líkindum ógjaldfær á sama tíma og Baugur Group hf. var ógjaldfær, þ. e. um mitt ár 2008,“ líkt og segir í stefn- unni. Í ljósi þessi krefst þrotabúið að ráð- stöfunum sem gerðar voru eftir þann tíma verði rift. Stefán var þó ekki úr- skurðaður gjaldþrota fyrr en um mitt sumar 2010, en lýstar kröfur í þrota- búið hljóðuðu upp á tæplega fjóra milljarða króna. Brá við að sjá blaðamann Stefán bar sjálfur vitni fyrir dómi en fipaðist þegar hann áttaði sig á að blaðamaður var í salnum. „Það er kominn gestur í salinn,“ sagði hann í spurnartón við dómarann sem tjáði honum að þetta væri opið þinghald sem hver sem er mætti hlýða á. Stefán kvaðst hafa nýtt yfirdrátt- arlánið frá Byr, sem var komið upp í 32 milljónir króna um mitt ár 2009, til endurbóta á fasteign sinni og til- greindi tvo verktaka sem hann kvaðst hafa greitt, máli sínu til stuðnings. Hann þvertók fyrir að hafa verið ógjaldfær árið 2008 og fullyrti jafn- framt að það hefði í raun aldrei orð- ið gjaldfall hjá honum, heldur hafi það verið ásetningur tveggja banka að keyra hann í gjaldþrot með því að kyrrsetja eignir hans. Þá vildi Stefán meina að ekki væri að marka skattframtal hans þeg- ar kemur að skuldum og eignum. Bróður parturinn af skuldunum væri til kominn vegna kauprétta tengdum Baugi sem hann væri ekki í persónu- legum ábyrgðum fyrir. „Ég ítreka að skattframtal gefur ekki glögga mynd af eignastöðu,“ sagði hann þegar lög- maður gekk á hann og benti á að eign- ir hans hefðu einungis numið 10 pró- sentum af skuldum á þessum tíma. Sýndi fram á tengsl aðila Lögmaður þrotabúsins reyndi að sýna fram á það í málflutningi sínum að Stefán hefði, stöðu sinnar vegna hjá Baugi, verið nákominn Byr. Hann hefði gegnt stöðu fjármálastjóra og verið staðgengill forstjóra. Það hefði því verið í hans verkahring að sjá um samskipti við lánastofnanir. Er það mat þrotabúsins að Stefán hafi þar af leiðandi getað haft áhrif á ákvarðanir sem teknar voru hjá Byr, er vörðuðu hans persónulegu mál. Þrotabúið telur veðsetningarnar tvær á Laufásvegi 68 hafa verið ótil- hlýðilegar og sérstaklega til hagsbóta fyrir Byr á kostnað annarra kröfuhafa. Ráðstöfunin hafi orðið til þess að fast- eignin væri ekki til reiðu fyrir aðra kröfuhafa. Tómas benti jafnframt á að Stefán hefði sérstaka hagsmuni af málinu enda væri það tilgangur þrotabúsins að færa húsið til þess, frá Vegvísi, fé- lagi móður Stefáns. Mál höfðað á hendur Vegvísi ehf. Jón Auðunn Jónsson, lögmaður Ís- landsbanka, gerði kröfu um sýknu í málinu. Hann mótmælti atvikalýsingu lögmanns þrotabúsins og sagði hana ekki í samræmi við framburð stefnda. Jón sagði mjög langsótt að halda því fram að Stefán og Byr hefðu verið ná- tengdir aðilar þrátt fyrir stöðu hans hjá Baugi. Þá mótmælti hann því að ráð- stöfunin væri ótilhlýðileg, enda í fullu samræmi við samninga á milli aðila. Þrotabú Stefáns hefur einnig höfðað mál á hendur Vegvísi ehf. og krefst þess að fá til sín Laufásveg 68, en Stefán seldi félaginu fasteignina í september árið 2008. Milljónayfirdráttur fór í einkaneyslu n Þrotabú Stefáns H. Hilmarssonar í mál við Íslandsbanka „Stefán var því að öllum líkindum ógjaldfær á sama tíma og Baugur Group hf. var ógjaldfær, þ. e. um mitt ár 2008. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Endurbætti húsið Stefán segist hafa staðið í framkvæmdum við hús sitt á Laufásvegi 68 sem kostað hafi hann tugi milljóna. Hann hafi því fengið yfirdráttalán hjá Byr hf. Mynd Hörður SVEinSSon Kristín ingólfsdóttir, rektor HÍ: Ætlar ekki í forsetaframboð „Að vel ígrunduðu máli hef ég í dag gefið afsvar stórum og öflug- um hópi fólks hvaðanæva úr sam- félaginu sem skorað hefur á mig að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum 30. júní,“ segir í yfirlýsingu frá Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Ís- lands. Hún segir þessa niðurstöðu í samræmi við þau svör sem hún hafi áður gefið af sama tilefni allt frá því á miðju síðasta ári. Kristín telur að hún geti lagt mest af mörkum í embætti sínu sem rektor. „Aðstæður nú eru óvenjulegar og ég tel að forseti geti gegnt mik- ilvægu leiðtogahlutverki við að endurskapa traust í samfélaginu, sem svo sárlega vantar. Niðurstaða mín er sú að ég geti mest lagt af mörkum enn um sinn í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég vil við þetta tækifæri þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt og ómet- anlegan stuðning þeirra sem beint hafa þessum tilmælum til mín. Ég tel að ég eigi ólokið verki við Háskóla Íslands. Ég tókst á hendur rektorsembætti með það að markmiði að skapa einingu og sóknarhug og koma á breytingum sem gera skólann betur færan um að sinna hlutverki sínu. Á síðasta ári unnu starfsfólk og stúdentar stórkostlegan áfangasigur á þeirri vegferð þegar Háskóla Íslands var skipað í hóp 300 bestu háskóla af þeim 17.000 háskólum sem starf- ræktir eru í heiminum. Mörg brýn verkefni bíða þó enn úrlausnar. Ég tel að uppbygging menntakerfis og háskólastarfs í landinu sé einn mikilvægasti þátturinn í endur- reisn samfélagsins hér eftir hrun- ið. Ég mun einbeita mér að því verki næstu misseri.“ Markaður í miðbænum Líf og fjör verður í miðbæ Reykjavíkur á laugardag en þá heldur Hitt húsið flóamarkað. Ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára verður með sölubása þar sem boðið verður upp á margs- konar varning. Þeir sem vilja sækja markaðinn geta gert það í húsnæði Hins hússins í Aust- urstræti. Markaðurinn verður í kjallara hússins en gengið er inn í hann um anddyri póst- hússins í Austurstræti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.