Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 46
46 Lífsstíll 13.–15. apríl 2012 Helgarblað Æ tli ég hafi ekki feng- ið metnaðinn úr sam- kvæmisdansinum sem ég stundaði af kappi þegar ég var lítil. Ég er mikil keppnismanneskja og verð alltaf að að gera mitt allra besta í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur,“ segir Hrefna Rósa Sætran Jóhanns- dóttir, kokkur og veitingahúsaeig- andi. Eldaði jólamatinn níu ára Hrefna Rósa lærði kokkinn á veit- ingastaðnum Apótekinu en hún út- skrifaðist sem matreiðslumaður árið 2004. Í dag er hún einn af eig- endum Fiskmarkaðarins sem var opnaður 2007 og Grillmarkaðarins sem var opnaður í fyrra. Hún segist hafa haft áhuga á mat og matreiðslu frá því hún muni eftir sér. „Ég var mjög ung þegar ég byrj- aði að horfa á kokkaþætti og kaus það sjónvarpsefni oft fram yfir teiknimyndirnar. Ég var heldur ekki há í loftinu þegar ég var farin að fikta mig áfram í eldhúsinu og fékk til dæmis að sjá um jólamatinn aðeins níu ára gömul. Þá eldaði ég ham- borgarhrygg með ananassneiðum eftir uppskrift úr þætti Sigga Hall. Ég hafði lært þáttinn utan að og útkom- an var mjög góð,“ segir Hrefna Rósa. Henni datt þó ekki í hug að læra fag- ið fyrr en hún var orðin tvítug. Leist ekki á þessa stelpu „Það voru ekki margar konur sem voru áberandi kokkar. Ég hélt örugg- lega að þetta væri bara karlastarf,“ segir Hefna Rósa og bætir við að hún hafi lagt enn meira á sig fyrir vikið. „Þegar ég var að leita mér að samn- ingi leist ekki öllum á þessa stelpu en ég endaði á að fá vinnu á Apótek- inu. Þeim fannst ég standa mig vel og þeir tóku mig svo inn sem nema. Mér fannst ég þurfa að vera ennþá duglegri af því að ég var stelpa. Kannski var það bara frá sjálfri mér komið en mér leið allavega þannig. Þetta getur verið erfið vinna og þá sérstaklega þegar maður er að byrja – þá er maður í því að ganga frá, sigta soð í allt að 120 lítra pottum fullum af beinum og vatni, ganga frá stórum hveiti- og sykurpokum og standa í margar klukkustundir. Ég vildi að það væri ljóst að ég gæti lyft þungu eins og strákarnir,“ segir hún en viðurkennir að hafa oft verið ansi þreytt eftir langar vaktir. „Í hálft ár var ég alltaf þreytt. En svo kemst þetta í vana.“ Bitnar á félagslífinu Hrefna Rósa er fædd árið 1980. Hún eyddi fyrstu tólf árunum í Breið- holtinu en þaðan flutti fjölskyldan í Grafarvoginn og tveimur árum síð- ar í miðborgina. Foreldrar henn- ar eru Sigrún Sætran, sem vinnur á BUGL, og Jóhann Frímann Trausta- son, sem rekur tískuvöruverslunina Mótor í Kringlunni. Hún segist hafa verið venjulegur unglingur en hafa þó átt sín erfiðu tímabil. „Það voru forréttindi að vera unglingur í 101. Það átti mjög vel við mig. Hér er svo mikið um að vera og ég gat alltaf verið að kaupa mér eitthvað gott að borða,“ segir Hrefna sem býr enn í miðbænum með fjöl- skyldu sinni. Hún og kærastinn, Björn Árna- son, urðu foreldrar þegar Bertram Skuggi kom í heiminn fyrir sjö mán- uðum og aðspurð segir hún lítið mál að sameina móðurhlutverkið við fyrirtækjareksturinn. „Ég á svo góðan mann. Bjössi er ljósmyndari og þegar það er mikið að gera hjá mér tekur hann meira á sig. Ég næ að gera allt sem ég gerði áður, svona vinnulega séð – það er frekar að fé- lagslífið verði út undan.“ Kann ekki að vera í fríi Þau Björn eru ógift en fóru að vera saman fyrir rúmum þremur árum. „Við erum búin að þekkjast síðan við vor- um 17 ára og vorum þá í sama vinahópnum. En svo fór ég að vinna á fullu og átti eiginlega ekkert félagslíf frá því að ég byrjaði í kokknum og þar til ég kynntist hon- um. Við Bjössi erum voða lík, höfum sama húmor og erum oft að hugsa það sama, sem getur bæði verið fyndið og þægilegt,“ segir hún og bætir við að þótt barneignir hafi ekki verið planaðar hafi Bertram Skuggi verið velkominn í heiminn. „Ég var þrítug þegar hann fæddist og hefði ekki viljað vera yngri. Mér finnst ég ennþá svo ung,“ segir hún brosandi og bætir við að móðurhlutverkið sé meiri vinna en að hún hafi gert sér grein fyrir. „Ég tók mér barneignarfrí en var ekki bara heima. Fyrsti göngutúr- inn okkar var til dæmis niður á Fisk- markað. Ég kann ekkert að vera í fríi þótt ég væri alveg til í það,“ segir hún og bætir við að það komi vel til greina að eignast fleiri börn. Mótandi að vera einbirni „Áður en hann fæddist langaði mig ekki til að eignast mörg börn og fannst fín tilhugsun að hann yrði einkabarn – eins og ég. En í dag er ég alveg til í að eignast fleiri börn en ekki alveg strax samt. Maður er miklu bundnari í þessu en ég bjóst við. Ég hafði búist við erfiðum nótt- um en hann hefur sofið allar nætur frá tveggja mánaða aldri. Hins vegar sefur hann mjög lítið á daginn. Þá þarf að hafa mikið fyrir honum. En hann er svo skemmtilegur að það er ekkert mál,“ segir hún og bætir við að sjálfri hafi hana aldrei langað í systkini. „Ég átti vinkonu sem bjó í sama húsi og ég og við vorum nánast eins og systur. Svo var mamma líka dug- leg að spila við mig tölvuleiki auk þess sem ég var mikið með ömmu og afa en þau bjuggu í sömu blokk svo ég var ekkert að pæla í því,“ segir hún en játar að það hafi líklega mót- að hana að vera einbirni. „Ég var mikið með afa og ömmu og lærði að bera virðingu fyrir mér eldra fólki. Ég fór mikið út að borða með mömmu, pabba, ömmu og afa og sat þá kyrr og borðaði með þeim en var ekki hlaupandi út um allt.“ Fyrirmynd ungra kvenna Hrefna Rósa segir að sér hafi strax verið ljóst að hún vildi reka eigin veitingastað. „Ég stefndi markvisst að því og sagði eigendum Sjávar- kjallarans strax frá því þegar ég byrj- aði þar. Þegar annar eigandinn hætti opnuðum við svo saman Fiskmark- aðinn. Þá var ég komin með orð á mig fyrir sérstakan stíl og mig lang- aði að taka þann stíl alla leið,“ segir Hrefna Rósa sem ferðast reglulega um heiminn til að kynna sér það nýjasta í matargerð. Hún viðurkennir að hún sé sjálf- sagt ákveðin fyrirmynd fyrir unga krakka sem stefni á nám í faginu og sér í lagi stúlkur. „Það kem- ur reglulega fyrir að fólk kemur til mín eða hringir og segir mér að það eigi unga krakka sem fylgist með mér og langi að verða kokkar. Ég er orðin svona Siggi Hall,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hún sé ánægð ef hún geti hjálp- að og ef hún hafi opnað einhverjar dyr fyrir konur að faginu. Vann frítt á frívöktum Hún segir veitingarekstur krefjast mikillar vinnu. „Í upphafi unnum við langt fram á nótt og mættum eldsnemma alla morgna. Svoleiðis gekk það í heilt ár. Það er mikil vinna að reka eigið fyrirtæki og mikið af þeirri vinnu fer fram áður en gestirnir koma á kvöld- in. Það þarf til dæmis að undirbúa, panta inn og gera rétti,“ segir Hrefna Rósa sem er ekki óvön mikilli vinnu því þegar hún var að læra vann hún frítt á öðrum veitingahúsum þegar hún átti frívakt og var því meira og minna í kokkagallanum allan sólar- hringinn. Tekur ennþá vaktir Hún segir bisnessinn ganga vel en hún og Ágúst Reynisson eru með yfir 100 manns í vinnu. „Mig óraði aldrei fyrir að ég ætti eftir að reka svona stóran vinnustað. Við ætluðum bara að opna einn lítinn og krúttlegan stað en vorum svo heppin að fá nýtt húsnæði í Lækjargötu. Það er mikið að gera á báðum stöðum og allir eru ánægðir og það skiptir mestu máli,“ segir hún og bætir við að hún taki vaktir af og til. „Það fer eftir því hvaða verkefni eru á döfinni hjá mér. Þessa dagana er ég að vinna að kokkabók fyrir Hagkaup og þá er ekki mikill tími til að gera eitthvað annað. Og það sama er uppi á teningnum þegar við erum að taka upp sjónvarpsþættina. Ég hef samt alltaf jafn gaman af því að mæta í hasarinn og finnst þetta allt skemmtilegt. Fjölbreytileikinn heldur manni ferskum. Ég veit sjaldnast hvernig dagurinn verður þegar ég vakna,“ segir hún og bætir aðspurð við að það sé eflaust hægt að verða ríkur á rekstri veitingahúsa á Íslandi. „Með tímanum hugsa ég að það sé hægt. Ef maður gerir þetta rétt. En við erum í þessu af ást en ekki til þess að vera rík.“ Alltaf betri og betri Hrefna Rósa segist ekki hafa hugs- að sig lengi um þegar henni bauðst tækifæri til að stýra eigin mat- reiðsluþætti en sjöunda serían af Matarklúbbnum var að renna sitt skeið. „Ég hafði stýrt mínum eig- in kokkaþáttum inni á baði fyrir framan spegilinn þegar ég var lítil og þegar Skjár einn hafði samband sagði ég bara já enda er ég já-mann- eskja sem hefur gaman af því að prófa eitthvað nýtt. Ég vissi að ég hefði þekkinguna í þetta en hafði ekki hugmynd um hvernig ætti að bera sig að í sjón- varpi en ákvað bara að vera ég sjálf og gera mitt besta. Mér finnst ég alltaf verða betri og betri. Í fyrstu gat ég ekki horft á þetta og sat þá með sængina fyrir augunum.“ Erfið við kærastann Hún segir þau Björn skiptast á að elda heima fyrir. „Ef við viljum vera fljót að borða þá elda ég því ég er svo fljót. En ef við viljum prófa eitt- hvað nýtt þá eldar hann,“ segir hún og viðurkennir að hafa oft verið erfið við kærastann þegar hann hafi byrj- að að prófa sig áfram í eldhúsinu. „Ég veit ekki af hverju en ég var alltaf að skipta mér af. Samt var þetta alltaf gott hjá honum og í dag er hann orðinn mjög góður kokkur. Hann eldar yfirleitt þegar við fáum gesti í mat þótt ég sé alltaf með putt- ana í matnum líka.“ Þrífst best undir álagi Hún segist geta leitað til foreldra sinna með öll vandamál. „Þegar ég tilkynnti pabba að ég ætlaði að fara út í eigin rekstur benti hann mér á að þetta yrði mjög mikil vinna svo ég var undir það búin. Ég hef alltaf getað spurt þau álits á því sem ég er að brasa við hverja stundina. Bjössi er líka með í einu og öllu sem ég tek mér fyrir hendur og hefur alltaf miklar og stórar skoðanir,“ segir hún og bætir við að japanskur kokkur að nafni Mori Moto sé fyrirmynd henn- ar. „Foreldrar mínir eru líka fyrir- mynd mín. Þau hafa alltaf verið dug- leg og eru góðar manneskjur,“ seg- ir Hrefna Rósa og bætir við að hún þrífist vel þegar álagið sé mikið. „Það er gaman þegar það er mikið að gera og allt gengur vel. Þá er ég ham- ingjusöm. Annars þarf ekki mikið til að gera mig hamingjusama.“ n Drifin áfram af ást Hrefna Rósa Sætran Jóhannsdóttir kokkur og veitingahúsaeigandi var aðeins níu ára þegar hún eldaði jólamatinn heima hjá sér. Hún var heldur ekki há í loftinu þegar hún stjórnaði heilu kokkaþáttunum fyrir framan spegilinn inni á baðherbergi. Hrefna Rósa er mikil keppnismanneskja sem gerir sitt besta í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. „Áður en hann fæddist langaði mig ekki til að eignast mörg börn og fannst fín tilhugsun um að hann yrði einkabarn – eins og ég. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal Fyrirmynd Hrefna Rósa leit upp til Sigga Hall þegar hún var barn en er nú sjálf orðin nokkurs konar Siggi Hall ungu kynslóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.