Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 32
32 Umræða 13.–15. apríl 2012 Helgarblað Þ ann 4. apríl sl. birti DV fróð­ lega grein um flugumenn lögreglu sem beitt hafa sér innan grasrótarsamtaka í Evrópu. Rætt var við þýska þingmanninn Andrej Hunko, en hann hefur verið ötull baráttumaður gegn slíkum rannsóknaraðferðum lögreglu, enda sé með öllu ólíðandi að yfirvöld njósni um grasrótarhópa og félagasamtök með þeim hætti sem gert hefur verið. DV hefur, líkt og fjölmiðlar víðs vegar um Evrópu, áður gert þetta að umfjöllunarefni í tengslum við fregnir af Mark Kennedy, breskum lögreglumanni sem sigldi undir fölsku flaggi og tók sér stöðu innan umhverfisverndarhópa og annarra félagasamtaka. Kennedy var ekki eingöngu njósnari (sem á sér enga réttlætingu) heldur var hann í hópi lögreglumanna sem tóku að sér það hlutverk að afvegaleiða grasrótar­ baráttu með því leggja til og ráðast jafnvel í ólöglegar og harkalegar að­ gerðir, sem væru til þess fallnar að sverta hópinn og málstaðinn. Þetta er forkastanlegt. Einn þeirra hópa sem Kennedy tók sér stöðu innan var Saving Ice­ land sem barðist gegn stíflugerð á Kárahnjúkum. Þegar þessar upplýs­ ingar komu upp á yfirborðið óskaði ég sem innanríkisráðherra eftir svör­ um frá íslensku lögreglunni um það hvort hún hefði átt í samskiptum við erlend lögregluyfirvöld í tengslum við pólitísk grasrótarsamtök þegar framkvæmdirnar á Kárahnjúkum stóðu yfir. Fékk ég staðfestingu á að svo hefði verið en í skýrslu ríkislög­ reglustjóra, sem gerð var opinber, kemur fram að samstarf hafi verið milli íslenskra og erlendra löggæslu­ yfirvalda um miðlun upplýsinga vegna aðgerða mótmælenda við Kárahnjúka. Í umfjöllun sinni gerir blaðamað­ ur DV mig að sérstökum talsmanni rýmri rannsóknarheimilda og held­ ur því fram að það sé mat mitt „að ný lög um forvirkar rannsóknar­ heimildir komi í veg fyrir njósnir af þessu tagi.“ Þessu hef ég aldrei hald­ ið fram og tel ég því vert að koma leiðréttingu á framfæri. Skýrar rannsóknarheimildir Þegar fjallað er um rannsóknar­ heimildir lögreglu þarf að greina á milli þeirra heimilda sem krefjast dómsúrskurðar, s.s. símhlerun og notkun eftirfararbúnaðar, og hinna sem krefjast ekki dómsúrskurðar. Lögregla getur aðeins hlerað síma að fengnum dómsúrskurði og til að fá hann þarf brotið sem til rannsóknar er að varða að lögum átta ára fangelsi eða meira, eða að annað hvort almannahagsmunir eða einkahagsmunir krefjist rannsókn­ ar. Þá er eingöngu heimilt að veita slíkan úrskurð ef ljóst þykir að aðrar rannsóknaraðferðir dugi ekki og að ætla megi að með hlerun fáist upp­ lýsingar sem geti skipt miklu fyrir rannsókn málsins. Rannsóknaraðgerðir sem ekki þarf dómsúrskurð fyrir geta t.d. verið fólgnar í því að fylgjast með fólki í al­ mannarýminu eða villa á sér heim­ ildir í eigin persónu eða gegnum netið. Segja má að þetta sé eitthvað sem „hver sem er“ gæti framkvæmt enda þarf engan sérstakan tækni­ búnað til. En til að traust ríki þurfa að gilda skýrar og afmarkaðar reglur um slíkar rannsóknarheimildir, þegar lögregla í hlut. Þegar ég tók við embætti innan­ ríkisráðherra voru í gildi nokkrar reglugerðir um rannsóknar aðferðir lögreglu; reglugerðir sem aldrei komu fyrir almannasjónir. Í maí 2011 var bætt úr þessu með reglu­ gerð sem á sér stoð í sakamálalög­ um en þar segir að ráðherra dóms­ mála geti að tillögu ríkissaksóknara sett reglugerð um þær rannsóknar­ aðferðir sem ekki er kveðið sérstak­ lega á um í lögum. Þar sem um er að ræða heimildir sem ekki þarf dómsúrskurð fyrir – og varnaglarnir þar af leiðandi færri – er í reglugerðinni, sem ég setti, tekin út hin hefðbundna vísun til almanna­ hagsmuna og einkahagsmuna, enda er um matskennd hugtök að ræða sem hægt er að túlka með ólíkum hætti. Þess í stað er nú vísað til brota sem geta varðað átta ára fangelsi eða meira eða fela í sér brot á tilteknum lagagreinum sem lægri refsing liggur við en teljast engu að síður alvarleg brot, s.s. brot gegn börnum, vændi svo og skipulögð glæpastarfsemi. Rannsóknarheimildir sem áður voru óljósar og opnar eru því nú orðnar skýrar og afmarkaðar. Á sama máli og Hunko Þegar Mark Kennedy hreiðraði um sig á Kárahnjúkum voru engar reglur um flugumenn hér á landi. Í því skjóli gat hann unnið sitt starf; at­ hæfi sem stenst engar siðferðilegar kröfur. Í störfum sínum um Evrópu gekk Kennedy lengra en honum var heimilt og gerðist þannig brotlegur í starfi sínu, m.a. með því að stofna til náinna kynna við aktífista. Samkvæmt þeim reglum sem nú gilda væri hins vegar ekki hægt að senda flugumann inn í félaga­ samtök á borð við Saving Iceland. Í reglugerðinni er einnig sérstak­ lega kveðið á um að lögreglumenn megi ekki stofna til kynferðislegs eða tilfinningalegs sambands við uppljóstrara eða einstaklinga sem fylgst er með. Athæfi Kennedys er því með öllu orðið óheimilt hér á landi. Lögregla gæti heldur ekki fylgt mótmælendum eftir með þeim hætti sem gert var á þeim tíma þeg­ ar deilt var um stórframkvæmdir á Austurlandi. Með þessu drögum við skýra línu milli félagasamtaka annars vegar og glæpahópa hins vegar, enda deili ég þeirri skoðum með Andrej Hunko að það sé ólíð­ andi að setja grasrótarsamtök sjálf­ krafa undir sama hatt og glæpasam­ tök, með þeim hætti sem gert hefur verið um alla Evrópu og víðar. Í þessum anda hef ég jafnframt boð­ að breytingar á lögum þess efnis að ekki sé unnt að beita rannsóknarað­ ferðum sem kveðið er á um í lögum, s.s. símhlerunum, með vísan til almannahagsmuna eða einkahags­ muna, heldur skuli farin sambæri­ leg leið og í reglugerðinni. Réttar­ farsnefnd hefur nú slíkt frumvarp í smíðum. Einvörðungu skipulagðir glæpir En á sama tíma og ég gæti að þess­ um sjónarmiðum sem ráðherra mannréttindamála get ég ekki setið með hendur í skauti þegar lögregla kallar eftir skýrari heimildum til að takast á við skipulögð glæpasam­ tök hér á landi. Harðnandi veruleiki skipulagðrar glæpastarfsemi dylst engum og hefur DV gert því vel skil á sínum síðum. Til að bregðast við ákalli lögreglu og upplýsingum sem ég hef frá fólki sem þekkir til þessara glæpasamtaka hef ég sett fram frumvarp á Alþingi sem rýmkar rannsóknarheimild­ ir þegar um er að ræða skipulagða brotastarfsemi. Ég hef hins vegar varað við því að hin raunverulega ógn, sem skipulögð glæpastarfsemi er, verði notuð til að réttlæta víð­ tækar rannsóknarheimildir og jafn­ vel stofnun leyniþjónustu, sem virð­ ist eiga upp á pallborðið í pólitískri umræðu. Skipulögð brotastarfsemi í ávinningsskyni er skilgreind í 175. grein a. almennra hegningarlaga en samkvæmt henni eru skipu­ lögð brotasamtök félagsskapur „þriggja eða fleiri manna sem hefur það að meginmarkmiði, beint eða óbeint í ávinningsskyni, að fremja með skipulegum hætti refsiverð­ an verknað sem varðar að minnsta kosti 4 ára fangelsi“. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þegar um slíka glæpahópa er að ræða sé lækk‘aður þröskuldurinn sem stíga þarf yfir til að geta hafið rannsókn á broti sem hefur hugsanlega enn ekki átt sér stað. Eftir sem áður þarf að liggja fyrir dómsúrskurður og er skýrt tekið fram í greinargerð með frum­ varpinu að heimild þessi nái ekki til grasrótarhópa eða pólitískra hreyf­ inga. Vegna þess að þröskuldurinn er lækkaður er kveðið á um sérstakt eftirlit með framkvæmd þessarar heimildar. Ekki einasta skal ríkis­ saksóknari sinna eftirliti með þessu – eins og öðrum störfum lögreglu – heldur skal embættið gefa alls­ herjarnefnd Alþingis árlega skýrslu um framkvæmd ákvæðisins. Alþingi mun því geta haft eftirlit með fram­ kvæmd laganna og brugðist við ef ástæða þykir til. Þegar samfélagslegt traust er rofið Í umræðu á Alþingi um frumvarp­ ið sagði ég m.a. eftirfarandi: „Við höfum orðið vitni að því sem gerist þegar samfélagslegt traust er rofið, þegar eftirlit yfirvalda teygir sig inn í grasrótarhópa eða pólitísk sam­ tök. Ég gæti rifjað upp kaldastríðs­ tímann, en ég þarf ekki að leita svo langt aftur. Staðfest hefur verið að þegar umhverfisverndarsinnar mót­ mæltu stíflugerð á Kárahnjúkum var erlendur flugumaður sendur þeirra á meðal […]. Ég hef orðið var við að margir telja að grasrótar­ samtök megi hæglega flokka sem skipulögð brotasamtök og tel því rétt að undirstrika sérstaklega að svo er ekki. Skipulögð brotasamtök fremja glæpi sína í ávinningsskyni og þau eru skýrt skilgreind í lögunum. Þær heimildir sem hér er verið að opna á með þessum lagabreytingum hafa skýra skírskotun og tilvísan í tiltekna lagagrein.“ Um leið og ég leiðrétti þann misskilning að ég sé erindreki óskýrra og víðtækra lögreglu­ heimilda þá fagna ég áhuga fjöl­ miðla á þessu málefni. En einmitt vegna þess hve alvarlegt málefn­ ið er þurfum við að vanda vel til verka ekki aðeins við lagasmíðina og framkvæmd, heldur líka í um­ ræðunni þannig að samfélagið fái rétta mynd af þeim skrefum sem verið er að stíga. Með góðum sam­ félagsskilningi er hægt að skapa þá sátt um valdheimildir lögreglu sem nauðsynleg er, sem aftur eykur traust á störfum lögreglu og styrkir hana í baráttu við hina raunveru­ legu glæpamenn. Vöndum umræðu um rannsóknarheimildir Aðsent Ögmundur Jónasson Lögreglumenn að störfum Í umfjöllun sinni gerir blaðamaður DV mig að sérstökum talsmanni rýmri rannsóknarheimilda og heldur því fram að það sé mat mitt „að ný lög um forvirkar rannsóknarheimildir komi í veg fyrir njósnir af þessu tagi.“ Þessu hef ég aldrei haldið fram og tel ég því vert að koma leiðréttingu á framfæri. Umfjöllun í páskablaði DV Ögmundur deilir þeirri skoðun með Andrej Hunko að það sé ólíðandi að setja gras- rótarsamtök sjálfkrafa undir sama hatt og glæpasamtök. „Harðnandi veru- leiki skipulagðrar glæpastarfsemi dylst engum og hefur DV gert því vel skil á sínum síðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.