Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 22
22 Úttekt 13.–15. apríl 2012 Helgarblað Ó lafur Ragnar Grímsson kom eins og stormsveipur inn í kosningabaráttuna til emb- ættis forseta Íslands árið 1996. Stjórnmálaferillinn var heldur á undanhaldi. Árinu áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokkn- um og því ljóst að Ólafs biði ekki frekari frami í stjórnmálum að sinni. Hann hafði setið á Alþingi síðan 1978 og verið fjármálaráðherra frá 1988– 1991. Síðustu misserin fyrir forseta- kosningarnar beindist athyglin helst að Ólafi fyrir reiðikast sem hann tók í ræðustól Alþingis, þegar hann talaði um skítlegt eðli Davíðs Oddssonar. Þjóðin var hins vegar spenntari fyrir honum sem forseta Íslands en sem stjórnmálamanni og var hann kjörinn með 41,4 prósentum at- kvæða en næstur á eftir honum kom Pétur Kr. Hafstein með 29,5 prósent atkvæða. Tíður viðsnúningur í málflutn- ingi Ólafi Ragnari hefur löngum verið legið á hálsi fyrir að segja það helst sem hentar honum hverju sinni. Andstæðingar hans í kosningabar- áttunni 1996 voru duglegir að nudda honum upp úr slíkum viðsnúningi í málflutningi hans. Þannig birtu sam- tökin Óháðir áhugamenn um for- setakjör heilsíðuauglýsingar í dag- blöðum þar sem ummæli Ólafs Ragnars um heimsókn hans til Rúm- eníu árið 1984, þar sem einræðis- herrann Nicolae Ceauescu réð ríkjum, voru rifjuð upp. Eftir heim- sóknina var haft eftir Ólafi Ragnari að Ceauescu væri „heiðursmað- ur“ og að hann hefði fengið „góð- ar og virðulegar móttökur“. Eftir að Ceauescu var steypt af stóli og hann tekinn af lífi var komið allt annað hljóð í strokkinn. Árið 1990 sagð- ist Ólafur Ragnar hafa verið „sjokk- eraður“ eftir heimsóknina því þar hefði hann kynnst „meiri harðstjórn og meiri persónudýrkun en [hann] hélt að væri í raun til“. Guðstrú Ólafs Ragnars varð einn- ig gerð að umtalsefni í kosninga- baráttunni. Jón Steinar Gunnlaugs- son, núverandi hæstaréttardómari, skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann fór yfir viðsnúninga Ólafs í þeim málum. Jón Steinar benti á að Ólafur Ragnar hefði árið 1989, þegar hann bar vitni eiðsvarinn fyrir dómi, synjað því að hann tryði á Guð. Jón Steinar rakti síðan sinnaskipti Ólafs Ragnars í trúmálum eftir að hann fór í forsetaframboð, þar sem hann sagði skýrt og skorinort að hann tryði á Guð. Raunar lýsti Ólafur Ragnar ítrekað trúarskoðunum sínum og sagðist búa yfir djúpri trúarsannfær- ingu allt frá æsku. Stöð 2 rifjaði svo upp útvarpsviðtal við Ólaf frá 1995 þar sem hann sagðist vera „nokkuð sannfærður um að Guð væri ekki til“. Þá voru einnig fundin ummæli sem hann lét hafa eftir sér í Helgar- póstinum um að hann tryði ekki á guð. Vegna þessara tíðu sinnaskipta var Ólafur sakaður um að segjast trúa á Guð því að það hentaði kosn- ingabaráttu hans. Sagður tækifærissinni Í grein í Alþýðublaðinu í júní árið 1996 hjólaði Hannes Hólmsteinn Gissurarson í Ólaf Ragnar og sagði hann vera tækifærissinna. „Það er staðreynd, en ekki rógur, að Ólaf- ur Ragnar Grímsson hefur margoft sagt ósatt í því skyni að skreyta fer- il sinn. […] Hann sagði í viðtali við Séð og Heyrt, að hann hefði gert Nand Khemka nokkurn að ræðis- manni Íslands á Indlandi. En Sigurð- ur Helgason hefur lagt fram gögn um það, að Ólafur kom þar hvergi nærri, enda hitti hann ekki Khemka fyrr en nokkrum mánuðum eftir að ákvörð- un hafði verið tekin í málinu.“ Í nærmynd sem birtist í Helgar- póstinum í miðri kosningabarátt- unni var dregin upp mynd af Ólafi Ragnari sem tækifærissinna og eig- inhagsmunasegg. Ónefndur þing- maður hafði þetta um Ólaf að segja: „Öll hans pólitík snýst um hann sjálf- an og hann er ekki hugsjónamað- ur. Hann er í núinu. Hann er einn af þeim sem ég treysti ekki yfir þveran þröskuld í pólitík. Hann reynir að notfæra sér allt í eigin þágu og er ósvífinn maður.“ Gaf strax tóninn Ólafur Ragnar gaf það strax í skyn þegar hann fór í forsetaframboð að hann ætlaði sér ekki að vera til skrauts á Bessastöðum. Hann ætl- aði að láta til sín taka, eins og síð- ar varð raunin. Í viðtali við DV dag- inn eftir að hann var kjörinn forseti sagði Ólafur: „Ég hef sagt það á fjölda funda um allt land að undanförnu að það er einlægur vilji minn að verða virkur þátttakandi á sem flestum sviðum þjóðlífsins.“ Í kosningabaráttunni í júní 1996 tók hann það jafnframt skýrt fram að forsetinn væri einn af máttarstólp- um lýðræðisins. Hann nefndi mál- skotsréttinn sérstaklega og sagði það stjórnarskrárvarinn rétt forseta að vísa málum til þjóðarinnar ef hann teldu þau vera það afdrifarík að þjóð- in ætti að hafa um þau síðasta orðið. Ólafur Ragnar gaf því strax tóninn fyrir það sem síðar átti eftir að gerast. Ólafur Ragnar fór ekki leynt með að hann vildi ekki að Ísland gengi í Evrópusambandið. Hann sagði í við- tali við Alþýðublaðið rétt fyrir kosn- ingarnar 1996 að það lýsti „einstakri þröngsýni að ræða alþjóðamál ein- göngu út frá hinu evrópska sjón- arhorni“. Hann sagði grundvallar- skipulag Evrópusambandsins ekki samrýmast efnahagslegum hags- munum Íslands. Umhverfissinni sem varaði við hlutabréfakaupum Þó að Ólafur Ragnar sé andstæðing- ur ESB-aðildar hefur hann alltaf skil- greint sig sem alþjóðasinna. Í inn- setningarræðu sinni þegar hann var kjörinn forseti gaf hann tóninn. „Sú kynslóð kvenna og karla sem nú er að útskrifast úr skólum er hin fyrsta á Íslandi sem hefur heiminn allan að vinnusvæði […] Þá vaknar sú spurn- ing hvort okkur tekst að sigra í hinni alþjóðlegu samkeppni um unga fólk- ið á Íslandi. Mun það kjósa að búa með okkur hér í útsænum eða afla sér viðurværis annars staðar?“ Fyrstu árin í embætti forseta Ís- lands lét hann sig loftslagsmál og umhverfismál mikið varða. Hann varði drjúgum hluta nýársávarps síns árið 1998 í að ræða aðsteðjandi vanda í þeim efnum. Hann hvatti líka í ræðu sem hann hélt árið 1999, þegar hornsteinn var lagður að Sult- artangavirkjun, til að fara varlega í virkjanir og að ná þyrfti sátt um frek- ari virkjanaframkvæmdir. Ræða hans við þetta tilefni þótti þó ekki sér- lega afdráttarlaus og spurði blaða- maður Morgunblaðsins hvort hann hefði verið að vara við virkjanafram- kvæmdum á hálendinu. Forsetinn svaraði: „Mitt er að yrkja, annarra að skilja.“ Í áramótaávarpi sínu árið 2001 ræddi forsetinn um breytta tíma með vaxandi alþjóðavæðingu. Var hann heldur varkár í orðavali mið- að við það sem átti seinna eftir að verða. Hann varaði við því að Ís- lendingar ættu að sýna ábyrgð og að- hald í stað þess að hætta öllu sínu á markaðstorgi verðbréfanna. Hann sagðist vona að brostnar hagnaðar- vonir yrðu ekki mörgum um megn ef harðnaði á dalnum. „Við Íslendingar erum nýgræðingar í kauphöllunum, höfum ekki langa reynslu af þeim tækifærum sem bylt hafa atvinnulífi og fjármálakerfi víða um veröld. En ólgan sem nú blasir við ætti að verða okkur hvatning til að varðveita enn betur það hyggjuvit sem löngum var aðal bænda og fiskimanna í okkar góða landi og gerði þeim kleift að lifa af erfiðar aldir.“ Lofaði útrásina í hástert Íhaldssemi Ólafs Ragnars á þessu sviði varði hins vegar ekki mjög lengi því á næstu árum átti tónninn í mál- flutningi hans eftir að gjörbreytast. Hann átti eftir að verða einn helsti opinberi stuðningsmaður íslenskra útrásarvíkinga og skrifaði meðal annars meðmælabréf fyrir þá. Strax í apríl sama ár var hann við- staddur opnun útibús Kaupþings í Lúxemborg. Í ræðu sinni jós hann íslenska bankamenn lofi og varð tíðrætt um hið nýja hagkerfi og að smáríkjum innan þess væru engin takmörk sett. Í sömu ræðu sagði hann: „Við Ís- lendingar njótum nú þeirrar bless- unar að hæfileikarík kynslóð er að hasla sér völl í viðskiptum, vísind- um, menningu og listum. Hún hef- ur hlotið bæði íslenska og alþjóðlega menntun og er greinilega staðráðin í að vera í senn góðir Íslendingar og sannir heimsborgarar á hæfnisvöll- um samkeppninnar sem nú ræður mestu um framfarir í veröldinni.“ Íslensk fjármálafyrirtæki sagði hann eiga „… ríkulegt erindi á er- lenda fjármagnsmarkaði. Fjármála- þjónusta getur því ekki síður en sjávarafurðir og hugbúnaður orðið útflutningsvara okkar Íslendinga á nýrri öld.“ Ekkert fór fyrir varnaðar- orðum líkt og þeim sem hann hafði flutt í áramótaávarpinu. Í maí sama ár hélt hann fræga ræðu á hádegisverðarfundi Íslensk- ameríska verslunarráðsins í Los Angeles. Þar má með sanni segja að Ólafur Ragnar hafi montað sig af af- burða sköpunarkrafti Íslendinga og nefndi að þeir sem kæmu frá fjöl- mennari ríkjum skildu hreinlega ekki hvernig 280.000 manna þjóð gæti státað af svona mikilli sköpun. Nefndi hann þar fjölda bóka sem gefnar væru út á íslensku og fjölda leiksýninga sem settar væru upp. Ólafur Ragnar tiltók líka að þús- undir íslenskra fyrirtækja stækkuðu ört, internet-notkun Íslendinga væri gífurlega mikil í samanburði við aðr- ar þjóðir og nefndi að einhver hefði sagt við hann að fólksfjöldatölur á Ís- landi hlytu að vera PR-brella. Að lág- marki 5 milljónir manna þyrfti til að halda uppi viðlíka sköpunarkrafti og væri að finna á Íslandi. Þá hrósaði hann kraftinum í ís- lenskum fyrirtækjum. Hann sló þó örlítinn varnagla við glæsilegri lýs- ingu sinni á Íslendingum. „Ég átta mig á því að sagan af íslensku vel- gengninni getur virkað bjartsýnisleg og jafnvel sem lofsöngur, en stað- reynd málsins er að tækifærin sem bjóðast Íslendingum í hnattræna hagkerfinu henta sérstaklega vel fyrir sköpunargáfu og frumkvöðlahugsun Íslendinga.“ „Hinir fyrstu Íslendingar voru sannarlega útrásarfólk“ Óumdeilt er að Ólafur Ragnar er mjög þjóðernissinnaður. Allan sinn forsetaferil hefur honum orðið tíð- rætt um fullveldi Íslands og styrk þjóðríkisins í ræðum sínum og vís- að gjarnan til sjálfstæðisbaráttu Ís- lendinga og landnámsins máli sínu til stuðnings. Í greininni Kjarnmesta fólkið í heimi: Þrástef íslenskrar þjóð- ernishyggju í gegnum lýðveldisbar- áttu, útrás og kreppu, tekur Kristín Loftsdóttir saman hvernig forsetinn Forsetinn sem vill ekki fara Stóratburðir í forsetatíð Ólafs Ragnars Júní 1996 n Ólafur Ragnar kjörinn forseti Íslands Haust 1997 n Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú greinist með hvítblæði 2000 n Ólafur og Dorrit Moussia- eff trúlofast Júní 2004 n Ólafur Ragnar synjar fjölmiðlalögunum staðfestingar Janúar 2007 n Forsetinn sæmir Sigurð Einarsson, stjórnarformann Kaup- þings, fálkaorðunni Ágúst 2008 n Forsetinn veitir handboltalands- liðinu fálkaorðuna eftir silfurverð- launin á Ólympíuleikunum Janúar 2010 n Ólafur Ragnar synjar fyrstu Icesave-lögunum staðfestingar Ágúst 1996 n Ólafur Ragnar settur í embætti forseta Íslands Október 1998 n Guðrún Katrín deyr eftir stutta baráttu við hvítblæði Maí 2003 n Ólafur Ragnar og Dorrit giftast á afmælisdegi forsetans Júní 2004 n Ólafur Ragnar endurkjörinn forseti Íslands með 85,6% gildra atkvæða Ágúst 2008 n Baugur Group fær útflutningsverðlaun forseta Íslands Nóvember 2009 n Forsetinn húðskammar norræna sendiherra fyrir dræm viðbrögð þeirra við hruninu á Íslandi Janúar 2011 n Forsetinn synjar aftur Icesave-lögunum Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Framboðsmyndin Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergs- dóttir á mynd sem send var inn á flest heimili í kosningabaráttunni og birtist í heilsíðuaug- lýsingum í dagblöðum. n Þjóðernishyggja forsetans n Einlægur vilji til að vera virkur í þjóðlífinu n Móðgaði sendiherra Bandaríkjanna n Hékk á bláþræði „Mitt er að yrkja, annarra að skilja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.