Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 12
Alþingi er enn of háð
frAmkvæmdAvAldinu
12 Fréttir 13.–15. apríl 2012 Helgarblað
A
lþingi er undirmannað og
er háðara sérfræðiálitum
innan úr ráðuneytunum
en heppilegt getur talist.
Þetta kemur fram í sam
tölum DV við forsvarsmenn þing
flokka á Alþingi. Fyrst og fremst er
skipulagsleysi um að kenna fremur
en mannfæð að mati Ragnheiðar
Elínar Árnadóttur, þingflokksfor
manns Sjálfstæðisflokks. Þrátt fyrir
áhyggjur af veiku þingi eru for
mennirnir sammála um að þing
ið hafi að einhverju leyti styrkst að
undanförnu þótt ekki sé einhugur
um ástæður. Fulltrúar allra þing
flokka voru sammála um að ekki
væri þörf á að fjölga þingmönn
um, þótt ef til vill væri rétt að fjölga
starfsmönnum Alþingis.
Umdeild mál bíða umfjöllunar
þingsins þegar þingfundur hefst
aftur þann 16. apríl. Meðal þeirra
mála sem forsvarsmenn flokk
anna nefna eru rammaáætlun
um nýtingu og verndun orkuauð
linda, fiskveiðistjórnarfrumvarp
ríkisstjórnarinnar og frumvarp
um verðtryggingu og vexti. Ljóst
er að frumvarp ríkisstjórnarinn
ar um breytta fiskveiðistjórnun er
umdeilt. Bæði fulltrúi Sjálfstæðis
flokks og Hreyfingarinnar sögðust
andvígir frumvarpinu en á ólíkum
forsendum. Þá er rammaáætlunin
umdeild, þótt fulltrúar allra flokka
segist styðja samþykkt hennar.
Deilurnar standa fyrst og fremst
um hvað fellur í nýtingarflokk ann
ars vegar og verndunarflokk hins
vegar.
Stjórnarskrá, fiskveiðistjórnun
og bann við glæpastarfsemi
Gunnar Bragi Sveinsson, þing
flokksformaður Framsóknar, segir
þingmenn flokksins leggja áherslu
á málefni er varða öryggi. Hann
nefnir framvirkar rannsóknar
heimildir og bann við skipulagðri
glæpastarfsemi.
Fulltrúi Hreyfingarinnar segir
áherslu þingmanna Hreyfingarinn
ar vera á samþykkt rammaáætlun
ar og aðgerðir í þágu skuldavanda
heimilanna. Þá segir fulltrúinn
Hreyfinguna standa heilshugar
að baki áframhaldandi vinnu að
breyttri stjórnarskrá.
Meðal mála sem þingmenn
Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á
að verði kláruð er frumvarp um af
nám virðisaukaskatts á barnaföt
um. Þingmenn flokksins vilja að
sögn Ragnheiðar Elínar umfjöllun
um aðgerðir til lækkunar bensín
verðs og að tekinn verði fyrir listi
yfir framkvæmdir sem hægt sé að
ráðast í. Þá eru efnahagstillögur
flokksins til umræðu í nefnd en
Ragnheiður segir flokkinn leggja
áherslu á að þær fari fyrir þing
fund.
Færri afgreiðsluþingmenn
„Mér skilst að hingað til hafi
stjórnarfrumvörp einfaldlega
verið stimpluð,“ segir Margrét
Tryggvadóttir, varaþingflokksfor
maður Hreyfingarinnar. Hún seg
ir það oft koma fyrir á núverandi
þingi að frumvörp ráðherra séu
endurskrifuð í meðferð þingsins.
Ástæðuna segir hún breytta af
stöðu þingmanna. Þeir telji það
ekki lengur hlutverk sitt að af
greiða málefni ríkisstjórnarinnar
gagnrýnislaust. Sú hugarfarsbreyt
ing eigi þátt í að styrkja stöðu Al
þingis gagnvart ráðherrum og
framkvæmdavaldinu.
„Þingmenn eru óhræddari
núna við að nýta sér vald sitt og
gera breytingar á málum,“ segir
Björn Valur Gíslason, þingflokks
formaður VG. Hann tekur undir
með Margréti og segir ólíklegt að
þingið hafi hin síðari ár staðið jafn
sterkt gagnvart framkvæmdavald
inu.
Styrking á kostnað
ríkisstjórnarinnar
„Þingið hefur styrkst, einkum og sér
í lagi vegna þess hvað ríkisstjórnin
er veik,“ segir Ragnheiður Elín og
bætir við að þingmenn í stjórn
arliðinu hafi öll tök á stjórnar
samstarfinu. „ Ríkisstjórnin er því
meira tilneydd til samninga því
samstarfið er undir.“ Hún segist
ekki viss um að það séu góð skipti
að styrking Alþingis verði á kostn
að framkvæmdavaldsins.
Fámennt en góðmennt
Í máli viðmælenda kom ítrekað
fram að ein ástæða þess að Alþingi
sé veikari stofnun en heppilegt geti
talist væri starfsmannaekla og lít
ið fjármagn til kaupa á sérfræði
þjónustu. „Þingið hefur þurft að
taka á sig niðurskurð eins og aðr
ar stofnanir samfélagsins,“ segir
Magnús Orri Schram, þingflokks
formaður Samfylkingarinnar, sem
þó tekur undir gagnrýni á að þing
ið sé heldur undirmannað. Hann
segir efnislega umfjöllun þings
ins að miklu leyti fara fram á vett
vangi þingnefnda og leggur til að
til þess verði horft þegar rými gefst
í fjárlögum til styrkingar þingsins.
„Það væri hægt að byggja upp sér
fræðistarfsemi innan þingsins en
n „Ég vil meina að þingið sé undirmannað,“ segir þingflokksformaður Framsóknar
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
„Þingið hefur
styrkst, einkum og
sér í lagi vegna þess hvað
ríkisstjórnin er veik.
Ragnheiður Elín Árnadóttir Þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Björn Valur Gíslason Þingflokks-
formaður VG.
Magnús Orri Schram Þingflokks-
formaður Samfylkingarinnar.
Háð framkvæmdavaldinu
Alþingi er enn of háð fram-
kvæmdavaldinu þótt það hafi
styrkst nokkuð undanfarið að
mati fulltrúa þingflokkanna.