Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Síða 12
Alþingi er enn of háð frAmkvæmdAvAldinu 12 Fréttir 13.–15. apríl 2012 Helgarblað A lþingi er undirmannað og er háðara sérfræðiálitum innan úr ráðuneytunum en heppilegt getur talist. Þetta kemur fram í sam­ tölum DV við forsvarsmenn þing­ flokka á Alþingi. Fyrst og fremst er skipulagsleysi um að kenna fremur en mannfæð að mati Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingflokksfor­ manns Sjálfstæðisflokks. Þrátt fyrir áhyggjur af veiku þingi eru for­ mennirnir sammála um að þing­ ið hafi að einhverju leyti styrkst að undanförnu þótt ekki sé einhugur um ástæður. Fulltrúar allra þing­ flokka voru sammála um að ekki væri þörf á að fjölga þingmönn­ um, þótt ef til vill væri rétt að fjölga starfsmönnum Alþingis. Umdeild mál bíða umfjöllunar þingsins þegar þingfundur hefst aftur þann 16. apríl. Meðal þeirra mála sem forsvarsmenn flokk­ anna nefna eru rammaáætlun um nýtingu og verndun orkuauð­ linda, fiskveiðistjórnarfrumvarp ríkisstjórnarinnar og frumvarp um verðtryggingu og vexti. Ljóst er að frumvarp ríkisstjórnarinn­ ar um breytta fiskveiðistjórnun er umdeilt. Bæði fulltrúi Sjálfstæðis­ flokks og Hreyfingarinnar sögðust andvígir frumvarpinu en á ólíkum forsendum. Þá er rammaáætlunin umdeild, þótt fulltrúar allra flokka segist styðja samþykkt hennar. Deilurnar standa fyrst og fremst um hvað fellur í nýtingarflokk ann­ ars vegar og verndunarflokk hins vegar. Stjórnarskrá, fiskveiðistjórnun og bann við glæpastarfsemi Gunnar Bragi Sveinsson, þing­ flokksformaður Framsóknar, segir þingmenn flokksins leggja áherslu á málefni er varða öryggi. Hann nefnir framvirkar rannsóknar­ heimildir og bann við skipulagðri glæpastarfsemi. Fulltrúi Hreyfingarinnar segir áherslu þingmanna Hreyfingarinn­ ar vera á samþykkt rammaáætlun­ ar og aðgerðir í þágu skuldavanda heimilanna. Þá segir fulltrúinn Hreyfinguna standa heilshugar að baki áframhaldandi vinnu að breyttri stjórnarskrá. Meðal mála sem þingmenn Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að verði kláruð er frumvarp um af­ nám virðisaukaskatts á barnaföt­ um. Þingmenn flokksins vilja að sögn Ragnheiðar Elínar umfjöllun um aðgerðir til lækkunar bensín­ verðs og að tekinn verði fyrir listi yfir framkvæmdir sem hægt sé að ráðast í. Þá eru efnahagstillögur flokksins til umræðu í nefnd en Ragnheiður segir flokkinn leggja áherslu á að þær fari fyrir þing­ fund. Færri afgreiðsluþingmenn „Mér skilst að hingað til hafi stjórnarfrumvörp einfaldlega verið stimpluð,“ segir Margrét Tryggvadóttir, varaþingflokksfor­ maður Hreyfingarinnar. Hún seg­ ir það oft koma fyrir á núverandi þingi að frumvörp ráðherra séu endurskrifuð í meðferð þingsins. Ástæðuna segir hún breytta af­ stöðu þingmanna. Þeir telji það ekki lengur hlutverk sitt að af­ greiða málefni ríkisstjórnarinnar gagnrýnislaust. Sú hugarfarsbreyt­ ing eigi þátt í að styrkja stöðu Al­ þingis gagnvart ráðherrum og framkvæmdavaldinu. „Þingmenn eru óhræddari núna við að nýta sér vald sitt og gera breytingar á málum,“ segir Björn Valur Gíslason, þingflokks­ formaður VG. Hann tekur undir með Margréti og segir ólíklegt að þingið hafi hin síðari ár staðið jafn sterkt gagnvart framkvæmdavald­ inu. Styrking á kostnað ríkisstjórnarinnar „Þingið hefur styrkst, einkum og sér í lagi vegna þess hvað ríkisstjórnin er veik,“ segir Ragnheiður Elín og bætir við að þingmenn í stjórn­ arliðinu hafi öll tök á stjórnar­ samstarfinu. „ Ríkisstjórnin er því meira tilneydd til samninga því samstarfið er undir.“ Hún segist ekki viss um að það séu góð skipti að styrking Alþingis verði á kostn­ að framkvæmdavaldsins. Fámennt en góðmennt Í máli viðmælenda kom ítrekað fram að ein ástæða þess að Alþingi sé veikari stofnun en heppilegt geti talist væri starfsmannaekla og lít­ ið fjármagn til kaupa á sérfræði­ þjónustu. „Þingið hefur þurft að taka á sig niðurskurð eins og aðr­ ar stofnanir samfélagsins,“ segir Magnús Orri Schram, þingflokks­ formaður Samfylkingarinnar, sem þó tekur undir gagnrýni á að þing­ ið sé heldur undirmannað. Hann segir efnislega umfjöllun þings­ ins að miklu leyti fara fram á vett­ vangi þingnefnda og leggur til að til þess verði horft þegar rými gefst í fjárlögum til styrkingar þingsins. „Það væri hægt að byggja upp sér­ fræðistarfsemi innan þingsins en n „Ég vil meina að þingið sé undirmannað,“ segir þingflokksformaður Framsóknar Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Þingið hefur styrkst, einkum og sér í lagi vegna þess hvað ríkisstjórnin er veik. Ragnheiður Elín Árnadóttir Þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Björn Valur Gíslason Þingflokks- formaður VG. Magnús Orri Schram Þingflokks- formaður Samfylkingarinnar. Háð framkvæmdavaldinu Alþingi er enn of háð fram- kvæmdavaldinu þótt það hafi styrkst nokkuð undanfarið að mati fulltrúa þingflokkanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.