Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Blaðsíða 52
52 Lífsstíll 13.–15. apríl 2012 Helgarblað
Skuldbinding Mánaðarverð
Engin binding 3.091 kr.
3 mánuðir 2.944 kr.
6 mánuðir 2.688 kr.
12 mánuðir 2.473 kr.
DV sent heim þrisvar í viku, á mánudögum, miðviku dögum
og föstudögum. Netáskrift fylgir frítt með!
Komdu í
áskrift
Það er ódýrara en þig grunar!
Góð ráð fyrir fallegt hár
Á
stand hárs þíns segir mik-
ið til um líkamlegt ástand
þitt. Þjáist þú af vítamín-
eða vökvaskorti, ert þú van-
svefta eða stressaður fer
það ekki á milli mála þegar hár þitt
er skoðað. Hárið mun einfaldlega
vaxa út líflaust og viðkvæmt. Því
miður er skaðinn skeður og þú get-
ur ekki lagað hárið sem er á hausn-
um á þér. Þú getur hins vegar haft
áhrif á hárið sem er að myndast og
hvernig það mun koma út.
Sértu með þunnt og fínt hár
munt þú væntanlega aldrei verða
með þykkt og mikið hár en þar sem
hárið vex um það bil um 2 sentí-
metra á mánuði getur þú gert ýmis-
legt til að útkoman verði eins góð
og mögulegt er. Árangurinn gæti
jafnvel verið enn betri en þú hefur
gert þér vonir um. Á poli tiken.dk
eru gefin nokkur góð næringarráð
sem þú getur haft í huga viljir þú
bæta ástand hársins.
Omega-3
Feitur fiskur eins og lax, makríll,
síld og sardínur innihalda prótein
og hollar omega-3 fitusýrur sem
hafa sérstaklega góð áhrif á mynd-
un hársins. Þær hjálpa til við að
halda höfuðleðrinu heilbrigðu, að
koma í veg fyrir húðþurrk og gefa
hárinu glans. Eins eru til rann-
sóknir sem sýna að fitusýrurnar
hjálpi til við hárvöxtinn. Græn-
metisætur fá hollar fitusýrur úr
hörfræjum, hörfræjaolíu, rapsolíu,
sojaolíu, valhnetum og valhnetu-
olíu.
Grænt grænmeti
Grænmeti, eins og spínat og
spergil kál, er góð uppspretta A- og
C-vítamína sem hjálpa líkaman-
um að framleiða húðfitu sem veitir
húðinni náttúrulega næringu.
Grænt grænmeti er auk þess ríkt af
járni og kalsíum.
Prótein
Baunir, kjúklingur, fiskur, ostur,
egg, korn, fræ, avókadó, döðlur og
hnetur eru allt matvæli sem gefa
þér mikið af próteini. Próteinið
styrkir hárið og vöxt þess.
Heilkornamatvæli
Heilkornin innihalda sink, járn og
B-vítamín sem eru góð næring fyrir
hárið. Auk þess eru heilkornamat-
vörur stór hluti af hollu mataræði
meðal annars vegna þess að þau
innihalda mettandi trefjar. Borð-
aðu heilkornabrauð og notaðu
heilkornamatvæli í matargerðina,
svo sem pasta, hrísgrjón, morgun-
korn og annað sem er gert úr heil-
kornum.
Vatn
Húð og hár þurfa, líkt og restin af
líkamanum, á vökva að halda. Þess
vegna er mikilvægt að drekka mik-
ið af vatni og takmarka neyslu á
kaffi, te og áfengi sem eru vatns-
losandi og auka líkur á vökvaskorti.
Að auki þá inniheldur vatnið engar
hitaeiningar og er besta ráðið til að
slökkva þorstann.
Gulrætur
Gulræturnar eru stútfullar af
A-víta míni sem hjálpar til við að fá
heilbrigðan hársvörð og betri sjón.
Mjólkurvörur
Kalk er afar gagnlegt þegar við vilj-
um setja auka kraft í hárvöxtinn.
Auk þess eru góð prótein í mjólkur-
vörum.
n Mataræði okkar hefur jafn mikil áhrif á hár okkar og heilsuna
Önnur góð ráð
n Passaðu að
fá nægan svefn.
Fullorðnir þurfa
að meðaltali 7
til 9 tíma svefn.
Hættu í megrun. Þú getur farið á mis við
ýmis nauðsynleg næringarefni ef þú ert
á megrunarkúr. Borðaðu heldur hollan
og fjölbreyttan mat á degi hverjum. Fáðu
aðstoð fæðubótarefna. Það er best að
borða hollan mat en ef þú færð, af ein-
hverjum ástæðum, ekki nægilegt magn
næringarefna úr matnum gæti þetta
hjálpað. Mikilvæg næringarefni fyrir
hárið eru; járn, sink, omega-3, kalk og
mismunandi B-vítamín, svo sem bíótín.
Heilbrigt hár Járn, sink,
omega-3, kalk og mismunandi B-
vítamín hefur áhrif á útlit hársins.