Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2012, Side 64
Aftur í umboðs- manninn? Spákona á balli n Margt var um manninn á balli með hljómsveitunum Grafík og SSSól sem haldið var í félagsheim­ ilinu í Bolungarvík að kvöldi páska­ dags. Fjöldi gesta af tónlistarhátíð­ inni Aldrei fór ég suður framlengdi dvöl sína á Vestfjörðum til að missa ekki af þessum skemmtilega við­ burði. Spákonan skrautlega Sigríður Klingenberg lét sig ekki vanta á ballið en litríku kjólarnir og fjaðrahatt­ arnir sem hún klæðist venjulega voru fjarri góðu gamni. Aldrei þessu vant fór lítið fyrir spá­ konunni sem tók vel undir með Helga Björns þeg­ ar hann hrópaði, eins og honum einum er lagið, yfir salinn: „Er’ ekki allir sexí?“ Herská Jónína n Jónína Benediktsdóttir er passasöm á eiginmann sinn, Gunnar Þorsteins- son kenndan við Krossinn. „LÁTTU HANN Í FRIÐI,“ skrifar Jónína til ungrar stúlku sem vingaðist við Gunnar á Facebook eftir að hún hafði svarað því til að hún þekkti hann ekki persónulega. Nokkrum dögum síðar bar Jónína því við að sendinguna mætti rekja til víruss í tölvunni. Jónína hefur áður lent í vanda vegna póstsendinga. Á síð­ asta ári var fjallað um póstsend­ ingar Jónínu til Ástu Knútsdóttur, talskonu kvenna sem sökuðu eigin­ mann hennar um kynferðislegt áreiti. „Þú ert ógeðs­ leg manneskja ég horfði á þig faðma og kyssa manninn minn af sjúklegri nautn,“ sagði hin herskáa Jónína meðal ann­ ars. Sámur gekk laus í miðbænum n Það var góður dagur hjá Sámi, hundi Dorritar Moussaieff, á miðviku­ dag þegar hann fékk að spóka sig stuttlega án taums í miðbæ Reykja­ víkur. Sámur var að sjálfsögðu í fylgd með eiganda sínum sem var að hitta vinkonu sína í listagalleríi á Tryggva­ götu í Reykjavík. Gleðin var þó stutt hjá Sámi en hann fékk að ganga laus úr skotti jeppabifreiðar sem Dorrit var ekið í og inn í galleríið i8. Það gilda hins vegar skýrar reglur um hundahald í Reykjavík sem banna lausagöngu hunda í bænum – án nokkurra undantekninga. Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 13.–15. apríl 2012 42. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. „Nú standa allar dyr opnar“ n Einar Bárðar kveður Kanann og útskrifast með meistarapróf í sumar É g get staðfest að ég er hættur á Skjánum sem nú á Kanann,“ segir Einar Bárðarson, fyrrver­ andi eigandi Kanans sem var seldur til Skjásins um áramótin. „Síð­ ustu verkefnin sem ég vann að voru dagskrárbreytingar, nafnabreytingar og nýr morgunþáttur með Svala og Svavari Erni sem ég réð til leiks og er farinn í loftið. Ég hef mikla trú á þeim þætti sem og þessari frábæru stöð enda hef ég lagt allt mitt í hana síð­ ustu þrjú ár,“ segir hann. Einar sagði við DV að enn væri verið að ganga frá lausum endum á starfslokasamningi en verkefninu væri lokið af hans hálfu og hann væri stoltur af Kananum. „Á innan við þremur árum bjó ég til frábæra út­ varpsstöð með mjög færu fólki og ég er stoltur af því en þetta var drullu­ erfitt. Margt af besta fólkinu í ís­ lensku útvarpi hefur komið að þessu með mér og það voru mikil forrétt­ indi að fá að kynnast því og vinna með því. Bæði gömlum reynslubolt­ um og ungum upprennandi snilling­ um,“ segir Einar sem situr þó ekki að­ gerðalaus. „Núna er ég á fullu að klára lokaverkefni og síðustu áfanga í MBA­námi í Háskólanum í Reykja­ vík. Ég útskrifast í byrjun júní með meistara gráðu í viðskiptum og stjórnun, þannig að nú standa allar dyr opnar. Ég ætla að einbeita mér að því að klára námið, ná frábær­ um árangri þar og skoða hvort það eru ekki einhver spennandi og krefj­ andi verkefni þarna úti. Hvort sem ég fer í eitthvað sjálfur eða hvort ég nýti MBA­menntunina og allra mína reynslu fyrir einhverja aðra,“ segir Einar Bárðarson. Einar er annar millistjórnandinn sem hverfur af Skjánum fyrirvara­ lítið á stuttum tíma. Alfa Lára Guð­ mundsdóttir, markaðsstjóri Skjás­ ins, hætti einnig á Skjánum um miðjan febrúar. Einbeitir sér að náminu Einar er í MBA-námi í HR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.