Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 7. maí 2012 Mánudagur
Nubo misskilinn
Kínverski fréttamiðilinn China
Daily hafði það eftir kaupsýslu
manninum Huang Nubo um
helgina að samningar um leigu
hans á Grímsstöðum á Fjöllum
væru í höfn eftir að málið hefði
verið samþykkt af ríkisstjórn Ís
lands. Það er þó ekki alls kostar
rétt. Ríkisstjórninni var kynnt já
kvæð umsögn nefndar um íviln
anir vegna nýfjárfestinga. Telur
nefndin að hugmyndir Nubo upp
fylli skilyrði laga, en engin niður
staða hefur fengist í málinu.
Halldór Jóhannesson, tals
maður Nubo hér á landi, sagði
í samtali við Vísi á sunnudag að
um misskilning blaðmanns China
Daily væri að ræða. Hann hefði
í raun sagt að hugmyndin hefði
fengið grænt ljós frá nefnd innan
ríkisráðuneytisins.
Reykræst
í virkjun
Kalla þurfti út slökkvilið til að
reykræsta vélasal Hellisheiðar
virkjunar á sunnudag eftir að einn
fasi af þremur, í rafstreng við eina
af sjö aflvélum virkjunarinnar,
brann yfir. Vélin sló út og sömu
leiðis önnur við hlið hennar sem
er með samtvinnaða tengingu við
Landsnetið. Vélin, sem tjónið varð
við, þarfnast ítarlegrar skoðun
ar áður en hún verður gangsett á
nýjan leik. Töluvert mikill reykur
myndaðist þegar fasinn brann
yfir en samkvæmt tilkynningu frá
Orkuveitunni urðu þó engin slys
á fólki.
Hjólreiðamanni
bjargað
Björgunarsveitir fyrir austan fjall
þurftu að koma hjólreiðamanni,
sem staddur var inni í Reykjadal
norður af Hveragerði, til hjálpar
á sunnudag. Hann hafði fallið af
hjóli sínu og slasast. Í tilkynningu
frá Landsbjörg kom fram að mað
urinn væri ekki talinn alvarlega
slasaður. Hann hringdi sjálfur eftir
hjálp en þurfti aðstoð við að kom
ast til byggða. Í tilkynningu Lands
bjargar var tekið fram að böru
burður væri afar erfiður í fjalllendi
og því þurfti töluverðan mann
skap til verksins.
Björgunarsveitarmenn frá
fjórum sveitum á Suðurlandi tóku
þátt í aðgerðinni og sjúkrabíll
beið mannsins á bílastæðinu við
Rjúpnabrekkur til að flytja hann á
sjúkrastofnun.
n Gömlu íslensku fyrirtækin reyna að höfða til þjóðerniskenndar
Þ
ýska byggingavöruverslana
keðjan Bauhaus, sem opn
aði verslun hér á landi á
laugardaginn með pomp
og prakt, var í raun farin
að hrista verulega upp í íslenskum
byggingavörumarkaði löngu fyrir
opnunina. Hugsanlega án þess að ís
lenskir neytendur hafi beint gert sér
grein fyrir því. Það hefur þó eflaust
ekki farið fram hjá neinum að stóru
íslensku byggingavöruverslanirn
ar hafa auglýst mikið síðustu mán
uðina. Í auglýsingaherferðunum er
meðal annars rifjuð upp saga fyrir
tækjanna sem fylgt hafa Íslendingum
í áratugi. Byko hefur til að mynda lát
ið lagið „Ég er kominn heim“ hljóma
undir auglýsingum sínum. Má leiða
að því líkur að með því sé reynt að
höfða til þjóðerniskenndarinnar sem
er svo rík í mörgum Íslendingum.
Það er jú staðreynd að Bauhaus er
erlend verslanakeðja.
Byko tók upp nýja verðstefnu
Guðmundur H. Jónsson, forstjóri
Byko, staðfestir í samtali við DV að
fyrirtækið hafi í raun löngu verið
búið að bregðast við innkomu Bau
haus á markaðinn, enda búið að
standa til í nokkurn tíma að verslun
in yrði opnuð hér á landi. „Við höfum
fylgst með byggingavörumarkaðnum
í gegnum árin og við höfum alltaf vit
að að byggingavörur á Íslandi eru á
tiltölulega hagstæðu verði miðað við
erlendis. En því er ekki að leyna, síð
ustu áramót þá tókum við upp nýja
verðstefnu og lækkuðum öll verð í
Byko. Við breyttum verðstrúktúrn
um, lækkuðum afslætti og notuðum
þá fjármuni til að lækka verð til allra
um áramótin.“
Guðmundur segir að fyrirtæk
ið hafi verið að hagræða í rekstr
inum upp á síðkastið til að gera sig
samkeppnishæfari og lokun Byko
verslunarinnar í Kauptúni í fyrra
muni koma þeim til góða í sam
keppninni.
Tólf prósent verðvernd
Bauhaus heitir viðskiptavinum sín
um tólf prósenta verðvernd sem felur
það í sér að finni viðskiptavinur vöru
sem fæst í versluninni ódýrari ann
ars staðar þá endurgreiði verslunin
vöruna. Ekki nóg með það heldur
greiðir verslunin viðskiptavininum
einnig aukalega tólf prósent af verði
vörunnar hjá keppinautnum.
Þetta segjast forsvarsmenn fyr
irtækisins geta gert vegna sterkrar
stöðu sinnar í innkaupum, en versl
anakeðjan rekur 220 verslanir í 18
löndum víðs vegar um Evrópu.
Býst ekki við verðstríði
Guðmundur fullyrðir að þrátt fyrir
sterka stöðu hins stóra keppinautar
sé verslun Byko vel samkeppnishæf
hvað Bauhaus varðar. Starfsmenn frá
fyrirtækinu voru mættir í Bauhaus
klukkan 8 á laugardagsmorgun þar
sem þeir gerðu verðkannanir á þús
undum vöruflokka.
„Það var bara mjög ánægjulegt
og kom okkur sosum ekkert á óvart.
Það var samt gleðilegt að sjá að Byko
stendur vel að vígi verðlega og vöru
framboðslega séð. Guðmundur sér
því ekki fram á að Byko muni gera
miklar breytingar á verðlagi í versl
uninni á næstunni. „Nei, í þessari
verðkönnun þá vorum við ódýrari
og þeir voru ódýrari. Þetta skiptist
bara svona, en auðvitað bregðumst
við við og bætum okkur í þeim vöru
flokkum sem við þurfum og svo auð
vitað stingum við þá af í hinum sem
við stöndum betur að vígi í. Þannig
bregðumst við auðvitað við,“ seg
ir Guðmundur sem býst ekki við að
verðstríð skelli á á byggingavöru
markaðnum. „En það er gaman að fá
nýjan aðila til að bera sig saman við,
þannig að aukin samkeppni held ég
bara efli menn til dáða. Við hlökkum
bara til að takast á við það.“
Húsasmiðjan ætlar að lækka
verð
Húsasmiðjan sendi einnig her starfs
manna vopnaða verðkönnunar
skönnum til nýja keppinautarins.
Niðurstaðan var svipuð og hjá Byko.
„Það sem kom út úr því var að Húsa
smiðjan er bara með mjög sam
keppnishæf verð ef frá eru talin opn
unartilboð þar sem menn eru að
fara ansi langt, sjálfsagt mjög nálægt
kostnaðarverði sínu. Það eru ein
hver verð þar sem við erum bara hag
stæðari og einhver verð þar sem við
þurfum að bæta okkur,“ segir Sigurð
ur Arnar Sigurðsson, forstjóri Húsa
smiðjunnar. „Það var þó við því að
búast þegar nýr aðili er að koma inn á
markaðinn,“ bætir hann við. Sigurður
segir að Húsasmiðjan komi til með að
lækka verð á þeim vöruflokkum sem
þeir voru hærri í samkvæmt verð
könnun, til að vera samkeppnishæfir
á markaðnum. Hann bendir jafnframt
á að Húsasmiðjan starfræki kjara
Bauhaus rekur 220 verslanir
í 18 Evrópulöndum
Bauhaus víða um heim
Danmörk
Eistland
Finnland
Króatía
Noregur
Sviss
Slóvenía
Spánn
Svíþjóð
Tékkland
Tyrkland
Þýskaland
Austurríki
Ungverjaland
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
„Og svo er ekki
vor í lofti í efn-
hagslífinu? Þá er meira
til skiptana. En auðvitað
eigum við eftir að finna
fyrir þeim, það er ekki
hægt að neita því.
Margir árrisulir
Fjölmargir voru mættir fyrir
utan Bauhaus um klukkan
sjö á laugardagsmorgun, en
þá hófst skemmtidagskrá.
Verslunin var svo formlega
opnuð klukkan átta.
Mynd: Eyþór Árnason
„Eigum Eftir að
finna fyrir þEim“