Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 18
E ld sn ey ti Algengt verð 256,4 kr. 256,3 kr. Algengt verð 259,2 kr. 259,1 kr. Algengt verð 259,1 kr. 259,0 kr Algengt verð 259,4 kr. 259,3 kr. Algengt verð 261,4 kr. 259,3 kr. Melabraut 259,2 kr. 259,1 kr. 18 Neytendur 7. maí 2012 Mánudagur Fékk nýtt kók n Sambíóin í Smáralind fá lofið að þessu sinni en ánægður bíógestur sendi eftirfarandi: „Ég fór í Sam- bíóin um daginn með tvo unga syni mína sem eru á leikskólaaldri. Við fórum í sjoppuna og keyptum kók og popp á línuna. Sonur minn var búinn að halda á kókglasinu í örfá- ar mínútur þegar hann missti það í gólfið. Ég fór í sjoppuna og bað stúlkuna þar um tusku svo ég gæti þurrkað það upp. Þá sagði hún að ég ætti alls ekki að gera það, rétti mér nýtt kók og þurrkaði pollinn upp sjálf. Mér fannst þetta afar vingjarnlegt af henni,“ segir viðskipta- vinurinn ánægði. Minni af- sláttur fyrir stóra bíla n Lastið fær Spölur en DV fékk eftirfarandi sent: „Gjaldtaka í Hval- fjarðargöng eru að mínu mati ósanngjörn en ég er eigandi hús- bíls og bíllinn minn er um 7 metrar að lengd. Ég vil ekki komast hjá því að borga en ég er ósátt við að þeir sem eru á fólksbílum geti keypt 10 miða kort og lækkað þannig gjaldið um 40 prósent. Ef bíllinn er hins vegar komin yfir 6 metra þá er af- slátturinn mun minni en hann fer 1.300 krónur í 1.100 króna sem er ekki neitt miðað við fólksbíl. Ef þú ert á stórum jeppa með 8 metra hjólhýsi borgar þú 265 krónur ef þú átt kort og 100 krónur fyrir hjólhýsið. Mér finnst þetta svo óréttlátt. Ég vil borga fyrir minn stóra bíl en hafa sama rétt og aðrir til að lækka gjaldið.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last n Sólin verður sterkari með hverjum degi og mikilvægt er að nota góða sólarvörn sem ver þig gegn skaðlegum geislum Svona velur þú sólarvörn S ink, breiðvirkni, vatnsheldni og SPF 30+ er meðal þess sem ætti að leita eftir þeg- ar velja skal sólarvörn en á síðu bandarísku samtak- anna Environmental Working Gro- up (EWG) eru ráðleggingar um hvað skuli skoða þegar sólarvörn er valin og hvað skuli varast. Sterkir sólargeislar Flest erum við meðvituð um áhrif sólarinnar á húð okkar og langflest- ir eru því duglegir að bera á sig vörn þegar legið er undir heitum geislum hennar á sólarströnd í von um smá lit á kroppinn. Það er hins vegar svo að þó sólin virðist ekki eins sterk hér á landi eru geislar hennar jafn skaðlegir og þá sérstaklega fyrir ljóshærða með ljósa húð. Því skal velja rétta vörn og fylgja leiðbein- ingum um hvernig skuli nota hana. Vert er þó að benda á að sólarvörn ætti aldrei að vera eina vörnin gegn geislum sólar og mikilvægt er að nota einnig föt og hatta til að verj- ast þeim. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Sum sólarvörn ver húðina gegn bruna en ekki öðrum tegundum húðskemmda og vertu því viss um að kaupa breiðvirkandi vörn. Ekki láta plata þig með vörn sem er merkt varnarstuðli 50. Fólk heldur kannski að það sé vel varið og er því lengur úti í sólinni en ella. Vörnin kemur í veg fyrir sólbruna en ekki önnur húðvandamál. Veldu vörn sem er SPF 15–50 og berðu hana oft á þig. Skýldu þér fyrir sólinni með fötum og skugga. Ekki bera A-vítamín á þig Það er gott að fá A-vítamín úr fæðunni en að maka vítamíninu á þig er ekki góð hugmynd. Rannsóknir hafa sýnt að A-vítamín, þegar það er borið á húð og kemst í snertingu við sólargeisla, getur aukið myndun húðkrabbameins. Ástæða er til að óttast þetta þar sem vítamíninu er bætt í margar tegundir sólarvarna. Í sólarvarnariðnaðinum er A-vítamíni bætt í vörnina þar sem vítamínið er vörn gegn hrukkum og bólum. Í grein EWG segir að í lagi sé að nota vítamínið í venjuleg krem en mælir með að fólk noti ekki sólarvörn með A-vítamíni. Leitið því eftir retinyl palmitate á umbúðum en þannig er vítamínið oft merkt. Innihaldið skiptir máli Sneiddu hjá vörnum sem innihalda efnið oxybenzone sem er tilbúið estrogen og fer inn um húðina og eitrar líkamann. Leitaðu að virku efnunum sinki, títaníum, avobenzone og Mexoryl SX. Þessi efni vernda húðina gegn skaðlegum UVA- geislum og haldast á húðinni án þess að fara inn í hana. Auk þess er ekki ráðlagt að kaupa vörn sem inniheldur skor- dýravörn. Ef þú þarft á slíkri að halda þá er betra að kaupa hana sér og setja hana fyrst á sig. Veldu góða vörn Gott er að skoða lista EWG yfir bestu varn- irnar. Listinn er aðallega yfir bandaríska varnir en þar er hægt að sjá hvað það er sem gerir þær góðar, svo sem að þær séu breiðvirkandi og langvirkar auk þess sem þær innihaldi ekki efni sem getur haft skaðleg áhrif á heilsu okkar. Krem, sprei eða púður – og hve oft? Varnir í sprei- eða púðurformi dreifast um loftið í kringum þig og getur verið varasamt að anda þeim að sér. Notaðu frekar krem. Berðu vörnina oft á þar sem sólarvarnarefni í þeim eyðast í sólinni, þegar þú ferð í vatn eða þurrkar húðina með handklæði. Skilaboð til karlmanna Kannanir sýna að menn eru latari við að bera á sig sólarvörn en konur. Byrjaðu því strax að nota sólarvörn og komdu í veg fyrir að geislar sólarinnar skaði þig. Passaðu upp á D-vítamín Margir fá ekki nægilegt magn vítamína og sólarvörn kemur í veg fyrir upptöku þess. Vertu því viss um að fá nægilegt magn þess úr fæðu eða lýsi. Sindurefni Bæði UV-geislar og mörg efni í sólarvörn- um mynda sindurefni sem hafa skaðleg áhrif á DNA og húðfrumur, flýta fyrir öldrun og valda húðkrabbameini. Góð sólarvörn kemur í veg fyrir meiri skaða en hún veldur, en sólarvarnir eru mun betri í að koma í veg fyrir sólbruna en að minnka áhrif sindur- efnanna. Það er því varhugavert að nota of litla vörn eða of sjaldan því þá getur vörnin gert meiri skaða með sindurefnum en UV- geislarnir á óvarða húð. Lærðu að velja réttu vörnina Krem virka betur en sprei Vörur n Sprei n Púður n SPF 50+ n Krem n Breiðvirkandi vörn n Vatnsheld vörn n SPF 30+ fyrir sundlaug og sjó Innihald n Oxybenzone n A-vítamín n Viðbætt skordýravörn n Sink n Titanium díoxíð n Avobenzone eða Mexyrol SX Leitaðu að þessu Forðastu þetta n Það skiptir máli hvað er í sólarvörninni og það er mikilvægt að skoða hvað sólarvörnin þín gerir. 256,4 kr. 256,3 kr. 259,2 kr. 259,1 kr. 261,4 kr. 259,3 kr. 259,1 kr. 259,0 kr 259,2 kr. 259,1 kr. 259,4 kr. 259,3 kr. Réttindi neytenda Neytendasamtökin halda nám- skeið um réttindi neytenda og heimilisbókhaldið. Námskeið- ið verður haldið mánudaginn 7. maí klukkan 17.00 á skrifstofu samtakanna að Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Á vef Neytendasam- takanna segir að námskeiðið sé ætlað öllum sem vilja öðlast góða yfirsýn yfir fjármálin og auka neytendavitund sína. Í fyrri hluta námskeiðsins verður farið yfir almennan neyt- endarétt. Leitast verður við að svara algengum spurningum neytenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.