Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 24
24 Sport 7. maí 2012 Mánudagur Úrslit Pepsi-deildin Selfoss - ÍBV 2-1 1-0 Ólafur Karl Finsen (5. víti), 2-0 Jón Daði Böðvarsson (33.) 2-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (82. víti) KR - Stjarnan 2-2 1-0 Emil Atlason (12.), 2-0 Kjartan Henry Birgisson (68.) 2-1 Hörður Árnason (73.), 2-2 Atli Jóhannsson (85.) Fylkir - Keflavík 1-1 0-1 Hilmar Geir Eiðsson (31.) 1-1 Ingimundur Níels Óskarsson (61.) FH - Grindavík 1-1 0-1 Loic Mbang Ondo (73.) 1-1 Björn Daníel Sverrisson (84. víti) Breiðablik - ÍA 0-1 0-1 Jón Vilhelm Ákason (68.) Staðan 1 Selfoss 1 1 0 0 2 - 1 1 3 2 ÍA 1 1 0 0 1 - 0 1 3 3 KR 1 0 1 0 2 - 2 0 1 4 Stjarnan 1 0 1 0 2 - 2 0 1 5 FH 1 0 1 0 1 - 1 0 1 6 Fylkir 1 0 1 0 1 - 1 0 1 7 Grindavík 1 0 1 0 1 - 1 0 1 8 Keflavík 1 0 1 0 1 - 1 0 1 9 Fram 0 0 0 0 - 0 10 Valur 0 0 0 0 - 0 11 ÍBV 1 0 0 1 1 - 2 -1 0 12 Breiðablik 1 0 0 1 0 - 1 -1 0 Enska úrvalsdeildin Newcastle - Man.City 0-2 0-1 Yaya Toure (70.), 0-2 Yaya Toure (89.) Aston Villa - Tottenham 1-1 1-0 Ciaran Clark (35.), 1-1 Emmanuel Adebayor (62. víti) Bolton - West Brom 2-2 1-0 Martin Petrov (24. víti), 2-0 Billy Jones (72 sjálfsmark), 2-1 Chris Brunt (75,). 2-2 James Morrison (90.) Fulham - Sunderland 2-1 1-0 Clint Dempsey (12.), 1-1 Phil Bardsley (34.), 2-1 Moussa Dembele (35.) QPR - Stoke 1-0 1-0 Djibril Cisse (89.) Wolves - Everton 0-0 Man. United - Swansea 2-0 1-0 Paul Scholes (28.), 2-0 Ashley Young (41.) Staðan 1 Man. City 37 27 5 5 90:27 86 2 Man. Utd 37 27 5 5 88:33 86 3 Arsenal 37 20 7 10 71:47 67 4 Tottenham 37 19 9 9 64:41 66 5 Newcastle 37 19 8 10 55:48 65 6 Chelsea 36 17 10 9 62:41 61 7 Everton 37 14 11 12 47:39 53 8 Fulham 37 14 10 13 48:49 52 9 Liverpool 36 13 10 13 43:38 49 10 WBA 37 13 8 16 43:49 47 11 Sunderland 37 11 12 14 45:45 45 12 Swansea 37 11 11 15 43:51 44 13 Norwich 37 11 11 15 50:66 44 14 Stoke 37 11 11 15 34:51 44 15 Aston Villa 37 7 17 13 37:51 38 16 QPR 37 10 7 20 41:63 37 17 Wigan 36 9 10 17 38:60 37 18 Bolton 37 10 5 22 44:75 35 19 Blackburn 36 8 7 21 47:75 31 20 Wolves 37 5 10 22 38:79 25 Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar Enn titill hjá Kiel Alfreð Gíslason stýrði liði sínu Kiel til sigurs í þýsku bikarkeppn- inni í handknattleik en Kiel vann Flensburg 33–31 í úrslitum í gær. Stutt er síðan Kiel tryggði sér þýska meistaratitilinn og það gerði liðið án þess að tapa einum leik í deildinni í vetur. Leikurinn gegn Flensburg var þó í járnum lengi vel og var staðan 15–15 í hálfleik en fljótlega í seinni hálfleik náði Kiel undirtökum í leiknum og lét þá forystu aldrei af hendi. Aron Pálmarsson lék með Kiel en komst ekki á blað að þessu sinni.  K nattspyrnusumarið 2012 hófst á sunnudagskvöld þeg- ar fyrstu fimm leikir Pepsi- deildar karla voru leiknir en eins og við var að búast var nokkur vorbragur á sumum leikj- anna sem einkenndust meira af moði á miðju og barningi en skemmtisýn- ingu fyrir knattspyrnuáhugamenn. Selfoss – ÍBV, 2–1 Ekki var neinu basli fyrir að fara hjá Selfyssingum þegar þeir tóku á móti ÍBV á Selfossi. Var reyndar að vissu leyti um útlendingaslag að ræða en meirihluti leikmanna beggja liða var erlendir leikmenn. Sex í byrjunarliði Selfyssinga og sjö í liði gestanna. Selfyssingar voru töluvert grimm- ari og aðeins rúmar fimm mínút- ur liðu áður en fyrsta markið kom í leiknum. Var þá Jon Andre Royr- ane brugðið innan vítateigs og víti dæmt sem Ólafur Karl Finsen skor- aði glæsilega úr. Jón Daði Böðvars- son bætti við öðru marki eftir hálf- tíma leik. Meðalmennskan bráði tíma- bundið af Eyjamönnum í seinni hálfleik. Það skapaði strax færi sem rötuðu þó ekki rétta leið en Ismet Duracak, markvörður Selfyssinga, þurfti þó að hreyfa sig lítið eitt ólíkt því sem gerðist í fyrri hálfleik. Dró þó af Eyjamönnum þegar líða fór á síð- ari hálfleik. Á 82. mínútu var dæmt víti á Selfyssinga. Úr því skoraði Þórarinn Ingi Valdimarsson en það dugði ekki til. KR – Stjarnan, 2–2 Hinn bráðefnilegi Emil Atlason stökk hæst allra í teignum á tólftu mínútu og hamraði einn bolta glæsilega í netið eftir fína fyrirgjöf. Kjartan Henry Finnbogason átti nokkur ágæt skot og skalla á mark Stjörnumanna en þó ekkert sem ekki var við ráðið. Stjörnumenn áttu sömuleiðis nokkrar sæmilegar sókn- ir sem allar runnu út í sandinn. Sama tók við í síðari hálfleik. KR- ingar bættu við marki á 68. mínútu þegar Kjartan Henry smurði bolt- anum í fjærhornið frá vítateigs- horni. Glæsilegt mark og útlit fyrir að Íslandsmeistararnir væru að byrja með stæl. Aðeins fimm mínútum síðar höfðu Stjörnustrákar minnkað mun- inn. Hörður Árnason tók þá fimbul- skot utan vítateigs sem lenti í slánni og inn. Næstu mínútur voru næstum al- farið í eigu Stjörnumanna sem gerðu sér lítið fyrir og jöfnuðu leikinn þeg- ar fimm mínútur lifðu af leiknum. Fengu Garðbæingarnir hornspyrnu eftir góða sókn sína. Lenti boltinn fyrir fótum Darra Steins Konráðs- sonar sem lét vaða á mark og Atli Jó- hannsson stýrði skotinu beint í mark KR. Breiðablik – ÍA, 0–1 Leikurinn einkenndist til að byrja með meira af barningi og baráttu en skemmtilegum tækifærum. Snemma varð ljóst að Blikar voru sterkari að- ilinn. Heimamenn, vel studdir á pakkfullum Kópavogsvelli, færðu sig smátt og smátt upp á skaftið og léku Skagamenn tiltölulega grátt. Þrátt fyrir ágætan leik þeirra grænklæddu vantaði þó bit í sókn- arleikinn og það þurfa Kópavogs- drengirnir að laga hjá sér. Var þó Jök- ull Elísabetarson laginn við að koma sér í færi án þess þó að ógna marki Skagamanna verulega. Í síðari hálfleik voru leikmenn ÍA ólíkt hungraðri en í þeim fyrri. Tóku þeir harðar á Blikum og sérstaklega voru miðjumenn Skagaliðsins miklu hreyfanlegri og duglegri en í fyrri hálfleik. Sú aukna barátta skilaði ár- angri því Blikar fóru að gera sig seka um mistök og missa sendingar sem hafði vart gerst í fyrri hálfleik. Sömuleiðis færðu Skagamenn sig fram á völlinn og 68. mínútu skor- aði Jón Vilhelm Ákason fallegt mark úr þröngu færi eftir sókn upp hægri kantinn. Hafði Jón komið inn á sex mínútum áður. Setti þetta unga leikmenn Breiðabliks út af laginu og voru hin- ir gulu Skagamenn nær því að bæta við það sem eftir lifði leiks en Blikar að jafna. FH – Grindavík, 1–1 Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar hjá Grindavík mættu ofjörlum sínum í Hafnarfirði þegar liðið tókst á við FH í Kaplakrika. Það breytti þó engu því þeir náðu stigi á erfiðum útivelli og voru nálægt því að stela sigrinum. Voru Grindvíkingar meira og minna allir á sínum eigin vallar- helmingi lungann úr leiknum meðan leikmenn FH sóttu villt og galið. Áttu heimamenn ein sex skot á markið á fyrstu tíu mínútum leiksins og allan fyrri hálfleik náðu gestirnir einungis einu skoti á mark FH. Sóknarþunginn einn og sér dugði þó ekki til að pota einum bolta í markið í fyrri hálfleik en Óskar Pét- ursson, markvörður Grindavíkur, stóð sig líka vel milli stanganna og var sannfærandi í sínu. Í byrjun síðari hálfleiks virtust Grindvíkingar aðeins borubrattari en í þeim fyrri. Færðu þeir sig að- eins framar á völlinn án þess þó að ná sóknum sem sköpuðu hættu hjá heimamönnum í FH. Gegn gangi leiksins skoruðu Grindvíkingar svo mark upp úr þurru á 73. mínútu þegar framherjinn Loic Mbang Ondo potaði boltanum inn eftir þvögu í vítateignum eftir fyrir- gjöf hins síunga Scott Ramsey. Var þetta aðeins annað skot Grindvík- inga á mark FH allan leikinn. Leit út fyrir hreinan stuld Grind- víkinga á þremur stigum í Kaplakrika þegar dæmt var víti á gestina eftir að Ray Anthony Jónsson fékk boltann í höndina. Björn Daníel Sverrisson fór létt með að skora úr vítinu og jafnaði þar með leikinn. Fylkir – Keflavík, 1–1 Það var jafnteflisbragur á þessum leik áður en hann hófst og það varð raunin í þessum daufasta leik fyrstu umferðarinnar í Pepsi-deildinni. Keflvíkingar voru hættulegri í þeim sóknum sem þó sköpuðust í fyrri hálfleiknum. Átti Guðmundur Steinarsson góða aukaspyrnu sem endaði rétt framhjá marki áður en Hilmar Geir Eiðsson skoraði mark fyrir Keflavík eftir hálftíma leik. Komst Hilmar einn inn fyrir vörnina og setti boltann létt framhjá mark- verði Fylkis. Skoraði Hilmar reyndar annað mark skömmu síðar en það var dæmt af vegna rangstöðu. Meira af því sama tók við í seinni hálfleik og skapaði hvorugt lið sér merkileg marktækifæri lengi vel. Það breyttist á 61. mínútu þegar Ingi- mundur Níels Óskarsson slapp inn fyrir vörn Keflavíkur og smellti bolt- anum auðveldlega framhjá mark- verðinum í netið. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum. Meistararnir Mörðu jafntefli n Grindvíkingar nálægt því að stela þremur stigum í Hafnarfirði Hart barist KR-ingar fengu Stjörnunmenn í heimsókn á sunnudagskvöldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.