Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 7. maí 2012 Mánudagur Kallaði íslenska sálfræðinga hálfvita n „Gagnrýni á Greiningarstöð tilhæfulaus,“ segir Evald Sæmundsen E vald Sæmundsen, sviðsstjóri einhverfusviðs á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, er ósáttur við ummæli Friðriks Þórs Friðrikssonar í viðtali í DV ný- verið. Friðrik Þór talaði þá um lítt greinda sálfræðinga sem hann sagði gera sig að fíflum í gagnrýni á að- ferðir sem beitt var til að ná árangri með Kela sólskinsdreng. „Þessir íslensku sálfræðingar hafa gert sig að fíflum. Þeir hafa ver- ið að blogga um myndina úti í heimi og það eru allir svo hissa á þessu erlendis. Fólki þykir þetta mestu kjánar. En það sem er alvarlegra er að þetta er fólk sem starfar á stofn- unum sem greina einhverfa og veita foreldrum ráðgjöf,“ sagði Friðrik Þór. Evald óskar eftir því að eftirfar- andi athugasemd sé birt. „Óskað er eftir að þið birtið eft- irfarandi athugasemd vegna um- mæla Friðriks Þórs kvikmyndagerð- armanns í helgarblaði DV 13.–15. apríl. Þar fer hann hörðum orðum um sálfræðinga sem blogguðu „úti í heimi“ um Sólskinsdrenginn og gagnrýni sína á aðferð við kennslu (RPM) sem komu fram í myndinni. Hann klykkir út með að segja: „En það sem er alvarlegra er að þetta er fólk sem starfar á stofnunum sem greina einhverfa og veita foreldr- um ráðgjöf.“ Af þessum ummælum verður vart ráðið annað en að hann sé að vísa til starfsmanna á Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þess vegna skal það upplýst að enginn starfsmaður einhverfusviðs Grein- ingarstöðvar bloggaði gegn þeim aðferðum sem Friðrik Þór tilgrein- ir í viðtalinu hvorki innanlands né utan. Engin sálfræðingur starfandi á Greiningarstöð á þessum tíma bloggaði um þetta efni, hvorki inn- anlands né utan. Einn starfsmaður Greiningarstöðvar blandaði sér í ís- lenska umræðu á netinu einu sinni þar sem þessa aðferð bar á góma án þess að hann gerði athugasemd- ir um gagnsemi aðferðarinnar. Ef Friðrik Þór er að vísa til Greining- arstöðvar, þá er gagnrýnin tilhæfu- laus.“ M ér fannst krefjandi verk- efni að koma honum í gegnum svona hlýðni- prógramm og það hefur tekist mjög vel,“ segir Pét- ur Skarphéðinsson, eigandi Múla- Týs, sem er þriggja ára hundur af tegundinni siberian husky. Týr hef- ur náð einstökum árangri í hlýðni- prófum og er fyrsti husky-hundur- inn til að fá hæstu einkunn á slíku prófi. Mikil umræða hefur verið um hundategundina í samfélaginu að undanförnu, enda tættu tveir slík- ir hundar í sig kött í Grafarvogi og drápu síðan hænu í Grindavík. Þrjóskir og greindir hundar Pétur hefur átt Tý síðan hann var tveggja mánaða, og segist hafa val- ið sér husky-hund þar sem þeir séu heillandi og skemmtilegir innan um fólk. Pétur segir þá umræðu sem hefur verið um siberian husky-hunda að undanförnu ekki gefa rétta mynd af tegundinni, og bendir á að Múla- Týr, eða Týr eins og hann er jafnan kallaður, hafi fengið hæstu einkunn allra hunda á hlýðninámskeiði þegar hann var eins árs gamall. „Hann fór í gegnum Brons-hlýðnipróf á vegum Hundaræktunarfélags Íslands, sem er svona grunnhlýðni, og var stiga- hæsti hundurinn í því prófi það árið af öllum tegundum.“ Pétur er stoltur af Tý sínum fyr- ir að hafa náð svo góðum árangri á námskeiðinu, en hann segir ekki al- gengt að hundar af þessari tegund taki þátt í hlýðnikeppnum sem sé miður. „Það er miður, þar sem það er mjög skemmtilegt að kenna þessari tegund. Þeir eru sjálfstæðir, og mað- ur þarf kannski að nálgast þá öðru- vísi en aðra hunda, en þeir eru mjög sterkir karakterar, þrjóskir og greind- ir.“ Aldrei að treysta hundum full- komlega í kringum börn Pétur segir Tý vera barngóðan og hann sé góður félagi barna hans sem eru sjö og tveggja ára. „Hann er alveg frábær með börnunum mín- um. Hann er svo sem enginn kúrari þannig séð, en hann er mjög góð- ur við þau þegar þau eru að fíflast í honum.“ Hann treystir Tý með börnunum en þó bara upp að vissu marki og bendir á að fólk eigi aldrei að treysta hundum fullkomlega í kringum börn. „Það er alveg sama hvað teg- undin heitir maður á aldrei að treysta þeim alveg hundrað prósent. Maður á kannski ekki heldur að treysta börnunum alveg heldur, því það eru oft börnin sem eru að meiða dýrin án þess að vita kannski af því og dýrin kunna aðeins að svara með hljóði eða aðgerð. Maður fylgist því alltaf með honum þegar börnin eru nálægt en hann hefur aldrei sýnt neina illsku eða neitt slíkt.“ Henta ekki hverjum sem er Týr lauk nýlega sínu öðru hlýðni- námskeiði og lauk því, eins og hinu, með fyrstu einkunn. Pétri finnst um- ræðan sem hefur verið undanfar- ið um husky-hunda heldur ósann- gjörn en bendir jafnframt á að þessi tegund hunda sé mjög krefjandi og henti ekki hverjum sem er. „Það er sterkt veiðieðli í þessum hundum og maður á ekki að treysta þeim í kringum smádýr, ketti eða rollur. Það er svo sem alveg sama hvað þú kennir hundinum þín- um mikið, hann er alltaf með eðl- ið á bak við sig. Þetta er ekki hund- ur sem hentar öllum og hann þarf mikinn aga. Husky-hundum hefur fjölgað mikið undanfarið og það má segja að hann sé orðin hálfgerður tískuhundur. Það er kannski þess vegna sem við höfum verið að heyra svona fréttir af þeim eins og heyrst hafa undanfarið.“ Husky brillerar á Hlýðniprófum n Eigandinn orðinn þreyttur á neikvæðri umræðu um siberan husky-hunda„Það er alveg sama hvað tegund- in heitir maður á aldrei að treysta þeim alveg hundrað prósent. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Góður hundur Pétur Skarphéðins- son og Múli-Týr eru miklir vinir. Sá síðar- nefndi sló í gegn á hlýðninámskeiði. Fjölmenni á kosningavöku í HÍ Félag stjórnmálafræðinema og franska sendiráðið stóðu fyrir kosningavöku í hátíðarsal Háskóla Íslands á sunnudag í tilefni af frönsku forsetakosningunum. Egill Helgason sjónvarpsmaður var fundarstjóri á kosningavökunni, en hann áætlar að um 200–300 manns hafi verið á samkomunni þegar mest var. Egill segir að það hafi verið sín tilfinning að sósíal- istinn Francois Hollande, nýkjör- inn forseti Frakklands sem hlaut 52 prósent atkvæða í kosningun- um, hafi átt fleiri stuðningsmenn meðal samlanda sinna á Íslandi. Sushi innkallað Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur hefur stöðvað sölu og innkallað af markaði sushi frá Krónunni vegna vanmerktra ofnæmisvalda. Um er að ræða átta bita pakkningar af sushi. Varan inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldandi egg, fisk, afurð úr sojabaunum, sinnep og aftur úr krabbadýrum án þess að þeirra sé getið á merkingum. Það er fyrir- tækið Domo sem framleiðir vör- una fyrir verslanir Krónunnar. Þá hefur Svansbakarí, í samráði við matvælaeftirlitið, ákveðið að innkalla af markaði pítsudeig frá fyrirtækinu þar sem ofnæmis- og óþolsvaldur er ekki merktur á um- búðirnar. Varan er þó sögð skað- laus þeim sem eru ekki viðkvæmir fyrir sojaafurðum. Atvinna unglinga afturkölluð Sjötíu sautján ára unglingum sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli höfðu ráðið í vinnu í sumar var á fimmtudaginn tjáð að fyrirtækj- unum væri ekki heimilt að fá þá til starfa. Fyrirtækin munu hafa dregið atvinnutilboðin til baka eftir að hafa fengið þær upplýsing- ar að óheimilt væri að framkvæma öryggisskoðanir á börnum. En öryggisskoðunin mun vera liður í reglum til að stuðla að auknu flug- öryggi. RÚV greindi frá þessu. Úrskurðar er að vænta í mál- inu frá innanríkisráðneytinu í dag, mánudag, en Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra sagði í samtali við RÚV að unglingarnir þyrftu ekki að hafa neinar áhyggj- ur. Þetta ætti ekki að standa í vegi fyrir atvinnu þeirra á flugvellinum í sumar. Friðriki Þór svarað Evald Sæmundsen á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins svarar ummælum Friðriks Þórs um ís- lenska sálfræðinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.