Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn V ið virðumst oft gera minni kröfur til stjórnmálamanna en barna. Stjórnmálamaðurinn sem var dæmdur sekur um að brjóta stjórnarskrána brást við með reiði í stað afsökunarbeiðni. Síðustu daga hafa þingmenn rifist um það í vinnunni hvenær mið nótt er og hve- nær ekki, slengt fram órökstuddum samsæriskenningum um aðra, gegn betri vitund, og sýnt hegðun sem börn og unglingar væru ávítt fyrir. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingar- innar, sem er óháð valdablokkum og utan gamalgróna flokkakerfisins, seg- ir að veran á Alþingi sé eins og í „her- bergi fullu af bavíönum“. „Ég bauð mig ekki fram til að sitja í þingsal með fólki sem vaknar á hverj- um morgni eins og Láki jarðálfur og reynir að finna nýjar leiðir til að vera vont, til þess að skemma og eyðileggja. Fólki sem krefst atkvæðagreiðslu um miðja nótt um hvort mál skuli ganga til nefndar og fer svo sjálft af vettvangi og neitar að láta boða félaga sína svo atkvæðagreiðslan geti ekki farið fram, fólki sem líkir samstarfsfólki sínu við ýmsa af helstu fjöldamorðingjum 20. aldarinnar, fólki sem er alveg sama um málefnin en hoppar alltaf ofan í skotgrafir stjórnar- og stjórnarand- stæðu sem gera ekkert annað en að dýpka,“ segir Margrét. Við berum öll ábyrgð á þessu fólki. Það hegðar sér, eins og það heldur að það þurfi að hegða sér til að vera kosið aftur. Að því leyti höfum við uppeldis- skyldu gagnvart þeim. Og það hafa orðið mistök í uppeldinu. Hugo Þórisson barnasálfræðingur ráðleggur foreldrum að stimpla ekki börnin sín fyrir mistök þeirra, en hjálpa þeim engu að síður að horfast í augu við áhrif gjörða sinna. En stjórn- málamennirnir okkar vilja ekki horf- ast í augu við mistök sín. Þeir kenna öllum öðrum um – ljúga jafnvel upp á aðra og grafa undan öllum sem gagn- rýna þá – allt frekar en að játa mistök sín. Skúli Mogensen, stofnandi flug- félagsins WOW Air og hugbúnaðar- fyrirtækisins Oz, lýsti mistökum í við- horfinu gagnvart mistökum sem einu helsta vandamáli Íslendinga í viðtali við helgarblað DV. „Ég held að það sé eitt aðalvandamál Íslendinga að hér ríkir enginn skilningur fyrir mistök- um.“ Þetta er vítahringur. Ef enginn vill viðurkenna mistök eru mistök síð- ur fyrirgefin. Barn sem vill ekki viðurkenna mistök hefur alist upp við að líta á það sem skömm að gera mistök. Það er eitthvað ófyrirgefanlegt. En mis- tök eiga ekki að vera ófyrirgefanleg. Þau eru óumflýjanleg. Að láta eins og þau séu ekki til kemur í veg fyrir lær- dóm og fyrirgefningu. Það heftir and- legan þroska. Ef við gerum þá kröfu til barnsins að það geri aldrei mis- tök, þrjóskast það við að viðurkenna þau, og getur leiðst út í andfélagslega hegðun, eins og að blekkja, ljúga upp á aðra og axla ekki ábyrgð. Svipað virðist hafa hent stjórn- málamennina okkar í kjölfar efna- hagshrunsins. Þeir grafa sig dýpra og dýpra í skotgrafirnar, iðrast einskis og kenna öllum öðrum um eftir mis- tökin. Úrkynjuð umræðuhefð og flokkadrættir, eins og í stjórnlausum skóla, virðist knýja fólk til framkomu og samskipta á Alþingi, sem þættu óásættanleg annars staðar í samfé- laginu. Hluti af ástæðunni er að kjós- endur gera kröfu um sterkan, óskeik- ulan leiðtoga, sem á að leiða þjóðina og tala í hana kjark. Slíkar kröfur kalla yfir okkur hegðunarvandamál stjórn- málamanna. Ef barn léti eins og stjórnmála- mennirnir í sínum versta ham yrðu viðbrögðin samúð. Það væri talið þurfa á handleiðslu og hjálp að halda til að takast á við hegðunarvandamál- ið. Við þurfum líka að hjálpa stjórn- málamönnunum að bæta framkomu sína, með því að senda þeim skýr skilaboð. Gott væri að þeir byrjuðu á því, að hegða sér ekki þannig gagnvart öðrum, að barn yrði skammað fyrir sömu hegðun. Það ætti að vera lág- marksviðmið. Glatað Alþingi n Alþingi nýtur aðeins trausts tíunda hvers Íslend- ings. Þessi eini af hverjum tíu hefur undanfarna daga fengið nægt tilefni til að láta af trausti sínu. Á fimmtudag leiddi sjálf- stæðiskonan Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem var aðstoð- armaður Geirs Haarde þegar Ísland var blessað, málþóf á Alþingi vegna áforma ríkis- stjórnarinnar um að fækka ráðuneytum og ráðherrum. Þar sem þinglok eru yfir- vofandi lá á að klára mál og vinna skipulega. En í staðinn eyddu þingmenn meðal annars hálfri klukku- stund í að ræða hvort þing- fundurinn ætti að standa fram á kvöld eða ekki fram á kvöld. Þeir sem líta á björtu hliðarnar geta hins vegar skemmt sér, því um er að ræða eins konar sam- tímasögu af Gísla, Eiríki og Helga. Jóhanna bragðar eigin meðul n Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á í mesta basli með að ná þingmálum. Ástæðan nú er ekki að- eins ósam- komulag við ósátta þing- menn Vinstri grænna, heldur gam- alkunnugt Jóhönnu sjálfri. Þar sem hún steytti hnefann upp í loft yfir bellibrögðum og málþófi stjórnarandstöð- unnar rifjaðist kannski upp fyrir henni þegar hún stóð á sama stað árið 1998 og hélt ræðu í tíu tíma og átta mín- útur í epísku málþófi sínu um húsnæðismál. Síðar varð hún félagsmálaráðherra og hafði yfir húsnæðismálun- um að segja. Innan við einu og hálfu ári síðar voru hús- næðismál komin í versta sögulega ástand sitt, en það er önnur saga. Misnotar Bændablaðið n Í janúar í fyrra hætti Þröstur Haraldsson, rit- stjóri Bændablaðsins, störf- um, eftir að stjórnendur Bændasam- takanna, sem eiga blaðið, kröfðust þess að fá að sitja ritstjórnar- fundi. Hann hafði verið beðinn um að beita blaðinu í áróðursstríði gegn Evrópu- sambandinu, í staðinn fyrir að stunda blaðamennsku. Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtakanna, hefur verið í ritdeilu við hag- fræðinginn Þórólf Matthías- son að undanförnu. Hann fékk stuðning frá blaðinu sínu á föstudag, sem birti jákvæða grein þar sem mál- flutningur Haraldar naut sín í hvívetna og „alrangar full- yrðingar“ annarra kveðnar í kútinn, athugasemdalaust. Ég ætlaði að skera af litla putta Þetta er bara morðtilraun Andri Freyr Viðarsson reyndi að slasa sig til að fá frí frá vinnu. – DV Guðni Elíasson var ósáttur við gáleysislegan akstur bifhjólamanna. – DV Mistökin í uppeldinu „Við berum öll ábyrgð á þessu fólki A ðalatriðið sem hafa verður for- gang við allar breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu er að þær séu gerðar í sátt við al- menning í landinu, sérstaklega sjó- menn og fiskverkafólk í sjávarbyggð- unum, en margir stjórnmálamenn hugsa um það eitt að njóta vinsælda og gera hvað sem er til að ná hylli fólks, jafnvel þó það kosti okkur öll verri lífs- kjör. Þetta er sorgleg staðreynd, sem flest hagsmunasamtök hafa séð í gegnum. Ein lausn er að leggja fram skýrar spurningar um sjávarútveg- inn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin á sjávar auðlindina og því er það þjóðar- innar að ákveða hvaða háttur er hafð- ur á um framtíðarnýtingu hennar og útleigu á nýtingarrétti. Einyrkjakerfið Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins vill skoða nýjar hug- myndir um sátt í sjávarútvegsmálum. Vörpum við hér fram hugmynd um að breyta strandveiða- og byggðakvóta- kerfinu í nýtt staðbundið dagakerfi sem væri sjálfstætt kerfi sem starfaði til hliðar við hið almenna kvótakerfi. Þetta nýja dagakerfi myndi leyfa frjáls- ar handfæraveiðar gegn sanngjörnu löndunargjaldi sem myndi renna til viðkomandi sveitarfélags. Þessar veið- ar gætu miðast við báta undir viss- um tonnafjölda sem stunda dagróðra frá mánudegi til fimmtudags. Þetta er staðbundið kerfi og í stað aflamagns yrði notast við bátafjölda í hverju sjávar plássi. Setja yrði hámarksfjölda báta á hverjum stað og ekki væri hægt að selja leyfin frá plássinu. Eigandi bátsins yrði að eiga lögheimili á staðn- um og borga skatta í sveitarfélaginu. Viðkomandi sjávarpláss þyrfti af hafa vinnslu og frystihús á staðnum. Frjálst handfæraleyfi gæti síðan gengið kaup- um og sölum og hver útgerð miðaðist við 1 bát með tvær handfærarúllur. Veiðarnar væru stundaðar frá sumar- deginum fyrsta til fyrsta vetrardags. Sumardagurinn fyrsti er fyrsti dagur Hörpu og ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. Apríl. Fyrsti vetrar dagur er laugardagurinn að lokinni 26. viku sumars og ber upp á 21.-27. október. Trillukarlar, trilluút- gerð og smábátaútgerð er partur af ís- lenskri sjávarplássmenningu og yrði það mikill sjónarsviptir ef slík útgerð leggðist af. Við viljum pólitísk afskipti burt úr greininni. Við getum kallað þetta „Einyrkjakerfið“. Þjóðareign Allar náttúruauðlindir sem eru í þjóð- areigu og áætlanir sem liggja fyrir um nýtingu þeirra eiga að vera leigðar út í takmarkaðan tíma. Þjóðin á að njóta arðs af sameiginlegum auðlindum. Komið verði á fót sérstökum auðlinda- sjóði og þjóðhagsleg framlegð verði hámörkuð. Hækka ber veiðigjaldið hóflega og tekjur af veiðigjaldi skiptist þannig að 40% renni í ríkissjóð, 40% til sjávarbyggða og 20% til þróunar- og markaðsmála í sjávarútvegi. Efna- hagslögsagan er verðmætasta eign okkar Íslendinga og það á að vera for- gangsatriði að vita hvernig hafsbotn- inn á landgrunni Íslands lítur út. Það er mörgu að hyggja áður en unnt er að ákveða skynsamlega framtíðarskipan á nýtingarétti á auðlindum Íslands en þarna er einfaldlega á ferðinni stærsta efnahagslega hagsmunamál þjóðar- innar og því eins gott að vandað sé til verka. Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 7. maí 2012 Mánudagur „Þetta nýja daga- kerfi myndi leyfa frjálsar handfæraveiðar gegn sanngjörnu löndunar- gjaldi sem myndi renna til viðkomandi sveitarfélags. Kjallari Guðmundur Franklín Jónsson Sátt í sjávarútvegi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.