Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 11
Lífeyrissjóðir græða á veiðum við afríku
Annar íslenskur verksmiðju-
togari Togarinn Blue Wave er í eigu
íslenskra lífeyrissjóða, trygginga-
félags, Straums og fleiri aðila. Hann er
gerður út frá Kanaríeyjum.
íslensk fyrirtæki eins og Fleur de Mer
stundað ólöglegar og ósiðlegar veið-
ar við hið hertekna landsvæði Vest-
ur-Sahara.“ Þá hafa náttúruverndar-
samtökin Greenpeace barist gegn
þessum veiðum með alls kyns hætti,
meðal annars með því að fylgja eft-
ir verksmiðjutogurum sem veiða við
strendur Vestur-Afríku.
Ný gerð af nýlendustefnu
Umræðan um veiðar erlendra fiski-
skipa við Vestur-Afríku hefur leitt til
þess að í árslok í fyrra hafnaði Evr-
ópusambandið því að endurnýja
slíkan samning við Marokkó. Í þeirri
umræðu sagði spænskur þingmaður,
Raul Romeva, að veiðarnar væru ein
gerð af nýrri nýlendustefnu (e. neo-
colonialism) þar sem Evrópubúar fái
leyfi til að stunda rányrkju við strend-
ur Afríku. Meðal þess sem Romeva
sagði í þeirri umræðu var: „Margir af
þeim tvíhliða samningum um fisk-
veiðar sem Evrópusambandið hefur
gert við þróunarríki eru ekkert ann-
að en gróf ný gerð af nýlendustefnu
– með þeim er evrópskum fiskiskip-
um gert kleift að stunda rányrkju við
strendur Afríku sem kemur niður á
íbúum þessara landa sem reiða sig á
fiskveiðar sér til framfærslu.“ Íslensk-
ar útgerðir hafa tekið þátt í þessum
veiðum sem Romeva gagnrýndi.
Viðræður standa nú yfir á milli
Evrópusambandsins og ríkisstjórn-
anna í Máritaníu og Marokkó um
endurnýjun á samningunum á milli
þessara tveggja aðila. Samningur-
inn á milli Evrópusambandsins og
ríkistjórnarinnar í Máritaníu renn-
ur út í sumar. Ef það dregst á lang-
inn að ganga frá samningi á milli
Evrópusambandsins og ríkisstjórn
Máritaníu mun það ekki koma nið-
ur á útgerðinni sem rekur Blue Wave
þar sem hún er með samning beint
við ríkisstjórn Máritaníu en veiðir
ekki í skjóli Evrópusambandsins.
Fjármagnað af Landsbankanum
Togarinn Blue Wave var keyptur í árs-
lok 2007 og hefur stundað veiðar við
Afríkustrendur síðan þá. Í ársreikn-
ingi eignarhaldsfélagsins FS10 ehf.,
félags sem keypti togarann og fram-
seldi hann til Blue Wave Ltd., kemur
fram að Landsbanki Íslands hafi fjár-
magnað kaupin á togaranum. FS10
ehf. er dótturfélag sjóðsins Brú II
Venture Capital Fund. Í árslok 2008
skuldaði FS10 ehf. Landsbanka Ís-
lands rúmlega 1.500 milljónir króna.
Í ársreikningi FS10 það árið kom
fram að yfir stæðu viðræður við NBI
hf., Nýja Landsbankann sem stofn-
aður var á grunni hins fallna Lands-
banka Íslands haustið 2008, um end-
urfjármögnun á þessu láni. Orðrétt
segir í ársreikningnum: „Félagið FS10
ehf. á kröfu á Blue Wave Ltd. vegna
kaupa á skipinu Blue Wave sam-
kvæmt MOU dagsett 21. desember
2007. Annars vegar á FS10 ehf. kröfu
um hlutabréf í Blue Wave Limited að
fjárhæð 400.416.064 krónur. Hins veg-
ar skuldar FS10 ehf. Landsbanka Ís-
lands $12.500.000 ásamt vöxtum (ISK
1.714.204.500), sem mun falla niður
þegar Blue Wave hefur gengið frá nýju
veðláni við NBI hf. sem nú liggur fyrir.“
Herdís Dröfn segir að það sem
gerðist hafi í reynd verið að lánið
hafi flust yfir til Nýja Landsbankans
eftir hrunið 2008 og að Blue Wave
Ltd. hafi tekið það yfir. Hún segir að
lánið við Landsbankann sé í skil-
um. Í ársreikningi FS10 ehf. fyrir árið
2009 kom fram að skuldir félagsins
við Landsbanka Íslands hafi numið
rúmlega 1.700 milljónum króna í árs-
lok 2009 en 0 krónum í árslok 2010.
Blue Wave Ltd. greiðir því skilmerki-
lega af skuldum sínum við Lands-
bankann – ríkisbankann – sam-
kvæmt Herdísi Dröfn. n
Fréttir 11Mánudagur 7. maí 2012
„En það er líka ýmislegt sem kom manni
spánskt fyrir sjónir, t.d. samskipti við
heimamenn og þá ekki síst yfirvöld, herinn
eða strandgæsluna. Þá koma oft upp
ýmsir spaugilegir fletir, en yfirleitt eru öll
vandamál leyst á sama veg. Töfraorðið
er undantekningalítið „present“ og þá er
allt komið í lag og allir orðnir vinir manns.
Maður þarf að hafa eitthvað tiltækt til að
gefa þeim sem sjá um eftirlit og það þarf
ekki alltaf að vera merkilegt.
Herinn sem sér um gæsluna sendir nokkuð
reglulega menn um borð og þeir byrja
alltaf á að tala um „present“ og eiga það
jafnvel til að prútta um væntanlega gjöf.
Ef ekki er brugðist nógu fljótt við að þeirra
mati, byrja þeir að leita að einhverju sem
hægt væri að setja út á. Einum fiski sem
er eitthvað aðeins styttri en reglugerðir
segja til um, pappírum sem eru ekki rétt
fylltir út eða bara einhverju. En öll svona
mál leysast á endanum með „present.“
Þegar maður sér ástandið hjá þessu fólki
er kannski ekkert erfitt að skilja þessa hlið
kúltúrsins því þarna er varla nokkuð til af
neinu. Vörubretti eru t.d. ágætur gjald-
miðill og fyrir nokkur slík er búið að tryggja
mjög góðan friðargrundvöll. Þau eru rifin
sundur þegar í land er komið og timbrið
notað til að byggja kofa í fátækrahverf-
unum, en í útjaðri Nouadhibou eru
stærðarinnar hverfi byggð úr euro-
brettum.“ – Úr viðtali við Árna Valdimar
Þórðarson á siglo.is
„Gjafir“ hluti af lífinu
Hestamakríll 150 tonn af fiski í lestinni
á Blue Wave. Mynd af siglo.is
Ójafn leikur Heimamenn í Máritaníu keppa við Íslendinga um auðlindina sína. Þeir fara á opnum trébátum, en Íslendingarnir senda 100 manna verksmiðjutogara. Á myndinni má sjá
máritanska sardínuveiðimenn sigla skammt frá höfuðborginni Nouakchott en Blue Wave var við veiðar á þeim slóðum á sunnudaginn.