Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 7. maí 2012 Mánudagur Golfkortið færðu hjá okkur 180 hrinGir samtals Frí spilun á 31 golfvelli ALLT AÐ 6 HRINGIR Á HVERJUM VELLI! Einstaklingskort Aðeins kr. 9000 Fjölskyldukort Aðeins kr. 14000 Pólitík bitnar á skólabörnum R áða þarf nýtt teymi stjórn- enda við grunnskólann í Garði og vafi leikur á því hvort skólanefnd Gerða- skóla sé starfhæf vegna póli- tísks ágreinings. Ágreiningurinn er slíkur að hann hefur áhrif á faglegt starf í skólanum. Þetta kemur fram í harðorðri skýrslu sem unnin var fyrir menntamálaráðuneytið um Gerða- skóla í Garði á Reykjanesi. Í skýrslunni kemur fram að starfs- fólk skólans er almennt þeirrar skoð- unar að starfsandi í skólanum hafi verið erfiður frá því í fyrravor þegar skólanefnd og sveitarstjóri hófu „að- för að fyrrverandi skólastjóra“, eins og orðrétt segir í skýrslunni. Það er mat starfsmanna skólans að pólitík hafi ráðið för þegar skólastjórinn, Pétur Brynjarsson, var látinn fara í fyrra. Í skýrslunni er hins vegar bent á að námsárangur nemenda í skólanum hafi versnað stöðugt frá árinu 2006 án þess að við því hafi verið brugðist með fullnægjandi hætti í tíð Péturs. Sam- kvæmt heimildum DV var það meg- inástæða þess að meirihluti skóla- nefndar vildi að Pétur léti af störfum. Varð ekki var við einelti Gerðaskóli var síðastliðið haust nokkuð til umræðu í fjölmiðlum vegna eineltismála. Mæðgurnar Margrét Eysteinsdóttir og Sigríður Eydís Gísladóttir stigu meðal ann- ars fram og sögðu sögu Sigríðar sem hafði reynt að svipta sig lífi eftir ára- langt einelti í skólanum. Mæðgurnar sögðu ástandið ólíðandi. Einnig stigu fram „Gribburnar“, sem eru hópur mæðra eineltisþola í Gerðaskóla og lýsti slæmu ástandi í eineltismálum í skólanum. Pétur Brynjarsson, þáverandi skólastjóri, lét hafa eftir sér í DV að hann hefði ekki orðið var við að ein- elti þrifist í skólanum en á sama tíma mat skólanefndin ástandið ólíðandi. Það var svo í desember sem sam- komulag náðist um að Pétur hætti störfum. Í skýrslunni kemur fram að starfsfólk skólans var og er ósátt við hvernig staðið var að þeirri ákvörð- un að semja við Pétur um starfslok. Einhugur er á meðal starfsmanna hvað það varðar. Þá má nefna að nemendur í skólanum afhentu bæj- arstjóranum, Ásmundi Friðrikssyni, plagg þar sem þeir lýstu yfir stuðn- ingi við Pétur. Mikill trúnaðarbrestur Starfsmenn skólans telja mikinn trúnaðarbrest ríkja á milli skólans annars vegar og bæjarstjóra, skóla- nefndar og sveitarstjórnar hins vegar. „Í rýnihópi kennara kom fram það sjónarmið að kennarar hafi aldrei upplifað aðra eins póli- tík í skólamálum í sveitarfélaginu, skólamálanefnd nánast stimpli ákvarðanir sveitarstjórnar um mál- efni skólans.“ Þess má geta að í skýrslunni kem- ur fram að samkvæmt Olweusar- könnun sem framkvæmd var í fyrra hefur skólinn náð, undir stjórn Pét- urs, umtalsverðum árangri í því að draga úr einelti. Mæling árið 2011 leiddi í ljós að einelti var örlítið yfir landsmeðaltali. Ríflega 6 prósent nemenda töldu sig hafa orðið fyrir einelti, sem er um eða yfir helmings lækkun frá því árið áður. Þess má einnig geta að agavandamál eru lítil við skólann. Þrátt fyrir góðan árangur í því að draga úr einelti má á skýrslunni sjá að námsárangur í Gerðaskóla hef- ur versnað samfellt á undanförnum árum. Skólinn kemur illa út á sam- ræmdum prófum, í PISA- könnunum og lestrarskimunum. Fram kemur að skort hafi á að kennsla hafi tek- ið mið af þeirri námsskrá sem unnið hefur verið eftir. Ráðinn án auglýsingar Nýr skólastjóri, Þorkell Ingimarsson, var tímabundið ráðinn í stöðu skóla- stjóra þegar Pétur hætti. Staðan var ekki auglýst en samningurinn við hann rennur út í lok yfirstandandi skólaárs. Óhætt er að segja að al- ger viðsnúningur hafi orðið á líðan starfsmanna eftir að hann tók við. Níu af hverjum tíu starfsmönnum skólans leið oftast vel í vinnunni í fyrra en aðeins einn af hverjum tíu nú. Í skýrslunni segir að starfsandi í skólanum hafi verið erfiður upp á síðkastið en 83 prósent starfsmanna skólans hafa oft eða frekar oft íhugað að segja upp vinnunni, samkvæmt könnun sem úttektaraðilar unnu í vor. Þorkell þyki „einráður“ að mati starfsmanna skólans og spyrji ekki álits áður en ákvarðanir eru teknar, að því er segir í skýrslunni. Úr skýrslunni má lesa að kenn- arar treysti því ekki að fagleg vinnu- brögð verði viðhöfð við ráðningu nýs skólastjóra fyrir næsta skólaár. „Vísa kennarar þá m.a. til þess að starf- andi skólastjóri [Þorkell Ingimarsson innsk. blm.] tengist formanni skóla- nefndar [Reyni Þorsteinssyni innsk. blm.] fjölskylduböndum.“ Skólinn hefur síðan skömmu áður en nýr skólastjóri tók við notið lið- sinnis Fræðsluskrifstofu Reykjaness, sem hefur lagt fram aðgerðaáætlun um hvernig bæta megi námsárang- ur. Góð reynsla er af því samstarfi en skýrsluhöfundar leggja til að sveitar- félagið veiti fræðsluskrifsofunni um- boð til að annast ytra mat og eftirlit sveitarfélagsins með skólastarfi. Núverandi stjórnendur verði látnir fara Í niðurstöðum skýrslunnar eru gerð- ar tillögur að aðgerðum til úrbóta í málefnum skólans. Þar má finna harða gagnrýni á stjórnendur skól- ans. Á meðal þess sem þar kem- ur fram er að ráða þurfi nýtt stjórn- endateymi að skólanum, til að bæta námsárangur og auka ánægju starfs- manna. Í því teymi verði skólastjóri og tveir millistjórnendur. Með öðr- um orðum felst í þessu að núver- andi skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri verðir látnir fara. Mikilvægt sé að þeir sem ráðnir verða tengist ekki pólitískum fylkingum innan sveitar- félagsins. Þá þarf sveitarstjórn að taka af- stöðu til þess hvort skólanefnd í nú- verandi mynd sé starfhæf, vegna mikils pólitísks ágreinings sem hef- ur áhrif á faglegt starf í skólanum. „Samskipti í skólanefnd á fundi með úttektaraðilum voru þannig að það veldur vafa hvort skólanefnd í núver- andi mynd sé starfhæf.“ Einnig er tekið fram að endur- skoða þurfi skólastefnuna, en hún hefur ekki verið aðlöguð að nýjum námsskrám, og markvisst þurfi að vinna að því að bæta námsárangur, með Reykjanesbæ og Sandgerði. Þá er lagt til að reyndur vinnu- sálfræðingur verði ráðinn til að að byggja upp liðsheild starfsmanna, undir yfirstjórn nýs stjórnenda- teymis. „Samskipti í skóla- nefnd á fundi með úttektaraðilum voru þannig að það veldur vafa hvort skólanefnd í núver- andi mynd sé starfhæf. n Ráða þarf nýja stjórnendur í Gerðaskóla n Hörð gagnrýni á skólann Gerðaskóli Starfsmenn skólans telja mikinn trúnaðar- brest ríkja á milli skólans annars vegar og bæjarstjóra, skólanefndar og sveitarstjórnar hins vegar. 24. október 2011. Stúka byggð á Ísafirði Fyrsta skóflustungan að nýrri áhorfendastúku við Torfnesvöll- inn á Ísafirði var tekin um helgina og hófust framkvæmdir strax. Samkvæmt fréttavefnum vestur. is á stúkan að rúma 540 áhorf- endur og verða 55 metrar. Undir stúkunni verður síðan skotæfinga- svæði fyrir Skotíþróttafélag Ísa- fjarðarbæjar. Í framtíðinni er fyrir- hugað að byggja félagshúsnæði og þak yfir stúkuna Bygging stúkunnar hefur verið nokkuð umdeild enda lið BÍ/Bol- ungavíkur spilað á Torfnesvelli á undanþágu frá KSÍ undanfarin tvö ár, en KSÍ gerir þá kröfu að lið í fyrstu deild hafi áhorfendastúku. Samkvæmt vestur.is verður bygg- ingarkostnaður við stúkuna um 36 milljónir króna og hefur eignar- haldsfélagið ST 2012 verið stofnað til að sjá um fjármögnun og fram- kvæmd. Samþykkja mið- aldadómkirkju Kirkjuráð hefur samþykkt að ganga til samstarfs um endurreisn mið- aldadómkirkju í Skálholti, ef sátt næst um staðsetningu hennar, að því er fram kemur á mbl.is Það var Guðmundur Arngríms- son, upplýsingafulltrúi Icelandair, sem kynnti hugmyndirnar síðastlið- ið haust en þær ganga út á að reisa stóra kirkju líkt og þá sem prýðir fimm þúsund króna seðilinn. Ferða- þjónustan og þjóðkirkjan munu þá ráðast í uppbyggingu kirkjunnar og reka hana sem menningar- og sýn- ingarhús. Málið hefur verið tekið fyrir á þremur fundum kirkjuráðs. Næsta skref er að vinna í deiliskipulagi Skálholts, þar sem gert er ráð fyrir miðaldadómkirkjunni. Kirkjuráð setur það skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu að vandaðar kostnaðar- áætlanir verði lagðar fram og að full fjármögnun verði samþykkt áður en farið verður í verklegar framkvæmd- ir. Kirkjan ætlar ekki að bera fjár- hagslega áhættu af verkefninu, aðra en þá að kosta gerð deiliskipulags.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.