Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 25
Magnþrungið í Manchester Sport 25Mánudagur 7. maí 2012 Ó hætt er að segja að ár og dag- ur sé síðan jafn mikil spenna ríkti í ensku úrvalsdeildinni. Bæði Manchester United og Manchester City unnu leiki sína um helgina og því ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið stendur uppi sem sigurvegari þessa leiktíðina. Sömuleiðis er nokkur spenna á botninum en fjögur lið eiga á hættu að falla niður um deild ásamt Úlfunum. Gylfi lét finna fyrir sér Manchester City, sem flestir telja lík- legri til að sigra í deildinni sökum mun betri markatölu, vann sannfær- andi útisigur á Newcastle 0–2 með- an sveinar Alex Ferguson hjá United unnu lið Swansea á heimavelli sín- um. Gylfi Sigurðsson var í byrjunar- liði Swansea og stóð Íslendingurinn sig ágætlega og lét David De Gea, markvörð United, hafa aðeins fyrir hlutunum. Hafði United þó leikinn í hendi sér lengst af. Sigur City gegn Newcastle var til- tölulega auðveldur þrátt fyrir að lið Newcastle hafi að undanförnu spil- að vel og gert sér lítið fyrir fyrr í vik- unni og lagt Chelsea á útivelli með tveimur mörkum gegn engu. Yaya Toure skoraði bæði mörk City í síðari hálfleik en sigurinn hefði getað orðið stærri enda fengu gestirnir töluvert af góðum færum í leiknum. Scholes heitur Sömuleiðis hafði United yfirhöndina allan leikinn gegn Swansea og réðu heimamenn ferðinni á löngum köfl- um þó sprækir sóknarmenn Swan- sea hafi ógnað marki United annað slagið. Paul Scholes setti fyrsta mark- ið á 28. mínútu og Ashley Young bætti öðru við rétt fyrir leikhlé. Bæði Manchester-liðin eru með sama stigafjölda þegar ein umferð er eftir. City tekur þá á móti Queens Park Rangers á heimavelli sínum meðan United á útileik gegn Sun- derland. Lið QPR vann mikilvægan heimasigur á Stoke í gær en er enn í fallhættu ásamt Bolton, Wigan og Blackburn en lið Wolves er þeg- ar fallið. Blackburn og Wigan eiga bæði tvo leiki eftir meðan Bolton og QPR eiga aðeins einn. Spenn- an er því töluverð á botninum líka en Blackburn og Wigan mætast í kvöld. Blackburn þarf að vinna báða sína leiki og það stórt til að forðast fallið. Mancini varkár Stjóri Manchester City, Roberto Mancini, vildi alls ekki meina að lið sitt væri með sigrinum gegn New- castle komið með aðra hönd á tit- ilinn en City hefur 63 mörk í plús á móti 55 mörkum leikmanna United fyrir lokaumferðina. Sigri Manches- ter City verður það fyrsti meistara- titill liðsins í 44 ár. Benti Mancini á að lokaleikurinn væri gegn QPR sem eigi í fallbaráttu og þar stýrir skút- unni Mark Hughes sem stýrði liði City áður en Mancini kom til sög- unnar. „Pressan er ekki aðalmál- ið núna heldur að við erum með 86 stig í deildinni. Ég vonast til að vinna deildina en verð ekki í rónni fyrr en eftir síðasta leikinn.“ Tottenham upp í fjórða Meðan Newcastle tapaði stigum á heimavelli gegn City náði Tottenham stigi í 1–1 jafnteflisleik gegn Aston Villa. Það stig þýðir að Tottenham er nú komið upp að erkifjendum sínum í Arsenal en einungis eitt stig skilur þau lið nú að. Arsenal er með 67 stig í þriðja sætinu eftir jafnteflisleik við Norwich á laugardag en Tottenham með 66 stig í því fjórða. Newcastle hangir í því fimmta með 65 stig. Fjögur efstu sæt- in gefa sem kunnugt er keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það er því víðar spenna en á toppi og botni ensku deildarinnar. n Það ræðst ekki fyrr en í síðustu umferðinni í enska boltanum hver hampar titlinum„Ég vonast til að vinna deildina en verð ekki í rónni fyrr en eftir síðasta leikinn. Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar Titillinn nálgast Manchester City þarf að vinna um næstu helgi til að verða meistari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.