Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 7. maí 2012 Mánudagur E ftirlitsiðnaðurinn á Íslandi virðist vera búinn að ná allt of miklum tökum á ýmsum at- vinnugreinum,“ sagði Kristján L. Möller, formaður atvinnu- málanefndar Alþingis, á föstudag. Tilefnið var fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur, þingkonu Sjálfstæð- isflokksins, vegna fréttar Stöðvar 2 af stífu eftirlitskerfi og flóknu leyfisferli vegna kræklingaræktunar. „Fréttin sem birtist á Stöð 2 frá Kristjáni Má Unnarssyni um þetta tiltekna mál var sláandi og allt að því hrikaleg,“ sagði Kristján og vill að reglurnar verði endurskoðaðar svo kræklingarækt verði ekki kæfð í fæðingu. Neysla skeldýra er ekki án áhættu en dýrin eru síandi, það er taka nær- ingu með því að sía sjó. Skelfiskurinn getur því tekið eiturefni, gerla, þráa- efni og þungmálma um leið og hann tekur til sín næringu. Eitraðir þör- ungar eru viðvarandi hér við land. Má þar nefna PSP-eitrun sem veld- ur lömunareitrun og getur valdið bráðadauða. Flókið eftirlitskerfi er því ekki séríslenskt heldur hluti af al- þjóðlegu eftirlitskerfi, nauðsynlegu svo hægt sé að selja skelfisk til mann- eldis. Uppskera stöðvuð vegna eitrunar Matvælastofnun stöðvar árlega upp- skeru á kræklingi vegna eitrunar. Þannig var uppskeru kræklings í Steingrímsfirði frestað í fyrrasumar þar sem eitrun þörunga sem veldur lömunarveiki, svokölluð PSP-eitrun, mældist yfir viðmiðunarmörkum í skeldýrum á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá matvælastofnun drápust fiskar í Tálknafirði og Ön- undarfirði á sama tíma vegna sömu eitrunar. Þá er viðvarandi hætta á saurgerlamengun í skelfiski hér á landi. PSP-eitrun hefur ekki áhrif á skelfisk enda er hann ónæmur fyrir eitruninni en getur eins og fyrr segir haft heilsufarsáhrif á menn. Tvíþættar skýringar Hjá Matvælastofnun fengust þær upplýsingar að vissulega væri ferlið nokkuð flókið. „Það eru engar aðrar leiðir til að vera viss um að skelin sé ekki eitruð,“ sagði Þór Gunnars- son, fagsviðsstjóri hjá stofnuninni, um málið en bætti við að neytendur hljóti að gera kröfur til þess að geta áhyggjulausir neytt varnings sem ræktaður er til manneldis. Stífar eftirlits- og leyfiskröfur vegna skeldýraræktunar eiga að sögn eftirlitsaðila tvíþættar skýring- ar. Annars vegar er um að ræða heil- næmiskröfur vegna þess að um fram- leiðslu til manneldis er að ræða, hins vegar hvað varðar nýtingu á sjávar- rými utan hefðbundins eignarrétt- ar og skipulags. Sjórinn við strendur Íslands er eign almennings og sem slíkur er hann nýttur af mörgum að- ilum. Því er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að kræklingarækt gangi ekki á réttindi annarra sem nýta haf- svæði til dæmis með því að koma í veg fyrir að kræklinga- og skelfisk- srækt sé hafin á siglinga- eða togleið- um. Aðeins þeir sem hyggjast hefja ræktun yfir 200 tonnum þurfa að sækja sérstaklega um leyfi hjá Um- hverfisstofnun, aðrir minni fram- leiðendur þurfa slík leyfi ekki en Matvælastofnun skal ávallt afla upp- lýsinga frá Fiskistofu, Hafrannsókn- arstofnun, Landhelgisgæslu Íslands, Orkustofnun, Siglingastofnun Ís- lands, Umhverfisstofnun og viðkom- andi sveitarstjórn um hvort nátt- úrulegar aðstæður á fyrirhuguðu tilraunasvæði eða fyrirhugaðar teg- undir, stofnar eða starfsaðferðir gefi tilefni til hættu á neikvæðum vist- fræði- eða erfðafræðiáhrifum vegna starfseminnar. Sé rýnt í listann sést að allir þeir aðilar sem hér ræðir geta talist sem hagsmunaaðilar eða full- trúar slíkra aðila þegar, kemur að nýtingu sjávar. Alþjóðlegar heilnæmiskröfur Núverandir kröfur um heilnæmis- athuganir eru alþjóðlegar og rekja uppruna sinn til ársins 1993, þeg- ar settar voru samevrópskar reglur um ræktun lifandi samloka. Sömu lög urðu hluti af íslenskum lögum nokkrum árum síðar. Alþjóðlegir staðlar um ræktun og sölu skel- fisks urðu til vegna heilsufarslegrar áhættu af neyslu skelfisks en veik- indatilvik vegna neyslunnar voru mun algengari á níunda áratugnum en þau eru í dag. Íslenskir skelfisk- sræktendur geta ekki flutt afurðina til erlendra markaða án heilnæmis- mælinga. Sama gildir um innflutn- ing á skeljum til Íslands. Hér á landi er skylt að kanna uppsprettu meng- unar í nágrenni við ræktun. Þá er magn blýs, kadmíum og kvikasilfurs ávallt mælt. Matvælastofnun flokkar svæði eftir heilnæmi í A-, B- og C- flokk þar sem engrar sérstakrar með- höndlunar er þörf áður en skelin er seld á markað. Kræklingur af öðrum svæðum þarf meðhöndlun á um- lagningarsvæði eða í hreinsistöð þar til kröfum er náð. Óheimilt er að selja uppskeru af svæði sem fellur utan flokka. 1.000 tonna smábóndi Ef ætlunin er að hefja starfsemi með ræktun á yfir 200 tonnum á ári, þarf sérstakt starfsleyfi frá Umhverfis- stofnun. Það má þó benda á að skel- dýrarækt er ungur iðnaður hér á landi og aðeins um 46 tonn eru fram- leidd hér til manneldis. 16 tonn fara á innanlandsmarkað, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Þeir aðilar sem sérstaklega þurfa að leita til Umhverfisstofnunar eftir leyfi eru því gríðarstórir og fjarri því að vera með starfsemi sem aðeins krefst nokkurra kaðla líkt og fram kom í frétt Stöðvar 2 af íþyngjandi eftirlits- kerfi vegna kræklingaræktunar. „Þetta virtist vera einfalt bara að leggja kaðla í sjó og bíða svo eftir því að kræklingar festi sig á böndin og vaxi,“ sagði Kristján Már Unnars- son, fréttastjóri Stöðvar 2, í umfjöllun um flókið leyfisferli við skelfisksrækt. Rætt var við Bergsvein Reynisson, bónda á Gróustöðum við Gilsfjörð og fulltrúa Nesskeljar sem hann rek- ur. Sé starfsleyfi fyrirtækisins skoðað kemur í ljós að umrædd starfsemi getur varla talist sem „nokkrir kaðl- ar“ en Nesskel hefur ræktunarleyfi fyrir þúsund tonn af skelfiski á ári. Aðeins einn annar aðili á landinu hefur leyfi til álíka ræktunar. Skattgreiðendur greiddu áður „Skemmst er frá því að segja að eftir að nýju lögin tóku gildi á síðasta ári hefur enginn nýr aðili bæst við í kræklingaeldi á Íslandi,“ sagði í frétt Stöðvar 2 af málinu en innan við ár er síðan lögin tóku gildi. Hjá Matvæla- stofnun fengust þær upplýsingar að fjöldi umsókna væri í ferli hjá stofn- uninni en að hafa yrði í huga að iðu- lega taki um tvö til þrjú ár að koma upp fyrstu uppskeru. Því líði nokkur tími áður en nýir aðilar sem starfi al- farið undir lögunum frá árinu 2011 komist á markað. Þar til sérstök lög um skelfiskrækt tóku gildi féll starf- semin undir lög um fiskeldi. Jón Bjarnason var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þegar lög- in voru samþykkt. „Við gerð frum- varpsins hefur verið rætt hvort setja eigi ný lög um skeldýrarækt eða gera breytingar á lögum um fiskeldi eða fiskrækt til þess að þau geti einnig gilt um þá atvinnugrein. Með vísan til framangreindra sjónarmiða var talið rétt að setja sérstök lög um at- vinnugreinina. Eftirlit með starf- semi á sviði skeldýraræktar, einkum kræklingaræktar, er eins og áður seg- ir aðallega eftirlit með heilnæmi og hollustuháttum,“ sagði sjávarútvegs- ráðherra um lögin á sínum tíma. Rætt var um kostnað við eftir- lit vegna framleiðslunnar við laga- setninguna. Þá sagði sjávarútvegs- ráðherra að kostnaðarauki vegna eftirlitsins sé tilkominn vegna nýrra matvælalaga. „Þar sem gerðar eru þær kröfur að ef við flytjum út skel- dýr, til dæmis á Evrópumarkað, þá uppfylli þær ekki aðeins kröfur sem settar eru um heilnæmi heldur líka um eftirlit. Það er áhyggjuefni en engu að síður sú staðreynd sem við stöndum frammi fyrir.“ n „Þar sem gerðar eru þær kröfur að ef við flytjum út skeldýr, til dæmis á Evrópumarkað, þá uppfylli þær ekki að- eins kröfur sem settar eru um heilnæmi heldur líka um eftirlit. Skelfiskur er ekki hættulaus matur Skelfiskeitrun er samheiti yfir fjórar gerðir eitrunareinkenna sem eru til- komin vegna neyslu skelfiska sem teljast síarar, það er þeir sía fæðu úr sjónum. Þess vegna getur neysla þeirra verið varasöm þegar sjórinn hlýnar á vorin. Mælingar hér á landi sýna að hættulegir þörungar geta verið yfir viðmiðunarmörkum frá mars allt fram í desember á vissum svæðum. PSP-eitrun Lömunareitrun n Veldur lömun og jafnvel dauða. PSP- eitrun er langsamlega hættulegasta eitrunin vegna neyslu á skelfiski. NSP-eitrun Taugaeitrun n Veldur maga- og garnakvefi og önd- unarerfiðleikum. DSP-eitrun Niðurgangseitrun n Veldur meltingartruflunum. ASP-eitrun Óminniseitrun n Veldur minnisleysi. Óttast tök eftirlitsiðnaðarins Kristján Möller, formaður atvinnumálanefndar, hefur áhyggjur af tökum eftirlitsiðnaðarins á Íslandi. Mælti fyrir lögunum Jón Bjarnason mælti fyrir lögum um skelfisksrækt. Hann sagðist hafa áhyggjur af of miklu eftirliti með kræklingarækt en að krafan um slíkt væri staðreynd. Unnur Brá Konráðsdóttir Spurðist fyrir um kæfandi regluverk í kringum kræklinga- rækt hér á landi. Skeldýraát er ekki án áhættu n Þingmenn vilja minni skriffinnsku um skelfisk n Eitrun getur valdið dauða Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.