Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Mánudagur 7. maí 2012 Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900 LAND ROVER RANGE ROVER SPORT SE DISEL 09/2006, ekinn 104 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, 20“ felgur, skjárinn ofl. Verð 5.990.000. Raðnr. 322117 - Jeppinn er í salnum! HYUNDAI TUCSON 4X4 LUX 10/2007, ekinn 88 Þ.KM, bensín, sjálf- skiptur, leður, vindskeið, filmur ofl. Verð 2.490.000. Rnr.321992 - Jepplingurinn er á staðnum! FORD F150 SUPER CAB HARLEY- DAVIDSSON 4WD 02/2006, ekinn 76 Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Mjög flott eintak! Verð 3.330.000. Raðnr. 284091 - Pikkinn er á staðnum! BMW 530D 12/2003, ekinn 241 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, nýtt lakk. Verð 3.390.000. Raðnr. 282173 - Sá þýski er á staðnum! AUDI A4 SEDAN 1,8T S-LINE 10/2007, ekinn 56 Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 3.990.000. Raðnr.118051 - Bíllinn er á staðnum! TOYOTA LAND CRUISER 120 VX 12/2005, ekinn 111 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, vindskeið, filmur ofl. Tilboðsverð 4.590.000. Raðnr.250041 -Jeppinn fallegi er á staðnum! VW TOUAREG V6 01/2006, ekinn aðeins 66 Þ.km, sjálfskiptur, leður, lúga ofl. Verð 3.490.000. Raðnr. 250105 - Jeppinn er á staðnum! MMC PAJERO DID 3.2 38“ breyttur Árgerð 2004, ekinn 177 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 4.390.000. Raðnr.118312 - Jeppinn stóri er á staðnum! TOYOTA HILUX DOUBLE CAB D/C, SR 35“ 02/2008, ekinn 38 Þ.km, 3,0l dí- sel, sjálfskiptur. Verð 5.390.000. Raðnr. 282006 - Pallbíllinn er á staðnum! KAWASAKI VN900 CUSTOM SPECIAL EDITION 04/2010, ekið 4 Þ.km, lítur út sem nýtt! Verð 1.350.000. Raðnr.284281 - Hjólið er í salnum! FORD MUSTANG Árgerð 1965, V8 289cc, sjálfskiptur. Raðnr. 282066 - Sá flotti er í salnum! FORD EXPLORER LTD 4X4 Árgerð 2006, ekinn 86 Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 3.390.000 Tilboðsverð 2.790.000. Raðnr.283890 - Jeppinn er á staðnum! Tek að mér Hreinsa þakrennur, laga riðbletti á þökum, gluggaþvottur, hreinsa lóðir og tek að mér ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847-8704 eða á manninn@hotmail.com Funahöfða 1, 110 Reykjavík S. 567 4840 www.hofdahollin.is Minkapels til sölu, ný yfirfarinn Upplýsingar í síma: 898-2993 Beinteinn. Gerum tilboð í alla flutninga. Frysti- vagnar, malarvagnar, flatvagnar, gröfur ,kranabílar." Silfri ehf - s: 894-9690 n Sólin verður sterkari með hverjum degi og mikilvægt er að nota góða sólarvörn sem ver þig gegn skaðlegum geislum Svona velur þú sólarvörn Forðastu sólbruna Besta ráðið til að verjast skaðlegum geislum sólarinnar er að vera í fötum eða í skugga. n Ekki brenna Rauð húð og húð sem flagnar er vísbending um að þú hafir verið of lengi óvarinn í sólinni. Sólbruni getur leitt til krabbameins og vertu því varkár. n Vertu í fötum Bolir, hattar, stuttbuxur og buxur hjálpa til við að halda UV-geislunum frá húðinni. n Vertu í skugga Sittu undir tré eða sólhlíf og haltu ungbörnum alltaf í skugganum þar sem húð þeirra hefur ekki myndað efni sem ver hana gegn geislunum. n Skipuleggðu þig eftir sólinni Reyndu að vera utandyra á þeim tíma dags þegar sólin er ekki sterk. Geislar hennar ná hámarki þegar hún er sem hæst á lofti. n Sólgleraugu eru nauðsynleg Ekki bara til að líta vel út heldur er mikil- vægt að verja augu þín fyrir geislunum. Börn eru viðkvæmari fyrir geislum sólar en full- orðnir. Sýnt hefur verið fram á að börn sem hafa brunnið þrisvar sinnum fyrir 16 ára aldur er aukin hætta á húðkrabbameini síðar á ævinni. Besta sólarvörnin er alltaf bolur og hattur en auk þess er mikilvægt að bera vörn á börnin. Ungbörn: Ungbörn innan við 6 mánaða ættu ekki að vera í sólarljósi. Húð þeirra er óþroskuð og er ekki byrjuð að framleiða melanín. n Þegar þú ferð með barnið þitt út úr húsi skaltu hafa það klætt í föt sem heldur sólargeislum frá húð þess. n Hafðu barnið í skugga og varastu að vera með það úti þegar sól er hæst á lofti. n Skoðaðu leiðbeiningar á umbúðum sólar- varnarinnar. Börn: Börn eiga alltaf að vera með sólarvörn á sér á sólardögum. Húð þeirra getur þó verið viðkvæm fyrir efnum í vörninni og því er ráðlagt að prófa vörnina á litlum bletti húðarinnar áður en hún er sett á stærri svæði. Ef útbrot og kláði koma fram skal prófa aðra tegund. Gott er að spyrja lækni með hverju hann mæli. Settu þykkt lag af vörninni á barnið og berðu oft á, sér í lagi ef barnið er við leik í vatni eða svitnar mikið. Sendu barnið með sólar- vörn í leikskóla og skóla. Unglingar: Margir unglingar vilja vera brúnir og liggja lengi í sólinni, fara í ljós eða bera á sig brúnkukrem. EWG segir að ekkert af þessu sé góð hugmynd. Vísinda- menn halda því fram aukin sólar- og brúnkudýrkun sé ástæða aukinnar tíðni húðkrabbameins hjá konum sem fæddar eru eftir 1965. UV-geislun úr ljósabekkjum er allt að 15 sinnum meiri en í sólar- ljósi. Mörg efni í brúnkukremum hafa ekki verið rannsökuð nægjanlega mikið. Þar að auki sé ekkert samasemmerki á milli þess að vera brúnn og þess að vera heilbrigður. n Gerðu það að vana hjá unglingnum að hann beri á sig sólarvörn þegar hann/hún hyggur á útiveru. n Reyndu að finna föt sem verja gegn sólargeislum sem og hatta og sólgleraugu sem unglingurinn vill vera með. n Foreldrar unglinga eiga í þessu, eins og öðru, að vera góðar fyrirmyndir og bera á sig vörn þegar þörf er á. Evrópsku varnirnar bestar Á heimasíðu EWG hefur verið settur fram listi með yfir 1.800 tegundum sólarvarna þar sem þeim er gefin einkunn út frá gæðum. Einungis fjórar af þeim tegundum sem seldar eru hér á landi eru á þeim lista en það eru Eucerin,Vichy, Nivea og Hawaiian Tropic. Það skal þó tekið fram að flestar varnirnar sem fást hér eru evrópskar og sólarvarnir á markaði í Evrópu hafa fengið betri einkunn en þær í Bandaríkjunum. Það getur þó verið gagnlegt að skoða listann og sjá hvaða tegundir fá þar toppeinkunn og hvaða eiginleika þær hafa. Öryggi barna í sólinni Nauthólsvík Nú þegar sól hækkar á lofti og verður sterkari er gott að huga að kaupum á sólarvörn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.