Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 7. maí 2012 Mánudagur Tvöfaldur skolli Í fyrra skrifaði ég dóm um Tiger Woods PGA Tour 12 þar sem ég sagði framleið- endur leiksins rétt hafa bjarg- að pari. Einhverra hluta vegna, andstætt hinni almennu þróun hjá EA Sports, ákváðu þeir að fara dýpra út í röffið, bak við tré og lenda í tómu tjóni. Leikurinn í ár er nefnilega í mestu vand- ræðum með að ná tvöföldum skolla. Í fyrra var gulrótin, sem átti að lokka golfáhugamenn að leiknum, sú að loks var búið að tryggja réttinn að Augusta National-vellinum og Masters- mótinu. Og allt snérist um það löngu tímabæra dæmi. Í ár er því miður ekkert sem að mínu mati réttlætir það að maður hreinlega uppfæri frá 12 upp í 13. Grafíkin er svo til sú sama, það er komið nýtt sveiflukerfi sem er gjörsamlega óþolandi og reyndist hrein kvöl að ná tökum á því eftir að maður var búinn að fullkomna sveifluna í 12. Í ár er kynnt til sögunnar „Tiger Legacy“ sem í grófum dráttum ert þú að spila Tiger Woods á öllum stigum ferils hans. Alveg frá því að hann var smápjakkur í bakgarðinum heima hjá sér yfir í atvinnumennsk- una. Þar snýst allt um að leysa miserf- iðar þrautir. Agalegt vindhögg. Grafíklega séð hafa kylfingarnir í leiknum verið bætt- ir. Í fyrra gagnrýndi ég gínulega golfar- ana harðlega og var ánægjulegt að sjá bót þar á. Heilt yfir er yfirbragðið á leiknum glæsi- legt. Vellirnir fallegir og um- gjörðin fín. Vellirnir eru reynd- ar sér kapítuli út af fyrir sig. 20 af 36 völlum leiksins eru læstir. Þessar læsingar eru ómerkilegt peningaplokk sem neyðir spil- ara til að kaupa sér aukavelli eða í það minnsta aðgang að þeim. Stór mínus þar. Sem fyrr er langskemmti- legast að byrja bara á nýjum „ Carreer Mode“ og vinna sig upp atvinnumannastigann. Það hefur samt aldrei verið erf- iðara með nýja sveiflukerfinu. Hér eru flestar gulræturnar í körfu EA Sports farnar að mygla allhressilega. Ég kunni ágæt- lega við leikinn í fyrra. Í ár ætla ég heldur að næla mér í tvöfald- an skolla úti á velli í sól og sum- aryl en að pirra mig í sófanum fyrir framan tölvuna. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Tónlist Tiger Woods PGA Tour 13 Tegund: Golfleikur Spilast á: PS3 Tiger í tjóni Það er einhvern veginn of mikið sem fer úrskeiðis í Tiger Woods PGA Tour 13. M aður fær alveg nokk- ur magasár en þetta er allt að koma. Það er að svo mörgu að huga; muna alla text- ana og reyna að fá ekki móð- ursýkiskast af hræðslu og líka spila á gítarinn,“ segir Þormóð- ur Dagsson, forsprakki hljóm- sveitarinnar Tilbury, aðspurð- ur hvernig sé að vera kominn fremst á sviðið í stað þess að vera aftast, bak við trommusett- ið, eins og hann er vanur. Faldi sig bak við trommusettið Þormóður hefur áður ver- ið í hljómsveitunum Skakka- manage, Jeff Who? og Hudson Wayne þar sem hann spilaði á trommur. Nú er hann hins vegar komin í framlínuna og stýrir af stakri snilld sínu nýjasta hugarfóstri, hljómsveitinni Tilbury. „Ég hef alltaf falið mig dálítið bak við trommusett- ið en mér fannst ég nú samt aldrei vera neinn tromm- ari. Þegar ég spila heima þá er ég meira að glamra á gítar og píanó. Það vantaði bara alltaf trommara í þær hljómsveitir sem ég var í þannig að ég keypti mér bara trommusett á end- anum,“ segir Þormóður hlæjandi. Formaður Dagsbrúnar „Þetta byrjaði þannig að ég var að leika mér að taka upp prufu- tökur af lögum sem ég hafði ver- ið að fikta við heima hjá mér. Ég var komin með svona fjögur lög þegar ég hitti hann Árna Rúnar Hlöðversson, Árna plúseinn, og hann tók upp með mér rafræna grunna að þremur lögum,“ seg- ir Þormóður sem kallaði verk- efnið Formann Dagsbrúnar. Hann spilaði lögin á Innipúk- anum um verslunarmanna- helgina en sá þá að það vantaði eitthvað upp á til að fullkomna hljóminn. „Þetta var ekki alveg að virka svona, það þurfti eigin- lega hljómsveit með.“ Hann hóaði þá í Kristinn Evertsson, Guðmund Óskar Guðmunds- son, Örn Eldjárn og Magnús Tryggvason Elíasen. Viðtökurnar komu á óvart „Þegar þeir voru allir komnir þá varð þetta loksins tilbúið og við sáttir með þetta,“ segir Þor- móður. Fyrsta lagið af væntanlegri plötu fór í spilun fyrir nokkrum vikum og hefur hlotið verð- skuldaða athygli. Margir tónlistarspekingar hafa lýst yfir aðdáun sinni á laginu sem ber nafnið Tenderlo- in og Arnar Eggert Thor- oddsen, poppfræðingur og blaðamaður, gekk svo langt að kalla það „uppgötvun árs- ins í íslenskri tónlist.“ Viðtökurnar hafa komið Þormóði á óvart. „Það kom mjög á óvart hvað fólk tók vel í þetta. Við bjuggumst alls ekki við þessu, sérstaklega þar sem við erum splunkunýtt band og vissum ekkert almennilega hvað við hefðum í höndunum. Þegar maður er búinn að liggja yfir þessu svona lengi þá skynjar maður ekki lengur hvað maður hefur í höndunum.“ Hlakkar til að fá viðbrögð Platan kemur út í dag, mánu- daginn 7. maí, og Þormóður er spenntur fyrir útgáfunni. Plötuna segir hann vera hugs- aða sem heildarverk. „Þetta er ákveðið heildarverk, það er ákveðinn stígandi í þessu og mikið samhengi. Hún nær ákveðnu risi og það er pæl- ing sem við lögðum upp með að hafa góða heildarplötu. Ég hlakka mikið til að leyfa fólki að hlusta og fá viðbrögð,“ segir hann. viktoria@dv.is Hlakkar til að fá viðbrögð n Tilbury sendir frá sér plötu í dag, mánudag n Viðtökurnar koma á óvart Nýja platan Plata hljómsveitarinnar heitir Exorcise. Tilbury Hljómsveitin Tilbury sendir frá sér sína fyrstu plötu í dag. Spenntur Þormóður er spenntur fyrir útgáfu nýju plötunnar en fyrsta lagið sem fór í spilun hefur hlotið góðar viðtökur. Kemur inn af krafti Nýtt bókaforlag kemur inn af krafti í íslenskt samfé- lag. Það er bókaforlagið Draumsýn sem hefur gefið út sína fyrstu bók, örsagna- safnið Lukkunnar pamfíll eftir norska rithöfundinn Ari Behn, í þýðingu Sigurðar Helgasonar. Stofnendur forlagsins eru Karitas K. Ólafsdótt- ir og Örn Þ. Þorvarðarson en Draumsýn mun leggja megináherslu á að kynna ís- lenskum lesendum góðar norrænar bókmenntir fyrir alla aldurshópa, ásamt völd- um verkum frá öðrum mál- svæðum. Meðal þeirra norrænu verka sem væntanleg eru frá forlaginu eru norsku skáldsögurnar Dagar i still- hetens historie eftir Merethe Lindstrøm, sem hlaut Bók- menntaverðlaun Norður- landaráðs í ár, Vidunder- barn eftir Roy Jacobsen og Så höyt var du elsket eftir Nikolaj Frobenius. GusGus spilar og dansar Íslenski dansflokkur- inn og GusGus bjóða til dansveislu, í samstarfi við Hörpu og Listahátíð í Reykjavík, þar sem sam- einaðir eru kraftar ólíkra listforma. Meðlimir GusGus taka fullan þátt í verkinu og dansa meðal annars á sviðinu með dönsurum Ís- lenska dansflokksins undir nýrri frumsaminni tón- list. Þá verða frumsýndar stuttmyndir Reynis Lyng- dals og Katrínar Hall. Dans- veislan verður í boði tvo daga á Listahátíð, 18. og 19. maí. Forsetaframboð eykur eftirspurn Ari Trausti Guðmundsson, frambjóðandi til embættis forseta Íslands, sækir mjög á í skoðanakönnunum. Merki- legt þótti hversu mikið fylgi hann sótti fljótlega eftir að hann tilkynnti um framboð sitt. Þá vakti athygli að hann kynnti nýútgefna ljóðabók á framboðsfundi sínum. Það hefur skilað árangri og ljóst að framboðið eykur eftirspurn því þrjár bóka Ara Trausta hafa nú ratað á met- sölulistalista Eymundson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.