Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 7. maí 2012 Mánudagur
Besta myndasagan
n Ásrún skrifaði um tölvuleikjaprinsessu
É
g er búin að prófa að auglýsa
í bæjarblaðinu, Facebook og
leita víða. Það hefur hangið
auglýsing í glugganum hjá mér
í rúman mánuð en það er ekki
einu sinni spurt. Ég er líka búin að
hringja og tala við fólk og búin að
nota allar krókaleiðir en það er bara
ómögulegt að fá fólk,“ segir Svanhild-
ur Guðlaugsdóttir, eigandi Skýlisins í
Vestmannaeyjum.
Skortur á leiguhúsnæði
Flestir þeirra atvinnurekenda sem
DV hafði samband við, sem eru flest-
ir í verslunarrekstri einhvers konar,
hafa sömu sögu að segja. Það sé erf-
itt að fá fólk til starfa í Vestmanna-
eyjum. Mikil atvinna er í boði en at-
vinnuleysi lítið. Hafa sumir brugðið á
það ráð að reyna að fá vinnuafl ofan
af landi eða jafnvel frá útlöndum
en þá kemur upp annað vandamál;
skortur á leiguhúsnæði. Lítið sé um
húsnæði í boði fyrir þá sem vilja
koma að vinna.
Keppir ekki við þetta
Mikla vinnu er að fá í fiskverkun í
Eyjum yfir sumarmánuðina. Margir
skólakrakkar fara í fiskverkun enda
eru þar há laun í boði, reyndar fyrir
langar vaktir. „Það eru allir að leita
að fólki. Vinnslustöðin er með ein-
hver 200 störf í boði og það er ekki
hægt að keppa við launin þar. Það er
erfitt að fá fólk í sjoppurnar, bakaríin
og meira að segja kirkjugarðana. Það
er unnið á vöktum í Vinnslustöðinni,
mikill vinna og mikil laun. Maður
keppir ekkert við þetta,“ segir Svan-
hildur. Hún segist þó vera með ágæt-
is laun í boði. „Ég er með allt yfir töxt-
um þannig að þetta er ekki af því ég
sé að borga illa,“ segir hún.
Meiri viðbrögð að utan
„Við höfum verið að auglýsa bæði í
Bæjarblaðinu og víðar. Líka erlendis.
Við erum að fá meiri viðbrögð að
utan en hérna heima. Við erum til
dæmis með eina sænska stúlku og
eina litháíska í vinnu hjá okkur,“ segir
Ívar Örn Bergsson, bakari hjá Vilberg
kökuhúsi. Hann segir þau hafa leitað
eftir starfsfólki í almenna afgreiðslu,
þrif, pökkun og eftir aðstoðarmanni
bakara og bakara, en þau hafi fengið
afar lítil viðbrögð. „Við settum aug-
lýsingu í blaðið fyrir tveimur dögum
og það hefur enginn haft samband,“
segir hann.
Skortur á leiguhúsnæði
„Ég hef reynt að bjóða íbúð með lágri
leigu með starfinu, en það er sama,
það sækir enginn um,“ segir Svan-
hildur.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vinnumálastofnun Suðurlands þá
er atvinnuleysi í Vestmannaeyjum
mjög lágt. Aðeins 37 eru á atvinnu-
leysisskrá og telst það mjög lágt hlut-
fall. Hjá Vinnumálastofnun fengust
einnig þær upplýsingar að erfitt væri
að manna þessar stöður með utan-
aðkomandi vinnuafli vegna skorts á
leiguhúsnæði á svæðinu. Það leigu-
húsnæði sem væri til staðar færi
auk þess að einhverju leyti í leigu til
ferðamanna yfir sumartímann.
4.900 fermetrar í byggingu
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, segir skort á leiguhús-
næði vissulega vera vandamál í Eyj-
um. „Íbúum hefur fjölgað um 200
manns á síðustu 3–4 árum,“ segir
Elliði. Hann segir það aðallega vera
heimamenn að snúa til baka enda sé
næga atvinnu að fá í Vestmannaeyj-
um en líka fólk sem komi til að freista
gæfunnar en það setji vissulega strik í
reikninginn að ekki sé nægt húsnæði
á staðnum. Það standi hins vegar til
bóta. Í byggingu séu um 4.900 fer-
metrar, bæði íbúða- og atvinnuhús-
næði. „Það eru fjölbýli, raðhús og
einbýlishús í byggingu og gengur
yfirleitt vel að selja,“ segir Elliði.
Góðæri í Eyjum
n Vantar fólk í vinnu n Ör fjölgun n Skortur á húsnæði
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Vestmannaeyjar
Það er mikil atvinna
í boði í Vestmanna-
eyjum en ekki fæst fólk
til að fylla stöðurnar.
Breytilegur
styrkur
Styrkur Vegagerðarinnar til rekstr-
ar Herjólfs nam 740 milljónum
króna fyrir árið 2011. Samning-
urinn við Eimskip gerir ráð fyrir
styrk að fjárhæð 681 milljón króna
á árunum 2012 til 2014. Styrkur-
inn lækkar því á milli ára, að því
er fram kemur í tilkynningu frá
Vegagerðinni. Samningurinn sem
gerður var við Eimskip 27. apríl
að loknu útboði felur í sér að gert
er ráð fyrir um 900 ferðum á ári í
Landeyjahöfn og ríflega 300 ferð-
um á ári í Þorlákshöfn á samn-
ingstímanum. Þar sem mikill
munur er á kostnaði við siglingar
á þessar tvær hafnir er það tekið
fram í samningnum að komi til
þess að það þurfi að sigla oftar til
Þorlákshafnar þá hækki styrkur-
inn.
Uppgrip í
minkarækt
Bændur á minkabúinu Neðri Dal
undir Eyjafjöllum vinna nú að því
að stækka búið verulega. Fyrir
eru bændurnir með 900 læður
en þegar rúmlega 1.000 fermetra
nýbygging verður tilbúin hyggjast
þeir bæta við sig 500 minkalæð-
um til viðbótar. Steinn Logi Guð-
mundsson bóndi segir við vefinn
sunnlenska að aðstæður í grein-
inni væru nú þær bestu sem hann
hefði séð í greininni.
Tungumálaörð-
ugleikar skipverja
Talið er að tungumálaörðug-
leikar á milli skipverja um borð
í flutningaskipinu Fernöndu
og Íslendinga hafi spilað inn
í þegar skipið strandaði við
Sandgerði á laugardagsmorg-
un. Talið er að skipstjórinn hafi
einnig farið of hratt eða skakkt
inn í höfnina.
Rannsókn slyssins mun taka
um 4–6 vikur og má því vænta
þess að niðurstöður liggi fyrir
í júlí.
Ívar Örn Bergsson Það er erfitt að fá fólk
í vinnu í Vilberg kökuhúsi.
Svanhildur Guðlaugsdóttir Fær ekki
fólk í vinnu þó hún bjóði laun sem hún telur
ásættanleg.
Á
srún María Óttarsdóttir bar
sigur úr býtum í myndasögu-
keppni Borgarbókasafns og
Myndlistaskólans í Reykjavík
sem lauk nýverið. Ásrún gerði sögu
um tölvuleikjaprinsessu og þótti
dómnefndinni hún bera af fyrir
sögumennsku, litanotkun, sjón-
arhorn og vitaskuld teikningu. Þá
taldi dómnefndin að hún hitti nagl-
ann á höfuðið með teygjanlegum
mörkum alvarleika og aulahúmors,
sem er einkennandi fyrir ákveðinn
geira japanskra myndasagna.
Þá voru fimm aðrir keppendur
verðlaunaðir fyrir myndasögur
sínar, sem fjölluðu meðal annars
um botnlaust veski, ringlaðar ofur-
hetjur og nátthrafn í hettupeysu.
Keppnin var fyrir fólk á aldrinum
10–20 ára og bárust alls tæplega
60 sögur og myndir. Dómnefndina
skipuðu Bjarni Hinriksson mynda-
söguhöfundur, Björn Unnar Vals-
son bókmenntafræðingur og Inga
María Brynjarsdóttir, grafískur
hönnuður og myndhöfundur.
Nexus var styrktaraðili keppn-
innar.
Ásrún María Óttarsdóttir Tölvuleikja-
prinsessa heillaði dómnefndina.