Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 9
Fréttir 9Mánudagur 7. maí 2012 Guðmundur Steingrímsson: Óþolandi málþóf „Kannski þarf að stofna Samtök Alþingismanna gegn alhæfing­ um,“ skrifar Guðmundur Stein­ grímsson, óháður þingmað­ ur. Hann spáði því nýlega að á næstu dögum yrði málþóf á Alþingi og skrifar í dag pistil þar sem hann segir að ekki gangi að hafa óstarfhæft þing. „Í síðustu færslu spáði ég því að pontan á þingi yrði hertek­ in út af viðvarandi valdabrölti nokkurra þingmanna. Það hefur ræst. Nú er þörf á því að pæla pínu­ lítið. Hugsa út fyrir rammann. Hvað er til ráða? Það gengur ekki að hafa óstarfhæft þing. Eitt af því sem þarf að ræða opinskátt er ein­ faldlega það hvort það sé á nokk­ urn hátt í þágu lýðræðisins að einstaka þingmenn geti hagað sér svona: farið endalaust upp í pontu, í andsvör og ræður og sagt það sama aftur og aftur,“ skrifar Guðmundur. Hann segir að það verði að takmarka slíkt málþóf og segir: „Ef þeir gerðu svona heima hjá sér yrði þeim fleygt út,“ og undirstrikar að það verði að stöðva það sem sé í gangi og bendir á að heimild­ ir séu þegar fyrir hendi í þing­ sköpum.  „Þar segir, í 64. gr, að heim­ ilt sé að gera tillögu um það í upphafi umræðu að binda um­ ræðuna við vissa lengd. Hvers vegna er það ekki gert? Í um­ deildum málum mætti gera til­ lögu um mjög ríflegan umræðu­ tíma, nokkra daga, jafnvel vikur!“ Hann viðurkennir að ástæðan fyrir því að málþóf sé leyft og reglunum ekki breytt sé sú að stjórnarandstaðan á Íslandi vilji hafa það sem tæki til að beita. „En ég vil meina að tækið sé þeg­ ar ónýtt. Það er búið að ofnota það. Nú er það notað í alls konar málum, bara til þess að skapa sér stöðu, eins og það er kallað, und­ ir þinglok. Það gengur ekki.“ Guðmundur veltir því fyrir sér hvað sé til ráða og í léttum tón stingur hann upp á því að sá hluti þingsins sem ekki vilji hlusta á þetta geti farið eitt­ hvert annað: „Ef menn vilja ekki fara þessar leiðir mætti hugsa sér margt annað. Kannski þarf sá hluti þingheims, sem er með sönsum og vill virkilega gera eitt­ hvað gagn, einfaldlega að leigja Iðnó og hittast þar á meðan hinir kjafta? Í Iðnó væri hægt að hittast með tölvurnar, fara yfir mál­ in, ræða saman, leita lausna og skiptast á skoðunum í rólegheit­ um. Svo þegar málþófsmenn eru búnir væri hægt að brokka yfir og klára málin formlega.“ Afganskir flóttamenn koma í sumar n Ríkisstjórnin samþykkti að bjóða átta flóttamönnum til Íslands Í slensk yfirvöld hyggjast taka á móti allt að átta afgönskum flóttamönn­ um sem búsettir eru í Íran. Tillaga þess eðlis var samþykkt á ríkis­ stjórnarfundi síðasta föstudag að áeggjan Guðbjarts Hannessonar vel­ ferðarráðherra og Össurar Skarphéð­ inssonar utanríkisráðherra. Stefnt er að því að fólkið komi hingað til lands í sumar. Samþykktin um móttöku flótta­ fólksins er byggð á tilmælum Flótta­ mannastofnunar Sameinuðu þjóð­ anna en stofnunin lagði áherslu á stöðu afgansks flóttafólks í Íran. Stofn­ unin lagði til að leitað yrði eftir aðstoð við konur sem skilgreindar eru í hættu án þess þó að útiloka eigi aðra ber­ skjaldaða hópa. Í tilkynningu velferðarráðuneytis­ ins segir að samhliða versnandi efna­ hagsástandi í Íran hafi fordómar í garð flóttafólks og kerfislæg mismunun aukist. Staða afganskra kvenna í Íran sé sérstaklega slæm, þær búi flestar við einangrun og efnahagslegar og félags­ legar hindranir auk lagalegra áskorana „Eins er bent á að einstæðar kon­ ur og mæður séu sérstaklega varnar­ lausar þar sem menning og hefðir geri kröfu um að karlmaður sé höfuð fjöl­ skyldunnar, möguleikar til framfærslu og fæðuöflunar séu litlir auk þess sem réttindi kvenna í landinu séu takmörk­ uð. Flóttamenn þurfa að greiða fyr­ ir atvinnuleyfi og menntun barna og ferðafrelsi þeirra er takmarkað,“ segir í tilkynningu velferðarráðuneytisins. Flóttamannanefnd og Útlendinga­ stofnun munu fara með framkvæmd málsins en Flóttamannastofnun Sam­ einuðu þjóðanna veitir aðstoð við val þeirra sem boðið verður til landsins. Afganskir flóttamenn væntanlegir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra stendur, ásamt utanríkisráðherra, að til- lögunni um komu flóttafólksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.