Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 10
Lífeyrissjóðir græða á veiðum við afríku n Gera út verksmiðjutogara í Máritaníu n 2,3 milljarða tekjur N okkrir af stærstu lífeyris- sjóðum landsins eiga verk- smiðjutogarann Blue Wave sem veitt hefur fisk við vest- urströnd Afríku frá árinu 2007. Lífeyrissjóðirnir sem um ræðir eru Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunar- manna, Stapi, Stafir og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Togarinn er því á endanum að hluta til í eigu þeirra einstaklinga – tugþúsunda Íslend- inga – sem greiða af tekjum sínum í þessa lífeyrissjóði. Aðrir eigendur togarans eru fjár- festingarbankinn Straumur, Gunn- ar Sæmundsson, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, sem er í eigu íslenska ríkisins, og Tryggingamiðstöðin. Eignarhaldið á togaranum er í gegn- um fjárfestingasjóðinn Brú II Vent- ure Capital Fund, sem skrásettur er í Lúxemborg, en er stýrt af Thule In- vestments, sjóðsstýringarfyrirtæki með aðsetur í Kringlunni. Eignarhaldsfélagið sem á Blue Wave heitir Blue Wave Ltd. og er skráð í skattaskjólinu Jersey á Ermar- sundi. Annað félag, Wave Operation Ltd., er utan um reksturinn á skip- inu en það er skráð í skattaskjólinu Bresku Jómfrúaeyjum í Karíbahaf- inu. Þetta kemur fram í gögnum um stofnun félaganna tveggja sem send voru til ríkisskattstjóra síðla árs 2007. Stjórnarformaður þessara tveggja félaga heitir Herdís Dröfn Fjeldsted og er hún fyrrverandi starfsmaður hjá Thule Investments og núverandi starfsmaður Framtakssjóðs Íslands sem er í eigu nokkurra íslenskra líf- eyrissjóða, meðal annars þeirra sem eiga í Blue Wave. Bæði eignarhaldið á togaranum, og félagið sem heldur utan um rekstur hans, er því í gegn- um erlend skattaskjól. Lausir við kvótakerfið Blue Wave er 126 metra langur togari, 8.000 tonn og tekur um 2.300 tonn af frystum fiski. Hann er smíðaður í Þýskalandi árið 1988 og er skráður í Mið-Ameríkuríkinu Belís. Blue Wave er gerður út frá Kanaríeyjum líkt og aðrir íslenskir togarar sem veiða við strendur Vestur-Afríku. Togarinn veiðir aðallega sardínu, sardínellu, makríl og hestamakríl við strendur Vestur-Afríku, aðallega Máritaníu. Á sunnudaginn var Blue Wave við veiðar úti fyrir strönd Máritaníu, nánar tiltekið undan borginni Nou- akchott, ásamt einum togara Sam- herja, Geysi. 104 eru í áhöfn togar- ans: 4 Íslendingar, 20 Máritanar og 80 Rússar. Skipstjórarnir á Blue Wave eru báðir íslenskir og heitir annar þeirra Árni Valdimar Þórðarson. Í viðtali við vefsíðuna siglo.is, vef- síðu sem fjallar um málefni Siglu- fjarðar og Siglfirðinga, í fyrra greindi Árni Valdimar frá því hvernig hann hóf störf á skipinu. Árið var 2007 og hann var hættur að starfa fyrir Sjóla- skip við strendur Vestur-Afríku eftir að Samherji hafði keypt útgerðina. „Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég ætti að gera næst og var jafnvel að hugsa um að drífa mig heim á grásleppu. Þá bauðst mér að taka við skipi sem ís- lenskir aðilar voru nýbúnir að kaupa […] Það var eitt af allmörgum skipum sem Þjóðverjar smíðuðu um 1990 fyrir Rússa sem hluta af stríðsskaða- bótunum sem þeir voru þá enn að greiða. Ég er búinn að vera þarna um borð síðan, eða um tvö ár og þessi Afríkuár hafa verið minn skemmti- legasti tími á sjó. Þarna eru veður- farið gjörólíkt því sem við þekkjum af Íslandsmiðum og svo er maður líka laus við þetta bölvaða kvótakerfi eins og það er hérna heima.“ Meira en 2,3 milljarða tekjur DV leitaði til Herdísar Drafnar til að spyrja hana um reksturinn á togar- anum. Herdís segir reksturinn á togaranum ganga ágætlega og að tekjurnar af rekstri skipsins hafi numið rúmlega tveimur milljörðum króna í fyrra. Blue Wave var þó ekki haffær í um þriggja mánaða skeið vegna bilunar: „Ákvörðun um kaup á skipinu Blue Wave var tekin af stjórn sjóðsins Brú II Venture Capi- tal Fund, S.C.A. SICAR. […] Rekstur- inn á togaranum Blue Wave gengur ágætlega þrátt fyrir að á haustmán- uðum 2011 hafi skipið orðið fyrir því óhappi að sveifarás brotnaði og var í rekstrarstoppi í þrjá mánuði af þeim sökum. Tekjur fyrir árið 2011 voru um 19 milljónir Bandaríkjadalir og EBITDA um 1,5 milljónir Banda- ríkjadala. Samhliða þessu stoppi voru gerðar lagfæringar á skipinu.“ EBIDTA er hagnaður fyrir fjármagns- liði og afskriftir. Af þessu sést að afkoma af rekstri Blue Wave var ekki mjög góð í fyrra, meðal annars vegna bilunarinnar, og má ætla að reksturinn hafi verið á pari. Skipið hefur hins vegar skil- að hagnaði síðastliðin ár samkvæmt heimildum DV. Herdís segir einnig að veiðigjöld- in sem rekstrarfélag Blue Wave greiði séu í samræmi við lög í Máritan- íu – Blue Wave veiðir eingöngu úti fyrir strönd þess lands en ekki við Marokkó eða Vestur-Sahara. „Veiði- gjald til Máritaníu er í samræmi við lög og reglugerðir þar í landi. Á síð- asta ári voru umtalsverðar fjárhæðir greiddar í veiðigjöld en skipið var á veiðum í 9 mánuði árið 2011.“ Herdís segist ekki vilja gefa upp hversu há veiðigjöld útgerðin greiddi til ríkis- stjórnar Máritaníu þar sem hún viti ekki hvort þær upplýsingar séu opin- berar í Afríkuríkinu. Hún segir upp- hæðina hins vegar vera verulega, góðan bita af tekjum togarans. Jafn- framt kemur fram í máli Herdísar að íslenski togarinn veiði ekki í skjóli Evrópusambandsins heldur hafi ver- ið gerður samningur beint við yfir- völd í Máritaníu. Einn af eigendum Blue Wave, Gunnar Sæmundsson, segir að hann vilji lítið tjá sig um veiðar skipsins en bendir þó á að um sé að ræða gott skip. „Það er enn við veiðar. Þetta er flottur togari.“ Rányrkja og viðbrögð alþjóðasamfélagsins DV hefur síðustu daga fjallað um veiðar nokkurra íslenskra útgerðar- fyrirtækja við strendur Vestur-Afr- íku, meðal annars Sjólaskipa, Sam- herja, Úthafsskipa og hins gjaldþrota Sæblóms sem átti og rak þrjá togara í Vestur-Sahara. Togarinn Blue Wave, sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða og stórfyrirtækja, bætist nú í þennan hóp. Veiðarnar fara aðallega fram úti fyrir ströndum Marokkó, Máritaníu og Vestur-Sahara og byggja í ein- hverjum tilfellum á samningum sem Evrópusambandið hefur gert við ríkisstjórnir Marokkó og Máritaníu. Í skiptum fyrir veiðiréttindin hefur sambandið greitt ríkis stjórnum land- anna tugi milljóna evra á hverju ári. Þær greiðslur nema þó ekki nema litlum hluta af hagnaði útgerðanna vegna veiðanna. Veiðar erlendra fiskiskipa við strendur Vestur-Afríku hafa verið umdeildar um margra ára skeið en tiltölulega lítið hefur verið fjallað um þær hér á landi. Gagnrýnin á veið- arnar byggir meðal annars á því að um sé að ræða rányrkju stöndugra þjóða á auðlindum fátækra þjóða í þriðja heiminum. Á heimasíðu WSRW, Western Sahara Resource Watch, samtökum sem fjalla um nýtingu erlendra þjóða á auðlindum landsvæðisins Vestur- Sahara fyrir sunnan Marokkó, segir meðal annars um íslenska útgerð- arfélagið Sæblóm. „Í mörg ár hafa 10 Fréttir 7. maí 2012 Mánudagur „Reksturinn á togaranum Blue Wave gengur ágætlega. Lífeyrissjóðir fjárfestu í Afríkuveiðum Meðal eigenda Blue Wave er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, en Haukur Hafsteinsson er framkvæmdastjóri hans, og lífeyrissjóðurinn Gildi, sem stýrt er af Ágústi Guðmundssyni. Kaup togarans voru fjármögnuð af Landsbanka Íslands og tók Nýi Landsbankinn við fjármögnuninni eftir hrun 2008. Steinþór Pálsson er bankastjóri Landsbankans. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.