Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 17
Í
slenska þjóðin hefur breyst í það
sem íslenska þjóðin barðist gegn.
Íslendingar háðu baráttu til að
eignast sín eigin fiskimið og fá frið
fyrir ofveiði Breta og annarra þjóða.
Sjálfsvitund þjóðarinnar er að stórum
hluta byggð á þessari baráttu fyrir rétt-
læti og sjálfstæði.
Landið Máritanía í Vestur-Afríku
á sér að hluta til svipaða sögu og Ís-
land. Þetta er verulega dreifbýlt og
harðbýlt land, ríkt af náttúruauð-
lindum, sem öðlaðist sjálfstæði árið
1960, sextán árum á eftir Íslend-
ingum. Einhver gjöfulustu fiskimið
heims eru við Máritaníu. En þessi
mið eru í hættu, vegna rányrkju út-
lendinga. Þessir útlendingar eru
meðal annars við.
Rányrkja Íslendinga er á vegum
þjóðarinnar allrar. Bankinn sem fjár-
magnar hana er í eigu ríkisins og líf-
eyrissjóðir landsmanna koma líka að
þessu. Íslenska ríkið sjálft á eignarhlut
í þessu. Það má segja að við græðum
öll svolítið á því að arðræna þetta fá-
tæka fólk í Afríku af auðlindinni sinni.
Stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Ís-
lands, Samherji, græðir líka á tá og
fingri á rányrkjunni. Arður af rekstr-
inum fer í vasa eigendanna, sem með-
al annars reka Morgunblaðið. Þetta
er allt samtengt, og öll þjóðin tekur á
endanum þátt. Líklega verða ekki uppi
sömu hugsjónirnar og voru í þorska-
stríðunum. Við nefnilega græðum á
þessu. Eins og margir segja: Verið ekki
svona neikvæð. Það er bara jákvætt ef
einhver græðir.
Spurningin
Argasta
bull
Ég er að brýna
hnífana
Ég vil ekki týna sjálfri
mér í embættinu
Valgarður Guðjónsson varaði við heimildamyndinni The Living Matrix á RÚV. – DVBubbi Morthens er gestadómari í Hæfileikakeppni Íslands. – Monitor Andrea Ólafsdóttir ætlar að verða forseti á lágmarkslaunum. – DV
Viðhorfsbreyting stjórnarinnar
„Klárlega 2012, og þess merki eru
hér í fanginu.“
Hanna Kristín Rúnarsdóttir
26 ára nemi
„2012, því 98 ára afi minn sem
áður var ólæs, lærði að lesa og
gaf út bók.
Marlisa McLaughlin
49 ára jógakennari
„Mér finnst 2012 skemmtilegra,
það er miklu meira um að vera.“
Aldís Harðardóttir
20 ára rithöfundur
„Mér finnst árið 2012 skemmti-
legra því ég er orðinn eldri, klárari
og vitrari.“
Siguróli Teitsson
25 ára nemi
„Ætli ég myndi ekki segja árið 2012
en ég bara veit ekki hvers vegna.“
Álfdís Þorleifsdóttir
28 ára starfsmaður Norræna félagsins
Hvort var
skemmtilegra
2007 eða 2012?
Svarthöfði
B
áðir stjórnarflokkarnir sögðu
fyrir kosningar að kvótakerfið
væri svo ranglátt að taka yrði
upp nýtt kerfi. Núna vilja þeir
halda óbreyttu kerfi til a.m.k. 20 ára.
Ekki má breyta tilhögun kvótaút-
hlutunar næstu fimm árin og eftir það
tekur við 15 ára biðtími eftir gildistöku
áformaðra breytinga. Sem þýðir að
sama ríkisstjórn eða ríkisstjórn sama
sinnis þarf að vera endurkjörin í þrí-
gang. Að öðrum kosti er auðvelt fyrir
nýja ríkisstjórn að bregða fæti fyrir
áform fyrri stjórnar og kasta fyrir róða.
Þar með bætast við 15 ár í viðbót og
þannig koll af kolli. Í þessu felst helsta
gildra þessa nýja frumvarps, nefnilega
sú að afar hæpið er að nokkurn tíma
verði hægt að koma úthlutun afla-
heimilda upp úr núverandi fari. Og
fullvíst er að þessi klásúla í frumvarpi
Steingríms J. Sigfússonar mun auka
líkurnar en ekki minnka á skaðabóta-
skyldu íslenska ríkisins verði reglum
breytt, t.d. með nýrri stjórnarskrá.
Óbreytt ástand er því mun skárri kost-
ur þar sem í núverandi kerfi er kvóta-
úthlutun aðeins til eins árs í senn og
hvenær sem er hægt að breyta.
Kvótinn í sömu höndum
Báðir stjórnarflokkarnir sögðu fyrir
kosningar að tryggja yrði jafnræði
milli aðila í aðgengi að auðlindinni
með nýjum almennum reglum enda í
samræmi við álit mannréttindanefnd-
ar SÞ frá desember 2007. Núna leggja
þeir til að 95% kvótans verði áfram í
höndum sömu aðila og aðgengilegur
öðrum einungis á okurlánamarkaði
sem núverandi handhafar kvótans
reka og stýra í skjóli stjórnvalda.
Báðir stjórnarflokkarnir sögðu fyrir
kosningar að leiga á uppboðsmarkaði
sem rekinn yrði af hinu opinbera yrði
meginreglan við endurúthlutun kvót-
ans til þess að ná fram jafnræði. Núna
leggja þeir til að einungis 5% kvótans
verði leigð á slíkum markaði. Hvernig
er hægt að kalla það meginreglu?
Báðir stjórnarflokkarnir höfðu að
100 daga markmiði í stjórnarsáttmála
að koma á frjálsum strandveiðum. Nú
hefur þessi stjórn ríkt í 1.000 daga og í
nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar gert
ráð fyrir áframhaldandi, óbreyttum
strandveiðum sem ná einungis 1,3%
af heildarkvótanum.
Báðir stjórnarflokkarnir sögðu einn
versta ágalla kvótakerfisins þann að
hægt sé að selja aflaheimildir með til-
heyrandi byggðaröskun hvenær sem
er og hvert sem er. Í frumvarpinu er
gert ráð fyrir að þetta verði áfram
hægt.
Viðhorfsbreytingar ríkisstjórnar-
innar
Meirihluti kjósenda leiddi deiluna
um kvótakerfið til lykta í síðustu al-
þingiskosningum og veitti stjórn-
arflokkunum umboð sitt á þeim
grundvelli. Vinstri stjórnin var
kosin, ekki síst til að breyta kvóta-
kerfinu. Í staðinn ákveða flokkarn-
ir að framfylgja stefnu fyrri ríkis-
stjórna í forherti mynd. Kjósendur
hljóta að spyrja: Stjórnar einhver
annar en réttkjörin ríkisstjórn þessu
landi eða skjátlaðist Jóhönnu og
Steingrími svona hrapallega? Sé sú
raunin eiga þau að stíga fram og
skýra viðhorfsbreytingar sínar fyrir
þjóðinni.
Þungt hugsi Þessi er niðursokkinn við lestur í bókabúðinni. Mynd/EyÞór ÁrnasonMyndin
Umræða 17Mánudagur 7. maí 2012
1 „Ég vil ekki peninga, ég vil hugarfarsbreytingu“
Kenlie Tiggerman hefur kært Sout-
hwest Airlines
2 Linda fer fram á sex milljónir á mánuði
Ofurfyrirsætan fyrrverandi Linda
Evangelista tekst á við franska
milljarðamæringinn og barnsföður sinn
Francois-Henri Pinau
3 Sagði konuna hafa yfirgefið sig
John Heath, 68 ára Bandaríkja-
maður, hefur verið ákærður fyrir morð á
eiginkonu sinni, Elizabeth Heath
4 Tók nektarmyndir af dóttur sinni
35 ára bandarísk móðir 13 ára stúlku
hefur verið ákærð fyrir að framleiða
barnaklám.
5 Andri Freyr: Þakti gluggana með álpappír
Útvarpsmaðurinn Andri Freyr var í
einlægu viðtali í helgarblaði DV.
6 Gylfi Ægisson er flinkur í Photoshop
Tónlistarmaðurinn gerir allt sjálfur.
7 Ekki einu sinni smá lesbíaOprah Winfrey þurfti að lýsa því sér-
staklega yfir að hún væri ekki lesbía.
Mest lesið á DV.is
„ Í þessu felst helsta
gildra þessa nýja
frumvarps, nefnilega sú að
afar hæpið er að nokkurn
tíma verði hægt að koma
úthlutun aflaheimilda upp
úr núverandi fari.
Kjallari
Lýður Árnason
Það sem við börðumst gegn