Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 21
Lífsstíll 21Mánudagur 7. maí 2012 Frelsi Guðrún Ebba stendur fyrir frelsi til að lifa í sátt við líkama og sál. Leitaði huggunar í mat n Vilhjálmur Þór Davíðsson var 130 kíló þegar hann var 18 ára Hættum þessu rugli Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur stendur fyrir að við hættum þessu rugli um að allir verið að líta eins út og förum að njóta lífsins. n Staðalmyndir úr sjónvarpsþáttum hafa slæm áhrif á ungar stúlkur G eena Davis sem einkum hef- ur leikið í sjónvarpsþáttum undanfarin ár hefur sett á stofn Geena Davis Institute on Gender in Media sem vinnur að fjölmiðlarannsóknum í þeim tilgangi að breyta staðalmyndum kynjanna. Geena hefur vakið at- hygli á því hversu mikil áhrif stað- almyndirnar hafa á líðan kvenna og karla. Mikill munur er á ungum konum og körlum í þessu skyni. Ungar konur verða fyrir gríðarlegu áreiti hvað varðar staðalmyndir í teiknimyndum og kvikmyndum. Þar er lögð mikil áhersla á kyn- þokka. Dæmigerð kona í teikni- mynd/kvikmynd er ljós yfirlitum með sítt fallegt hár, grannt mitti, stór brjóst og langa leggi. Þær eru mun sjaldnar í aðalhlutverki og oftar í stuðningshlutverki. Afleið- ingar þessa eru alvarlegar en ung- ar konur hætta samkvæmt rann- sóknum stofnunarinnar að huga að eigin áhugamálum eða hugsunum og einbeita sér að útlitinu. Aldurs- mörkin færast neðar og neðar og allt að sjö ára stúlkur fara í megrun í viðleitni til að standast þröng við- mið sem birtast í staðalmyndum. Ungir karlar líða helst fyrir stað- almyndir sterku og alvitru hetjunn- ar. Þeir geta fundið fyrir vanmætti þegar þeir gera mistök og þeim finnast þau óyfirstíganleg. Þetta getur valdið alvarlegu þunglyndi og kvíða. Hins vegar er meira rými fyrir karlmenn á hvíta tjaldinu en konur þegar kemur að líkamsvexti og útliti. kristjana@dv.is Sjö ára stúlkur í megrun Vinnur gegn áhrifum staðalmynda Geena Davis rekur stofnun sem stuðlar að heil- brigðari staðalmyndum í sjónvarpi og kvikmyndum. M egrun getur verið lífs- nauðsynleg þeim sem eru alvarlega of feitir,“ segir Svanur Sigurbjörnsson, læknir og sérfræðingur í lyflækningum. „Sumir þurfa virkilega á því að halda að endurskipuleggja mataræði sitt í þeim tilgangi að létt- ast. Það er ekkert grín að vera kominn yfir 45 í líkamsþyngdarstuðli. Þá eru efnaskiptin komin í óefni, líkur aukast á sykursýki og tíðni ristil- og brjósta- krabbameina eykst. Íslendingar hafa þyngst mikið síðustu ár og það er afar mikilvægt að við horfumst í augu við vandann án afneitunar og án þess að finna til vanmáttar eða skammar. Mesta langlífið er hjá fólki sem er með líkamsþyngdarstuðulinn í námunda við 23. Það er reyndar sjaldséð hjá fólki í dag. Við höfum þyngst svo mik- ið undanfarna áratugi.“ Geðheilsan mikilvæg Svanur leggur þó áherslu á að þeir sem þurfi á því að halda að bæta mat- aræðið í þeim tilgangi að auka við vel- líðan og heilsu verði að læra að gera það án skammar. Geðheilsan sé ekki síður mikilvæg. „Dökka hliðin við megrun er sú að henni getur fylgt sí- felld skömm vegna eigin útlits, sjálfs- ásakanir og vanlíðan. Sé megrun útlitsmiðuð, er hún óvinur. Því dóm- harkan er vítahringur sem getur end- að í átröskunarsjúkdómum og þung- lyndi. Megrun ætti alltaf að miða að lík- amlegu heilbrigði og besta megrunin er einföld lífsstílsbreyting sem er hægt að halda til frambúðar með góðum árangri.“ Verðum að hætta að lifa í skömm Svani finnst megrunarlausi dagurinn á villigötum. Það þarf að hjálpa of feitu fólki að losna við skömmina, en ekki á þá leið að segja að það sé allt í lagi að vera of feitur. „Það er ekki í lagi að vera of feitur, og það er heldur ekki í lagi að vera allt of grannur. Heilsufars- vandamálin sem fylgja eru of alvarleg. En það er rétt að það er fyrir öllu að fólki líði vel, sama hvert vaxtarlagið er. Kannski ætti megrunarlausi dagurinn að heita refsingarlausi dagurinn.“ Sumir mega vera of þungir Hann nefnir að sumir geti verið í of- þyngd, svo jaðri við offitu, en samt verið í góðu líkamlegu ástandi. „Sum- ir eru of þungir en í góðri þrekþjálfun og borða hollt fæði. Það er sterkt mót- vægi gegn ofþyngd og vörn gegn van- líðan og menningarsjúkdómum. Eins er það með þá sem eru of grannir, þeir geta verið í verra líkamlegu ástandi en þeir sem eru yfir kjörþyngd til dæm- is þeir sem reykja og hreyfa sig ekki reglulega. Það sem skiptir máli er að fá góða næringu og hreyfa sig.“ Fasta virkar ekki Svanur hefur rætt um dramatískar að- ferðir til megrunar og þá sérstaklega hefur hann látið til sín taka í að fræða almenning um skaðleg áhrif þess að fara í detox-prógramm eða fasta til lengri tíma. „Þegar maður er kominn yfir 48 tíma á algerri föstu, er maður búinn með sykurbirgðirnar í líkamanum. Þá byrjar líkaminn að brjóta niður vöðv- ana til að búa til sykur, því að heilinn verður að fá einhvern sykur. Lifrin get- ur búið til sykur úr byggingarefnum prótína og þannig stendur manneskja sem fastar eftir vöðvaminni, slappari og kraftminni. Manneskja sem fastar hefur minni vef til að brenna hita- einingum eftir á og þetta getur leitt til þess að það verður hröð þyngdar- aukning þegar föstunni sleppir. Lang- ar föstur auka einnig talsvert líkur á myndun gallsteina í gallblöðrunni og það getur kostað aðgerð. Eini kosturinn við 1–2 daga föstu gæti verið sá að þeir sem eru komn- ir í mikil óefni í ofneyslu nái að létta af meltingarfærunum miklum fæðu- massa, beita sig aga og koma sér í gang í breyttum lífsstíl með hófstilltri megrun í framhaldinu. Þetta á helst ekki að vera alger fasta og fæðuinn- takan á að dreifast yfir daginn í litlum máltíðum.“ Þarf ekki að hjálpa líkamanum Hann segir algera þvælu að líkamann þurfi að afeitra reglulega. Líkaminn hafi mjög fullkomið afeitrunar- og út- skilnaðarkerfi sem þarfnist ekki sér- stakar hjálpar. „Það þarf ekki að hjálpa líkam- anum að hreinsa sig umfram það að drekka einfaldlega nóg af vatni, hreyfa sig, borða hollan og góðan mat, taka lýsið og halda sér í kjörþyngd.“ kristjana@dv.is Íslendingar hafa þyngst Svanur Sigurbjörnsson segir nauðsynlegt að Íslendingar nái að horfast í augu við þyngdaraukningu án þess að finna til vanmáttar og skammar. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON n Dökka hliðin við megrun er skömm vegna eigin útlits Megrun getur verið lífsnauðsynleg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.