Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 26
26 Fólk 7. maí 2012 Mánudagur Ívar hættur í ræktinni n Útvarpsmaðurinn stælti fórnarlamb vinnustaðahrekks M argir supu hveljur þegar útvarpsmaðurinn hrausti Ívar Guðmundsson á Bylgjunni tilkynnti á fés­ bókinni að hann væri hættur að hreyfa sig. Eins og flest­ ir vita er Ívar á kafi í líkamsrækt og stæltur eftir því en hann og Arnar Grant framleiða til að mynda pró­ teindrykkinn Hámark. Fésbókar­ færslan „er hættur í líkamsrækt að ei­ lífu, nú verður sukkað það sem eftir er“, vakti því mikla athygli vina hans og einhverjir þóttust þess fullvissir að útvarpsmaðurinn væri fórnarlamb vinnustaðahrekks. Sannleikurinn kom fljótlega í ljós þegar Ívar þakk­ aði tæknimanninum Þráni Steinssyni færsluna. Vinnustaðahrekkir tengdir Face­ book eru alltaf jafn vinsælir en fjöl­ miðlamenn á borð við Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson úr Kast­ ljósi hafa orðið fórnarlömb þeirra. Helgi lenti í einum slíkum á síðasta ári þegar óprúttinn samstarfsmað­ ur komst inn í fésbókarsíðu hans og tilkynnti um fjölgun í fjölskyldunni. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og á innan við 50 mínútum höfðu 64 aðilar kunnað að meta færsluna auk óteljandi heillaóska. Lögmaðurinn Katrín Oddsdóttir gerði einnig þau mistök að standa upp frá opinni tölvu sem varð til þess að á fésbókarsíðu hennar voru eftirsóttir miðar á tón­ leika Bjarkar auglýstir til sölu á helm­ ingsafslætti. Katrín stóð í ströngu það sem eftir lifði dags við að svara pósti og símtölum frá æstum Bjarkar­ aðdáendum sem líklega þótti brand­ arinn ekkert voðalega fyndinn. Flott fyrirmynd Leikarinn Ævar Þór Benedikts­ son er vinsæll á meðal barna eftir að hafa leikið vísindamann­ inn í Stundinni okkar. Ævar Þór leikur í forvarnarleikritinu Hvað ef, en fjallað er um leikritið í SÁÁ blaðinu. Þar kemur fram að Ævar Þór sé einn þeirra sem hafi aldrei byrjað að drekka áfengi. Ævar Þór, sem lék líka í sjónvarpsþáttunum Dagvaktinni, Rétti, Hæ Gosa og Heimsenda, er því flott fyrirmynd ungra krakka. Komnar í tískubransann Manuela Ósk Harðardóttir og Anna Lilja Johansen hafa stofnað saman fyrirtæki sem framleiðir tískufatnað undir merkinu Malla Johansen. Manuela og Anna Lilja kynntust fyrst þegar þær kepptu báðar um titilinn ungfrú Reykjavík árið 2002. Manuela var krýnd ung­ frú Reykjavík en Anna Lilja var þá valin ljósmyndafyrirsæta keppn­ innar. Þær eru nánar vinkonur en kærasti Önnu Lilju er Vilhjálmur Vilhjálmsson lögfræðingur. Sá hinn sami og kom Manuelu til varnar í skilnaði hennar og fót­ boltakappans Grétars Rafns. Merkið kalla þær, sem fyrr seg­ ir, Malla Johansen og fötin eiga að vera unnin úr hágæðaefnum. Árni Páll varalitar sig Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, mundaði vara­ litinn líkt og vanur maður í verki á yfirlitssýningu sem Ungir jafnað­ armenn standa fyrir á kaffihúsinu Sólon um þessar mundir. Sýningin ber heitið Mál málanna og er haldin til að vekja athygli á þeim málum sem ríkisstjórnin hefur komið í gegn á yfirstandandi kjör­ tímabili. Fjölmargir þingmenn og ráðherrar tóku sig til, varalituðu sig og fengu sér sopa úr plastmáli. Gjörningurinn var myndaður í bak og fyrir og má sjá afraksturinn á sýningunni. Guðbjartur Hannesson velferð­ arráðherra var til að mynda ekki eftirbátur kollega síns, Árna Páls. Hann tekur sig vel út skælbros­ andi með bleikan varalit á einni mynd á sýningunni. Vöðvatröll Þráinn Steinsson hlýtur að teljast hugrakkur maður ef hann ber ábyrgð á að hafa hrekkt Ívar. n Fékk bókasamning hjá virtu bókaforlagi í Bretlandi E bba Guðný Guðmundsdóttir er öllum Íslendingum kunn. Hún hefur helgað sig nær­ ingu og hollari lífsháttum allrar fjölskyldunnar. Hún gaf út bókina Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? sem hefur reynst ís­ lenskum foreldrum ómetanlegur fjár­ sjóður í leitinni að hollari lífshátt­ um og þá heldur hún úti vefsíðunni pureebba.com þar sem hægt er að finna myndbönd og girnilegar upp­ skriftir. Ebba Guðný hefur ekki síður hreyft við Íslendingum sem þraut­ seig móðir en sonur hennar Hafliði fæddist fótalaus og hefur hún leitað allra leiða til að hann eigi sem besta möguleika á gæfuríku lífi. Hún fluttist meðal annars til Afríku um skeið þar sem hún kynntist háttum fótalauss af­ rekshlaupara og nýtti sér tækifærið og lærði um afríska matargerð. Les yfir samninga Vinsældir Ebbu Guðnýjar hafa verið miklar hér á landi og nú er heims­ frægðin á næsta leiti. Ebba Guðný hefur fengið bókasamning í Bret­ landi hjá afar virtu bókaforlagi og er himinlifandi með árangurinn. „Ég er búin að fá samninginn sendan en er enn sveitt að lesa hann yfir og reyna að átta mig á honum. Er núna að taka nýjar forsíðumyndir fyrir bókina þar úti, en forsíðan þarf að vera klár núna fljótlega og bókin kemur út þar í nóvember.“ Eldar eins og enginn sé morgundagurinn Ebba er í öðru afar spennandi verk­ efni og vinnur að nýrri matreiðslubók í samstarfi við Latabæ og áherslurnar eru á hollan og hreinan heimilismat. „Latibær er skemmtilegt verkefni og ég er mjög glöð að vinna með þeim. Ég er að leggja lokahönd á verkefnið núna og elda eins og enginn sé morg­ undagurinn alla daga og svo eru tekn­ ar myndir. Áherslan er lögð á einfald­ an, hollan og hreinan heimilismat sem mér og minni fjölskyldu finnst góður. Það er víst eina viðmiðið sem ég get notað þótt gestum og gangandi verði að finnast hann góður líka,“ segir hún og hlær. Fengu að hitta íþróttaálfinn Hvað skyldi börnunum hennar finnast um verkefnið í Latabæ? „Hanna og Hafliði segja sosum minnst um þetta, eru bara al­ veg slök yfir verkefnum móður sinnar. En þau eru búin að fá að fara í stúdíó og hitta íþróttaálfinn sjálfan og allt saman, það var mjög skemmtilegt,“ segir hin orkumikla Ebba Guðný. kristjana@dv.is Heimsfrægð á næsta leiti Með börnunum Ebba Guðný hefur vakið eftirtekt Íslendinga en sonur hennar Hafliði fæddist fótalaus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.