Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 14
14 Erlent 7. maí 2012 Mánudagur
Þrír fréttaljósmyndarar myrtir
n Sundurskorin lík fréttaljósmyndara fundust í skurði
Ó
þekktir aðilar í fylkinu Vera cruz
í Mexíkó hafa lýst yfir stríði á
hendur fréttaljósmyndurum
á svæðinu. Þrjú sundurskot
in lík af fréttaljósmyndurum fund
ust í plastpokum í skurði fyrir helgi.
Ljósmyndararnir störfuðu fyrir ólík
ar fréttaveitur. Það sem gerir morðin
enn óhugnanlegri er að líkin fundust
á Alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis sem
blaðamenn héldu um allan heim á
fimmtudaginn.
Svo virðist sem allir ljósmyndar
arnir hafi verið pyntaðir áður en þeir
voru myrtir. Líkfundurinn kemur að
eins nokkrum dögum eftir að þekkt
rannsóknarblaðakona fannst myrt á
heimili sínu. Hún hafði verið kyrkt.
Ljósmyndararnir voru meðal ör
fárra blaðamanna sem enn hættu sér
til að skrifa um glæpagengin í Vera
cruz, sem hafa síðustu ár háð blóð
ugt stríð við önnur eiturlyfjagengi
svo að þúsundir saklausra manna
hafa legið í valnum. Hinir myrtu áttu
það sameiginlegt að hafa flúið Verac
ruz tímabundið á síðasta ári eftir að
lögregla tregðaðist til að rannsaka
hótanir gegn þeim.
Eftir að nokkrir blaðamenn voru
myrtir í fylkinu á síðasta ári, hefur
fréttaumfjöllun um glæpi og spill
ingu nánast horfið. Blaðamenn þora
því einfaldlega ekki lengur af ótta við
Zeturnar – einn hrottalegasta eitur
lyfjahringinn í landinu. Þó að öll
spjót beinist að Zetunum, hefur enn
ekki tekist að sanna að þeir hafi stað
ið á bak við morðin á fréttamönn
unum. Miðað við ástandið í fylkinu
er ólíklegt að morðingjarnir verði
nokkru sinni dregnir fyrir dóm. Viðbjóður Þremur blaðaljósmyndurum var misþyrmt áður en þeir voru drepnir.
Milljónir í
bætur eftir
að flugið
féll niður
Þegar öskuskýið frá Eyjafjalla
jökli dreifðist yfir lofthelgi Evr
ópu svo að flug um alla álfuna
lá niðri dögum saman, voru
Bretinn Philip Marshall og fjöl
skylda hans á leið heim til sín
frá SuðurAmeríku, þar sem þau
höfðu verið á ferðalagi. Ólíkt tug
þúsundum
flugfarþega í
Bretlandi, sem
voru stranda
glópar vegna
flugbannsins,
ákvað Mars
hall að nota
tækifærið og
stefna flug
félaginu sem
hann átti bók
að hjá. Marshall, sem er sagður
vera einn af færustu lögmönnum
Bretlands og sérhæfir sig í mál
sóknum gegn fyrirtækjum, hafa
nú verið dæmdar tæpar 2 millj
ónir króna í skaðabætur frá flug
félaginu sem neyddist til að fella
niður flugið vegna öskuskýsins
frá Eyjafjallajökli.
Fjölskyldan hafði verið á
ferðalagi um SuðurAmeríku,
varið hálfum mánuði í Ekvador
og heimsótt Galapagoseyjar. Þau
höfðu flogið til Madrid þaðan
sem þau ætluðu að fljúga heim
til London. Fluginu var aflýst og
ákvað fjölskyldan því að leggja á
sig fjögurra daga ferðalag til að
komast heim til sín. Þau vissu
það ekki þá en þau hefðu getað
tekið flug daginn eftir frá Madrid.
Philip og Barbara, kona hans,
fóru hins vegar að ráðum starfs
manns Iberia Airlines sem sagði
þeim að þau ættu frekar að keyra
heim til sín.
Fjölskyldan leigði því bíl og
keyrði fyrsta daginn til Bordeaux
í Frakklandi, áður en þau keyrðu
til Parísar daginn eftir. Þau tóku
síðan lest til Brussel þar sem þau
gistu eina nótt áður en þau kom
ust loksins til London.
Samkvæmt tilskipun Evrópu
sambandsins var Iberia Airlines
skyldugt til að endurgreiða þeim
flugfargjöldin, alls 180.000 krón
ur, en félagið neitaði að greiða
fyrir kostnaðinn við ferðalagið
heim til London.
Marshall sá því þann kost
vænstan í stöðunni að draga
spænska flugfélagið fyrir dóm til
þess að fá endurgreiddan kostn
aðinn sem fjölskyldan lagði út
vegna ferðalagsins. Dómurinn
féllst á að Philipsfjölskyldunni
skyldu greiddar bætur þar sem
flugfélagið hefði ekki staðið við
skyldu sína að bjóða þeim annað
flug sem allra fyrst. Félagið þurfti
því að greiða fjölskyldunni 1,6
milljónir í ferðakostnað og 400
þúsund krónur í bætur. Flug
félagið áfrýjaði dómnum en hafði
ekki erindi sem erfiði.
Philip var að vonum ánægður
með niðurstöðu dómsins: „Það
er alveg klárt að flugfélögin reyna
að fæla fólk frá því að sækja bæt
ur á hendur þeim. Vonandi er
málið mitt fordæmisgefandi fyrir
aðra sem ætla að sækja bætur á
flugfélögin.
valgeir@dv.is
Philip Marshall
Smyglaði „Sprengju“
auðveldlega í gegn
B
retar verja samtals 200
milljörðum króna í örygg
isgæslu fyrir ólympíuleik
ana sem fara fram í Lond
on í sumar. Alls hafa 23.700
öryggisverðir verið ráðnir til að
gæta öryggis gesta og keppenda á
ólympíu leikunum, auk 14.000 her
manna sem munu standa vaktina
þungvopnaðir. Þá hafa Bretar varið
1,6 milljörðum króna í að reisa 15
kílómetra rafmagnsgirðingu í kring
um ólympíuþorpið.
Það reyndist hins vegar leikur
einn fyrir óbreyttan byggingaverka
mann í ólympíuþorpinu að smygla
gervisprengju inn á nýja ólympíu
leikvanginn, aðeins einum sólar
hring áður en hann var vígður form
lega að viðstöddum tugum þúsunda
gesta á laugardaginn.
Fór í gegnum tvö öryggishlið
Óhætt er að segja að verkamaður
inn í samstarfi við breska blaðið The
Sun hafi náð að gera skipuleggjend
ur leikanna að fíflum og afhjúpað
meiriháttar bresti í öryggismálum, nú
þegar aðeins 82 dagar eru þar til leik
arnir hefjast. Plottið gekk út á það að
blaðamenn The Sun settu saman
pakka sem líktist tímasprengju mjög
mikið. Í pakkanum voru stór batterí,
tengd með vírum við litla tifandi vekj
araklukku. Allt mjög raunverulegt. Á
mjög áberandi hátt, beint fyrir fram
an öryggisgæsluna, afhentu þeir hon
um síðan pakkann. Hann átti síðan að
sýna fram á hversu auðveldlega hann
gat komist í gegnum öryggiseftirlitið
með „sprengjuna“ í fórum sínum.
Verkamaðurinn, sem keyrir
gröfu á byggingasvæðinu, gat keyrt
í gegnum tvö öryggishlið algjörlega
óáreittur. Það sem meira er, þá var
hin meinta sprengja vel sýnileg á
gólfi gröfunnar. Verkamaðurinn tók
síðan allt upp á falda myndavél sem
hann hafði á sér. Í myndbandinu má
sjá að öryggisverðir litu vart á hann
þegar hann keyrði í gegn og mátti sjá
þá spjalla saman í rólegheitunum við
öryggishliðið.
Gat farið út um allt með
pakkann
Þegar hann var kominn í gegnum
öryggishliðið tók hann hinn ógn
vekjandi pakka upp og tók myndir af
honum aðeins nokkrum metrum frá
íbúðarhúsum þar sem 17.000 íþrótta
menn munu búa í sumar. Hann ók
síðan óáreittur um ólympíuþorpið
og tók myndir af gervisprengjunni
við ýmsa staði, þar á meðal við leik
vanginn sjálfan. Verkamaðurinn seg
ir að ef um raunverulega sprengju
hefði verið að ræða, hefði hann hæg
lega getað komið henni fyrir þannig
að hún spryngi sólarhring síðar þeg
ar 40.000 gestir voru á leikvanginum.
Verkamaðurinn, sem segir að sér
hafi ofboðið að sjá hversu lítið raun
verulegt eftirlit var við ólympíuleik
vanginn, hafði samband við The Sun
til þess að sýna fram á að þrátt fyrir
að öllum þessum peningum hefði
verið varið í öryggismál, væru varn
irnar í raun hripleikar. „Ég hef unnið
á svæðinu í nokkur ár og er alltaf að
heyra hversu ströng öryggisgæslan
sé. Raunin er hins vegar sú að aðeins
á morgnana er gerð öryggisleit í gröf
unni minni. Eftir það get ég farið inn
og út af svæðinu án þess að nokkur
veiti því sérstaka eftirtekt.“
Innanríkisráðuneytið vill
rannsókn
Innanríkisráðuneyti Bretlands hefur
farið fram á það við skipuleggjendur
leikanna að þeir endurskoði örygg
ismál vegna atviksins. Sérfræðing
n Meiriháttar brestir afhjúpaðir í öryggisgæslu ólympíuþorpsins í London sólarhring fyrir opnun
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Lögreglumenn á vakt Bretar verja
200 milljörðum króna í öryggisgæslu fyrir
ólympíuleikana í London í sumar.