Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2012, Blaðsíða 15
Útitekin Patricia
Krentchil segist
ekki vera ljósa-
bekkjafíkill, en hún
fer þó 20 sinnum í
mánuði í ljós.
Erlent 15Mánudagur 7. maí 2012
A
dolf Hitler notaði meira en
28 tegundir lyfja á sama tíma,
samkvæmt sjúkraskýrslum
um foringjann sem settar
hafa verið á uppboð hjá Alexander
Historical Auctions á netinu. Sam-
kvæmt gögnunum notaði Hitler jafn-
framt oft kókaín og þjáðist af óstjórn-
legum vindverkjum.
Það er ekki ókeypis að eignast
læknaskýrslur Hitlers, sem hafa í það
minnsta nokkuð mikið sögulegt gildi,
en hvert skjal úr skýrslunni mun
kosta um 150 þúsund krónur.
Í sjúkraskýrslunum eru meðal
annars tíu röntgenmyndir af höfuð-
kúpu Hitlers, myndir af innanverðu
nefi hans, þar sem sjá má ummerki
um kókaínneyslu hans. Þá er að finna
skýrslur um stólpípumeðferðir sem
Hitler fékk og gögn um að efnum úr
nautseistum hafi verið sprautað í
hann til þess að auka kynhvöt hans.
Alls unnu sex læknar úr lækna-
liði Hitlers að skýrslunum, sem ára-
tugum saman voru stimplaðar sem
trúnaðargögn. Þó að hvergi sé minnst
á það í skjölunum að Hitler hafi verið
háður kókaíni, þá kemur margsinnis
fram í skýrslu eins læknis að Hitler
hafi notað eiturlyfið í margvíslegum
tilgangi, meðal annars vegna þess að
það gerði hann „hamingjusaman“.
Uppboðið hefst í næstu viku.
n Sjúkraskýrslur Hitlers seldar á uppboði
Hitler notaði kókaín
„Ég er saklaus“
H
in kaffibrúna Patricia Krentcil
frá New Jersey í Bandaríkj-
unum, sem ákærð hefur verið
fyrir að setja fimm ára dóttur
sína í ljósabekk, segist vera fórnar-
lamb nornaveiða. Í samtali við frétta-
menn kallaði hún gagnrýnendur sína
feita, ljóta og öfundsjúka. Hún seg-
ist vera frábær móðir og hún myndi
aldrei stofna dóttur sinni í hættu með
því að setja hana í ljósabekk. Krent-
cil á yfir höfði sér allt að 10 ára fang-
elsi fyrir slæma meðferð á börnum.
Málið komst upp þegar Anna dóttir
hennar sagði skólahjúkrunarfræðingi
að henni væri illt í líkamanum eftir
að hafa verið í sólbaði með mömmu
sinni.
Patricia, sem sennilega er haldin
brúnkublæti – svo sólbrún er hún,
hefur nú gripið til varna og segir að
brunasár dóttur sinnar séu tilkomin
vegna þess að hún var úti að leika á
sólríkum degi en ekki vegna þess að
hún setti barnið í ljósabekk.
Hún viðurkennir að vera æst í sól-
bað, en segir að hún myndi aldrei taka
dóttur sína með sér í ljós. Læknisskoð-
un á dóttur hennar leiddi í ljós að hún
var með „nokkuð alvarlegan sólbruna“,
eins og læknir orðaði það. Móðirin,
sem er svo brún í framan af ljósa-
bekkjanotkun að húð hennar minnir
á dökkan leðursófa, segist fara í ljós 20
sinnum í mánuði, en allar ásakanir á
hendur henni séu þvættingur.
„Ég er ekki heimsk. Ég er saklaus,“
sagði Krentcil þegar hún ræddi við
blaðamenn fyrir utan sólbaðsstofuna
sína. Þegar hún var spurð hvort hún
væri með brúnkublæti, öskraði hún á
blaðamenn: „Nei, mér finnst bara gott
að vera í sólinni. Það er allt og sumt.“
Eigandi sólbaðsstofunnar hefur
stutt framburð móðurinnar, sem segir
að litla stúlkan hafi beðið frammi með
föður sínum á meðan mamma hennar
var í ljósabekknum.
Smyglaði „Sprengju“
auðveldlega í gegn
ar í hryðjuverkum hafa sagt að þeir
óttist helst að hryðjuverkasamtök
noti menn á borð þann sem smygl-
aði búnaðinum inn, til þess að fremja
voðaverk. Menn sem hafa hreinan
skjöld og engar tengingar við hryðju-
verkamenn.
„Ég get hitt hvern sem er fyrir
utan svæðið án þess að nokkur viti
af því og komið með hvað sem mér
sýnist inn á svæðið aftur. Ef ég hefði
tengingar við hryðjuverkahópa þá
gæti ég smyglað inn sprengjum,
efnavopnum eða bara hverju sem er.“
Sérfræðingur í hryðjuverkum
segir að aðferðin sem verkamaður-
inn beitti sé nákvæmlega sú sama
og írski lýðveldisherinn, IRA, notaði
í sínum hryðjuverkum.
Aðeins heppnir einu sinni
Neil Doyle, sérfræðingur í starfsemi
al-Kaída, segir að menn verði að vera
vel viðbúnir hugsanlegum árásum
frá hryðjuverkasamtökunum. „Það
hefur verið mikið rætt um að sam-
tökin muni reyna að koma sínum
mönnum inn í starfslið leikanna.
Það er einmitt þessi gloppa sem
hryðjuverkahópar reyna að nýta
sér. Ógnin er mjög raunveruleg.
Allir sem ætla sér að gera árás vita
af þessum möguleika. Þetta er mjög
ógnvekjandi, því eins og liðsmenn
IRA sögðu: hryðjuverkamenn þurfa
aðeins að vera heppnir einu sinni.“
n Meiriháttar brestir afhjúpaðir í öryggisgæslu ólympíuþorpsins í London sólarhring fyrir opnun
„Ég get hitt hvern
sem er fyrir utan
svæðið án þess að nokk-
ur viti af því og komið
með hvað sem mér sýn-
ist inn á svæðið aftur.
Ekki sprengja Verkamaðurinn átti ekki
í nokkrum vandræðum með að koma
þessum pakka inn á ólympíuleikvanginn í
London aðeins sólarhring áður en 40.000
manns streymdu þangað. SkjáSkot Af vEf tHE Sun.
n Móðir ákærð fyrir að setja unga dóttur sína í ljós