Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Síða 2
„Þau eru búin að eyðileggja líf mitt“ Þ ó að þetta fólk sé í fangelsi þá er líf mitt eins og fangelsi,“ segir Berglind Steindórsdótt­ ir, fórnarlamb tveggja líkams­ árása, önnur þeirra tengist aðilum sem eru tengdir Hells Angels mótorhjólasamtökunum en sú seinni er óupplýst. Fyrri árásin átti sér stað í Hafnarfirði þann 22. desember og sú síðari í Reykjavík þann 1.janúar síð­ astliðinn. Eins og DV hefur fjallað um þá sitja fjögur í gæsluvarðhaldi út af fyrri árásinni sem þótti sérstaklega hrottaleg eins og má lesa um hér til á opnunni en ekki er vitað hver stóð að seinni árásinni. Síðan árásirnar áttu sér stað hefur Berglind upplifað mikið svartnætti og líf hennar gjörbreyttist í kjölfar þeirra en meðal árásarmanna var fyrrverandi vinkona hennar. Til­ efni árásarinnar er talið vera deilur sem þær stóðu í. Berglind hefur verið í felum und­ anfarna mánuði og undir vernd lög­ reglunnar. Þrátt fyrir það hafa henni borist óbeinar hótanir og fyrir helgi var kveikt í bílnum hennar. Bíllinn stóð fyrir utan húsið þar sem var ráð­ ist á hana í seinna skiptið. Hún seg­ ist viss um að þarna séu að verki þau sömu og stóðu að baki árásunum. Getur hvergi verið Hún segist vera fangi í eigin lífi. „Ég hef ekkert frelsi til að gera eitt eða neitt. Ég get ekki látið sjá mig neins staðar, ég get ekki verið á opinberum stöðum, get ekki talað við neinn, ég get ekki lagt þá ábyrgð á neinn að vita hvar ég á heima eða símann hjá mér. ég get ekki leyft mér að leggja það á aðra að búa yfir svo stóru leyndarmáli. Ég get eng­ um treyst, ég varð að loka á alla,“ seg­ ir hún og það er augljóst að hún tek­ ur það nærri sér. „Fjölskylda mín fékk hótun og þá tek ég ákvörðun um að loka bara á alla. Ég get ekki boðið nein­ um upp á þetta. Eina fólkið sem ég er virkilega í samskiptum við eru lög­ fræðingurinn minn og fagfólk sem er á launum hjá ríkinu við að hjálpa mér,“ segir Berglind sem lifir í stanslausum ótta en er gífurlega þakklát fyrir þá miklu hjálp sem hún hefur fengið frá lögreglu og öðru fagfólki í kerfinu. Hún var illa farin líkamlega eftir árásina en segir þó að andlega hafi hún verið mun verr farin. Líkamlegu einkennin grói hraðar en þau andlegu gróa hægt, og kannski aldrei alveg. Treystir sér ekki til að hafa dótturina Eftir árásina treystir hún engum og getur að mjög takmörkuðu leyti verið í samskiptum við börnin sín en hún á tvö börn. Eldra barnið býr erlendis en það yngra bjó hjá henni áður en árás­ in átti sér stað. „Sem betur fer var hún ekki heima þegar þetta gerðist,“ segir Berglind og vísar til dóttur sinnar. Hún kom henni fyrir hjá ættingjum þar sem hún treysti því ekki að hún væri örugg í sinni umsjá. „Ég er móðir og mér ber skylda til að passa að barnið mitt sé öruggt. Ég get ekki boðið henni upp á öryggi, ég get ekki farið með hana neitt. Og að þurfa að viðurkenna að maður sé ekki besti kosturinn út af einhverju svona, það er með því erf­ iðara sem maður gerir,“ segir hún. Mæðgurnar hittast þó reglulega en þá undir vernd. „Þannig að líf mitt er ekki bara búið að kúvendast út af verkjum, það er allt breytt,“ segir hún og vísar til þeirra líkamlegu áverka sem hún hef­ ur þurft að kljást við en fyrri árásin var mjög hrottafengin. Þarf að flytja frá Íslandi Berglind segist upplifa sig eina í heim­ inum. „Síðan þetta gerðist hefur mér liðið eins og líf mitt sé búið. Ég þarf að flytja í burtu frá Íslandi ef ég vil eiga eitthvert líf. Það held ég að sé nokkuð ljóst. Það eru svo margar manneskj­ ur sem koma að þessu. Mig langar að vera hérna, ég elska Ísland. En líf mitt er búið hérna í einhvern tíma og ég á ekki heima hér,“ segir hún. Á þeim fimm mánuðum síðan árásin átti sér stað hefur Berglind gengið í gegnum mikla hræðslu og óöryggi. „Þetta er búið að vera gríðar­ lega erfitt, ég er búin að vera alveg svakalega andlega í miklu þroti. Gjör­ samlega gjaldþrota andlega og engin innistæða fyrir neinu. Mér finnst ég alltaf vera bara í mínus.“ Missti trúna á mannkynið Hún segist oft hafa íhugað að vilja bara sofna svefninum langa. „Mig langar miklu frekar að geta bara sofn­ að og dáið þannig heldur en að vera pínd til dauða. Það er það sem mig langar ekki. Mig langar ekki að lenda aftur í þessari ógeðslegu pyntingu, þau pyntuðu mig í lengri tíma.“ Hún endurupplifir fyrri árásina oft. „Ég vakna oft upp á nóttunni við högg, eins og það sé verið verið að berja mig. Ég endurupplifi atburðina. Fyrstu mánuðina ældi ég blóði af stressi og vanlíðan. Ég gjörsamlega missti trúna á mannfólkið. Núna er ég þannig að mér finnst ég ekki hafa tilvistarrétt, mér finnst ég ekki eiga rétt á sama súr­ efni og aðrir, mér finnst ég taka pláss og mér finnst ég vera fyrir.“ Hún seg­ ist þó ekki ætla að gefast upp og ætlar ekki að láta gerendurna komast upp með glæpinn. „Fyrr skal ég dauð liggja en að láta þau komast upp með þetta,“ segir hún. Rotuð og skilin eftir meðvitundarlaus Bíll Berglindar var eins og áður sagði staðsettur fyrir utan þar sem seinni árásin átti sér stað þegar kveikt var í honum. Hún man ekki mikið eftir seinni árásinni. Berglind veit ekki hver nákvæm­ lega var þar að verki þar sem þeir sem stóðu að fyrri árásinni voru bak við lás og slá á þeim tíma. En hún segist fullviss hver sé að baki árás­ inni. „Ég veit á hvaða vegum það var, það voru þau. Það er alveg aug­ ljóst. Þetta með bílinn núna. Þetta er engin aðvörun, þetta er bara „state­ ment“ til að hræða mig. Þegar þau skáru í puttann á mér í árásinni þá hótuðu þau að taka alla puttana af mér ef ég myndi ekki þegja. En ég ætla ekki að þegja, ég ætla alla leið með þetta,“ segir hún ákveðin. „Þau eru öll í fangelsi en það er augljós­ lega einhver sem fer og gerir þessa hluti fyrir þau. Ég á enga óvini nema þau og ég veit að þetta er á þeirra vegum. Ég er ekkert að leita að þeim sem kveikti í bílnum því ég veit al­ veg hver gerði það. Það er einhver á þeirra vegum sem fékk þau skilaboð að gera þetta.“ Safnar fyrir jarðarförinni Berglind segist vera farin að hugsa fyrir jarðarförinni sinni því hún ætli sér ekki að skilja börnin sín eftir með jarðarfararkostnað. „Líf mitt er þann­ ig í dag að ég er búin að loka á alla fjölskylduna og ég á tvö börn sem ég ætla ekki skilja eftir með þann reikn­ ing að þurfa að borga jarðarförina mína. Þannig að ég er farin að leggja sjálf fyrir. Ég ætla að borga jarðarför­ ina mína sjálf og ég ætla að hafa eitt­ hvað um það að segja hverjir koma í hana.“ Hætta ekki fyrr en ég er dauð „Þau eru búin að eyðileggja líf mitt, þau geta ekkert eyðilagt meira. Ég veit ekkert hvað er rétt og hvað er rangt lengur. Það er búið að brjóta svo svakalega á mér að ég veit ekkert hvað er rétt og hvað er rangt lengur. Ég er bara að bíða eftir að ég vakni af þessari hræði­ legu martröð. Þetta er bara eins mögulega slæm staða og hægt er að lenda í. Það er ekkert í lífi mínu öruggt núna. Nema það að ég get 99,9 prósent gengið út frá því að 2 Fréttir 21. maí 2012 Mánudagur Fljúgandi furðuhlutur á Akureyri „Ég er ekki geimvera“ „Þetta var bara svifvængjaflug­ maður,“ segir Sigurður Sigurðsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akur­ eyri, eftir að tilkynning barst lög­ reglu um torkennilegan kringl­ óttan hlut sem kom svífandi niður við Hamra rétt utan Akureyrar á föstudag. Lögreglumenn, sem sendir voru á vettvang, voru þó fljótir að átta sig á hvernig í pott­ inn væri búið. „Ég er ekki geimvera,“ segir Ingvi Vaclav Alfreðsson tónlistar­ kennari, svifvængjaflugmaður og meintur fljúgandi furðuhlutur. „Ég var svolítið hátt uppi þannig að það er skiljanlegt að viðkomandi hafi ekki áttað sig á hvað þarna var í gangi,“ segir hann í samtali við DV og bætir við: „En ég get alveg staðfest það að ég er jarðarbúi, þó ég tali með furðulegum hreim.“ Að sögn Gísla Steinars Jóhann­ essonar, sem sér um vefsíðuna paragliding.is, stafar almennt lítil hætta af svifvængjaflugmönnum og reyna þeir að lenda sem fjærst skepnum og fólki. Sigmund látinn Uppfinningamaðurinn og teiknarinn ástsæli Sigmund Jóhannsson Baldvinsen lést á laugardagsmorgun, 81 árs að aldri, eftir erfið veikindi. Sig­ mund teiknaði skopmyndir fyrir Morgunblaðið í 44 ár sem unnu sér fastan sess í huga þjóðarinnar. Sigmund fæddist 22. apríl 1931 í Noregi. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Helgu Ólafsdótt­ ur, og þrjá syni, þá Ólaf Ragnar, Hlyn og Björn Braga. Fjölmennt björgunarlið tók þátt í björgunaraðgerðum Féll marga metra á Horn- ströndum Á þriðja tug björgunarmanna var kallaður út á sunnudag eft­ ir að maður féll niður tíu til tutt­ ugu metra bjarg á Hornströndum. Maðurinn var við eggjatöku þeg­ ar slysið átti sér stað en hann var í um 25 metra hæð yfir fjörunni þeg­ ar hann féll en hann lenti á syllu. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn til Reykjavíkur en hann var með meðvitund þegar björg­ unarmenn komust að honum. Sérþjálfaðir fjallabjörgunarmenn voru notaðir við björgunina. Þetta kom fram í nokkrum mismunandi tilkynningum frá Slysavarnarfélag­ inu Landsbjörg. Björgunarmönnum gekk ágæt­ lega að komast að manninum þar sem hann lá á syllunni þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Komu þeir hon­ um í björgunarbát sem sendur hafði verið frá Ísafirði á slysstað­ inn. Með bátnum var hann svo fluttur undir Grænuhlíð þar sem hann var hífður upp í þyrlu Land­ helgisgæslunnar. Þyrlan flutti svo manninn til Reykjavíkur. n Berglind er fórnarlamb hrottalegrar líkamsárásar tengdri Hells Angels Í stöðugum ótta Líf Berglindar er ekki samt eftir árásirnar. Hún lifir í stöðugum ótta, getur ekki haft dóttur sína hjá sér og hefur lokað á samskipti við alla sem standa henni nærri. Bíllinn Hér sést Berglind við bílinn. Hann er brunarústir einar og nánast bara grindin stendur eftir. Hún segist sannfærð um að sömu öfl séu að baki brunanum og eru að baki árásunum. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.