Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 10
Þ órhallur Þorsteinsson er einn þeirra Austfirðinga sem mótmæltu aðgerð­ um á hálendi Austurlands vegna Kárahnjúkavirkjun­ ar. Fyrir vikið var hann úthrópaður umhverfis sinni og svikari, sakaður um að standa í vegi fyrir framþróun í samfélaginu. Áhrifamenn reyndu að hrekja hann úr starfi, hann þurfti að svara til saka gagnvart vinnuveitanda sínum og vinir hans snerust gegn honum. Undirbúningur vegna virkj­ unarinnar hófst árið 1999 en fram­ kvæmdir hófust árið 2002. Virkjunin var síðan gangsett árið 2007 en þrátt fyrir að nú séu nokkur ár liðin frá því að baráttan stóð sem hæst hafa sárin ekki gróið. „Það eru heimili hér á Egilsstöð­ um sem ég kem ekki inn á út af þess­ um deilum. Heimili þar sem ég var gestur kannski einu sinni til tvisvar í viku áður. Ég veit ekki hvort ég væri velkominn þangað í dag. Kannski. En þarna var ég að ósekju særður þeim sárum að ég hef ekkert þar inn að gera. Ég heilsa þessu fólki en ég hef ekkert inn á heimili þeirra að gera. Ég varð nánast fyrir einelti,“ segir Þór­ hallur þar sem hann situr í hæginda­ stól á heimili sínu á Egilsstöðum. Heimilið ber þess merki að hann er mikill náttúruunnandi, hér er fjöldi bóka um hálendi Íslands, nátt­ úruna og dýralíf. Þórhallur hefur líka lengi ferðast um hálendið og þekkti þetta svæði betur en margir. „Ég var búinn að ferðast um þetta svæði ára­ tugum saman. Ég var búinn að fara þarna um gangandi, á bíl og fljúga yfir það. Ég fór um þetta svæði sumar og vetur. Ég fór þarna sem leiðsögu­ maður og þekkti þetta svæði mjög vel. Þannig að ég er ekki einn af þeim sem eru að tala um þetta og hafa ekki þekkt það.“ Hann þekkti svæðið og honum þótti vænt um það. Honum þótti sárt að sjá landinu sökkt fyrir lónið og hefur aldrei tekist að sætta sig við það. „Ég er gríðarlega ósáttur við allt sem þessu viðkemur. Virkjunina, ál­ verið, umhverfisáhrifin og í ofanálag hefur þetta ekki fært okkur það sem ætlast var til. Þannig að ég sé ákaf­ lega lítið jákvætt við þetta“ segir Þór­ hallur. „Fórnin inn frá, umhverfisáhrifin af þessum framkvæmdum, er þannig að það er ekki hægt að réttlæta það sem þarna var gert. Tugir fossa sem margir hverjir voru mjög fallegir eru að hverfa og eru nánast vatnslaus­ ir. Þar sem lónið er fór mjög merki­ legt svæði undir vatn. Hálsinn sem var aðalburðarsvæði hreindýranna. Þetta var líka eini staðurinn á Íslandi þar sem samfelldur gróður var frá sjó og upp að jökli. Nú er búið að rjúfa það með Hálslóni.“ Andstaðan á Austurlandi Á ferð blaðamanns um svæðið var heimafólki tíðrætt um það hvern­ ig listamenn úr 101 mótmæltu þessum aðgerðum. Þórhallur bendir hins vegar á að fyrsta andstaðan sem myndaðist gegn þessum fram­ kvæmdum var á Héraði. „Það virð­ ist oft gleymast því það er alltaf talað um 101 Reykjavík. En hér var stofnað félag um verndun hálendis á Austur­ landi áður en þessar deilur hófust. Félagið var stofnað gegn þessum framkvæmdum, Kárahnjúkar voru ekki einu sinni komnir í almenna umræðu þá þótt við vissum auðvitað af þeim.“ Á stofnfundinn mættu um tuttugu til þrjátíu manns sem sammæltust um mikilvægi þessa félags. Fljótlega fór þó að tínast úr hópnum. „Menn sem voru að öndverðum meiði mið­ að við það sem almennt gekk voru kúgaðir. „Dæmið var sett upp með þeim hætti að Austfirðingar stæðu saman. Við hinir sem vorum and­ vígir þessum aðgerðum vorum ekki sannir Austfirðingar. Og við vorum alls ekki góðir borgarar. Við vorum svikarar í huga fólksins. Við vorum bara fólkið sem vildi að aðrir færu aftur í torfkofana eins og sagt var. Við vorum sagðir á móti framförum, á móti því að skapa börnunum fram­ tíð, þetta dundi á manni, að börnin kæmu ekki aftur heim eftir nám, að þau fengju ekki vinnu. Í huga þessa fólks var ég að taka lífsviðurværið af börnunum þeirra með andstöðunni, koma í veg fyrir atvinnusköpun og lækka verð á húsnæði hér fyrir aust­ an. Þetta fékk ég allt að heyra. Svona var þetta.“ Fyrstu mótmælaaðgerðirnar Einu sinni gekk fúkyrðaflaumurinn þó lengra en eðlilegt getur talist. „Mér var hótað lífláti. Maður sem ég hafði unnið með mætti mér úti á götu og sagði að það ætti bara að skjóta mig. Auðvitað var sárt að mæta þessu, það var sárt því það var verið að reyna að kúga mig. Persónu­ gera málið þannig að ég væri að hafa eitthvað af fólki, koma í veg fyrir að fólkið hér lifði eðlilegu lífi. Það var viðhorfið. Ég hef búið hér frá því að ég var lítill krakki og hef frá unga aldri ver­ ið að vinna þessu samfélagi gagn. Ég tók þátt í því að byggja það upp, félagslega og sem einstaklingur. Ég hef verið hér allt mitt líf. Þrátt fyr­ ir andstöðu mína við þessar fram­ kvæmdir leit ég svo á að ég væri ekki síður meðlimur þessa samfélags enda hef ég ekkert gert hér sem rétt­ lætir það að ég sé borinn þeim sök­ um að vilja spilla fyrir samfélaginu, ég var bara á móti þessari aðgerð. En það átti að kúga mig eins og aðra til hlýðni.“ Þrátt fyrir allt sem á gekk á þess­ um tíma voru hugsjónir Þórhalls þess eðlis að hann neitaði að þegja, staðráðinn í að láta ekki þagga niður í sér og hann barðist áfram fyrir hug­ sjónum sínum með orðum og gjörð­ um. „Ég er líklega eini Austfirðingur­ inn sem var sektaður fyrir andstöðu sína gegn Kárahnjúkum. Ég lokaði ásamt fleirum uppi á brú við Bessa­ staðaá og fékk sekt fyrir,“ segir hann og bætir því glottandi við hann hafi glaður greitt sektina. „Þessi mótmæli voru táknræn fyrir ástandið, tákn­ rænt fyrir það að málið væri komið í hnút. Við ætluðum aldrei að hefta för þeirra sem þarna voru á ferð,“ segir Þórhallur en það var stjórn Lands­ virkjunar ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem var þá borgarstjóri, og deilan var um Eyjabakka. „Við lás­ um fyrir þau tvær ályktanir frá félagi um verndun hálendis Austurlands og þar með var þessum mótmælum lokið.“ Hann sér ekki eftir þessu þótt hann hafi þurft að taka afleiðing­ um gjörða sinna. „Ég var þarna í mínum frítíma en starfaði á þessum tíma fyrir Rafmagnsveitu ríkisins. Og það upphófust einhverjar almestu nornaveiðar á Austurlandi fyrr og síðar. Harkan er mér minnisstæð.“ Hart sótt að honum Þau voru þrjú sem stóðu fyrir þess­ um mótmælum. Þórhallur, Karen Erla Egilsdóttir, sem starfaði sem grunnskólakennari, og Hrafnkell A. Jónsson, sem nú er látinn. „Foreldr­ ar hringdu í skólastjórann og kröfð­ ust þess að nemendur yrðu ekki í tíma hjá þessari konu. Pólitíkusar á Austurlandi reyndu ítrekað að láta reka mig úr vinnu. Það var hringt í rafmagnsveitustjóra ríkisins, raf­ veitustjórann hér og þess var krafist að ég yrði rekinn úr vinnunni vegna þess sem ég gerði í mínum frítíma. Stjórnarformaður Rarik fékk ekki frið fyrir þessum mönnum. Og ég þurfti að standa fyrir máli mínu, ég var kallaður inn til rafmangsveitustjór­ ans hér og þurfti að sanna það fyrir honum að ég hefði verið í fríi, mín orð nægðu ekki og ég þurfti að kalla verkstjórann til sem gaf mér frí. Það var allt reynt. Þetta var harka. Og þegar ég fékk þau skilaboð að áhrifamenn á Austurlandi, virtir borgarar í sínu samfélagi, væru að reyna að klekkja á mér og hrekja mig úr vinnu vegna skoðana minna fékk ég mjög einkennilega tilfinningu fyr­ ir því hvernig samfélagi ég bý í. Ég varð líka vitni að framferði lög­ reglu sem var að eltast við mótmæl­ endur inni á hálendi sem varð til þess að ég velti því fyrir mér hvort ég byggi í lögregluríki. Reynt var að taka hvíld af fólki með því að setja sírenu á um miðjar nætur, það var stöðugt verið að keyra fram hjá þeim og í kringum bíla þeirra, taka flassmyndir í rökkri og loka vegum þannig að ekki var hægt að færa þeim vistir. Ég sá þetta gerast.“ 10 Fréttir 21. maí 2012 Mánudagur Sakaður um Svik vegna Skoðana Sinna n Þórhallur Þorsteinsson mótmælti Kárahnjúkavirkjun n Vinir sneru baki í hann n Vinnufélagi hans hótaði honum lífláti Kelduá Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Vorum við að sökkva þessu landi, vorum við að eyðileggja þessa náttúru, vorum við að þurrka upp fossana til þess að flytja inn farandverkamenn? n Fossarnir sem Þórhallur sér eftir voru annars vegar í Kelduá og hins vegar í Jökulsá í Fljótsdal. Vatni er stundum hleypt á Jökulsá seinni hluta sumars. Fossarnir sem hurfu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.