Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 21. maí 2012 Mánudagur Spennandi og áhugaverð lesning D auði næturgalans er skrifuð af þeim Kaaber- bøl og Friis og er þriðja bók þeirra um hjúkrun- arkonuna Ninu Borg sem hefur rækilega slegið í gegn sem sögu- hetja. Nina Borg er vinnufíkill sem á bágt með að tengjast fólki. Þess utan er hún haldin alls kyns áráttu, svo sem að fylgj- ast með klukku í tíma og ótíma. Nina Borg gæti verið með Asp- berger-heilkennið og er einfald- lega ein áhugaverðasta sögu- hetja norrænna glæpasagna um þessar mundir. Hún fær ekki að búa með fjölskyldu sinni, eiginmanni og tveimur börnum því hún á það til að koma með vinnuna heim. Og þá kemur hún ekki heim með saklausan skjalabunkann. Nina er nefnilega engin venju- leg hjúkrunarkona. Hún sinnir þeim sem eru utangarðs, þeim sem koma til Danmerkur úr samfélagi þar sem ríkir bæði neyð og hætta. Í Dauða næturgalans flækist Nina í mál úkraínskra mæðgna. Natöshu Doroshenko og hinn- ar barnungu Katerinu Doro- shenko. Þegar Natasha flýr á leið til yfirheyrslu hjá lög- reglunni grunuð um morð á tveimur fyrrverandi sambýlis- mönnum sínum hefst dularfull atburðarás. Dóttir Nat- öshu, Katerina, er í umsjá Ninu og eins og vant er leitar hjúkrun- arkonan greinda svara við því sem ekki liggur í aug- um uppi. Í ljós kemur að ræt- ur morðanna teygja sig til Úkr- aínu á tímum Stalíns. Þar hefur illskan kvikn- að og er ekki slokknuð enn. Í sögunni varpa höf- undar eins og áður upp spurningum um illsku og neyð og þá baráttu sem á sér stað í velmegandi samfélög- um. Félagsleg neyð breiðir sig út um heiminn. Hættan er raun- veruleg og hana fjalla nútíma- legar glæpasögur um sem þær Kaaberbøl og Friis gera bráðvel. Sagan er bæði spennandi og áhugaverð lesning. Meint kvenhatur í Cannes Cannes-kvikmyndahátíðin fær ákúrur fyrir karlrembu og kvenhatur vegna þess að dómnefnd valdi ekki einn einasta kvenleikstjóra meðal þeirra 22 sem eru til- nefndir. Hópur kvenleiks- tjóra hefur tekið sig saman um að gagnrýna þetta athæfi dómnefndar og stjórnenda hátíðarinnar. Á síðasta ári voru aðeins fjórir kvenleikstjórar tilnefndir. „Tuttugu og tveir til- nefndir leikstjórar eru vegna ánægjulegrar til- viljunar, allir karlmenn,“ skrifar hópur kvenleikstjóra í opnu bréfi. „Hátíðin sýnir fram á, í enn eitt skiptið, að karlmönnum líkar vel við dýpt kvenna, en aðeins dýpt brjóstaskoru þeirra,“ skrifa þær ennfremur. Táknmynd hátíðarinnar í ár er hin kynþokkafulla Mari- lyn Monroe og þykir það enn auka á karlrembulegar áherslurnar. Franska femínista- grúppan, La Barbe, safnar nú undirskriftum kvenna í kvikmyndaiðnaði til að mótmæla meintu kvenhatri í Cannes. Stjórnendur hátíðarinn- ar vísa öllum ásökunum á bug og nefna máli sínu til stuðnings að enginn kven- leikstjóri hafi verið tilnefnd- ur til Gyllta pálmans og nefna að einhver verk eftir kvenleikstjóra verði sýnd utan dagskrár á Cannes. Dagskrá listahátíðar 21.–22.maí Mánudagur 21. maí Bliss Ragnar Kjartansson sýnir Bliss, myndbandsverk í Þjóð- leikhúsinu frá kl. 12–24.00 Trans Leikrit eftir Sigtrygg Magnason. Strawberries, Lækjargötu 6 a kl 19 Gamli maðurinn og hafið Brúðuleikhúsverk eftir Bernd Ogrodnik. Þjóðleikhúsið kl. 19.30 Þriðjudagur 22. maí Gamli maðurinn og hafið Brúðuleikhúsverk eftir Bernd Ogrodnik. Þjóðleikhúsið kl. 19.30 Viskí tangó Eftir Jón Atla Jónasson. Fornbókabúðin Búðin Klapparstíg 25–27 kl. 20.00 Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bækur Dauði næturgalans Titill á frummáli: Nattergalens død Höfundar: Kaaberbøl og Friis Íslensk þýðing: Ingunn Ásdísardóttir Útgefandi: Forlagið 377 blaðsíður Hjúkrunarkona með árátturöskun Kaaberböl og Friis tekst vel upp í þriðju bók sinni um hjúkrunarkonuna Ninu Borg. Í fyrra pöntuðu Listahátíð í Reykjavík og Útvarpsleik- húsið fjögur ný leikverk af ís- lenskum leikritahöfundum og afraksturinn verður leik- lesinn með tilþrifum á Lista hátíð í vor á óvenjulegum sýningar- stöðum. Í framhaldinu verða verkin þróuð fyrir Útvarpsleik- húsið og flutt þar næsta vetur. Sigtryggur Magnason fékk til liðs við sig Stefán Hall Stefáns- son til þess að sviðsetja verk sitt, Trans, á næturklúbbnum Straw- berries. Það verður að teljast með óvenjulegri sýningarstöð- um en vegna staðsetningarinn- ar er verkið bannað innan 18 ára aldurs. Umræður um kynfæra­ rakstur kveiktu hugmynd Hugmyndin að verkinu kvikn- aði útfrá umræðum síðasta vetrar um konur og karla, þar á meðal um kynfærarakstur. „Á tímabili var umræðan mjög pólaríseruð og það var áhuga- vert að fylgjast með,“ segir Sig- tryggur í samtali við blaða- mann. „Um kynfæri var rætt út frá einföldu sjónarhorni kvenna og karla og það var ekk- ert þar á milli. En heimurinn er flóknari, það er valdabarátta á milli allra og kynferði flóknara hugtak en að það innihaldi bara þetta tvennt, karl og konu. Ég hóf vangaveltur út frá þessum umræðum. Verkið fjallar um Lovísu sem dansar á strippstað og er með typpi. Það fjallar einnig um föður hennar og mann sem segist elska hana og trúnaðarvinkonu hennar. Áður en ég byrjaði að skrifa voru þessir kraftar komnir í verkið, þegar ég byrjaði að skrifa mætt- ust þessir kraftar og verkið varð til. Það fjallar ekki bara um kyn- in heldur líka manneskjurnar sem eru í þessum hólfum sem hefðin hefur búið til. Mig lang- aði líka til að skrifa krefjandi hlutverk fyrir konuna mína, Svandísi Dóru, en hún fer með hlutverk Lovísu. Breskur vin- ur minn spurði hvort það væri ekki erfitt að skrifa svona hlut- verk fyrir konuna sína og þeg- ar ég yppti öxlum, þá hló hann bara og fannst þetta frekar spes, allt að því sjúkt,“ segir Sigtrygg- ur hlæjandi. Listin gerist alls staðar Verkið segir Sigtryggur fyrst og fremst fjalla um manneskjur. „Það á sér stað einn dag í lífi Lo- vísu. Daginn sem móðir henn- ar er jörðuð. Lovísa mætir ekki í jarðarförina og faðir hennar kemur til hennar á strippstað- inn.“ Sýningarstaðurinn hefur vakið athygli og Sigtryggur nefnir að það hafi verið gagn- rýnt að með sýningunni væri verið að normalisera stripp- staði. „En listin gerist alls staðar og fjallar um alla,“ bendir hann á. „Við vinnum svolítið með rými hérna inni. Þetta er til- raunaverkefni en ekki fullgerð sýning og lausnin er í raun ein- föld. Verkið gerist á þessum stað og er því flutt á þessum stað,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort það er ein- hver andi þarna,“ svarar hann aðspurður, „þetta er bara eins og skemmtistaður í rauninni.“ Sýningin er þó bönnuð inn- an 18. „Við viljum ekki vera að þvæla börnum inn á þennan stað, svo einfalt er það. Það er hins vegar ekkert klám í verk- inu og ekki nekt. Verkið verður flutt klukkan 19.00 á Straw berries í Lækjar- götu. Bannað innan 18 á Strawberries n Verkið Trans flutt á næturklúbb n Listin gerist alls staðar „Breskur vinur minn spurði hvort það væri ekki erfitt að skrifa svona hlutverk fyrir konuna sína. Listin gerist alls staðar „Við vinnum svolítið með rými hérna inni. Þetta er tilraunaverkefni en ekki fullgerð sýning og lausnin er í raun einföld. Verkið gerist á þessum stað og er því flutt á þessum stað.“ Mynd SiGTryGGUr Ari Lovísa Lovísa er með typpi og dansar á Strawberries. Mynd Ari MAGG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.