Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Qupperneq 24
24 Sport 21. maí 2012 Mánudagur Sigur ChelSea en tap fótboltanS M ér líður hreint og beint illa eftir þenn- an leik og mér finnst tapið gegn Chel- sea grimmilegri úrslit en tapið á lokamínút- unum í úrslitaleiknum gegn Man chester United árið 1999,“ sagði Karl-Heinz Rumme- nigge, framkvæmdastjóri Bayern München, eftir 3–4 tap þess liðs gegn enska liðinu um helgina eftir vítakeppni. Vísaði hann þar til þess þegar Man- chester United sigraði Bayern í Meistaradeildinni 1999 með tveimur mörkum í uppbótar- tíma eftir að hafa verið undir allan þann leik. Ýmsir í bloggheimum hafa haldið því fram að í þetta skipt- ið hafi Chelsea unnið en knatt- spyrnan tapað og vísa til þess að leikmenn Bayern réðu lög- um og lofum í leiknum og væri fótbolti sanngjörn íþrótt hefði Chelsea aldrei staðið uppi sem meistarar Evrópu 2012. En kannski átti þetta ekki að koma svo mikið á óvart. Chelsea lék mikið til sama leik gegn Barce- lona í seinni undanúrslitaleik þeirra liða og hafði þar betur þó þeir væri manni færri stór- an hluta leiksins. Að auki er erfitt að halda fram með gild- um rökum að félagslið sem klúðrar tækifæri eftir tækifæri í mikilvægasta knattspyrnuleik vertíðarinnar eins og leikmenn Bayern gerðu í leiknum eigi skilið neitt annað en afganga. Sorgmæddur fyrir hönd Bæjara Ásgeir Sigurvinsson, fyrrver- andi landsliðsmaður Íslands og leikmaður með Bayern München, var sorgmæddur fyrir hönd sinna manna eft- ir leikinn en þó raunsær. „Ég var mjög svekktur og sérstak- lega fyrir hönd aðdáenda liðs- ins og borgarbúa enda fór leik- urinn fram í München. Ég get þó ekki sagt að þetta hafi verið tap fótboltans því að leikmenn Bayern fengu fjölda tækifæra og það segir sig sjálft að nýti menn þau ekki er ekki von til þess að menn vinni. Heilt yfir átti þó Bayern þennan leik og það er dálítið merkilegt að svipað og gerðist í seinni leik Chelsea gegn Barcelona þá sigrar liðið sem er með boltann 30 til 35 prósent leiktímans. En þetta gerir knattspyrnuna skemmtilega að hlutirnir fara oft öðruvísi en líklegt þykir.“ Ósanngjarnt en skemmtilegt Annar knattspyrnugarpur sem fylgdist með leiknum og fannst spennandi frá upphafi er Pétur Pétursson. Hann hélt hvorki með Bayern né Chelsea í leiknum en sagði hafa ver- ið forvitnilegt að fylgjast með hvernig þjálfarar liðanna settu leikinn upp. „Niðurstaðan var ósanngjörn því Bayern var betra liðið nánast allan leikinn en um leið og Robben klúðr- aði vítinu og svo mark Drogba á lokamínútunum fékk ég á til- finninguna að Chelsea hefði sigur. Og sigurinn var vissu- lega góður. Það vantaði marga sterka leikmenn í lið Chelsea og bara að Di Matteo skyldi setja Ryan Bertrand í byrjun- arliðið segir allt sem segja þarf um þann skort. Hann stóð sig reyndar mjög vel og það fannst mér Fernando Torres gera líka eftir að hann kom inn á.“ Limbó di Matteo Þrátt fyrir að leiða vængbrotið lið Chelsea til sigurs í Meistara- deildinni þvert á allar spár virð- ist Roberto Di Matteo þjálfari ekki vera í náðinni hjá Roman Abramovich, eiganda félags- ins. Enskir miðlar skýra frá því að forráðamenn Chelsea haldi di Matteo volgum um áfram- haldandi starf en séu á bak við tjöldin að lokka stærri nöfn í þjálfarastólinn. Sömuleiðis er framtíð Didier Drogba, sem óumdeilanlega var maðurinn sem snéri hlutunum við fyrir Chelsea gegn Bayern, óviss en meiri líkur en minni taldar á að honum verði boðinn lengri samningur. Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar Fyrsti Meistaradeildartitill Chelsea í húsi John Terry fyrirliði Chelsea tók þátt í fagnaðarlátunum þó svo hann hafi misst af leiknum sjálfum. n Segja spekingar um úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu Kreppa eða ekki kreppa Þjóðarleiðtogar heims gerðu hlé á fundum sínum til að fylgjast með vítakeppninni í Meistaradeildinni. Þjáning Mario Gomez og Arjen Robben fengu sér sennilega minna af bjór á laugardagskvöldið en til stóð. Capello neitar öllu Ítalinn Fabio Capello hefur formlega hafnað öllum til- gátum þess efnis að hann sé að fara að taka við þjálfun að nýju en hann er reglu- lega sagður í viðræðum við hin og þessi félög. Nú síðast bæði Chelsea og Liverpool en því neitar þessi sigursæli þjálfari. Brottför Bale í spilunum Varnarmaðurinn sókndjarfi hjá Tottenham, Gareth Bale, gæti hugsað sér til hreyf- ings eftir að ljóst varð að Tottenham mun ekki spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sigur Chelsea á Ba- yern kom í veg fyrir að sú yrði raunin þrátt fyrir að lið- ið næði tilskildu sæti í ensku úrvalsdeildinni. Sömuleiðis þykir líklegt að Luka Modric íhugi stöðu sína. Fjárhagur Totten ham er sagður það bágur að liðið skoði allt og allmörg félagslið hafa sýnt Bale áhuga í gegnum tíðina. Þar á meðal Barcelona. Úrslit Pepsí-deildin FH - Breiðablik 3-0 1-0 Björn Daníel Sverrisson (25. víti), 2-0 Ólafur Páll Snorrason (54.), 3-0 Ólafur Páll Snorrason (58.) ÍA - Keflavík 3-2 1-0 Gary Martin (20.), 1-1 Guðmundur Steinarsson (40. víti), 2-1 Ólafur Valur Valdimarsson (64.), 2-2 Arnór Ingi Traustason (73.), 3-2 Garðar Gunnlaugsson (89.) Valur - KR 0-1 0-1 Magnús Már Lúðvíksson (66.) ÍBV - Fylkir 1-1 1-0 Víðir Þorvarðarson (14.), 1-1 Ásgeir Eyþórsson (24.) Staðan 1 ÍA 4 4 0 0 8:4 12 2 FH 3 3 1 0 6:1 10 3 KR 4 2 1 1 8:7 7 4 Valur 4 2 0 2 4:3 6 5 Stjarnan 3 1 2 0 5:4 5 6 Keflavík 4 1 1 2 7:5 4 7 Breiðablik 4 1 1 1 1:4 4 8 Fylkir 4 0 3 1 4:5 3 9 Fram 3 1 0 2 4:5 3 10 Selfoss 3 1 0 2 3:5 3 11 ÍBV 4 0 2 2 4:6 2 12 Grindavík 3 0 1 2 4:9 1 Upp, upp mín sál og West Ham með Það verða þrjú gamalkunn félagslið sem spila á nýjan leik í ensku úrvaldsdeildinni á næstu leiktíð. Um helgina tryggði West Ham United sér farmiðann upp og slæst þar í hóp Reading og Southamp- ton sem etja kappi við þau allra bestu á næstu leiktíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.