Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 3
„Þau eru búin að
eyðileggja líf mitt“
Fréttir 3Mánudagur 21. maí 2012
„Mann langar ekki að fara héðan“
n Rekstur Vinjar tryggður næstu þrjú árin
Þ
etta er mjög ánægjulegt og
kemur ákveðinni ró á starf-
semina því sú óvissa sem hef-
ur ríkt um framtíð hússins hef-
ur haft áhrif á gesti þess,“ segir Þórdís
Rúnarsdóttir, forstöðumaður Vinj-
ar, athvarfs fólks með geðraskanir.
Á föstudag undirrituðu Guðbjartur
Hannesson velferðarráðherra, Jón
Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, Ellý
A. Þorsteinsdóttir, hjá velferðarsviði
Reykjavíkurborgar, Magnús Matth-
íasson, frá Vinafélagi velunnara Vinj-
ar, og Anna Stefánsdóttir, formaður
Rauða kross Íslands, samstarfssamn-
ing sem tryggir rekstur Vinjar næstu
þrjú árin.
„Það er bara ein skýring á því af
hverju við stöndum á bak við þetta
og hún er sú að hér er verið að vinna
gott starf,“ sagði Guðbjartur við til-
efnið. Borgarstjórinn Jón Gnarr sagði
það mikinn heiður að fá að vera
hluti að verkefninu. „Og eiga þátt í
að styrkja og styðja eitthvað sem er
svona gott. Það er alveg yndislegt að
koma hingað, það er alveg sérstakur
húsandi hér í þessu húsi. Virkilega
gott og mann langar eiginlega ekki
að fara héðan,“ sagði Jón.
Í þarfagreiningu á samfélaginu
sem Rauði krossinn lét gera fyrir upp
undir 20 árum síðan kom í ljós að
stór hópur geðfatlaðra átti við mikla
félagslega einangrun að stríða. Þá
var Vin sett á laggirnar. „Markmiðið
með starfseminni er að rjúfa félags-
lega einangrun geðfatlaðra,“ segir
Þórdís. „Hér er oft fólk sem er búið að
vera veikt mjög lengi og búið að vera
í alls konar meðferðum og hjá iðju-
þjálfum. Staðreyndin er sú að þetta
fólk hefur oft verið eins og jójó inn og
útaf geðdeildum og innlagnir hafa í
mörgum tilfellum minnkað hjá því
eftir að það fer að sækja félagsstarf.“
Um 25 manns heimsækja Vin
daglega en Þórdís segir um 100
manna hóp koma um 10 sinnum í
mánuði. „Hér eru allir á eigin for-
sendum og þú þarft ekki að taka þátt
í neinu nema þú viljir það. Sumir
koma hingað bara til að vera innan
um annað fólk, lesa blöðin og fá fé-
lagsskap.“
viktoria@dv.is
Skrifað undir Framtíð Vinjar var tryggð með undirritun samstarfssamnings.
Innbrotsþjófar
með nýburamyndir
n Brotist inn hjá nýbökuðum foreldrum n Vilja endurheimta myndir af nýfræddri dóttur
Þ
egar ég kom heim í morg-
un var búið að spenna upp
svefnherbergisgluggann,
segir Þorgils Bjarni Einars-
son sem varð fyrir því að
brotist var inn í íbúð hans við Sam-
tún í Reykjavík aðfaranótt sunnu-
dags. Innbrotsþjófarnir höfðu á
brott líklega það verðmætasta sem
Þorgils Bjarni og sambýliskona
hans, Guðrún Björk Jónsdóttir,
áttu vistað inni á fartölvum sínum
og myndavélum.
Ómetanlegar barnamyndir
„Það sem var inni á tölvunum voru
allar okkar myndir af tíu fyrstu dög-
um nýfæddrar dóttur okkar,“ segir
Þorgils Bjarni í samtali við DV, vita-
skuld miður sín yfir tjóninu sem að
þessu sinni er alfarið af persónuleg-
um toga að hans sögn.
„Mér er alveg sama um tölvuna og
þetta, svo lengi sem við endurheimt-
um myndirnar,“ segir hinn nýbakaði
faðir í samtali við DV. Fjölskyldan var
ekki heima þegar brotist var inn hjá
þeim, að sögn Þorgils voru þau í mat
hjá tengdaforeldrum hans og ákváðu
að gista. Þegar hann kom að íbúð-
inni á sunnudagsmorgun voru tölv-
ur, myndavél, linsur og fleiri verð-
mæti horfin.
Auglýst á Facebook
Að hans sögn fann lögreglan engin
fingraför eða því um líkt á vettvangi
þannig að þau stóðu frammi fyrir
þeim valkosti einum að bíða og vona
að þýfið skili sér eða þjófarnir finnist.
Í örvæntingu sinni leituðu þau á
Facebook en samskiptasíðan hefur
sýnt svo um munar mátt sinn í mál-
um sem þessum undanfarin misseri
og ótrúlegustu hlutir skilað sér eft-
ir auglýsingar þar sem gengið hafa
manna á milli. Í skilaboðunum biðla
Þorgils Bjarni og Guðrún Björk til
þjófanna að skila myndunum.
Vona að þeir sjái að sér
„Það eina sem við getum vonað er
að innbrotsþjófarnir sjái að sér. Við
biðlum til alls hins góða sem býr
innra með þessum aðilum. Ef við
endurheimtum þetta þá verða engir
eftirmálar,“ segir Þorgils sem býð-
ur innbrotsþjófunum að brenna
myndirnar á geisladisk eða færa á
minniskubb og koma til hans.
„ Inni á tölvunum
voru allar okkar
myndir af tíu fyrstu dögum
nýfæddrar dóttur okkar.
Biðla til innbrotsþjófa Þorgils Bjarni og Guðrún Björk vilja fyrir alla muni endurheimta ómetanlegar myndir sem geymdar voru á tölvum sem stolið var um helgina.
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
n Berglind er fórnarlamb hrottalegrar líkamsárásar tengdri Hells Angels
þau eru ekki hætt. Þau hætta ekk-
ert fyrr en ég er dauð,“ segir hún
alvarleg.
„Mér líður bara eins og ég sé ein
og það bergmálar í kringum mig.
Ef ég væri ekki með þetta fagfólk
sem er búið að hjálpa mér mikið og
þennan réttargæslumann sem ég
er með þá væri ég búin að hengja
mig,“ segir hún. Beðið er dóms í
málinu en það er ríkissaksóknari
sem kærir málið. Berglind er vitni
í málinu og því ekki hún sjálf sem
kærir. n
Um árásina
Árásin sem átti sér stað þann 22.
desember síðastliðinn þótti sér-
staklega hrottaleg. Hún var með þeim
hætti að ráðist var inn í íbúð konunnar
og henni misþyrmt á grófan hátt og
meðal annars eiga árásarmennirnir að
hafa reynt að klippa af konunni fingur.
Fjórir einstaklingar sem tengjast Hells
Angels-samtökunum sitja í gæsluvarð-
haldi vegna málsins. Meðal hinna meintu
árásarmanna er fyrrverandi forseti Hells
Angels á Íslandi Einar „Boom“ Marteins-
son og Andrea Kristín Unnarsdóttir eða
Andrea „slæma“ stelpa eins og hún kallar
sig. Hún er tengd inn í Hells Angels-sam-
tökin en var einnig góð vinkona konunnar
fyrir árásina.
Árásin var tilkynnt til lögreglunnar
aðfaranótt 22. desember. Tilkynnt var
um slagsmál í tilteknu húsi og að einn
væri meðvitundarlaus. Þegar lögregla
kom á staðinn blasti við henni skelfileg
sýn, konan lá meðvitundarlaus á gólfinu.
Aðkoman í íbúðinni var hrikaleg, blóð og
hárlokkar úr konunni voru á víð og dreif
um íbúðina. Fórnarlambið lýsti því fyrir
lögreglu að þrír aðilar hefðu ruðst inn á
heimili hennar og ýtt vini hennar sem
var gestkomandi út úr íbúðinni og læst.
Andrea, sem hún hafði átt í deilum við,
var á meðal árásarmannanna en hinir
tveir voru grímuklæddir. Samkvæmt
lýsingu fórnarlambsins spörkuðu þau í
hana liggjandi, bæði höfuð og líkama,
tóku hana kverkataki, lömdu hana með
plastkylfu, reyndu að klippa af henni
fingur með klippum auk þess sem þau
hafi beitt hnífi sem meðal annars var
settur að hálsi hennar. Þá hafi hún verið
beitt grófu kynferðisofbeldi þar sem
sem fingrum var stungið upp í endaþarm
hennar og leggöng og klipið á milli. Því
var einnig hótað að skera milli legganga
hennar og endaþarms og hún hafi verið
látið borða fíkniefni.
Fórnarlamb árásarinnar sagði við
skýrslutöku að hún væri ekki í vafa um
að Einar hefði verið sá sem fyrirskipaði
árásina. Þau hafi verið í símasambandi
vegna ágreinings á milli hennar og
Andreu Kristínar. Í samtali þeirra hafi
Einar vænt hana um að hóta sér og eða
einstaklingum sem hann láti sig varða.
Hún hafi hins vegar ekki áttað sig á því
að í því sem hún sagði hafi falist hótanir.
Hún hafi því spurt hvort hann tæki því
þannig að hún væri að hóta honum, konu
hans og börnum. Hann hafi þá ítrekað að
hún væri að hóta fjölskyldunni. Einar hafi
einnig hótað sér símleiðis kvöldið fyrir
árásina að félagar í Hells Angels myndu
valda henni líkamlegum skaða. Í síma
Andreu sjáist að hún hafi sent nokkrum
félögum sínum sms-skeyti, í aðdraganda
árásarinnar, þar sem hún segi að gefið
hefði verið út „veiðileyfi“ á fórnarlambið.