Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 14
Vá Vofir
yfir spáni
14 Erlent 21. maí 2012 Mánudagur
Dýrasta íbúð
New York
Óþekkt fjölskylda hefur slegið
metið í New York-borg með því
að spandera 90 milljónum dala,
rúmlega 1.100 milljónum króna,
í þakíbúð á tveimur hæðum í
miðborg Manhattan. Íbúðin til-
heyrir One57-háhýsinu sem enn
er í byggingu og eru íbúðirnar
sem seldar voru á 89. og 90. hæð
byggingarinnar. Austur-evrópskir
auðmenn hafa verið duglegir að
kaupa upp lúxushúsnæði í New
York og á Manhattan undanfarið
en sá sem keypti umrædda íbúð er
ekki þaðan að sögn Gary Barnett
hjá fasteignafélaginu Extell Deve-
lopment Company. Hann segir
kaupandann mjög „viðkunnan-
lega fjölskyldu.“ Barnett segist bú-
ast fyllilega við því að 100 milljóna
dala múrinn verði senn rofinn
með íbúðakaupum í One57.
Dómari leyfir
Zoloft-vörn
Fyrrverandi rannsóknarlögreglu-
maður sem rændi og nauðgaði
25 ára gamalli gengilbeinu vopn-
aður skammbyssu árið 2010 ber
því fyrir sig að hann hafi ekki vitað
hvað hann var að gera því hann var
„andlega meðvitundarlaus“ vegna
notkunar á þunglyndislyfinu Zoloft.
Dómari í málinu í San Bernardino í
Kaliforníu ákvað fyrir helgi að leyfa
þessa vörn Nicholas Orban og lög-
manns hans. „Orban hefði aldrei
framið þessi voðaverk ef ekki hefði
verið fyrir Zoloft,“ sagði lögmaður
hans að því er LA Times greinir frá.
Hann á yfir höfði sér lífstíðarfang-
elsi verði hann fundinn sekur.
Fannst á lífi
viku eftir slys
Hinn 25 ára gamli Michael
Sanchez liggur þungt haldinn á
sjúkrahúsi í San Jose í Kaliforníu
eftir að hafa verið matarlaus og
slasaður í heila viku. Þann 8. maí
hafði hann misst stjórn á pallbíl
sínum, endað utan vegar og farið
bílveltu. En lögreglan fann engan
í bílnum né nærri vettvangi þegar
hún sinnti útkallinu. Sanchez hafði
verið saknað í viku þegar lögreglu-
menn ákváðu að fara aðra ferð að
slysstað í leit að vísbendingum um
hvar hann gæti verið niðurkominn.
Þeir fundu meira en það, því þeir
fundu Sanchez – meðvitundar-
lausan og illa haldinn í kjarri. Lög-
reglan gefur ekki upp hversu langt
frá slysstað hann fannst. „Það er
kraftaverk að hann lifði í sjö daga.“
E
fnahagskerfi Spánar lék á reiði-
skjálfi á föstudag þegar mats-
fyrirtækið Moody‘s lækkaði
lánshæfismat 16 spænskra
banka, þar á meðal tveggja
stærstu banka landsins. Tíðindin frá
Spáni auka enn á vanda Evrópu sem
rambar á barmi efnahagshruns.
Reynt að róa fólk
Stjórnvöld á Spáni voru fljót að bregð-
ast við lækkuninni fyrir helgi og
reyndu að róa almenning og fjárfesta.
„Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vil ég
biðja fjárfesta og innstæðueigendur
að halda ró sinni. Ríkisstjórnin reynir
nú að tryggja greiðslufærni allra sinna
stofnana svo þær geti sinnt sínum
hlutverkum,“ sagði aðstoðarforsætis-
ráðherra Spánar, Soraya Saenz de San-
tamaria, eftir ríkisstjórnarfund á föstu-
dag. Þar ákváðu og ítrekuðu ráðherrar
ríkisstjórnarinnar að forgangsatriði
ríkisstjórnarinnar væri að ná tökum á
tekjuhalla þjóðarinnar.
Banco Santander og BBVA, tveir
stærstu bankar Spánar, voru meðal
þeirra sem urðu fyrir barðinu á
Moody‘s. Matsfyrirtækið hefur áhyggj-
ur af því efnahagsumhverfi sem bank-
arnir þurfa að búa við. Í raun eru þeir
fórnarlömb afleitrar stöðu ríkissjóðs.
Moody‘s hefur áhyggjur af síminnk-
andi burði spænska ríkisins til að
styðja við bankana á þessum erfiðu
tímum.
Keðjuverkun frá Grikklandi
Og þessa ólgu má svo aftur rekja til
síversnandi ástands í Grikklandi þar
sem stjórnarkreppa ríkir í kjölfar kosn-
inganna sem fram fóru á dögunum.
Þær kosningar þarf að endurtaka og
ólgan þar hefur keðjuverkandi áhrif á
þegar óstöðugt efnahagskerfi margra
Evrópuríkja, þeirra á meðal Spánar og
Ítalíu. Þá lækkaði Fitch langtímaláns-
hæfismat Grikklands á fimmtudag úr
B- í CCC og gaf þær skýringar að aukn-
ar líkur væru á því að Grikkland yrði
að hætta í evrusamstarfinu. Allt hefur
þetta áhrif og smitar út frá sér.
„Spánn hefur fallið aftur niður í
kreppu á fyrsta ársfjórðungi 2012 og
Moody‘s býst ekki við að ástandið
batni á þessu ári,“ segir í tilkynningu
matsfyrirtækisins þar sem ákvörðunin
var kynnt. „Það sem meira er, er að
fasteignakrísan sem hófst 2008 enn til
staðar og atvinnuleysi er í hæstu hæð-
um.“
Hvað gerðist á Spáni?
Spánn er fimmta stærsta efnahagskerfi
Evrópu en undanfarið hafa alvarlegar
efasemdir verið uppi um styrk banka-
kerfisins. Spænska ríkið hefur þegar
þurft að ríkisvæða Bankia-bankann að
hluta og gæti þurft að bjarga fleirum.
Og ef allt fer á versta veg telur Moody‘s
einmitt að spænska ríkið hafi ekki
burði til þess.
Samkvæmt fréttaskýringu BBC
um vanda Spánar er málið útskýrt á
mannamáli. Þar segir að saga Spánar
sýni að vandi evrusvæðisins sé djúp-
stæðari og flóknari en svo að hægt sé
að útskýra hann með óhóflegri lán-
töku óagaðra ríkja. Grikkland, Portú-
gal og Ítalía voru allt of skuldsett en á
Spáni var jafnvægi í ríkisbókhaldinu,
allt fram að fjármálakreppunni haust-
ið 2008. Á uppgangsárunum fyrir 2008
lækkaði skuldahlutfall Spánar, and-
stætt því sem til að mynda átti sér
stað hjá Þjóðverjum. Þegar Spánverjar
tóku upp evru lækkuðu vextir umtals-
vert. En þó að spænska ríkisstjórnin
hafi staðist freistingar ódýrra lána, var
ekki hægt að segja hið sama um hinn
almenna borgara þar í landi. Við tók
býsna langvinn fasteignabóla þar sem
spænsk heimili skuldsettu sig upp í
topp og gott betur. Frá árunum 2004
til 2008 hækkaði húsnæðisverð um 44
prósent og þegar bólan sprakk hrapaði
það um 25 prósent.
Efnahagur Spánar, sem óx um að
meðaltali 3,7 prósent á árunum 1999–
2007, hefur síðan þá dregist saman
um 1 prósent. Þegar húsnæðisbólan
sprakk tók hún byggingariðnaðinn
með sér. Og þrátt fyrir að spænska
ríkið væri tiltölulega skuldlítið þegar
þarna var komið sögu er staða þess í
dag sú að það þarf að reiða sig á óhóf-
lega lántöku til að fylla þau göt sem
stóraukin útgjöld vegna atvinnu-
leysisbóta og hrun á skatttekjustofn-
um hafa orsakað. Þegar þetta er lesið
verður ekki hjá því komist að greina
talsverð líkindi með efnahagskrísu
Spánar og Íslands.
Búsáhöld barin Í höfuðborg Spánar berja menn búsáhöld að hætti samnefndrar
byltingar hér á landi. Óneitanlega er talsverður samhljómur milli Íslands og Spánar hvað
aðdraganda vandans varðar. Mynd ReuteRS
n Efnahagskerfi Spánar nötraði n Ólga í Grikklandi smitar út frá sér
„Moody‘s býst ekki
við að ástandið
batni á þessu ári.
„Hann átti ekki að vera þarna“
n Manntjón og eyðilegging á Ítalíu eftir öflugan jarðskjálfta aðfaranótt sunnudags
M
annskæður jarðskjálfti
sem mældist 6 stig á Rich-
ter reið yfir norðurhluta
Ítalíu aðfaranótt sunnu-
dags. Að minnsta kosti sex manns
létu lífið og gríðarmiklar skemmd-
ir urðu á byggingum í fjölmörgum
bæjum. Skjálftinn átti upptök sín
um 35 kílómetra norður af borg-
inni Bologna.
Annar skjálfti sem mældist 5,1
að stærð varð síðar á sunnudag-
inn og varð hann þess valdandi
að byggingar, sem margar höfðu
skemmst í fyrri skjálftanum,
hrundu til grunna. Skjálftarnir á
sunnudag eru þeir verstu sem orð-
ið hafa á Ítalíu síðan hinn svokall-
aði L‘Aguila-skjálfti varð nærri 300
manns að bana í Mið-Ítalíu árið
2009. Tveir hinna látnu létu lífið
þegar keramíkverksmiðja í smá-
bænum Sant-Augustino í Ferrara-
héraði hrundi.
„Hann átti ekki að vera þarna!
Hann skipti um vakt við félaga
sinn,“ hefur vefur BBC eftir móður
annars mannsins sem lést í verk-
smiðjunni.
Enn er verið að meta skemmd-
irnar sem ljóst er að eru umtals-
verðar, en stjórnvöld hafa þegar
tilkynnt að skemmdir hafi orðið
á menningarverðmætum í hér-
aðinu.
Upptök skjálftans voru ekki á
miklu dýpi, eða um 10 kílómetra,
og fannst stóri skjálftinn alla leið
til Mílanó og Feneyja. Óttaslegnir
íbúar í fjölmörgum borgum og
bæjum þustu út á götur meðan og
eftir að skjálftinn reið yfir.
Auk dauðsfallanna er áætlað
að hátt í fimmtíu manns hafi slas-
ast. Enginn þó lífshættulega. Þrjú
þúsund manns þurftu að yfirgefa
heimili sín.
Breski blaðamaðurinn Frankie
Thompson var staddur í Bologna
þegar skjálftinn varð og lýsir því í
samtali við BBC að skjálftinn hafi
varað í rúma mínútu.
„Kirkjubjöllur tóku að klingja í
látunum. En í kjölfarið fylgdi allt
að óhugnanleg þögn. Smærri eftir-
skjálftar urðu fram eftir morgni.“
mikael@dv.is
Drengur í Finale Emilia horfir á
rústir klukkuturns Delle Rocche-
kastalans sem gjöreyðilagðist
í skjálftanum.
Mynd ReuteRS
Stórbankar fá skell BBVA
er einn af stærstu bönkum
Spánar. Hann og fimmtán
aðrir voru lækkaðir í mati
Moody‘s á föstudag.
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is