Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Page 20
20 Lífstíll 21. maí 2012 Mánudagur Hreinskilnari svör með sms n Rannsókn sýnir sms-skilaboð í nýju ljósi E f þú vilt fá hreinskilin svör við erfiðum spurningum þá virðist rétta leiðin að spyrja með sms- smáskilaboðum. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsóknar- teymis í félagsfræðum við University of Michigan þá er fólk mun líklegra til að vera hreinskilið í smáskila- boðum en til dæmis í símtali. Rannsóknarteymið er enn að vinna úr niðurstöðunum en Micha- el Schober, einn þeirra sem leiddi rannsóknina, segir að svo virðist sem af einhverjum ástæðum dragi sam- skipti með sms-smáskilaboðum úr þörf einstaklinga til að fegra sann- leikann eða sýna sig í jákvæðu ljósi. „Við erum þó enn að átta okkur á því hvaða einstaklingar það eru sem eru líklegastir til að afhjúpa sig með þessum hætti. Fer það eftir því hve mikið einstaklingarnir nota sms- smáskilaboð, eða fer þetta eftir kyn- slóðum?“ sagði Schober um niður- stöðurnar. Þátttakendur voru til að mynda mun hreinskilnari í svörum sínum við spurningum varðandi áfengis- neyslu og íþróttaiðkun þegar þeir fengu að svara með sms-skilaboðum en þegar þeir voru spurðir sömu spurninga í símtali. Það kann því að vera að tæknin sé ekki endilega smám saman gera út af við mannleg samskipti, heldur geti hún líka bætt samskiptin til muna og gert þau hreinskilnari en áður. Eldað í Vesturheimi Skemmtilegar vefsíður gleðja augað. Ein þeirra áhugaverðari er matarbloggið Eldað í Vestur- heimi. Nanna Teitsdóttir heldur úti bloggsíðunni frá Brooklyn og þar setur hún inn skemmtilegar bloggfærslur með uppskriftum að alls kyns góðgæti og fallegar myndir sem hún tekur sjálf af af- rakstrinum. Þar er einnig hægt að nálgast upplýsingar um uppá- haldsveitingastaðina hennar í Stóra eplinu. Nanna byrjaði að reyna fyrir sér í eldamennskunni þegar hún var nýbökuð eiginkona, nýflutt í litla stúdíóíbúð með eiginmanni sínum á Manhattan en matseld hennar hefur náð miklum hæðum í tím- ans rás. Eldadivesturheimi.com. Lýstu hárið með kamillute Á sumrin vilja margir lýsa hárið en það er engin ástæða til þess að setja sterk efni í hárið. Það er hægt að lýsa hárið með náttúrulegum og ódýrum aðferðum. Ef þú ert ljóshærð/ur þá má notast við safa úr sítrónu. Setjið sítrónusafa og svolítið af vatni í úðabrúsa og úðið í hárið. Ekki úða í hársvörðinn. Leyfið svo sólinni að skína á hárið til þess að lýsa hárið. Ef þú ert með brúnt hár en langar í gylltan blæ á hárið þá má gera það með tei. Lagaðu bolla af kamillutei og láttu kólna. Þvoðu hárið og settu í það næringu, hreinsaðu svo hárið með kamillu- teinu og leyfðu sólinni að þurrka hárið. Þetta má svo endurtaka dag- lega til að auka áhrifin. Megrun á með- göngu er í lagi Samkvæmt nýrri rannsókn eiga þungaðar konur ekki að borða fyrir tvo. Hópur vísindamanna í London skoðaði gögn yfir 7.000 kvenna. Niðurstöður sýndu að ófrískar kon- ur geta komið í veg fyrir of mikla þyngdaraukningu og ýmsa heilsu- bresti ef þær borða hollan mat í hóflegu magni. Hingað til hefur ófrískum konum verið ráðlagt að fara ekki í aðhald á meðgöngu af ótta við að megrunin hafi nei- kvæð áhrif á fóstrið. Staðreyndir sé hins vegar sú að allt að 40 prósent kvenna í Bandaríkjunum og Evr- ópu þyngjast meira en góðu hófi gegnir á meðgöngu. Þessi mikla þyngdaraukning getur leitt til með- göngusykursýki, of hás blóðþrýst- ings og fyrirburafæðingar. Hreinskilni Sérfræðingar hafa komist að því að fólk fegrar síður sannleikann í sms-smáskilaboðum. Er kynlífið þrEytt? n Tíu frábær frygðaraukandi ráð sérfræðinganna 1 Hafðu gaman! „Viltu smá hörku? Segðu honum það! Veistu fátt betra en einn stuttan í hádeginu? Njóttu þess! Hafðu ljósin kveikt, settu upp spegla og flaggaðu dásamlega líkamanum þínum, með ástarhöld- um og öllu öðru.“ Noire, höfundur erótísku bókarinnar Natural Born Liar: The Misadventures of Mink LaRue 2 Fáðu þér ginsengte og súkkulaði! „Ginseng hefur verið notað sem lostaörvandi ástarlyf í margar aldir og dökkt súkkulaði losar vellíðunartilfinningu í heilanum. Fáðu þér bita ef þú átt stefnumót við elskhuga í kvöld.“ Mehmet Oz, læknir og þáttarstjórnandi The Dr. Oz Show 3 Kúrið fyrst! „Það að knúsa og kúra hjá elskhuganum um stund áður en þið byrjið getur haft mikil áhrif á líðan þína á meðan þið elsk- ist. Leikarar í erótískum myndum nota þetta trikk gjarnan. Það er enginn staður jafn lítið kynæsandi og klámmyndastúdíó svo smá knús með meðleikaranum getur gert gæfumuninn.“ Linda Roberts, fyrrverandi klámmynda- leikkona 4 Ekki geyma leyndarmál! „Það er allt í lagi að vera leyndardómsfull/ur og koma henni/honum á óvart með nýjum leikföngum. En vertu opin/n og tilbúin/n að bera þig tilfinningalega. Treystu elskhuganum fyrir fantasíum þínum, ótta og því sem skiptir þig mestu máli. Og hlustaðu á hann.“ Kamala Devi, höfundur Don’t Drink the Punch: An Adventure in Tantra 5 Ekki festast í vana! „Flest pör festast í ákveðnum rútínum þegar kemur að stellingum og tímasetn- ingum. Stingdu upp á kynlífi á öðru- vísi stöðum, líkt og í bílnum eða í þvottahúsinu. Smá ævintýraþrá getur kveikt í ykkur.“ Ian K. Smith, læknir og höfundur The Truth About Men 6 Ekki halda inni í þér andanum! „Prófaðu djúpöndun þegar þú nálgast fullnægingu. Dragðu inn andann í gegnum nefið, alla leið ofan í maga og andaðu rólega út í gegnum munninn. Fullnægingin verður mun kröftugri.“ Kristen Tribby, eigandi kynlífsleikfanga- verslunarinnar The Pleasure Chest 7 Bættu orkuna í svefnher- berginu! „Allt drasl tengt vinnunni er bannað! Fjarlægðu myndir af fjölskyldumeðlimum (viltu að fjölskyldan fylgist með þér?). Ekki geyma neitt undir rúminu. Dót og drasl hindrar alla orkumyndun.“ Dana Claudat, feng shui-ráðgjafi og stofnandi The Tao of Dana blog 8 Strippaðu! „Hann mun elska að horfa á þig dilla þér full sjálfs- trausts. Ekki hafa áhyggjur þótt þú sért smá stressuð. Hlæðu og hafðu gaman.“ Laura Berman, læknir og þáttastjórnandi In the Bedroom With Dr. Laura Berman á OWN-sjónvarpsstöðinni 9 Opnaðu augun! „Samkvæmt dulspeki The Zohar þurfið þið að tengj- ast á þrjá vegu þegar þið elskist. Þið kyssist til að skipta á andardrætti lífsins, líkamar ykkar vefjast saman svo þið verðið eitt og þið horfið í augu hvors annars svo sálir ykkar renni saman. Þetta kostar æfingu en er þess virði.“ Rabbíninn Shmuley Boteach, höfundur Kosher Sex 10 Hættu að framkvæma og njóttu þín! „Kynlíf snýst um skynjun – ekki um frammistöðu, ekki um það sem er viðeigandi, ekki um það sem þú heldur að þér líki og aldrei um það sem einhver annar segir að þú eigir að kunna við. Ef þú manst þetta áttu að gefa lifað frábæru kynlífi.“ Felice Newman kynlífsfræðingur Þ egar nýjabrumið er horfið úr sambandinu er hætta á að kynlífið verði litlaust og rút- ínukennt. Nokkrir af helstu kynlífsfræðingum heims gefa hér sitt uppáhalds ráð svo pör geti haldið áfram að njóta villts kyn- lífs til hins ýtrasta. Úr viðjum vanans Haltu hitanum í sambandinu með því að brydda upp á nýjungum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.