Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 11
Vissi alltaf af fleirum Mótmælendur slógu upp búðum á hálendinu tvö sumur í röð. Fyrra sumarið komu þeir upp búðum á landi Biskupsstofu. „Umburðarlyndi kirkjunnar var ekki meira en svo að Biskupsstofa óskaði eftir því að þeir yrðu fjarlægðir. Ári seinna höfðu mótmælendur samband við mig vegna þess að ég hafði fært þeim mat með því að fara aðrar leiðir að búð­ unum þegar veginum var lokað. Ég studdi þetta fólk því það var að vinna starf sem við gátum ekki unnið, heimamenn. Þau voru að andmæla því sem fáir treystu sér til að and­ mæla hér fyrir austan vegna þess að framkoma við þá fáu sem þorðu því var þess eðlis. Fólk fylgdist með því og vissi hvernig þetta var. Það var lát­ ið berast hvernig lið við værum. Þess vegna hafði fjöldi fólks samband við mig sem annars þorði ekki að láta uppi sína skoðun, þorði ekki að vera í baráttunni. Ég vissi alltaf að ég talaði fyrir hönd fleiri.“ Þannig að þegar fulltrúi Saving Iceland hafði samband var Þórhallur allur af vilja gerður til að hjálpað þeim. Hann var í forsvari fyrir Ferða­ félagið og benti þeim á að það væri nánast útilokað að vísa þeim frá Snæfellsskálanum þar sem tjald­ stæðið hefði verið opið áratugum saman. Úr varð að þar yrðu reistar tíu daga mótmælabúðir. „Síðan fór þetta að spyrjast út og ég fékk símhring­ ingu frá Biskupsstofu þar sem ég var spurður hvort það væri ekki hægt að koma í veg fyrir þessar búðir. Ég sagði að þetta hefði verið opið tjaldstæði síðan skálinn var byggður og bauð manninum að koma sjálfur austur til að vísa fólki frá. Nokkrum dögum seinna hringdi blaðafulltrúi Lands­ virkjunar og hafði sömu áhyggjur af þessu. Spurði hvort við gætum tak­ markað fjöldann, hvort heilbrigðis­ yfirvöld myndu samþykkja og þann­ ig fram eftir götum. Ég sagði honum það sama, að þetta væri opinbert tjaldstæði og við gætum ekki flokkað inn á það. En þú sérð ástandið.“ Innan Ferðafélagsins voru heldur ekki allir á eitt sáttir. „Sumir stjórnar­ menn voru andvígir þessu og það voru deilur innan félagsins. Ég spurði þá hvað þeir ætluðu að gera, hvort Ferðafélagið ætlaði þá að velja inn á tjaldstæðið í framtíðinni. Fólkið kemur bara inn á tjaldstæðið, fer eft­ ir þeim reglum sem þar eru og borg­ ar sín gjöld. Á meðan getum við lítið gert. Og menn áttuðu sig á því að þeir voru að seilast ansi langt. Þannig að þau komu og voru þarna í tíu daga. Það gekk prýðilega en svo fóru þau annað og lentu í ýmsum hremmingum.“ Friðlýsingu aflétt Meðferð pólitíkusa á málinu er hon­ um líka hugleikin. „Það er áhuga­ vert að fylgjast með umræðunni um rammaáætlun núna. Talað er um að pólitíkusar séu að hringla með álit sérfræðinga. Þá er vert að minnast þess að Kárahnjúkavirkjun var tekin út úr rammaáætlun. Það fékkst ekki fjallað um hana nema að mjög litlu leyti. Það voru pólitík­ usar sem tóku ákvörðun um það. Þetta fór í umhverfismat og skipu­ lagsnefnd hafnaði þessum fram­ kvæmdum vegna umhverfisáhrifa en þá fór málið í pólitískan feril og sú ákvörðun var tekin að virkja þrátt fyr­ ir álit umhverfisstofnunar sem sagði umhverfis áhrifin óásættanleg. Það væri rannsóknarefni að skoða hvernig staðið var að þessari virkjun. Þarna var aflétt friðlýsingu af landi til að hægt væri að sökkva því. Það hefur ekki gerst áður á Íslandi en það gerði Siv Friðleifsdóttir. Það er hennar minnismerki að vera sá um­ hverfisráðherra sem stóð fyrir hvað mestum umhverfisspjöllum,“ segir Þórhallur og er ómyrkur í máli. Gamla fólkið komst burt Að hans mati hefði aðeins verið verra út frá umhverfisáhrifum að sökkva Þjórsárveri. „Næst í röðinni voru Kárahnjúkar. En þetta snýst allt um pólitík, Íslend­ ingar þurfa ekkert á pólitík að halda. Danir komast fínt af án stóriðju. Þetta er alltaf bara spurning um póli­ tíska stefnu og það eru áratugir síð­ an það var farið að lofa Reyðfirðing­ um því að það ætti einhver að koma og gera eitthvað fyrir þá. Þá gleyma menn sjálfsbjargarviðleitninni. Gengið var allt of hátt skráð og iðnaðurinn fór úr landi. Skinney­ Þinganes flutti með allt sitt á Höfn í Hornafirði, Samherji keypti upp kvóta á Stöðvarfirði og Eskifirði og fór með hann þaðan en fólk taldi að það gerði ekkert til því það var að koma álver. Það er alltaf hægt að svelta menn til hlýðni. Það er hægt að gera umhverfið þannig að það taki við. Álverið kom allt í einu sem einhver björgunarhringur. Það já­ kvæða við það er að yngra fólk býr í Fjarðabyggð en áður. Gamla fólkið komst í burtu. En á bak við það ligg­ ur fórnin. Fórnin var allt of mikil og fórnin var Héraðsins. Við fórnuðum þessu fyrir amerískan auðhring. Við fórnuðum öllu fyrir allt of lítið. Á meðan þetta var allt að ganga í gegn átti samstaðan að ríkja á öllu Aust­ urlandi og það var talað um lands­ hlutann sem eina heild. En um leið og þetta var orðið þá var slík sam­ staða úti.“ Beinar og óbeinar greiðslur Hann hefur þó skilning á því af hverju Fjarðamenn töluðu fyrir þess­ um framkvæmdum og lögðu áherslu á að fá álver. „Ég skil þá ósköp vel enda fengu þeir eitthvað út úr þessu. En við fengum of lítið út úr þessu, það er alveg ljóst. Ég held að það séu um 200 manns sem sækja vinnu í ál­ verið héðan. 200 störf eru allt of lítið fyrir þessa fórn. 500 störf hefðu líka verið of lítið fyrir landsvæðið sem var spillt. En í flestum tilfellum getur þú keypt menn með því að bera fé á þá og ég skil bændur sem höfðu aldrei séð peninga og fengu allt í einu lof­ orð um fjármuni sem þeir hefðu annars aldrei getað látið sig dreyma um. En er það þannig sem við vilj­ um hafa það? Að það sé hægt að villa mönnum sýn með fé? Ef þeir hefðu staðið í lappirnar og hafnað þessu, ef Fljótsdalshérað hefði hafnað þessu, pólitíkusar og almenningur, þá hefði þetta aldrei orðið að veruleika. Þeir sem segja að við höfum ekki haft neitt um þetta að segja eru menn sem hafa slæma samvisku yfir því að hafa ekki barist gegn þessu. Alls staðar í heiminum nema á Ís­ landi hefðu þessar mótvægisaðgerð­ ir, sem svo eru kallaðar, verið álitn­ ar mútur. Sveitarstjórnarmenn voru hreinlega keyptir. Bændur og áhrifa­ menn voru ráðnir á góðum launum og bændur fengu traktor til að bera áburð á óræktað svæði. Allar svona óbeinar greiðslur til áhrifamanna hafa áhrif á það hvaða ákvarðanir eru teknir og út frá hvaða forsendum. Bændur fengu bætur fyrir spjöllin en það að borga einni kynslóð skaða­ bætur er ekki eðlilegt. Eðlilegra hefði verið að tengja bæturnar við raforku­ framleiðslu og greiða þær árlega til íbúa á svæðinu.“ Gullfoss gæti gleymst Aðspurður hvaða máli þetta land­ svæði skipti í raun svarar Þórhallur: „Við getum sagt sem svo að þetta hafi verið aðdráttarafl. Fossarnir sem eru nú orðnir þurrir, gróðurlendið sem fór undir, víðernið sem er alltaf að verða dýrmætara. Að fá að hafa þetta er engu líkt. Þarna hefði verið hægt að fara með mörg hundruð þúsund ferðamenn án þess að eyðileggja landið ef það væri vel skipulagt. Til lengri tíma litið myndi það skapa meiri tekjur. Hugsaðu þér, einu sinni voru Gullfoss og Geysir ekki fjölmenn­ ir ferðamannastaðir. Fyrir fimmtíu til hundrað árum síðan var erfitt að komast þangað. Með tímanum hefði líka verið hægt að byggja þetta svæði upp. Við getum ekki fórnað ein­ hverju svæði af því að það eru fáir sem þekkja það. Með sömu rökum væri hægt að þurrka upp Gullfoss því að á nokkrum áratugum gleymum við honum og komandi kynslóðir munu ekki vita að þarna var einu sinni fallegur foss. Við getum ekki hugsað með þessum hætti. Ein kyn­ slóð getur ekki farið svona með þjóð­ argersemina sem náttúra Íslands er. Ég fór fyrst akandi inn í Hafra­ hvamma árið 1972 og það hafa legið vegir og slóðar þarna áratugum sam­ an en það var erfitt að fara þá. En það hefði verið hægt að auka aðgengið að svæðinu.“ „Sama skelfingarástand víða“ Að lokum segir hann að áhrif ál­ versins hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem samfélagið hafði. „Það hefur ekki enn tekist að manna þetta með Íslendingum. Álverið ræð­ ur aðeins íslenskumælandi fólk til starfa en þrátt fyrir allt atvinnuleysið og auglýsingamennskuna manna undir verktakar sín fyrirtæki að miklu leyti með útlendingum því það er ekki hægt að fá Íslendinga í þetta. Starfsmannaveltan hefur verið allt að 25 prósent. Þrátt fyrir allar hörmung­ arnar sem dundu á þjóðinni er þetta ekki betri vinnustaður en það. Vorum við að sökkva þessu landi, vorum við að eyðileggja þessa náttúru, vorum við að þurrka upp fossana til þess að flytja inn farandverkamenn? Vill ekkert af þessu atvinnulausa fólki á Suður­ nesjum koma austur, flytja hingað í tómar íbúðir og vinna í álverinu í Reyðarfirði? Er ekki eitthvað að? Af hverju sækir fólk ekki um vinnu þarna?“ spyr Þórhallur og bætir því við að það sé ekki eftirsóknarvert að vinna í kerskálanum eða stey­ puskálanum, þótt önnur störf séu vissulega áhugaverð. „Þarna eru tólf tíma vaktir og ég þekki eng­ an sem vinnur í álverinu sem lítur á það sem sitt framtíðarstarf. Ég þekki líka fólk sem hætti að vinna þarna af því að vaktirnar voru of langar og það vildi ekki fórna fjöl­ skyldunni. Fólk vinnur þarna þar til það fær betra starf. Efnahags­ kreppan mun jafna sig á nokkrum árum og hvernig verður þetta þá? Munum við manna álverið með útlendingum sem koma hingað á vertíð? Þetta átti að bjarga öllu en það er enn sama skelfingarástandið víða. Álverið hafði til dæmis engin áhrif til batnaðar á Stöðvarfirði eða í Breið­ dalsvík. Fólksfjölgun á Austurlandi varð ekki sú sem stefnt var að. Og hér fór allt á annan endann því stjórnleysið var algjört. Hér voru byggð hús sem enginn er í, hér voru lagðar göt­ ur fyrir hús sem aldrei voru byggð. Sveitarfélagið er á hausnum, enda dýrt að fara í svona framkvæmdir og eins er það kostnaðarsamt að vera með mikið af hálfbyggðu gatna­ kerfi. Eflaust mun það jafna sig á einhverjum áratugum. En þetta var ekki þess virði.“ n Fréttir 11Mánudagur 21. maí 2012 Sakaður um Svik vegna Skoðana Sinna n Þórhallur Þorsteinsson mótmælti Kárahnjúkavirkjun n Vinir sneru baki í hann n Vinnufélagi hans hótaði honum lífláti Jökulsá í Fljótsdal Á ferð um svæðið Þessi mynd var tekin sumarið áður en fossarnir þornuðu en Þórhallur leiddi þá þrjátíu manna hóp um svæðið ásamt sambýliskonu sinni, Dagnýju Pálsdóttur. Fossarnir sem hurfu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.