Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 18
18 Neytendur 21. maí 2012 Mánudagur
E
ld
sn
ey
ti
Algengt verð 255,3 kr. 253,9 kr.
Algengt verð 255,1 kr. 253,7 kr.
Algengt verð 255,0 kr. 253,6 kr.
Algengt verð 255,3 kr. 253,9 kr.
Algengt verð 257,3 kr. 253,9 kr.
Melabraut 255,1 kr. 253,7 kr.
Allt svo
sjálfsagt
n Snyrtistofan Ágústa í Hafnar-
stræti fær lofið. „Þar fær maður
mjög góða og vandaða þjónustu.
Ég fór þangað um daginn en mig
vantaði meik og fékk að prófa ýmis-
legt. Þegar ég fann það sem mér
leist á var það ekki til svo þær
buðust til að panta það fyrir
mig. Svo fékk ég hringingu
frá þeim þegar meikið var
komið til þeirra. Allt
var þetta svo sjálfsagt
og þær almennilegar,“
segir ánægður við-
skiptavinur.
Dýrir
varahlutir
n Brimborg fær lastið að þessu
sinni en bifreiðareigandi sendi DV
eftirfarandi: „Ég vil bara benda á
gígantískan verðmun á varahlutum
sem mig vantaði í bílinn minn en
ég gerði smá verðkönnun á þessu.
Kertaþræðir hjá umboði kosta
46.628 krónur en hjá N1 12.412
krónur. Kveikjulok kostaði hjá um-
boði 23.000 krónur en 3.163 krón-
ur hjá N1. Kveikjuhamar 14.000
krónur hjá umboði en 2.096 krónur
hjá N1. Umboðið sem um ræðir er
Brimborg og þetta er Mazda-bif-
reið.“
DV hafði samband við Brimborg
og fékk eftirfarandi svar: „Brimborg
getur því miður ekki svarað ná-
kvæmlega hvað veldur í þessu til-
tekna tilviki þar sem mikill munur
getur verið á milli gerða og árgerð
en þær upplýsingar koma ekki
fram. Hins vegar hefur það verið
stefna Brimborgar til lengri tíma
að bjóða bæði upprunalega vara-
hluti og svokallaða eftirmarkaðs
varahluti en töluverður verðmunur
getur verið á þeim. Upprunalegir
varahlutir eru nákvæmlega eins og
íhluturinn sem notaður var í byrjun
og tryggja sömu virkni og upphaf-
lega var til ætlast og verðið getur því
verið hærra en á eftirmarkaðshlut-
um sem ekki uppfylla sömu kröfur.
Eftirmarkaðshlutir, eins og þeir sem
bréfritari vísar til að hafi verið ódýr-
ari, eru einnig til af mjög mismun-
andi gæðum og verðið sveiflast eftir
því. Þá má einnig benda á að okkur
er umhugað um að tryggja öryggi
vörunnar og eru því gerðar miklar
kröfur til eftirmarkaðs-
varahlutanna af hálfu
Brimborgar enda vill
Brimborg viðhalda
þeim gæðum sem
Mazda stendur fyrir.
Brimborg getur því ekki
boðið hvaða vöru sem er.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Veldu rétta
hjólið fyrir þig
n Íslendingar sífellt meðvitaðri um ágæti reiðhjólsins
Þ
að hefur orðið mikil aukn-
ing á notkun reiðhjól að
undanförnu og greinilegt
að fólk er orðið meðvitaðra
um ágæti þess sem farar-
tækis innanbæjar. Fyrir utan þá
staðreynd að því fleiri sem hjóla því
minni mengun verður, þá eru hjól-
reiðar hin besta hreyfing. Með því
að hjóla í stað þess að keyra stuðlar
þú að bættri heilsu og losar um and-
lega og líkamlega spennu auk þess
sem þú nýtir ferðatímann í ókeypis
heilsurækt, sparar bensín og dregur
úr öðrum kostnaði sem fylgir einka-
bílnum. Fólk er því hvatt til að til-
einka sér þennan ferðamáta.
Það getur hins vegar verið tölu-
verð fjárfesting að kaupa sér nýtt
hjól og því mikilvægt að skoða vel
úrvalið og finna út hvaða hjól hent-
ar hverjum og einum.
Nokkur dæmi
Til að fólk fái hugmynd um hvaða
hjól eru í boði og á hvaða verði
fékk DV nokkrar hjólaverslanir til
að mæla með hjóli fyrir venjulega
manneskju sem ætlar sér að nýta
það sem farartæki innanbæjar.
Þrjár verslanir svöruðu og mæltu
með hjólunum hér að neðan. Það
skal tekið fram að hægt er að kaupa
ódýrari sem og dýrari hjól með meiri
aukabúnaði auk þess sem hægt er
að kaupa reiðhjól víðar. En verslan-
irnar sem hér um ræðir sérhæfa sig
í reiðhjólum og veita þjónustu eft-
ir að hjólin hafa verið keypt. Verð á
hjólunum er afar misjafnt og fer eftir
því hverju fólk sækist eftir.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Helstu hjólagerðir
Til eru nokkrar gerðir reiðhjóla en þegar
hjól er valið er nauðsynlegt að hafa í
huga hvers konar notkun þú hefur í huga.
Muntu nota það mest á götum og stígum,
til fjalla, í ferðalög, til vinnu, leiks eða í
blandaða notkun. Á heimasíðu Íslenska
fjallahjólaklúbbsins má finna upplýsingar
um þrjár mismunandi tegundir hjóla og
gott er að skoða það áður en hjól er valið.
Götuhjól Götuhjól eru með hátt stell,
oftast 3–7 gírum og eru gerð fyrir reista
ásetu svo hjólandinn hafi góða yfirsýn
til umferðar og umhverfis. Dekk eru
mjó og með tiltölulega sléttu munstri
svo þau renni betur á götum og stígum.
Þau eru oftast með fótbremsu að aftan
og alltaf með handbremsu að framan.
Oftast koma þau með brettum, ljósum,
bögglabera og breiðum hnakki.
Fjallahjól Fjallahjól eru með lágu stelli,
21, 24 eða 27 gíra og gerð fyrir framhall-
andi ásetu svo hjólandinn hafi góða sýn á
stíga og slóða. Á flestum fjallahjólum eru
handbremsur bæði að framan og aftan.
Yfirleitt koma fjallahjól án nokkurs auka-
búnaðar. Dekk á fjallahjól eru til í mörgum
mismunandi gerðum og munstrum, svo
sem gróf fyrir fjallaferðir, götumunstruð
dekk, nagladekk fyrir veturinn og fleiri
munstur. Stýri eru oftast bein og lág en
rétt breidd þeirra skal vera sem næst
axlabreidd hjólandans. Hnakkar eru
almennt mjóir og frekar harðir en þeim
má skipta út, einnig fást sérstakir kven-
hnakkar sem henta ásetu kvenna.
Stígahjól - Hybrid Stígahjól eru
með stelli sem líkist fjallahjólastelli en
er heldur hærra, það er blendingur eða
millistig milli götu og fjallahjóla. Það
er gert fyrir álútari ásetu en götuhjól
en reistari en fjallahjól. Þau eru fjölgíra
eins og fjallahjólin en hafa stærri drif-
hjól(framtannhjól) fyrir meiri hraða á
götum og stígum. Dekkjastærð er sem á
götuhjólum, handbremsur að framan og
aftan og góð götumunstruð dekk. Afar
mismunandi er hvaða búnaður fylgir.
GÁP Hjá GÁP fengust þær
upplýsingar að hjólin sem seljast mest séu
klassísk götuhjól með upprétta og
þægilega ásetu þar sem fólk situr
upprétt. Þau séu stærri og með mjórri
dekk en eru á fjallahjólunum sem
gerir það að verkum að þau
renna léttar og maður kemst
hraðar yfir. Flestir bæta við
brettum og lás og auðvitað má
ekki gleyma hjálminum. Margir
taka einnig bögglabera og og
tösku fyrir aukaföt.
Mongoose Crossway 350
Karlmannshjól
Verð: 89.900 krónur
Mongoose Crossway 250
Kvenmannshjól
Verð: 79.900 krónur
Hvellur Hvellur selur FUJI Sunfire-hjólin og
mælir með þeim þegar kemur að alhliða hjólamennsku.
FUJI Sunfire 2.0 er nútíma blendingur eða hybrid-hjól. „Hjólið
hefur fengið margar viðurkenningar og þá aðallega í Bandaríkj-
unum, stærsta hjólamarkaði í heimi. Hjólið er með diskabrems-
um, 24 gíra Shimano skipti og gikk. Gjarðirnar eru styrktar 28”,
dempari í sæti og stillanlegur/
læsanlegur framdempari. Hjólið
hentar jafnt sem fjallahjól
og götuhjól hannað fyrir
nútíma hjólamanninn-
eða konuna.
FUJI Sunfire 2.0
Verð: 119.177 krónur
án fylgihluta
FUJI Sunfire 3.0 er einnig nútíma blendingur sem hentar vel
til alhliða hjólamennsku. „Hjólið er með V-bremsum, 21 gírs
Shimano skipti og gikk. Gjarðirnar eru styrktar 28”,
dempari í sæti og fram-
dempari.Hjólið hentar jafnt
sem fjallahjól og götuhjól
hannað fyrir nútíma
hjólamanninn- eða
konuna.“
FUJI Sunfire 3.0
Verð: 78.406 krónur
án fylgihluta.
Örninn Hjá Erninum selst mest af Trek Navigator- og Trek
Dual sport-hjólunum. „Navigator mælum við með fyrir fólk sem kýs að sitja í
uppréttri stöðu, hjólið er með stillanlegu stýri, bæði halla og hæð. Einnig er
hjólið með þægilegum hnakki. Dekkin eru nokkuð slétt en þó breið þannig að
hjólið hentar einstaklega vel fyrir hvort sem er malbik eða möl. Dual
sport-línan er eins og nafnið gefur til kynna hjól sem hentar fólki
sem vill eiga eitt hjól en geta hjólað þangað sem
hugurinn girnist. Dekkin sem koma á hjólinu eru
millibreið 28“ dekk sem gefa hjólinu mikið
rennsli, einnig eru gírarnir með þyngri
möguleikum en á fjallahjóli, en einnig þá
léttu fyrir brekkurnar. Það er lítið mál að
setja breiðari dekk undir hjólin vilji menn
fara mikið utanvegar en hjólið hentar þó vel
til notkunar á malarstígum á upprunalegu
dekkjunum.“ Vinsælustu hjólin hjá Erninum:
Trek Navigator 2.0
Fyrir herra og dömur
Verð: 79.990 krónur
Trek Dual Sport 8.3
Trek Dual sport-hjólin eru í fjórum
verðflokkum en aðeins einn þeirra er í
dömuútgáfu.
Verð: 109.990 krónur
Trek Neko SL
Verð: 149.990 krónur
Útilíf
Útilíf er með tvö hjól sem mælt er sérstaklega með fyrir hinn
almenna borgara. „Annars vegar er það Jamis Explorer 2.
Þetta er frábært alhliða hjól á 26“ dekkjum og með dempara
í sæti og framgaffli, 21 gír, létt og gott álstell og hentar vel
innanbæjar. Hitt hjólið er Jamis Citizen 1.
Þetta er 28“ hjól og er því með stærri dekk
og því er auðveldara að hjóla á
því. Dempari í sæti og upprétt
staða á hjólinu gefa
því aukin þægindi.
Hjólið er 21 gírs og
hentar einnig mjög
vel innanbæjar.Bæði
hjólin eru til í dömu og
herratýpum.
Jamis Explorer 2
Verð: 66.900 krónur
Jamis Citizen 1
Verð: 54.990 krónur
Öryggisbúnaður
Öryggisbúnaður reiðhjólafólks er mikil-
vægur og má þar nefna fyrst
af öllu ljósin. Ljós skulu vera
að framan og aftan auk
glitauga á hliðum. Gott er að
hjólreiðamenn séu einnig í
almennilegum glitvestum. Svo
er það hjálmurinn sem vart þarf að
nefna og mikilvægt að foreldrar séu góð
fyrirmynd og noti einnig hjálm. Nýjung í
aukabúnaði eru hjólagleraugu sem vernda
augu hjólreiðamanns fyrir vindi og flugum.
Góð líkamsrækt
Það kostar töluvert
að kaupa sér nýtt hjól
en þú ert einnig að
fjárfesta í heilsunni
þegar þú notar það
sem farartæki.
Útreikningur:
Bensínverð: 255 krónur
Bifreið: Toyota Corolla, beinskiptur
Vegalengd: 2 x 10 km
Sparnaður:
CO2: 3,2 kg
Eldsneyti: 1,3 lítrar
Kostnaður 341 króna
n Brennsla hitaeininga hjá 80 kg ein-
staklingi:
Gengið. 1.271 hitaeining
Hjólað: 676 hitaeiningar
Sparaða pening og
eyddu hitaeiningum
Á síðu Orkuseturs
er reiknivél sem
reiknar hvað
maður sparar á
því að hjóla. Þar
má sjá að sá sem
hjólar 10 kílómetra
í vinnuna og heim
aftur sparar 341
krónu á dag miðað
við að bensínlítrinn
kosti 255 krónur.
Segjum sem svo að
viðkomandi noti hjólið 100 daga á ári sem
farartæki í og úr vinnu en þá er sparnaðurinn
kominn í 34.100 krónur. Hér er einungis
um bensínsparnað að ræða en ekki slit og
önnur afföll á bifreiðinni sem sparast með
hjólreiðum.