Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 21. maí 2012 Mánudagur
Forsetinn á Beinni línu
n Slagurinn er hafinn og lesendur spyrja
Ó
lafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands til sextán ára, mætir á
Beina línu DV.is í dag, mánu-
daginn 21. maí, og mun hann
svara spurningum lesenda eins og
allnokkrir meðframbjóðendur hans
hafa þegar gert. Ólafur Ragnar hóf
kosningabaráttu sína á dögunum svo
eftir var tekið og er ljóst að margar
spurningar munu brenna á lesend-
um. Samkvæmt nýjustu fylgiskönn-
unum þarf Ólafur að nýta næstu
vikur vel þar sem hann mælist enn
nokkrum prósentustigum á eftir
Þóru Arnórsdóttur, þó mjótt hafi oft
verið á mununum milli kannana.
Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst
kjörinn í embætti forseta Íslands árið
1996 og tók við embætti 1. ágúst það
sama ár. Hann var síðan endurkjör-
inn árin 2000, 2004 og 2008 og er
óhætt að fullyrða að á síðari árum
hafi fáir forsetar látið jafn mikið fyrir
sér fara í embætti og Ólafur. Sökum
þessa hefur hann bæði sætt mikilli
gagnrýni en á sama tíma gríðarlegr-
ar hylli.
Óhætt er að segja að Bein lína
DV hafi slegið rækilega í gegn síðan
hún var endurvakin í nýju formi á
vef blaðsins, DV.is. Bein lína var um
árabil þekkt fyrirbær á vegum DV
en þá gátu lesendur hringt inn og
borið spurningu fyrir ráðamenn og
aðra þekkta einstaklinga sem í deigl-
unni voru hverju sinni. DV hefur fært
þessa hugmynd í nútímalegra form
og gefur lesendum kost á að beina
áleitnum spurningum til þeirra sem
hátt ber í umræðunni í gegnum Fa-
cebook-aðgang þeirra. Að vanda
hvetur DV lesendur til að sýna kurt-
eisi og spyrja hnitmiðaðra spurn-
inga. Þess má geta að þeim spurning-
um og svörum sem fram koma verða
einnig gerð skil í miðvikudagsblaði
DV. mikael@dv.is
Höfum opnað okkar vinsæla Kebab stað við
Hamraborg 14a Kópavogi
Hádegistilboð
alla daga
Sími: 555-4885
Einn vinsælasti Kebab staðurinn á höfuðborgarsvæðinu!
Opið virka daga frá 11–21 og um helgar frá 13–21
Hamraborg 14 a 200 Kópavogi www.alamir.is
Svarar lesendum Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, mætir á Beina línu.
Mynd: Sigtryggur Ari
Eldri kona lést
í umferðarslysi
Eldri kona lést í umferðarslysi
í Skorradal um klukkan þrjú
á laugardag þegar jepplingur
valt. Bifreið sem konan ók valt
út af veginum er hún var á leið
milli Indriðastaða og Hrepps-
laugar. Eiginmaður konunnar
var einnig í bílnum og var hann
fluttur með þyrlu Landhelgis-
gæslunnar á Landspítalann.
Hann er ekki talinn alvarlega
slasaður. Slysið verður rann-
sakað en talið er að konan hafi
misst stjórn á bílnum í lausa-
möl.
Blóðugur við
Grandagarð
Maður var handtekinn í Reykjavík
á laugardagskvöld eftir að hann
réðst á annan með alvarlegum
afleiðingum. Árásin var gerð við
Grandagarð þar sem lögreglan
fékk tilkynningu um mann sem
var blóðugur og illa haldinn.
Fórnarlambið var flutt á slysa-
deild en í framhaldinu á gjör-
gæsludeild. Árásarmaðurinn
var handtekinn skammt frá og
var hann handtekinn og fluttur í
fangageymslu. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu voru báðir
mennirnir afar drukknir.
Morðtilraun
í Kópavogi
„Hann lenti vel og er því ekki al-
varlega slasaður,“ segir vakthafandi
lögreglumaður hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu sem rannsakar
nú morðtilraun sem átti sér stað á
sunnudagsmorgun. Karlmanni var
hent fram af svölum á fjórðu hæð
blokkar í Kópavogi laust fyrir klukkan
tíu. Svo heppilega vildi til að maður-
inn lenti á svölunum á hæðinni fyrir
neðan. „Hann liggur á slysadeildinni
sem stendur og er með fullri meðvit-
und,“ segir lögreglumaðurinn í sam-
tali við DV. Karlmaður var handtek-
inn og var hann í haldi grunaður um
verknaðinn.
Milljarðaáætlun
ríkisins umdeild
R
íkisstjórnin hefur sett fram
fjárfestingaáætlun fyrir Ís-
land fyrir árin 2013 til 2015
en markmið hennar er að
styðja við hagvöxt og fjöl-
breytni í atvinnulífinu. Áætlunin
á að skila fjárfestingu upp á 88
milljarða króna en til að fjármagna
þetta á að sækja nærri 40 milljarða
í gegnum hærra veiðigjald og með
arði og sölu á eignarhlutum ríkis-
ins í bönkum. Ekki eru allir á eitt
sáttir við áætlunina og neituðu for-
svarsmenn stjórnarandstöðunnar
til að mynda að mæta á kynningar-
fund sem haldinn var á föstudag-
inn vegna hennar.
Sett fram með fyrirvara
Í kynningu áætlunarinnar segir að
vegna aukinna efnahagsumsvifa
sem felist í henni muni skatttekjur
aukast og dregið verði úr kostn-
aði vegna atvinnuleysis, einnig að
skynsamlegt sé að nota þá fjármuni
sem hafa verið bundnir í bönkum
og hluta auðlindagjalda til að fjár-
festa í innviðum samfélagsins, í al-
mannaþágu. Þannig styrkist undir-
staða hagvaxtar og tekjugrunnur
ríkissjóðs til framtíðar. Áætlunin er
sett fram með þeim fyrirvara að ný
lög um fiskveiðistjórnun verði sam-
þykkt.
Fjármögnunin mun verða tvíþætt
en annars vegar munu 17 milljarðar
koma af sérstöku veiðigjaldi og leigu
aflahlutdeilda en í kynningunni segir
að gera megi ráð fyrir að aukin veiði-
gjöld muni skila á milli 40 og 50 millj-
örðum króna næstu þrjú árin. Hins
vegar komi 22 milljarðar af arði og
sölu hluta ríkisins í bönkunum og
ætla megi að 75 milljarðar komi í hlut
ríkisins næstu þrjú árin.
Með áætluninni verður lögð
áhersla á nýsköpun, tækniþróun og
rannsóknir, skapandi greinar, græna
hagkerfið, sóknaráætlun landshluta,
húsnæðismál, samgöngur, verklegar
framkvæmdir og fjárfestingu í inn-
viðum.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra segir í grein sem finna má
á vefsvæði ráðuneytisins að aðgerð-
irnar muni skila fleiri störfum og
meiri tekjum auk þess sem mark-
miðið sé að skila ríkissjóði halla-
lausum árið 2014 og greiða jafnt og
þétt niður skuldir.
n Fjárfestingaáætlun örvæntingarfullt kosningaloforð
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Sett fram í
örvæntingu
n Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, er afar gagnrýninn á
áætlunina. „Í fyrsta lagi byggir þetta á því
að frumvörp um álögur á sjávarútveginn
nái fram að ganga en þetta eru mest
gagnrýndu frumvörp sem lögð hafa verið
fram á Alþingi. Í öðru lagi byggir þetta á
því að ráðstafa söluandvirði eignarhluta
bankanna og mér finnst mjög ótímabært
að gera það. Ég velti því fyrir mér hvers
vegna peningurinn sé ekki frekar notaður til
að greiða niður skuldir.“ Hann segir að það
sem upp úr standi sé að ríkisstjórnin hafi
haft tækifæri til að ýta undir fjárfestingar
allt kjörtímabilið en komi nú með þessa
áætlun á lokasprettinum. „Ferill þessarar
ríkisstjórnar eru varðaður sviknum loforðum
um þessi sömu mál. Því finnst mér þessi
áætlun sett fram í mikilli örvæntingu og er
afskaplega illa rökstudd og ósannfærandi.“
Áætlunin
kosningaloforð
n Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsfor-
ingi á Akranesi, segir mikilvægt að koma
fjárfestingu aftur af stað enda allt verið
botnfrosið í þeim efnum. Þó sé ekki sama
hvaðan peningarnir koma. „Ef það verður
á kostnað einhvers annars þá geta störf
tapast. Það verður því að vanda til verka.
Grundvallaratriðið er að koma tannhjólum
atvinnulífsins af stað aftur því það gengur
ekki stundinni lengur að hafa 12.000 manns
án atvinnu.“
Aðspurður um fjármögnun stjórnvalda á
áætluninni segist Vilhjálmur vera hlynntur
því sem lýtur að bönkunum. „Það þarf þó
að skoða það varðandi auðlindagjöldin og
hvort það hafi áhrif á atvinnuöryggi þeirra
sem starfa í greininni og kjör þeirra. Við
megum ekki skattleggja greinina þannig að
störf tapist. En að sjálfsögðu getur útgerðin
borgað meira en hún gerir.“
Erfitt sé að meta hvort áætlunin sé
raunhæf. Hann bendir á að fjölmörgum
umsögnum um veiðigjaldið hafi verið skilað
inn sem hafa gefið því falleinkunn. „Þetta er
ekki raunhæft miðað við þær umsagnir sem
liggja fyrir.“ Aðspurður hvort þetta sé liður
í kosningabaráttunni segir hann: „Baráttan
er komin á fulla ferð og þetta er kosninga-
loforð í mínum huga.“
Hefur miklar
efasemdir
n Eygló Harðardóttir, þingmaður Fram-
sóknarflokks, segir jákvætt að stjórnvöld
séu loks farin að huga að atvinnumálum en
að það hafi átt að gera það miklu fyrr. Hún
segir það hins vegar skrýtið að fjármagnið
virðist byggja á hugsanlegum tekjum. „Það
á annars vegar að koma með veiðigjaldi og
hins vegar með sölu eða arðgreiðslum frá
bönkunum. Það hefur verið mikil ádeila á
hugmyndir ríkisstjórnarinnar um veiði-
gjaldið og að sama skapi er algjörlega óvíst
hvernig mun ganga að selja bankana og
hugsanlegar arðgreiðslur.“ Hún segir að það
sé þægilegt að eyða peningum sem maður
á ekki en bendir á að slíkt hafi komið Íslend-
ingum í miklar ógöngur á árunum 2007 og
2008. „Mér finnst eðlilegra að við byggjum
á því sem við gerum vel og sem við kunnum
sem eru okkar grunnatvinnugreinar. Sam-
hliða því getum við haldið áfram að styðja
við og byggja upp nýjar atvinnugreinar.“
Eygló er einnig sammála því að áætlunin sé
liður í kosningabaráttu stjórnarflokkanna.
„Það er ósköp þægilegt fyrir stjórnmála-
menn að koma fram rétt fyrir kosningar
og lofa öllu fögru. En það hljóta að vera
efndirnar sem skipta máli á endanum og
það verður að standa við það sem er lofað.
Ég hef því miklar efasemdir um þetta.“
Ætti að fara í
almenna skulda-
leiðréttingu
n Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar,
segist ekki geta sagt til um hvort Hreyfingin
geti eða muni styðja fjárfestingaáætlunina
þar sem þau hafi ekki séð hana nákvæm-
lega. Hann bendir á að hún sé ekki
komin inn á þing sem þingskjal og geri það
væntanlega ekki fyrr en í haust. „Ég hef ekki
haft tíma til að skoða hana nákvæmlega
en það sem mér sýnist þá eru þetta verðug
og þörf verkefni. Ég hefði þó kosið að sjá
ríkisstjórnina nota peningana í eitthvað
annað. Það er ekki verið að forgangsraða í
þágu heimilanna sem er það sem við höfum
lagt áherslu á. Að það þurfi að fara út í
almenna skuldaleiðréttingu heimilanna,“
segir hann. Eins finnst honum fjármögnunin
talsvert miklum vafa undirorpin og bendir á
að hvorki veiðigjaldið né salan á bönkunum
sé föst í hendi. „Það er verið að fara af stað
aftur í það að einkavæða bankana og við
höfum frekar slæma reynslu af því. En þetta
hljómar mjög kosningalega allt saman, ég
verð að viðurkenna það.“