Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 19
Nægileg næring fyrir lengri vegalengdir
Neytendur 19Mánudagur 21. maí 2012
Vorþvottur bílsins
n Flestir bílar koma skítugir undan vetri og mikilvægt að þrífa salt- og tjöruagnir af þeim
Þ
ó vetur konungur eigi erfitt með
að sleppa takinu af okkur þá er
tími til kominn að þrífa bílinn
eftir veturinn. Á Íslandi koma
bílarnir oft illa undan vetri og mikil-
vægt að þrífa þá hátt og lágt, jafnt að
innan sem utan til að þeir endist sem
lengst.
Á heimasíðu Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda segir að nauðsynlegt
sé að þrífa salt- og tjöruagnir af lakk-
inu með affitandi hreinsiefnum. Þá
sé rétt að nota þessi efni eingöngu á
þvottaplönum bensínstöðva en þar
eigi að vera niðurföll með skiljum
vegna óæskilegra leysiefna. Þegar búið
er að skoða bílinn vel skuli þvo hann
með sápulegi og volgu vatni. Best sé
að byrja á toppinum og vinna sig nið-
ur og enda á felgum bílsins. Meðan á
sápuþvotti stendur eigi að skola bílinn
vel og reglulega. Ekki megi gleyma að
þrífa innan á dyrakörmum og undir
hurðum en þar er oft hætta á ryði. Þá
segir að að lokum skuli þurrka bíllinn
með vaskaskinni eða gúmmísköfu,
byrjað að ofan og haldið niður.
Þegar bíllinn er þrifinn að innan
er best að taka motturnar úr bílnum
og hann ryksugaður að innan. Á fib.
is er bent á að flestar bensínstöðvar
hafi góðar og kraftmiklar ryksugur en
heimilisryksugur séu í flestum tilvik-
um ekki ætlaðar til notkunar utanhúss
eða þar sem hætta er á raka. Mikilvægt
sé að teppi séu ekki blaut eða rök undir
gúmmímottum og raka verði að þerra
upp til að hindra óæskilega lykt og
myglu. Best sé að þurrka undir tepp-
um en annars sé gott húsráð að setja
gömul dagblöð undir gúmmímottur
og draga rakann þannig úr teppum.
Rúður skuli þrifnar að innan með
rúðuhreinsiefni, mælaborð, hurða-
spjöld og annað þrifið með rakri tusku.
gunnhildur@dv.is
Í stand fyrir sumarið Það er mikilvægt
að dusta vetrarrykið af bílnum. Mynd Photos.coM
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Morgunmatur Margir
halda því fram að morgun-
maturinn sé mikilvægasta
máltíð dagsins.
n Hjólreiðafólk þarf að passa að nærast vel og borða staðgóðar máltíðir sem veita orku
Góð næring fyrir
hjólandi fólk
L
andsmenn eru hvattir til að
nota hjól sem farartæki en
með því dregur úr mengun
auk þess að hjólreiðar eru góð
líkamsrækt sem kostar ekkert.
Þegar bílnum er skipt út fyrir reiðhjól
þá er mikilvægt að gefa líkamanum
eldsneyti til að knýja hjólið áfram
því ekki viljum við að líkaminn verði
eldsneytislaus á miðri leið. Það er því
mikilvægt fyrir hjólafólk að fá næga
og holla næringu. Á síðunni eatright.
org segir að gott sé að skipta morg-
unmatnum upp í fyrir hjólatúr og eft-
ir hjólatúr, til þess að halda orkunni
og til að halda hungrinu niðri fram
að hádegismat. Hjólreiðafólk eigi að
fá sér léttan morgunmat og hér eru
nokkur dæmi um holla og staðgóða
máltíð áður en haldið er hjólandi út
í daginn.
Fyrir hjólreiðar:
¾ bolli af trefjaríku morgunkorni
1 bolli af fitusnauðri mjólk
½ bolli af berjum
n Úr þessu fást: 275 hitaeiningar, 50
grömm kolvetni, 14 grömm af prótein-
um, 2 grömm af fitu og 150 milligrömm
af natríum.
Eftir hjólreiðar:
1 banani
18 möndlur
n Úr þessu fást: 208 hitaeiningar, 30
grömm kolvetni, 4 grömm prótein, 8
grömm fita, 1 milligramm af natríum.
n Ef þú ætlar að hjóla í 90 mínútur eða
meira er mikilvægt að birgja sig upp af
kolvetnum um það bil tveimur tímum fyrir
hjólatúrinn til að veita vöðvunum nægi-
lega mikla næringu. Borðaðu fitusnauða
máltíð til að halda meltingunni góðri.
Neyttu heilkornamatvæla, ávaxta og
hæfilegs magns af próteinum.
1 bolli af hafragraut
230 millilítrar af appelsínusafa
1 banani
2 matskeiðar af rúsínum
1 egg
n Úr þessu fást: 690 hitaeiningar,
132 grömm af kolvetnum, 22 grömm
af próteinum, 8 grömm af fitu og 512
milligrömm af natríum.
1 bolli af hafragraut
120 millilítrar af appelsínusafa
180 millilítrar af jógúrt
1 banani
2 matskeiðar af rúsínum
n Úr þessu fást: 620 hitaeiningar,
130 grömm af kolvetni, 17 grömm af
próteinum, 3,5 grömm af fitu, 300 grömm
af natríum.
dæmi um slíka máltíð: