Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 21. maí 2012 Mánudagur Sjúklingar safna sjálfir fyrir tækjum n Guðjón Sigurðsson er með MND og einn þeirra er gáfu tæki og búnað til Landspítalans V ið reynum að halda í horf- inu því spítalinn kemur ekkert að kaupum á tækj- um eða búnaði,“ segir Guð- jón Sigurðsson, einn þeirra er stóðu að söfnun fyrir Taugalækn- ingadeild og sjúkraþjálfun á Land- spítala Háskólasjúkrahúsi. Meðal þess sem var gefið var hluti hágæslubúnaðar, nuddbekkur, vinnustólar, hjólastóll, setæfingahjól, ísskápur og uppþvottavél. Þeir sem gáfu voru: Parkinsonsamtökin, MG félagið og MND félagið sem naut að- stoðar Svalanna. „Svölurnar eru náttúrulega alveg frábærar og hafa stutt okkur og aðra í ýmsum tækjakaupum áður. Gjafir sem þessar létta okkur og starfsfólki á deildunum lífið,“ segir Guðjón sem sjálfur veiktist af MND fyrir 8 árum. Guðjón hefur séð miklar fram- farir á aðbúnaði sjúklinga og starfs- manna síðan hann veiktist. „Aðbún- aðurinn á deildunum hefur mikið breyst til batnaðar, við tókum það að okkur sjálf að bæta aðstöðuna. Með betri búnaði verða starfsmenn ánægðari og skilvirkari og þannig fáum við betri þjónustu. Við reynum að standa saman, þessi litlu félög og það skiptir verulegu máli. Þegar ég veiktist, árið 2004, var afar lítið til af tækjum og búnaði. Í dag getum við til dæmis horft á sjónvarpið,“ segir hann léttur í bragði. „Meðferðin er enn svipuð en nú hafa bæði sjúkling- ar og starfsmenn það aðeins betur.“ Móttökurnar eru iðulega góðar þegar staðið er að söfnun eins og þessari að sögn Guðjóns. „Við sem gáfum þökkum kærlega hlýjar mót- tökur og hlökkum til frekari verkefna á sjúkrahúsi allra landsmanna. Bún- aðurinn mun nýtast öllum sjúklinga- hópum sem koma á deildirnar og við höldum áfram að vakta hvað þarf.“ kristjana@dv.is Tæki og búnaður sem létta lífið Þeir sem gáfu voru: Parkinsonsamtökin, MG félagið og MND félagið sem naut aðstoðar Svalanna. Guðjón er fyrir miðju. MyND JóN BaLDviN HaLLDórSSoN Herdís sendi hamingjuóskir „Hamingjuóskir! Gæfan fylgi litlu stúlkunni og ykkur,“ skrifar forsetaframbjóðandinn Herdís Þorgeirsdóttir á Facebook-vegg meðframbjóðanda síns, Þóru Arnórsdóttur, sem líkt og komið hefur fram eignaðist stúlkubarn á föstudaginn ásamt sambýlis- manni sínum Svavari Halldórs- syni. Það er skammt stórra högga á milli í kosningabaráttunni því daginn áður hafði Herdís skotið á Þóru fyrir að hafa ósanngjarnt for- skot á aðra frambjóðendur í krafti starfa sinna hjá RÚV áður en hún lýsti formlega yfir framboði. Taldi Herdís að óháðir utanaðkomandi aðilar ættu að stýra kosningaum- fjöllun RÚV til að tryggja hlutleysi. Hundur beit mann í bílskúr Maður á Suðurnesjum vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í síðustu viku þegar stór hundur birtist skyndilega í bílskúr hans. Maður- inn klappaði saman höndunum í von um að hrekja hundinn út en hann brást hins vegar við með því að bíta manninn í höndina og hlaupa síðan á brott. Maðurinn leitaði á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Lögreglan á Suðurnesjum segir að í hverri viku berist tilkynningar um lausagöngu hunda og brýnir fyrir hundaeig- endum að fara að lögum. Áfengisdauður í ísskápnum Honum var verulega brugðið hús- ráðandanum í Reykjanesbæ sem fann meðvitundarlausan karl- mann hálfan inni í voldugum amerískum ísskáp heimilisins á föstudagsmorgun. Maðurinn mun hafa farið íbúðavillt í fjölbýlishúsi og rambað inn í ranga íbúð sökum ölvunar. Samkvæmt Víkurfréttum virðist sem maðurinn hafi verið svangur og ætlað að næla sér í nætursnarl en ekki vildi betur til en svo að hann sofnaði áfengis- dauða í miðju kafi. Þannig fannst maðurinn í morgunsárið á föstu- dag. Húsráðandinn kallaði til lög- reglu sem fjarlægði manninn. Þ að er bara þannig; mig lang- aði í Hörpu, það gekk ekki. Ég held þá bara áfram að vinna og sinna mínu starfi,“ segir þingkonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sótti um stöðu forstjóra Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Tekist á um ráðninguna Þorgerði var hafnað þrátt fyrir að þrír af fimm stjórnarmönnum Eignar haldsfélagsins Portusar sem á og rekur Hörpu, hafi viljað hana í starfið. Í stjórn Portusar sitja þau Pétur J. Eiríksson sem er stjórnar- formaður, Björn L. Bergsson, Har- aldur Flosi Tryggvason, Svanhildur Konráðsdóttir og Þórunn Sigurðar- dóttir. Innan stjórnarinnar var tekist á um ráðninguna en á endanum var Halldór Guðmundsson bókmennta- fræðingur ráðinn í starfið 3. maí síð- astliðinn. Umsækjendur um starf- ið voru 44 talsins en ásamt Þorgerði Katrínu og Halldóri komust Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, og Hrönn Greipsdóttir, fyrrverandi hótelstýra, í lokahóp umsækjenda. Stjórnin hefur ekki viljað tjá sig um umsækjendur. Enginn einn sem á tilkall til stöðunnar „Ég hefði aldrei sótt um hana nema af því mig langaði sérstaklega í hana, þetta var einstakt tækifæri. En ég ætla og geri ráð fyrir því að þegar maður fer í ferli að það sé enginn einn sem á tilkall til stöðu umfram aðra. Það var alveg ótrúlega gaman að fara í gegnum þetta ferli. Þetta var svona ákveðin hakkavél og mjög reynslu- ríkt. Þannig að þegar upp er staðið er maður reynslunni ríkari og alltaf eitt- hvað sem kemur í sarpinn hjá manni,“ segir Þorgerður um það hvort að það hafi verið vonbrigði að fá ekki starfið. „Það er eitt sem maður er búinn að læra, það sem skiptir mestu máli er að Harpa njóti samhljóms meðal þjóðarinnar. Það var frábær maður sem var valinn í starfið. Maður sem ég hef haft mikla og góða reynslu af að vinna með. Ég vona bara að Hörpu vegni sem best, mikilvægast er að hennar framgangur verði sem mest- ur. Það eru ótrúleg tækifæri sem fel- ast bæði í ferðaþjónustunni ekki síð- ur en menningarmálunum í Hörpu,“ segir hún. vill ekki tjá sig um pólitísk áhrif Þorgerður segist ekkert vilja tjá sig um það hver hún haldi að ástæðan hafi verið fyrir því að hún fékk ekki starfið eða hvort einhver pólitísk öfl hafi þar ráðið för. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Allar slíkar mál- færslur bitna bara á starfi Hörpu og ég ætla ekki að fara út í neitt slíkt. Þetta er bara búið, þetta var lær- dómsríkt ferli. Eitt og annað sem maður hugsar eðlilega um en bara frábær maður sem er núna í stafni Hörpu og maður vonar bara að það verði áfram blómstrandi líf í Hörpu. Og nú er bara næsta skref,“ segir Þor- gerður sem eins og kunnugt er situr á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Búið að berja mikið á manni Fyrst hún er farin að huga að öðr- um starfsvettvangi þá liggur beint við að spyrja hvort Þorgerður Katrín hafi ákveðið að hætta í stjórnmálun- um? „Ég hef ekki hugsað mér það. Ég væri náttúrulega löngu hætt ef svo væri það er búið að berja svo mikið á manni. Þrátt fyrir allt þá er Alþingi náttúrulega frábær vinnustaður og ótrúlega gefandi, þótt það geti ver- ið erfitt. Þegar einstök tækifæri gef- ast þá eru þingmenn ekkert undan- skildir því í samfélaginu að láta á það reyna,“ segir hún og vísar í um- sókn sína um stöðu forstjóra Hörpu og heldur áfram: „Svo er líka fullt af fólki inni á þingi sem er hæfileikaríkt til margra verka.“ Þorgerður segist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún muni bjóða sig fram á næsta kjörtímabili. „Það kemur bara í ljós, ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir um það. Ég hef unun af mínu starfi enn sem komið er.“ „Mig langaði í Hörpu“„Þetta var ein- stakt tækifæri n Þorgerður Katrín vildi verða forstjóri Hörpu n Óvissa með þingframboð Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Hafði áhuga á Hörpu Þorgerður Katrín sótti um starf forstjóra Hörpu. Hún fékk ekki starfið þrátt fyrir að þrír af fimm stjórnarmönnum vildu hana. SaMSETT MyND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.