Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 26
Þrjósk og skelegg 26 Fólk 21. maí 2012 Mánudagur Bogi og Jóhanna Vigdís fyrirmyndir n Rakel Þorbergsdóttir leysir Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur af É g fann vissulega fyrir ákveðnum fiðringi en fannst ég samt ekki eins stressuð og ég ætti að vera fyrir beina útsendingu. Þess vegna var ég viss um að þetta myndi klúðrast hjá mér. Stress­ ið kom svo í næsta fréttatíma og þar næsta,“ segir fréttakon­ an Rakel Þorbergsdóttir sem er farin að lesa sjónvarpsfrétt­ ir fyrir landsmenn á fréttastofu RÚV. „Ég kom inn í þetta í sumar afleysingar í fyrra og fannst rosalega gaman. Það er skemmtilegur fiðringur sem fylgir því að vera í beinni. Fyrstu útsendingarnar þegar ég leysti af í Kastljósi fyrir um áratug voru í hálfgerðri móðu en núna er ég búin að vinna á fréttastofunni svo lengi. Þegar þetta tækifæri bauðst aftur ákvað ég að slá til. Ég hafði ver­ ið vaktstjóri í nokkuð mörg ár og vildi prófa eitthvað nýtt og breyta til. Það er ekkert sér­ stakt markmið að festast í þessu, ég geri þetta á meðan það er gaman.“ Rakel er að leysa Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur af en María Sigrún er í fæðingar­ orlofi. Aðspurð segir Rakel Boga Ágústsson og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur ákveðnar fyrirmyndir í faginu. „Þau eru búin að vera í þessu svo lengi, eru miklir fagmenn og í mín­ um huga eru þau andlit trú­ verðugleikans og traustsins. Svo er Logi Bergmann allur að koma til.“ Rakel hefur starfað sem fréttamaður í tólf ár en síð­ ustu árin hefur hún verið á bak við tjöldin sem vaktstjóri. „Ég hef tekið eina og eina vakt og viðurkenni að ég sakna þess svolítið að vera ekki að búa til fréttir. Vonandi kemur að því einhvern tímann aftur,“ segir Rakel og bætir við að starfið fari furðu vel með heimilis­ lífinu. „Maðurinn minn er pródúsent á RÚV svo við erum bæði í vaktavinnu. Það er al­ veg ótrúlegt hvað okkur hefur tekist að föndra þessu saman en við erum með tvö lítil börn, þriggja og átta ára,“ segir hún og bætir við að krakkarnir hafi gaman af því að sjá mömmu birtast á skjánum. „Þeim finnst það bara skemmtilegt og fynd­ ið og sérstaklega þeirri þriggja ára. Vinum hennar í leikskól­ anum finnst það líka svolítið merkilegt. Þar fær maður allt­ af einlæg og skemmtilegt við­ brögð.“ indiana@dv.is Svala í bíla- auglýsingu Svala Björgvins og félagar í Steed Lord eru í aðalhlut­ verki í nýrri auglýsingu fyrir Smart Car sem sænska fata­ fyrirtækið WeSc hannaði. Hljómsveitarmeðlimir sjást keyra agnarsmáan bílinn um götur Los Angeles en í auglýsingunni bregður einnig fyrir sænska leikar­ anum Peter Stormare sem og rapparanum Lady Tigra, plötusnúðinum og tónlistar­ manninum Pase Rock og myndlistarkonunni Vanessu Prager. Svala og félagar hafa einnig hannað nælur í sam­ vinnu við listamanninn Tunde svo það er greinilega nóg að gera. Viðurkennir kynferðis- ofbeldi Rithöfundurinn Haukur Már Helgason viðurkennir á bloggsíðu sinni að hann hafi beitt kynferðisofbeldi. „Ég hef beitt kynferðisofbeldi. Ég hef beitt aðra manneskju ofbeldi án þess að gera mér grein fyrir því. Án þess að ætla það. Án þess að sjá það. Þessi blinda var liður í of­ beldinu,“ skrifar hann meðal annars. Hann segir ástvini sína hafa efast um að kynferðis­ ofbeldi væri rétta orðið og að hann sjálfur hafi verið hræddur við að samþykkja það. „En ég hef komið illa fram og valdið alvarlegum skaða í kynferðissambandi.“ Honum var greint frá ábyrgð sinni í fyrrahaust og það hefur tekið hann langan tíma að horfast í augu við hana. „Ég á vini sem létu mig sæta ábyrgð og ég á vini sem höfðu áhyggjur af því. Ég hef þurft á báðum að halda. Án þessa ferlis væri ég enn óviti um sjálfan mig og fáviti við aðra.“ Þ etta er alltaf sama kraftaverkið,“ segir Svavar Halldórsson sambýlismaður Þóru Arnórsdóttur forseta­ frambjóðandi sem fæddi heil­ brigt stúlkubarn í Hreiðrinu á Landspítalnum um sjö leytið á föstudagsmorgun, þann 18. maí síðastliðinn. Stúlkan lét bíða eftir sér nokkurn tíma en áætlaður fæðingardagur var 8. maí. Henni virðist hafa liðið vel í þeim rólegheitum sem hún bjó við síðustu mánuðina og ekki alveg verið tilbúin að hella sér út í kosningabaráttu móður sinnar. „Og nei, þetta barn virð­ ist ekki hafa nokkurn áhuga á að blanda geði við okkur enn – er bara sátt þar sem það er,“ var ritað á Facebook­síðu kosn­ ingabaráttu Þóru á uppstign­ ingardag, daginn fyrir fæð­ ingardag stúlkunnar. Mátti á þessum skrifum skynja örlitla óþreyju eftir nýjum fjölskyldu­ meðlimi sem nú loksins hefur látið sjá sig. Stúlkan vó við fæðingu 18 merkur og var 55 sentimetr­ ar á lengd. Hún fæðist inn í stóra fjölskyldu, en fyrir eiga Þóra og maður hennar, Svav­ ar Halldórsson fréttamaður, tvö börn saman auk þess sem Svavar á þrjár dætur. Litla stúlkan er af mörgum kölluð „Bessí“. Fetar í fótspor mömmu? DV fékk Gunnlaug Guðmunds­ son stjörnuspeking til að útbúa stjörnukort fyrir „Bessí litlu“ sem fæðist inn í nautsmerkið. Á kortinu segir um grunneðli og lífsorku að stúlkan komi til með að verða jarðbundin og föst fyrir. Hún verði jafnframt þrjósk, úthaldsmikil og dug­ leg, en komi einnig til með sækja í lífsnautnir. Þá vilji hún sjá árangur af starfi sínu. „Fær kraft með því að kafa inn á við, byggja upp andlegan styrk, og fást við verkefni sem varða samfélagið og/eða heimsmál.“ Um tilfinningar segir kortið að stúlkunni komi til með að líða best þegar hún er virk í félagsmálum, hópastarfi og verkefnum sem varða samfé­ lagið. Miðað við stjörnukortið er því ekki útlokað að stúlkan komi jafnvel til með að feta í fótspor móður sinnar og fari í forsetaframboð síðar á lífsleið­ inni. Það verður áhugavert að fylgj­ ast með því hvort fjölgunin í fjölskyldunni komi til með að hafa áhrif á fylgi Þóru sem frambjóðanda. En töluverð umræða skapaðist um það eft­ ir að hún tilkynnti um fram­ boð sitt hvort það væri ger­ legt fyrir nýbakaða móður með stóra fjölskyldu að sinna krefjandi starfi forseta Íslands. Margir risu upp Þóru til varn­ ar og bentu á að ekkert væri því til fyrirstöðu að skelegg kona sem einnig væri móðir tæki við forsetaembættinu. Mæður væru vel til þess fallnar að sinna krefjandi störfum og hví ekki embætti forseta Íslands? Þá hefur Svavar, maður Þóru, sagst ætla að vera heimavinn­ andi húsfaðir á Bessastöðum nái hún kjöri. Jákvæð athygli Almannatengill sem DV ræddi við benti á að tveir kvenkyns ráðherrar, þær Katrín Jakobs­ dóttir og Katrín Júlíusdóttir, hefðu báðir komið töluvert betur út í könnun Capacent um ánægju með störf ráðherra og stjórnarandstöðu eftir að þær annaðhvort áttu börn eða í ljós kom að þær ættu von á börnum. Hann benti jafnframt á að þegar fólk í valdastöðum er­ lendis eignast börn þá veki það nánast undantekningarlaust jákvæða athygli. Slík barns­ fæðing styrki tengsl og myndi ákveðna nánd á milli einstak­ lingsins og almennings. Enda verði fólk í slíkum stöðum hálf­ gerð almannaeign. Má því ætla að fæðing stúlk­ unnar geti tvímælalaust hjálp­ að Þóru í baráttunni og auk­ ið fylgi hennar, allavega til skamms tíma. Almanntengill­ inn benti þó á að það myndi líklega ekki ráða úrslitum þeg­ ar gengið yrði til kosninga í júní. n Gunnlaugur Guðmundsson spáir fyrir „Bessí litlu“ Barnalán Þóra og Svavar eignuðust stúlku þann 18. maí síðastlið- inn. Hún vó við fæðingu 18 merkur og var 55 sentimetrar á lengd. Reynslubolti Rakel hefur starfað sem fréttamaður í tólf ár. Síðustu árin hefur hún verið á bak við tjöldin sem vaktstjóri en í dag les hún sjónvarps- fréttirnar. Komust ekki á toppinn Tobba Marinósdóttir gekk upp á Hvannadalshnjúk með vinkonum sínum, Björk Eiðsdóttur, Elísabetu Jóns­ dóttur og Ölfu Láru Guð­ mundsdóttur. Veður var þó vont og þeim fannst súrt að snúa við þegar 200 metrar voru eftir upp á toppinn og ætla þær því tvímælalaust að gera aðra tilraun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.