Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 12
Tryllitæki Gunnar Vagn Aðalsteinsson við mótorhjólið sem hann smíðaði án teikninga. 12 Fréttir 21. maí 2012 Mánudagur É g byrjaði á þessu rugli 1996– 97 en þá smíðaði ég mitt fyrsta hjól. Tveimur árum seinna fór ég ég á netið og sá að það væri alveg hægt að smíða eitthvað svona. Svo ég fór af stað og það tók mig ein tvö ár að koma þessu sam­ an,“ segir Gunnar Vagn Aðalsteinsson mótorhjólaviðgerðarmaður um trylli­ tækið, en hjólið vekur jafnan mikla at­ hygli þegar Gunnar Vagn ekur á því á götum borgarinnar. Sjálflærður Hjólið er þriggja hjóla, sjálfskipt og engin smásmíði en það vegur um 900 kíló. Vélin er 350 Chevrolet, 8 strokka vél og afturdrifið er undan Jagúar. Gunnar er sjálflærður þegar kemur að mótorhjólaviðgerðum og smíðum, en hann segist hafa lært mikið á því að fylgjast með föður sínum sem barn, en hann er járnsmiður. „Þegar ég var yngri átti ég aldrei mótorhjól en ég ólst upp fyrir vestan á Þingeyri og ég var oft sem krakki að sniglast í kring­ um pabba minn. Ég fékk að sjóða og fikta og svona en ég hef aldrei lært bif­ vélavirkjun eða slíkt. Annaðhvort hef­ ur maður þetta í sér eða ekki.“ Hafði engar teikningar Hjólið smíðaði Gunnar í frístundum sínum, en hann segist hafa fengið dyggan stuðning og skilning frá konu sinni sem lést síðastliðinn febrúar og án hennar hefði hann sennilega gef­ ist upp. „Ég hafði engar teikningar, ég smíðaði þetta allt saman bara upp úr kollinum á mér.“ Hjólið er það eina sinnar tegundar í heiminum og segir Gunnar Vagn að það veki alltaf mikla athygli og menn stoppi gjarnan og spyrji hann út í gripinn á förnum vegi. „Það eru til margar útgáfur af þessu til dæmis úti í Bandaríkjunum, en það smíðar enginn eins. Það er lít­ ið um svona hjól í Evrópu og það er ekkert annað svona hjól hér á landi.“ Vesen að fá hjólið skráð Hjólið er eins og gefur að skilja mjög sérstakt og segir Gunnar Vagn að það hafi reynst þrautin þyngri að koma því í gegnum skoðun og fá það sam­ þykkt. „Í dag er þetta skráð ökutæki og ekkert vandamál með það. En það var svolítið vesen á sínum tíma að fá þetta skráð. Þegar ég kom þarna uppeftir þá vildu þeir að ég færi með hjólið til Þýskalands til að láta skoða það þar. Þeir vildu meina að það væru ekki til nógu fullkomin tæki hérna heima til að mengunarprófa hjólið.“ Gunnar tók þá til sinna ráða og á endanum kom hann hjólinu í gegnum skoðun. Gaman að athyglinni Í dag segist hann nota hjólið meira á tyllidögum. „Ég keyri nú ekki um á hjólinu svona dagsdaglega. Þetta er meira notað svona eins og forn­ bíll. Maður tekur það út þegar það er sól og gott veður, ég nenni ekk­ ert að hjóla í einhverri rigningu og þegar það er skítkalt. En þetta vekur rosalega mikla athygli og það er bara gaman að því.“ Gunnar ætlar að ferðast um land­ ið á hjólinu í sumar en hann hefur notað það mikið til ferðalaga í gegn­ um tíðina og segir það henta vel í slíkt. „Ég hef farið þrisvar á því norð­ ur á Akureyri og til Dalvíkur, vestur á firði og í sumar ætla ég að fara á því á æskuslóðirnar á Þingeyri.“ Smíðaði sér einstakt hjól n Tók tvö ár að smíða hjólið n 900 kíló og vekur athygli fyrir stærð og útlit„Ég fékk að sjóða og fikta og svona en ég hef aldrei lært bifvélavirkjun eða slíkt. Annaðhvort hefur maður þetta í sér eða ekki. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Ísland þriðja best af 34 löndum Íslenskir sjúklingar hafa mikil rétt­ indi, eru vel upplýstir, biðtími eftir þjónustu er stuttur í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir og árangur meðferðar er með því besta sem gerist í Evrópu. Þetta er meðal þess sem fram kom þegar niðurstöður Euro Health Con­ sumer Index árið 2012 voru kynnt­ ar á Evrópuþinginu í Brussel síð­ astliðinn þriðjudag að því er fram kemur á heimasíðu velferðar­ ráðuneytisins. Samkvæmt niður­ stöðu Euro Health Consumer Index 2012 er Ísland í þriðja sæti þeirra 34 landa sem úttektin náði til. Vísitala notenda heilbrigðis­ þjónustu, svo kölluð EHCI­vísi­ tala eða sem á ensku kallast Euro Health Consumer Index, er orðin samkvæmt upplýsingum frá vel­ ferðarráðuneytinu, staðlaður mælikvarði á heilbrigðisþjónustu í Evrópu og hefur verið gefin út af fyrirtækinu Health Consumer Po­ werhouse í Svíþjóð frá árinu 2005. Lagt er mat á 42 þætti heilbrigðis­ þjónustu sem flokkaðir eru í fimm eftirtalin svið sem þykja hafa mesta þýðingu fyrir notendurna: réttindi sjúklinga og upplýsingar til þeirra, aðgengi að (biðtími eftir) meðferð, árangur meðferðar, um­ fang og útbreiðsla þjónustu og lyf Ísland hafnaði í þriðja sæti á eftir Hollandi og Danmörku í út­ tektinni 2012 og heldur því sæti sínu frá síðustu könnun árið 2009. Á heimasíðu velferðarráðu­ neytisins er haft eftir Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra að ánægjulegt sé að Íslandi takist að halda stöðu sinni í efstu sætum þessa lista, þrátt fyrir erfiða að­ lögun heilbrigðiskerfisins að lægri fjárveitingum: „Við getum verið stolt af heilbrigðiskerfinu okkar og það er ástæða til að þakka heil­ brigðisstarfsmönnum fyrir frábær störf og þrautsegju, oft við erfiðar aðstæður. Við ætlum að halda okkar stöðu meðal þeirra landa sem bjóða upp á framúrskarandi heilbrigðisþjónustu. Við getum alltaf gert betur, sérstaklega þegar við þekkjum veikleikana og vitum hvað helst þarf að bæta.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.