Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 17
Spurningin Þykja þessar ásakanir mjög sorglegar Endar á sama stað Var búinn að safna öllu sínu já-fólki Heiða Kristín Helgadóttir svarar fyrir Besta flokkinn. – FréttablaðiðÓmar Ragnarsson um lífið, upphafið og endann. – DVIngunn Hafdís Þorláksdóttir, fyrrverandi varaformaður safnaðarráðs Fríkirkjunnar, um prestinn. – DV Grænt ríkisfang „Nei, ég hafði nú ekki hugsað mér það.“ Andreas Aðalsteinsson 22 ára vinnur hjá Mjólkursamsölunni „Nei, ég er að fara út á land og verð því ekki í bænum. Ég væri samt mjög til í að sjá eitthvað.“ Viktoría Halldórsdóttir 21 árs fornleifafræðinemi „Já, ég ætla að sjá Bryan Ferry.“ Emil Hannes Valgeirsson 46 ára grafískur hönnuður „Nei, ég fer ekki að sjá neitt.“ Stefanía Emilsdóttir 16 ára nemi „Ég fer á tónleika með Bryan Ferry.“ Arna Björk Stefánsdóttir 40 ára sagnfræðingur Ætlar þú að sjá eitthvað á listahátíð? Váfugl Bjarna Ben S varthöfði er einlægur stuðnings- maður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjarni er ekki aðeins með stórt nafn heldur er hann eldklár líka. Hann er þaulreyndur úr viðskiptalífinu þar sem hann byggði upp stórveldi á borð við olíurisann N1. Þá sýndi hann góða viðskiptatakta með afskiptum sínum af Vafningi. Bjarni er mikill laukur sinnar ættar. Hann hefur bæði fótað sig á sviði viðskipta og stjórnmála. Og þrátt fyrir að fast hafi verið sótt að honum á for- mannsstóli hefur hann staðist atlög- urnar af harðfylgi. Nú síðast sigraði hann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og stendur keikur við stýri síns flokks. Bjarni er í senn sveigjanlegur og vafningalaus. Hann var á sínum tíma hallur undir Evrópusambandið og vildi að Íslandi bættist í þá flóru Evr- ópuríkja. Vegna þessa varð hann fyrir miklu aðkasti innan flokks og hraktist af leið. Sú för endaði með því að hann varð algjörlega andvígur ESB og berst nú með kjafti og klóm gegn samtökum nágrannaþjóðanna. Á Íslandi er Hallur Hallsson í fylk- ingarbrjósti þeirra sem berjast gegn ESB. Hallur varð þjóðþekktur maður þegar hann sem sjónvarpsfréttamað- ur fékk góðglaðan og þvoglumæltan forsætisráðherra til að segja „skál, Bermúdaskál“ í beinni útsendingu. Síðan hefur lítið til hans spurst þar til hann kom með hárbeittan reifara um Evrópusambandið. Það tímamótaverk heitir Váfugl en fékk ekki vængi í ís- lenska bókaflóðinu og því voru góð ráð dýr. Hallur er hallur undir Bjarna Ben og leitaði hjálpar hans. Úr varð að ákveðið var að koma bókinni á bresk- an markað. Bjarni lagði svo sitt af mörkum í markaðsstarfinu með því að hafa samband við þingmenn breska Íhaldsflokksins sem útveguðu herbergi í þinghúsinu. Þangað mættu Bjarni og Hallur. Sá síðarnefndi hélt tölu yfir nokkrum þingmönnum sem andstæð- ir eru Evrópusambandinu. Úr þessu varð ein snilldarmarkaðs- setning. Morgunblaðið, heima á Ís- landi, sagði frá hinum mikla atburði í máli og myndum sem hittir breska bókamarkaðinn beint í hjartastað. Vá- fuglinn fékk vængi. Og þess var getið að Bjarni var á staðnum. Hann fékk meira að segja að hitta breskan ráð- herra til skrafs og ráðagerða. Þetta er svo sannarlega okkar maður. Örríkið Íslands fékk inni í breska þinginu með viðvaranir um hið stórhættulega Evr- ópusamband. Mikil eru áhrif okkar. Svarthöfði Á undanförnum árum hefur út- lendingum fjölgað sem hafa áhuga á að setjast að á Íslandi og óska eftir að gera Ísland að sínu heimalandi. Þetta er fjölbreyttur hópur sem styrkir efnahagslífið og auðgar mannlífið. Íslenskt atvinnulíf hefur þurft á erlendu vinnuafli að halda og margir Íslendingar hafa eignast er- lenda maka. Flest öllum sem hér hafa sest að hefur tekist vel að aðlagast ís- lensku samfélagi og þeir hafa styrkt það og bætt á allan hátt. Einnig þurfa marg- ir aðfluttir sérstakan stuðning þegar þeir setjast að í nýju landi með fram- andi tungu og menningu. Þétta verður öryggisnetið fyrir þá innflytjendur sem missa atvinnu, vegna þess að tengsla- og fjölskyldunet þeirra er ekki jafn öfl- ugt og Íslendingsins. Á Íslandi býr á þriðja tug þúsunda af erlendum uppruna og sýna tölur er- lendis frá að fyrsta kynslóð afkomenda innflytjenda verður oft ámóta fjölmenn og innflytjendurnir sjálfir. Þegar horft er til fjölda barna innflytjenda sem fæðst hafa á Íslandi á liðnum árum er ekki óvarlegt að ætla að þróunin geti orðið svipuð hér á landi. Innflytjendur auðga mannlífið og bæta, sérstaklega úti á landsbyggðinni þar sem margir hafa náð að festa rætur. Þetta er oftast harðduglegt fólk, sem vílar ekki fyrir sér að takast á hendur nauðsynlega vinnu, sem Íslendingar fúlsa oft við og ómögulegt er að manna. Unga fólkið af erlendum uppruna virðist sam- lagast ágætlega, einelti eða fordómar eru hverfandi og margir nemendur af erlendum uppruna standa sig afar vel í námi. Einhver hópur aðfluttra á þó erfitt uppdráttar og er nauðsynlegt að takast á við þau vandamál sem koma upp hverju sinni með opnum huga, svo að fólk af erlendum uppruna geti sam- lagast nýju samfélagi og talað tungu- málið án erfiðleika. Fjölmennir hópar innflytjenda mega ekki einangrast, og verða Íslendingar sem gestgjafar að passa upp á það að þeir sem hingað flytjast og afkomendur þeirra geti sam- lagast þjóðfélaginu og tekið fullan þátt í því eins og hinir sem fyrir eru. Samkvæmt upplýsingum sem emb- ætti ríkisskattstjóra vann fyrir Byggða- stofnun greiddu erlendir ríkisborg- arar yfir tíu milljarða í skatta og gjöld vegna tekna sem þeir öfluðu árið 2009. Í skýrslunni segir, að skattar sem erlent starfsfólk greiðir til íslensks samfélags, séu m.a. notaðir til að reka mennta- og heilbrigðiskerfið. Erlent verkafólk skapar verðmæti fyrir samfélagið í heild sinni og margir úr þeirra röðum sinna öldruðum og sjúkum. Í Bandaríkjunum notast stjórn- völd við svokallað „Grænt kort“ (Green Card) sem gefið er út til útlendinga sem vilja vinna í Bandaríkjunum. Við Ísendingar gætum komið upp svipuðu kerfi sem myndi leyfa íslenskum fyrir- tækjum að ráða útlendinga sem hafa sérþekkingu á afmörkuðum sviðum eða atvinnugreinum t.d. eins og olíu- vinnslu, flugrekstri, siglingum, forritun, raungreinum og öðrum vísindum o.s.frv. Einnig mætti bjóða listamenn sérstaklega velkomna t.d. eins og kvikmyndagerðarmenn, rithöfunda og aðra listamenn sem hafa hlotið al- þjóðlega viðurkenningu. Hugsunin með þessu er að laða að þekkingu á sviðum sem okkur Íslendinga skortir sérfræðinga á, og veita heimsþekkt- um listamönnum friðsælt afdrep og vinnuaðstöðu. Hægri grænir, flokkur fólksins, vilja einnig sjá að öllum Vestur-Íslendingum sé boðið upp á að sækja um sérstakt „grænt ríkisfang“ sem gæfi þeim ýmis takmörkuð rétt- indi. Það myndu margir nýta sér þetta, en tvöfalt ríkisfang er leyft í Banda- ríkjunum og Kanada. Íslendingar ættu að líta til Kanada þegar kemur að inn- flytjendamálum, en þeir hafa komið sér upp sniðugu kerfi. Dagar lista framundan Við setningu Listahátíðar í Reykjavík gekk hópur listamanna þvert í gegnum miðborgina frá Hörpu og út í Ráðhús og tóku konurnar á myndinni þátt í göngunni af mikilli innlifun. Mynd: Eyþór ÁrnasonMyndin Umræða 17Mánudagur 21. maí 2012 1 Morðtilraun í KópavogiManni var hent fram af svölum á fjórðu hæð. 2 ,,Hann átti ekki að vera þarna!“ Móðir manns sem lést í jarðskjálft- anum á Ítalíu á sunnudag. 3 Nú kæmi löggan og Land­helgisgæslan til að skipta sér af Einar Kjartansson smiður varð 70 ára þann 20. maí og var í stuttu viðtali vegna þess á afmælissíðu helgarblaðs DV. 4 Árni Johnsen sakar ríkis­stjórnina um „hryðjuverka­ árás“ Sakar ríkisstjórnina um mesta fúsk í samtímasögu Evrópu. 5 Fortíð ÞorgerðarSandkorn: Risastórt kúlulán sem eiginmaður hennar fékk og getur ekki borgað varð til þess að hún fékk ekki starf framkvæmdastjóra Hörpu. 6 Blóðugur við Grandagarð eftir árás Fórnarlambið á gjörgæslu og árásarmaður í fangelsi. 7 15 leiðir til að brenna meiruMegrun, of lítill svefn og kyrrseta hefta fitubrennsluna. Mest lesið á DV.is „Fjölmennir hópar innflytjenda mega ekki einangrast, og verða Íslendingar sem gestgjafar að passa upp á það. Kjallari Guðmundur Franklín Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.