Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn Vinnufélagar víki n Forsetaframbjóðandinn Herdís Þorgeirsdóttir þykir vera gríðarlega ákveðin og fylgin sér. Hljótt hefur verið um Herdísi framan af bar- áttu en nú er hún farin að sýna klærnar. Í ljósi stöðu samkeppnisaðilans, Þóru Arnórsdóttur, innan Ríkisút- varpsins hefur Herdís krafist þess að allir vinnufélagar hennar víki þegar umfjöll- un um forsetakosningarn- ar á sér stað hjá RÚV. Páll Magnússon útvarpsstjóri er í nokkrum vanda með málið. Ólafur Netanyahu n Opinber heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Tékk- lands hefur farið fremur hljótt. Ástæðan er væntanlega varkárni ís- lenskra fjöl- miðla við að fjalla um frambjóð- andann Ólaf Ragnar. Tals- verður hópur fylgir forsetan- um. Mönnum þar á bæ þótti skondið að þegar þarlent morgunsjónvarp fjallaði um heimsóknina var birt mynd af Benjamin Netanyahu. Þá var fullyrt að megintilgangur heimsóknar forsetans væri að fjalla um loftrýmisgæslu. Dylgjað um Döllu n Fjölmiðlarýnir Viðskipta- blaðsins, Andrés Magnús- son, er þekktur fyrir áræði í skrifum sínum. Honum varð í síðasta pistli tíðrætt um það að Fjölmiðlanefnd hefði ekki tæki til að knýja fram upp- lýsingar um eignarhald 365 miðla. Í því samhengi bendir hann á að forsetadóttirin Dalla Ólafsdóttir hafi nýlega verið ráðin þangað. Svo er að skilja sem þetta sé óheppi- legt því tvíburasystir hennar, Guðrún Tinna hafi verið yfir- maður innlendra fjárfest- inga hjá Baugi. Þarna er gefið til kynna með rökstuddum hætti að Dalla sé handbendi eigenda 365. Össur áhyggjufullur n Það blæs ekki byrlega fyrir aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Nú eru stjórnarsinn- ar, hver um annan þver- an, að snúast á band með stjórnarand- stöðunni um að kosið verði um það í þjóðaratkvæða- greiðslu hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum. Nú síðast lýsti ráðherrann Svandís Svavarsdóttir því yfir að eðlilegt væri að fara í slíka kosningu. Allt þetta mál mun valda utanríkisráðherran- um, Össuri Skarphéðinssyni, miklum áhyggjum en hann hefur lagt mikið undir til að koma Íslandi inn í þjóða- bandalagið. Erfitt að fara frá henni Ég er bara Janne Ragna Erlendsdóttir móðir Ellu Dísar. – DV Janne Sigurðsson forstjóri Fjarðaáls á Reyðarfirði. – DV Slímkenndur áróður Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Alþingi Íslendinga verður að stíga út úr blindri sérhagsmuna- gæslunni. Þjóðarvilji er allt sem þarf Kjallari Lýður Árnason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 21. maí 2012 Mánudagur Þ að er mikilvægt að þjóðin fái til þess tækifæri á þessu kjörtímabili að greiða at- kvæði um nýja stjórnarskrá. Það mál er hafið yfir flest önnur dægurmál sem hátt fara í um- ræðunni. Af óskiljanlegum ástæð- um hefur minnihluti Alþingis lagst gegn því að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni. Menn finna því flest til foráttu þótt fyrir liggi að breytingar séu nauðsynlegar. Í fyrsta lagi verður að koma því ákvæði skýrt inn að auð- lindir Íslands séu þjóðareign. Fiskur- inn í sjónum í kringum landið og þau gæði önnur sem tengjast hafinu geta ekki verið í einkaeigu örfárra manna. Þjóðin er eigandinn og verður að fá sína rentu. En þarna liggur hundur- inn grafinn. Grimmustu hagsmuna- samtök landsins og þau auðugustu mega ekki til þess hugsa að þjóðar- eignin verði staðfest. Þess vegna beita þau öllum tiltækum ráðum til þess að velta ríkisstjórninni úr sessi og fyrir- byggja þannig að hróflað verði við sérhagsmununum. Annað mikilvægt mál sem þarf að komast í gegn er þessu tengt. Kvóta- frumvörpin verða að fá afgreiðslu. Þar ber hæst sú kerfisbreyting sem felur í sér staðfestingu þess að þjóð- in eigi fiskinn en útgerðarmenn fái afnotarétt. Umdeildara frumvarpið varðar veiðileyfagjald. Þar er tekist á um það hvort upphæðir séu of háar. Svar útgerðarmanna við þessum frumvörpum er að fara í áróðursstríð þar sem þeir boða hörmungar fyrir land og lýð. Einn þeirra otaði fram börnum sínum sem hann taldi að myndu lenda á flæðiskeri. Sjómanns- fjölskyldu er teflt fram á mynd sem dæmi um væntanlegt fórnarlamb árásanna. Þeir birta líka myndir af hundi sem ætla má að sé í lífsháska vegna kvótalaganna. Sáralítil rökræn umræða er um málið aðeins áróður- inn sem dynur á þjóðinni. Það þarf að kenna áróðursöflunum sína lexíu. Slímkenndur áróðurinn má aldrei verða til þess að sveigt verði af braut lýðræðis. Enn ein ástæða þess að ríkis- stjórnin verður að ná fram breyting- um á stjórnarskránni er staða forseta Íslands. Embættið hefur færst frá því að vera hlutlaust og lítt afgerandi í það að vera í þungamiðju átaka ís- lenskra stjórnmála. Þarna þarf að koma til endurskilgreining. Það þarf að skerpa á heimildum forsetans og kveða upp úr um það hver tilgangur embættisins er. Ef það er þjóðarvilji að stórauka völd forseta þá verður þjóðin að koma að slíkri ákvörðun með því að breyta stjórnarskránni. Andstaðan við stjórnarskrárbreyt- ingar er óeðlileg. Stjórnlagaráð hefur lagt mikla vinnu í tillögur sínar. Ef þar er að finna galla, eins og haldið er á lofti, er leiðin sú að lagfæra þá og leggja síðan upp í þá vegferð sem getur gert samfélagið heilbrigðara. Alþingi Íslendinga verður að stíga út úr blindri sérhagsmunagæslunni og taka áskoruninni sem lá að baki búsáhaldabyltingunni. Við viljum betra og réttlátara samfélag. Þess vegna er nauðsynlegt að núverandi ríkisstjórn ljúki sínum verkum með hjálp Hreyfingarinnar og annarra stjórnmálaafla sem liggja ekki flöt fyrir valdi peninga og græðgi. N úverandi ríkisstjórn tók við einu versta búi lýðveldis- sögunnar. Efnahagsmálin í rúst, siðferði allt lamað og skálmöld í viðskiptum. Þó efnahagslegur árangur sé umdeilan- legur hefur a.m.k. orðið hér ákveðin naflaskoðun. Samantekið hefur þessi ríkisstjórn þó valdið vonbrigðum og fjarlægst faðm þjóðarinnar. Frumvarpið blekking Svar kjósenda í síðustu kosningum var afgerandi, krafa um lýðræðis- umbætur og uppstokkun fiskveiði- stjórnunar. Þjóðin vildi fá meira um eigin mál að segja og var búin að fá nóg af arðráni fiskveiðiauðlindar- innar. En skýr stefna ríkisstjórnar- innar um fyrningu fiskveiðikvóta og endurúthlutun á grunni jafnræðis komst aldrei til framkvæmda. Sáttin sem gerð var við þjóðina breytt- ist í aðra sátt við hagsmunaaðila. Í nýju frumvarpi Steingríms J. Sigfús- sonar um fiskveiðistjórn er eignar- haldi stórútgerðarinnar viðhaldið og ríkinu líklega sköpuð bótaskylda við breytingar. Sérstakt frumvarp Stein- gríms um veiðileyfagjald er blekk- ing því gjaldið skal reiknað af arði útgerðarfyrirtækjanna og þeim ei skotaskuld að bókfæra hann í aðrar áttir en til ríkisins. Enn fremur hefur þingmaður Sjálfstæðisflokks gefið rækilega til kynna að veiðileyfagjald- ið verði ekki á borði næstu ríkis- stjórnar. Framundan er því óbreytt ástand í fiskveiðimálum þó þjóðin hafi ítrekað gefi í skyn að hún vilji breytingar. Þjóðin vill nýja stjórnarskrá Annað er lýðræðisumbætur. Ríkis- stjórnin setti í feril gerð nýrrar stjórnarskrár sem þrátt fyrir mikla andspyrnu afturhaldsaflanna hafði sinn gang. Ný stjórnarskrá er tilbúin og inniber mikilvæg skref til aukins lýðræðis. Enda ljóst í nýlegri skoð- anakönnun að meirihluti lands- manna vilji þá nýju fremur en núgildandi. Sjálf þjóðaratkvæða- greiðslan þæfist þó fyrir þinginu og enn eru afturhaldsöflin að verki. Allt er reynt til að þjóðarvilji komi hvergi fram, jafnvel málæði fram á sumar. Versta arfleifð þessarar ríkis- stjórnar yrði sú að koma aftur- haldinu aftur í stjórnarráðið. Það yrði út af fyrir sig afrek í ljósi þess hve skammt er um liðið síðan ein- mitt þetta sama fólk kom hér öllu á hvolf. Hugmyndafræði hrun- flokkanna hefur ekkert breyst og gengur fyrst og síðast út á að við- halda eigin tengslaneti. Það skásta sem þessi ríkisstjórn getur gert er að nýta haustið til að spyrja þjóðina hvaða meginlínur eigi að gilda við stjórn fiskveiða sem og hvort henni hugnist ný stjórnarskrá. Þjóðarvilj- inn sem þá kæmi fram fylgdi nýrri stjórn hver sem hún verður og gæti haft úrslitaþýðingu. Þjóðarvilji er allt sem þarf. „Sáttin sem gerð var við þjóðina breyttist í aðra sátt við hagsmuna- aðila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.