Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.2012, Qupperneq 6
6 Fréttir 21. maí 2012 Mánudagur Í þessari rannsókn hafa komið fram fimm ný tilfelli um lifrar- skaða hjá Herbalife-notendum.“ Tveir íslenskir læknar, Sigurð- ur Ólafsson og Einar S. Björnsson, rannsaka tengsl lifrarskaða og notk- unar á fæðubótarefninu Herbalife á Íslandi. Einar segir að þeir hafi fund- ið tíu tilfelli hjá Íslendingum þar sem talið er að lifrarskaða megi rekja til notkunar á fæðubótarefninu. Hann segir að lifrarskaðinn hafi gengið til baka hjá þessum tíu einstaklingum eftir að þeir hættu að nota Herbalife. Lifrarskaðinn birtist meðal annars í ógleði, slappleika og gulu. Rannsókn Sigurðar og Einars er hluti af alþjóðlegri rannsókn á tengslum lifrarskaða og notkunar á Herbalife sem fram fer í sjö löndum um þessar mundir. Rannsóknin á skaðsemi Herbalife er hluti af stærri rannsókn þar sem Sigurður og Einar kanna orsakasamband lyfja við lifr- arskaða. Einar segir að hér á landi séu fæðubótarefni í öðru sæti á eftir sýklalyfjum af þeim lyfjum sem lík- legust eru til að valda lifrarskaða. „Þetta er bara eins og með önnur lyf að einstaka einstaklingur fær ein- hvers konar ofnæmi fyrir lyfinu sem aðrir fá ekki og þolir ekki lyf sem aðr- ir þola mjög vel. Ég held að það sé raunin með Herbalife: Það er mikill minnihluti sem lendir í einhverjum vanda út af þessu,“ segir Einar. Persónuvernd veitti þeim Sig- urði og Einari heimild til þess í apríl síðastliðinn að fá aðgang að sjúkraskrám þeirra einstaklinga sem til rannsóknar eru. Á heima- síðu Persónuverndar segir orðrétt um heimildina til rannsóknarinnar: „2012/283  -  Sigurði Ólafssyni, lækni á LSH, og Einari S. Björnssyni, yfir- lækni meltingarlækninga á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskrift- ina „Athugun á lifrarskaða af völdum Herbalife fæðubótarefna“.“ Fimm tilfelli lifrarskaða Árið 2010 gáfu Sigurður, Magnús Jóhannsson og Sif Ormarsdóttir og út grein sem birt var í Læknablaðinu þar sem unnið var með fimm tilfelli, fjór- ar konur og einn karlmann, þar sem talið var að rekja mætti lifrarskaða til notkunar á Herbalife. Um var að ræða fimm Íslendinga sem notað höfðu Herbalife á árabilinu 1999 til 2008 líkt og segir í aðferðalýsingunni í grein- inni: „Lýst er fimm tilfellum af eitrun- arlifrarbólgu í tengslum við notkun á ýmsum Herbalife-vörum á Íslandi á árunum 1999 til 2008.“ Afleiðingarnar af notkun á Herbalife voru í greininni sagðar vera slappleiki, kláði, ógleði og gula. Um eitt tilfellið segir í greininni: „47 ára gömul kona var lögð inn eftir að hafa verið um tveggja vikna skeið með gulu og kláða.“ Niðurstaðan í þessari grein í Læknablaðinu var sú að orsakasam- band væri á milli notkunar á Herba- life og einkennum lifrarskaða hjá þessum fimm einstaklingum. „Telja verður líklegt að notkun á Herbalife- vörum tengist eitrunarlifrarbólgu.“ Þessi niðurstaða byggði meðal ann- ars á því að einkenni lifrarskaðans hurfu þegar þessir fimm einstaklingar hættu notkun á Herbalife:   „Ályktun um orsakatengsl við Herbalife bygg- ist á því að sjúkdómseinkenni komu fram þegar Herbalife hafði verið neytt í nokkurn tíma, einkenni hurfu þegar neyslu Herbalife var hætt og ekki var til staðar önnur sennilegri skýring.“ Jón Óttar gagnrýndi greinina Í greininni í Læknablaðinu var tek- ið fram að forsvarsmann Herbalife hefðu alltaf gert lítið úr hættunni sem stafar af notkun á Herbalife. „Það hlýtur að teljast alvarlegt mál ef vörur sem eiga að bæta heilsufar hafa alvarlegar aukaverkanir, jafnvel þó það sé í litlum mæli. Nokkrar um- ræður hafa orðið um algengi auka- verkana frá lifur við neyslu Herbalife og hafa fulltrúar fyrirtækisins reynt að gera lítið úr hættunni. “ Jón Óttar Ragnarsson, næringar- fræðingur og annar af frumkvöðlum Herbalife á Íslandi, gagnrýndi grein- ina í Læknablaðinu á vefmiðlinum Pressunni í mars 2010 og bar því við að um væri að ræða rakalausa gagn- rýni. Sagði Jón Óttar það rangt að Herbalife myndi valda lifrarskaða og hélt því fram að Herbalife væri vörn við slíkum skaða. „Ekki aðeins veldur Herbalife ekki lifrarskemmdum af því tagi sem hann  fjallar um heldur eru vörur fyrirtækisins án efa besta vörn- in gegn henni.“ Svar Jón Óttars má sjá hér með greininni í heild sinni. Fimm ný tilfelli Einar segir að frá því að þessi grein var skrifuð árið 2010 hafi fimm önn- ur tilfelli bæst við þau fimm tilfelli sem rætt var um í greininni. „Um þetta leyti fer ég í gang með rann- sókn þar sem verið er að safna upp- lýsingum um alla þá sem hafa orðið fyrir lifrarskaða af völdum lyfja hér á landi. Í þessari rannsókn hafa komið fram fimm ný tilfelli um lifrarskaða hjá Herbalife-notendum. Lifrarskað- inn gekk nú til baka hjá þessum ein- staklingum og ekki varð af varanlegt mein. Allir þessir einstaklingar eru sem betur fer með eðlileg lifrarpróf í dag þannig að þetta er ekki alvar- legur skaði,“ segir Einar. Hann segist þó vita til þess að einn sjúklingur hafi byrjað að taka Herbalife aftur og hafi þá aftur orðið veikur. Óvissan um Herbalife Einar segir að í apríl síðastliðinn hafi hann hitt bandarískan lækni frá Philadelphiu á ráðstefnu á sviði meltingarlækninga. Hann segir að það hafi komið til tals í samtölum við Bandaríkjamanninn að fleiri tilfelli lifrarskaða af völdum Herbalife hafi komið fram í löndum eins og Sviss, Ísrael, Englandi, Bandaríkjunum og víðar. „Það veit enginn hvað þetta er í Herbalife sem orsakar þennan lifr- arskaða. Við erum að reyna að skilja hvað það er í Herbalife sem hugsan- lega gæti valdið lifrarskaða. Þess vegna erum við nú hluti af þessari alþjóðlegu rannsókn. Við erum með tíu tilfelli frá Íslandi en alls eru þetta um 40 til 50 sjúklingar víðs vegar að um heiminn.“ Hann segir að mikil- vægt sé að læknar í mismunandi löndum vinni saman að rannsókn- um sem þessum þar sem tiltölu- lega fá tilfelli eru í hverju landi fyrir sig. „Þetta er sjaldgæft í hverju landi fyrir sig og því er erfitt að mynda sér skoðun á því sjálfstætt hvað það er í Herbalife sem veldur þessu. En öðru máli gegnir ef um er að ræða stærri hóp sjúklinga.“ Tilgáta um ástæðu skaðseminnar Einar segir að þessar rannsóknir séu í reynd í þágu forsvarsmanna Herba- life því að þeir geti þá tekið efnið sem veldur lifrarskaðanum úr fæðubótar- efnunum. Hann segir að tilgáta sín sé að efnið sem valdi lifrarskaðanum geti hugsanlega verið efni sem kall- ast á ensku „extract of green tea“ eða „Camellia sinensis“ á latínu. „Ein til- gátan er að það sé þetta efni en við vitum það ekki ennþá. Það er búið að „concentrera“ grænt te og fá þetta efni út en það er örvandi, fitubrenn- andi efni sem verið hefur í mörgum fæðubótarefnum sem komið hafa á markað.“ Stýrt frá Philadelphiu Löndin sem taka þátt í rannsókn- inni ásamt Íslandi eru Bandaríkin, Ísrael, Sviss, Frakkland, England og Argentína. Einar segir að rann- sókninni sé stýrt af lækni í Phila- delphiu í Bandaríkjunum. Einar segir að læknarnir hafi hist og farið yfir rannsóknarniðurstöður sínar og unnið sé að úrvinnslu á upplýs- ingunum um þessar mundir. Hann segir að niðurstöður um orsakasamband lyfja og lifrarskaða frá öðrum löndum, meðal annars Bandaríkjunum, hafi sýnt fram á sams konar niðurstöðu um skað- semi Herbalife. „Við getum ekki gert þetta einir með þessi tíu tilfelli. Nú berum við okkar niðurstöður um eðli lifrarskaðans við niður- stöðurnar í öðrum löndum. Þeir í Philadelphiu eru nú að safna sam- an öllum tilfellunum og setja þau í gagnagrunn og þá verður auðveld- ara að svara spurningum um tengsl lifrarskaðans og Herbalife. Þá skilj- um við vonandi betur hvað er í gangi,“ segir Einar. Ekki náðist í Margréti Hrafns- dóttur, annan af frumkvöðlum Herbalife á Íslandi, til að ræða við hana um tengsl Herbalife-notk- unar og lifrarskaða. Eiginmaður hennar, Jón Óttar Ragnarsson, hefur hins vegar borið það til baka að Herbalife valdi lifrarskaða, líkt og áður segir. Niðurstaðan í al- þjóðlegu rannsókninni á skað- semi Herbalife mun væntanlega leiða það endanlega í ljóst hvort er rétt. Rannsaka Herbalife Einar S. Björnsson meltingarlæknir tekur nú þátt í alþjóðlegri rannsókn þar sem meðal annars eru rann- sökuð tengsl Herbalife og lifrarskaða. Rekja lifRaR- skaða tíu íslendinga til HeRbalife n Alþjóðleg rannsókn á um 50 Herbalife-notendum með lifrarskaða Segir Herbalife vörn gegn lifrarskaða Jón Óttar Ragnarsson, næringarfræðingur og annar af frumkvöðlum Herbalife á Íslandi, hefur sagt að fæðubótarefnin séu í reynd vörn gegn honum. Hann sést hér ásamt Margréti Hrafnsdóttur, eiginkonu sinni og viðskiptafélaga. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Svar Jóns Óttars Ragnars- sonar við greininni 2010 „Það er frábært að meira en áratugar linnulaus einkaherferð fyrrum prófess- ors í Lyfjafræði við Háskóla Íslands, dr. Magnúsar Jóhannssonar, gegn Herbalife fyrirtækinu skuli nú loksins vera komin upp á yfirborðið. Eins og vanalega ræðst dr. Magnús á garð- inn þar sem hann er hæstur. Ekki aðeins veldur Herbalife ekki lifrarskemmdum af því tagi sem hann fjallar um heldur eru vörur fyrirtækisins án efa besta vörnin gegn henni. Ástæðan er sú að þessi gerð lifrarbólgu (Non-alcoholic fatty liver disease) stafar af ofáti og offitu og Herbalife, sem stærsta megrunarvörufyrirtæki á jörðinni, er líklega besta vörnin gegn henni sem öðrum fylgifiskum offitu. Þetta vindhögg prófessorsins er þó barna- leikur í samanburði við þann ótrúlega lista sem hann lætur frá sér fara yfir þessar ógurlegu Herbalifevörur sem eiga að valda þessum hættulegu sjúkdómum. Það eykur síst trúverðugleika greinar dr. Magnúsar að fyrstu tvö efnin sem hann dregur fram í dagsljósið, Ma Huang og kava-kava, hafa aldrei verið í vörum Herbalife á Íslandi! Þriðja efnið sem hann tilgreinir er Aloe vera! Ef einhver planta kemst nærri því að vera eins konar samnefnari fyrir allt sem er hollt, heilnæmt og græðandi þá er það þessi planta með sinn heimsfræga lækningamátt. Og hver skyldi fjórða varan vera? En ekki grænt te! Ekki aðeins er það þjóðar- drykkur meira en fjórðungs mannkyns (þ.á.m. Kínverja og Japana) heldur mælir WHO, eða Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin, sérstaklega með að allir fullorðnir jarðarbúir drekki það daglega sér til heilsubótar! Síðustu þrjú efnin sem hann kallar til eru svo annars vegar ein algengasta krydd- jurt á jörðinni, negullinn okkar góði, og loks tvær íslenskar jurtir – krossfífill og hóffífill – sem hvergi fyrirfinnast í vörum frá Herbalife! Ég verð að lokum að viðurkenna að þótt ég hafi á löngum ferli lesið marga kynduga pisla frá hvers kyns skottulæknum og amatörum á sviði næringarfræði, hygg ég að nýjasta framlag dr. Magnúsar Jóhannssonar kóróni þann bálk.“ Jón Óttar Ragnarsson næringarfræðingur um greinina í Læknablaðinu um skaðsemi Herbalife. Svar Jóns Óttars birtist á vef- miðlinum Pressunni í mars 2010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.