Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Síða 3
Fréttir 3Mánudagur 2. júlí 2012
F
ari dómsmálið um Icesave á
versta veg má ætla að hundr
uð milljarða leggist á ríkissjóð
og vaxtaálag Íslands aukist
til muna. Þetta er álit Þórólfs
Matthíassonar, deildarforseta hag
fræðideildar Háskóla Íslands, en
áður hefur komið fram að verði Ís
lendingar fundnir sekir um mis
munun á grundvelli ríkisfangs gæti
dómsmálið haft að minnsta kosti
1.300 milljarða kostnað í för með sér.
Þá gætu vextirnir hlaupið á tugum
milljarða. Málflutningur í Icesave
málinu fyrir EFTAdómstólnum hefst
þann 18. september næstkomandi en
dómsúrskurðar er ekki að vænta fyrr
en í byrjun næsta árs. Eins og kunn
ugt er stefndi Eftirlitsstofnun EFTA ís
lenska ríkinu í desember síðast liðinn
fyrir brot á tilskipun um innstæðu
tryggingar og meginreglu 4. greinar
EESsamningsins. Skriflegum mál
flutningi er að mestu lokið, en fram
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
hefur meðalgöngu í málinu.
„Líklega voldugri aðilanum í hag“
„Úrskurður ESAdómstólsins í Ice
savemálinu í haust verður líklega
voldugri aðilanum í hag, Bretum og
Hollendingum,“ segir Hannes Hólm
steinn Gissurarson prófessor í stjórn
málafræði við Háskóla Íslands í nýleg
um pistli á Pressunni. Ummælin hafa
vakið nokkra athygli þar sem Hannes
var á meðal þeirra sem börðust gegn
því að síðasti Icesavesamningur yrði
samþykktur. Hann er þó ekki einn um
þessa skoðun. Fjölmargir fræðimenn
hafa lýst áhyggjum yfir því að dóm
stólaleiðin muni reynast Íslending
um dýrkeypt, en aðrir eru bjartsýnni.
Samkvæmt nýjustu tölum fjármála
ráðuneytisins hefði þriðji Icesave
samningurinn, sem gerður var þegar
lögmaðurinn Lee Bucheit gegndi for
mennsku samninganefndarinnar,
kostað ríkið um 59 milljarða. Það eru
2,8 prósent af vergri landsframleiðslu.
Noregur og Liechtenstein með
Íslendingum
Röksemdir íslenskra stjórnvalda
hafa komið skýrt fram í bréfaskipt
um við ESA, en utanríkisráðuneytið
og efnahags og viðskiptaráðuneytið
hafa undanfarna mánuði unnið að
málsvörn Íslands. Aðalmálflytjandi
er Tim Ward QC, sem tilnefndur var
lögmaður ársins í Bretlandi árið 2008.
Hann starfar við stofuna Monckt
on Chambers í London sem sér
hæfir sig í Evrópurétti. Með Ward í
málsvarnarteyminu starfa Einar Karl
Hallvarðsson hrl. og ríkislögmaður,
Jóhannes Karl Sveinsson hrl., Krist
ín Haraldsdóttir fv. aðstoðarmað
ur dómara við EFTAdómstólinn og
Reimar Pétursson hrl. Bretland, Holl
and, Liechtenstein og Noregur hafa
skilað skriflegum athugasemdum til
EFTAdómstólsins. Fulltrúar Noregs
og Liechtenstein telja enga ríkisábyrgð
vera á innistæðutryggingum en Bretar
og Hollendingar eru á öðru máli.
ESA hefur eingöngu tapað tveim
ur af 29 samningsbrotamálum sem
stofnunin hefur farið með fyrir EFTA
dómstólinn. Því eru margir uggandi
yfir þeim farvegi sem Icesavemálið
er komið í. Í skýrslu Fjármálaráðu
neytisins, Ríkisbúskapurinn 2012–
2015, er skýrt tekið fram að svo geti
farið að endurskoða þurfi frá grunni
meginmarkmið í ríkisfjármálum ef
niðurstaða dómsmála verður ekki
„með hagfelldasta hætti fyrir ríkis
sjóð.“ Fram kemur að önnur niður
staða gæti „valdið ríkissjóði mjög
miklum skakkaföllum.“
Uppsögn á EES-samningnum
EFTAdómstóllinn dæmir ekki um
skaðabótaskyldu íslenska ríkisins og
hefur ekki heimild til að mæla fyrir
um greiðslu sekta. Dómstóllinn sker
aðeins úr um það hvort íslensk stjórn
völd hafi fullnægt skyldum sínum
gagnvart EESsamningnum. Fari svo
að Ísland tapi málinu verða stjórn
völd að grípa til ráðstafana, til dæm
is með því að setjast við samninga
borðið að nýju og reyna að semja um
vexti og greiðslufrest. Í álitsgerð sem
kom út þann 7. janúar 2011, að beiðni
fjárlaganefndar Alþingis, er einnig
nefndur sá möguleiki að ágreiningur
í kjölfar áfellisdóms gæti leitt til upp
sagnar á EESsamningnum eða ein
hverjum hluta hans. Yfirgnæfandi
líkur eru þó taldar á því að Bretar og
Hollendingar höfði mál á Íslandi gegn
íslenska ríkinu. Þannig gætu inn
stæðueigendur fengið úr því skorið
hvort brotið sé nógu alvarlegt til þess
að Ísland sé skaðabótaskylt. Að sögn
Skúla Magnússonar, dósents við laga
deild HÍ, myndi málið þá aftur lenda á
borðum EFTAdómstólsins sem gæfi
ráðgefandi álit.
„Komin á gríska svæðið“
Fari svo að Bretar og Hollendingar
nái fram sínum ýtrustu kröfum fyr
ir dómstólum gæti ríkisábyrgð fallið
á heildarinnstæður Icesave, en ekki
einungis þá fjárhæð sem samsvarar
innstæðutryggingu að 20.000 evrum.
Samkvæmt Margréti Einarsdóttur,
forstöðumanni Evrópuréttarstofnun
ar, myndi skuldin öll falla í gjalddaga
við uppkvaðningu dóms hæstaréttar,
en hún yrði þá tvöfalt hærri en skuldin
sem Bucheitsamningurinn kveður á
um.
Endi dómsmál á Íslandi með ofan
greindum hætti yrðu skaðabæturn
ar greiddar á íslenskum dómsvöxt
um, en að sögn Þórólfs Matthíassonar
kæmu seðlabankavextirnir þá til
skoðunar. „Svo yrði þetta í gjaldeyri,
þetta slagar hátt upp í landsfram
leiðsluna og þá erum við bara kom
in á gríska svæðið,“ segir Þórólfur og
bætir því við að endurheimtur úr búi
Landsbankans dugi ekki fyrir nema í
mesta lagi helmingi af upphæðinni.
„Þetta borga menn ekki á einu ári. Það
þyrfti að taka lán og það er erfitt að
fá þau annars staðar en hjá stofnun
um á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóð
inn. Bankar færu tæplega að lána fyr
ir þessu nema með einhverju svipuðu
álagi og Grikkir og Spánverjar eru að
horfa framan í núna,“ segir Þórólfur.
Vextir hækka heildarskuldirnar
Aðspurður um áhrifin á heildar
skuldir ríkissjóðs spáir Þórólfur
því að vaxtakröfur muni hækka og
áhættuálagið aukast: „Smám saman
myndi þetta hækka vextina á öllum
okkar erlendu lánum. Því hærri sem
skuldastaflinn er, því ólíklegra telja
menn að ríki geti staðið við skuld
bindingar sínar. Og þá vilja þeir hærri
vexti. Við færum kannski í flokk með
Spáni, með svona 7 prósent vexti á
meðan ríkissjóður Bandaríkjanna
er að taka lán á 0,25 prósenta vöxt
um.“ Neikvæð niðurstaða í dóms
málinu gæti einnig haft slæm áhrif á
lánshæfismat og endurfjármögnun
skulda hins opinbera. Jafnframt yrði
líklega torveldara en ella að afnema
gjaldeyrishöftin. Verði niðurstaða
EFTAdómstólsins neikvæð fyrir Ís
lendinga mun endanlegur kostnað
ur ráðast af endurheimtum úr búi
Landsbankans, gengisþróun, upp
gjörsaðferð slitastjórnar gagnvart for
gangskröfuhöfum og síðast en ekki
síst vaxtaákvörðunum.
n Slæm niðurstaða í Icesave-dómsmálinu gæti sett Ísland í sömu stöðu og Grikkland
Málsvörn Íslands
n Málsvarnarteymi Íslands heldur því
fram að starfsemi íslenska innstæðu-
tryggingasjóðsins hafi verið í fullu sam-
ræmi við tilskipun um innlánatrygginga-
kerfi. Hér hafi orðið allsherjar bankahrun
sem ekkert innstæðutryggingakerfi hefði
getað staðist. Jafnframt er bent á að í
evrópskum reglugerðum er hvergi kveðið
á um skyldu ríkja til að leggja trygginga-
sjóðum til peninga ef tryggingasjóðirnir
tæmast. Innstæðueigendur í Bretlandi og
Hollandi hafi fengið greitt frá trygginga-
kerfum þeirra ríkja, tryggingasjóðirnir
fái greiðslur úr búi Landsbankans og því
muni enginn skaðast.
n Fallist EFTA-dómstóllinn á skilning ESA
á tilskipuninni um innstæðutryggingar
verður byggt á því að óviðráðanlegar
aðstæður vegna allsherjar bankahruns
geri skyldu ríkisins að engu. Útilokað hafi
verið fyrir íslensk stjórnvöld að útvega
nægilega fjármuni til tryggingasjóðsins.
n Málsvarar Íslands hafna því að
innstæðueigendum hafi verið mismunað
á grundvelli ríkisfangs. Hvorki innstæðu-
tryggingakerfið né íslenska ríkið hafi
greitt innstæðueigendum hér á landi og
eignir Landsbankans greiði bæði kröfur
innlendra og erlendra innstæðueigenda.
Innstæður í erlendum útibúum hafi
verið tryggðar eftir því sem unnt var
með því að tryggja þeim forgangsrétt
við skipti gömlu bankanna. Jafnframt
er því haldið fram að endurskipulagning
íslenska bankakerfisins með forgangs-
rétti innstæðna hjá nýju bönkunum hafi
verið fyllilega réttmæt. Útilokað hefði
verið að ráðast í sams konar aðgerðir
vegna innstæðueigenda í Bretlandi og
Hollandi í ljósi þess að þarlend yfirvöld
höfðu kyrrsett eignir útibúanna. Aukin-
heldur hefði gjaldeyrisforði Íslands
aðeins dugað fyrir broti af umræddum
innistæðum.
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannpall@dv.is
„ESA hefur ein-
göngu tapað
tveimur af þeim 29 samn-
ingsbrotamálum sem
stofnunin hefur höfðað
fyrir EFTA-dómstólnum.
Vísað til þjóðarinnar Ólafur
Ragnar vísaði Icesave-samn-
ingi Bucheit-nefndarinnar til
þjóðarinnar í fyrra. Eftir að þjóðin
hafnaði samningnum hefur ESA
höfðað mál gegn Íslandi fyrir
EFTA-dómstólnum. MYNDI VALDA „MJÖG
MIKLUM SKAKKAFÖLLUM“
ANDSTÆTT ÞVÍ SEM
ER BARNI FYRIR BESTU
n Hjördís Svan segir kerfið bregðast dætrum sínum sem voru færðar með valdi til föður síns fyrir helgi
Vill að þeirra raddir heyrist
Hún segist vera að berjast fyrir
réttindum dætra sinna. „Ég vil
bara að þeirra raddir fái að heyr
ast. Við viljum að þetta verði
skoðað og að það verði rætt við
þær. Að þær fái að tala. Ég skipti
engu máli í þessu, það eru þær
sem skipta máli. Þetta snýst um
þær og að þeirra rétti sé fram
fylgt. Að þær fái hjálp.“
Hjördís segist ætla að halda
áfram að berjast fyrir því að fá
að hafa dætur sínar hjá sér. „Ég
gefst aldrei upp á þessum börn
um. Ég er búin að vera að þessu
í tvö og hálft ár. Ég er að reyna
að láta börnunum mínum líða
vel og ég er ekki hætt því.“
Hjördís hefur reynt að hafa
samband við þær en fær að eig
in sögn ekki að hitta þær til að
kveðja. „Ég vil fá að kveðja þær
áður en þær fara og segja þeim
hvað er í gangi. Segja þeim að
þetta verði allt í lagi og við verð
um saman sem fjölskylda aftur
en ég fæ það ekki,“ segir hún.
Bragi Guðbrandsson
„Svona aðgerðir eru, eðli málsins sam-
kvæmt, alltaf mjög ógeðfelldar og eru
andstæða þess sem er barni fyrir bestu.