Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Page 4
Til hamingju, Ólafur
n Jóhanna Sigurðardóttir óskar Ólafi alls hins besta
J
óhanna Sigurðardóttir for
sætisráðherra óskaði Ólafi
Ragnari Grímssyni til ham
ingju með endurkjörið í for
setakosningunum í viðtali við
fréttastofu RÚV um helgina. „Fólk
ið hefur talað og þetta er lýð
ræðisleg niðurstaða sem hér er
fengin og hana ber auðvitað að
virða og ég vona auðvitað að for
setanum takist að sameina þjóð
ina á bak við sig og ég óska honum
bara til hamingju og alls góðs með
endurkjörið.“
Hún hafnar því að úrslitin sýni
óánægju með ríkisstjórnina „Ég
skil ekki af hverju menn eru að
blanda þessu saman. Það var nátt
úrulega dræm kosningaþátttaka
og ég held að menn verði nú að
eins að horfa til þess og líta til þess
að þarna er mjög léleg kosninga
þátttaka, sennilega sú næst versta
og menn verða auðvitað að horfa
til þess. Ég held það sé mjög lang
sótt að vera að teygja sig yfir í ríkis
stjórnina í þessu efni.“
Steingrímur J. Sigfússon efna
hagsráðherra gerði dræma kosn
ingaþátttöku einnig að umtalsefni
sínu. Hann sagði það umhugsun
arefni að mjög lágt hlutfall kosn
ingabærra mann í landinu hefði
kosið þann sem gegnir embættinu.
„Hitt gef ég mér ekki að verði neitt
vandamál að ríkisstjórnin og Al
þingi annarsvegar og forsetinn
á Bessastöðum hins vegar, geti
starfað í samræmi við stjórnskip
un landsins og gert það vandræða
laust.“
4 Fréttir 2. júlí 2012 Mánudagur
Kíktu á heimasíðu okkar og skoðaðu matseðilinn
!
Einn vinsælasti Kebab staðurinn á höfuðborgarsvæðinu!
www.alamir.is Hamraborg 14 a 200 Kópavogi Sími 5554885
Virkir dagar:11–21 Helgar:13–21
A
rion banki hefur afskrif
að rúmlega milljarð króna
vegna gjaldþrots eignar
halds félagsins AB fjárfest
ingar sem var í eigu Spari
sjóðs Mýrarsýslu og Kaupfélags
Borg firð inga. Tilkynnt er um skipta
lok félagsins í Lögbirtingablaðinu.
Ekkert fékkst upp í tæplega 1.080
milljóna króna kröfur Arion banka.
Félagið fjárfesti í hlutabréfum í
fjárfestingarbankanum Saga Capi
tal fyrir rúmlega 762 milljónir króna
árið 2008. Sparisjóður Mýrarsýslu,
sem var með höfuðstöðvar sínar í
Borgarnesi, veitti félaginu lán fyr
ir hlutabréfunum. Í ársreikningi
AB fjárfestinga fyrir árið 2008 voru
hlutabréfin bókfærð á 500 millj
ónir króna. Eftir bankahrunið um
haustið 2008, þegar Arion banki yfir
tók Sparisjóð Mýrarsýslu, var spari
sjóðurinn þá þegar búinn að taka
AB fjárfestingar yfir vegna skulda
stöðu félagsins og hrunsins á verð
mætum eigna þess. Saga Capital var
þá kominn að fótum fram þó hann
hafi formlega lifað fram á þetta ár.
Tóm skúffa
Heimildarmaður DV um málefni AB
fjárfestingar segir að lítið sé um fé
lagið að segja. Að félagið hafi fjárfest
í hlutabréfum í Saga Capital sem hafi
hrunið í verði eftir bankahrunið 2008
og að félagið hafi verið dauðadæmt
eftir það. „Þetta var bara tóm skúffa.“
Því var í reynd formsatriði að setja fé
lagið í þrot og ljúka skiptum á því.
Guðsteinn Einarsson, kaupfélags
stjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga,
var framkvæmdastjóri félagsins en í
árslok 2007 var félagið alfarið í eigu
Kaupfélags Borgfirðinga. Sparisjóður
Mýrarsýslu kom því inn í félagið árið
2008 og fjármagnaði viðskipti þess í
kjölfarið.
Á vakt sparisjóðsins
Guðsteinn segir að Kaupfélag Borg
firðinga hafi verið farið út úr fé
laginu þegar hlutabréfin í Saga
Capital voru keypt árið 2008. Guð
steinn kom af fjöllum þegar blaða
maður DV sagði honum að AB fjár
festing hefði keypt hlutabréf í Saga
Capital. „Það var ekki á mínum veg
um, það get ég sagt þér. Ég kannast
ekkert við að hafa keypt í Saga Capi
tal fyrir 760 milljónir. Það hefur ver
ið sparisjóðurinn sem gerði það, án
þess að ég viti það. Þannig að þetta
getur þú ekki rætt við mig,“ segir
Guðsteinn.
Kaupfélagsstjórinn segir að upp
hafi komið ágreiningur um fram
tíðarstefnu félagsins, fjárfestingar
þess og fleira í þeim dúr, og þess
vegna hafi kaupfélagið á endanum
selt sparisjóðnum hlut sinn í fjár
festingarfélaginu. „Það endaði með
því að þeir keyptu hlutinn í félaginu
af okkur á eina krónu,“ segir Guð
steinn.
Guðsteinn var þó stjórnarfor
maður AB fjárfestingar fram á árið
2009 en hann segir að hann hefði
átt að fara út úr félaginu löngu fyrir
þann tíma. „Ég hefði átt að vera far
inn út úr félaginu löngu áður en það
dróst að ganga frá því.“
Gísli Kjartansson, fyrrverandi
sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrar
sýslu, segist ekki muna nákvæm
lega af hverju sjóðurinn fjárfesti í
hlutabréfunum í Saga Capital en
bætir þó við að líklega hafi þau þótt
góð fjárfesting á þeim tíma. „Lík
lega töldum við þetta álitlegan fjár
festingarkost.“
„Líklega
töldum
við þetta álitlegan
fjárfestingarkost
Afskrifa milljarð út af
braski sparisjóðsins
n Sparisjóðurinn keypti í Saga Capital fyrir 762 milljónir
Sparisjóðsstjórinn Gísli Kjartansson
var sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Mýrarsýslu.
Sparisjóðurinn tók ákvörðun um að kaupa
hlutabréf í Saga Capital fyrir 762 milljónir
króna árið 2008. Bréfin voru fjármögnuð með
láni frá sjóðnum.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Forsætisráðherra Óskaði Ólafi Ragnari
til hamingju með endurkjörið.
Laundromat
með besta
morgunmatinn
Morgunmaturinn á íslenska
kaffihúsinu Laundromat Café í
Frederiksberg í Danmörku var á
dögunum valinn sá besti í
Kaupmannahöfn. Það voru
lesendur Alt om København,
eða Allt um Kaupmannahöfn,
sem völdu staðinn. Í umsögn
blaðsins um Laundromat segir
að mikið úrval sé á matseðlin
um, að börn séu sérstaklega
velkomin.
Arðsemi
bæjarhátíða
umdeilanleg
Ekki er sjálfgefið að bæjarhátíðir
séu arðbærar. Þetta segir Edward
H. Huijbens, forstöðumaður Rann
sóknarmiðstöðvar ferðamála, í
samtali við Akureyri vikublað.
„Mín kenning er sú að hátíðir sem
þessar þegar allt er talið, séu í raun
mest í boði heimamanna sjálfra.
Það er að með ómældri sjálfboða
vinnu og styrkjum sveitarfélagsins
sjálfs í allskyns innviði og annað
sem nauðsynlegt er svona hátíð, sé
arðsemi þeirra ekki uppá marga
fiska,“ segir Edward. Hann segir að
það sé gegnumgangandi röksemd
fyrir bæjarhátíðum að þær muni
skapa tekjur fyrir samfélagið en
hann segir að það sé ekki byggt á
rannsóknum þar sem erfitt sé að
rannsaka forsendur slíkra hátíða.
Júní einn heit-
asti mánuður
áratugarins
Nýliðinn júnímánuður er einn af
fjórtán hlýjustu mánuðum síðan
árið 1984. Aðeins fjórir af þessum
fjórtán mánuðum hafa verið á síð
asta áratug, samkvæmt Páli Berg
þórssyni, fyrrverandi Veðurstofu
stjóra. Greint var frá þessu á vef
Ríkisútvarpsins. Þar kom fram að
meðalhitastigið í júní hafi verið
9,7 gráður. Það þýðir að meðalhiti
hafi hækkað um heila gráðu mið
að við meðalhita í Reykjavík síð
astliðin sextíu og fimm ár.